Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › LapTop
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Helgi Valsson 22 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.07.2002 at 02:22 #191592
Sælir félagar
mér langar svoldið að vita hvað er svona gott við að hafa laptop tengt við GPSið. Ég er með Garmin 128 tæki sem er ekki með korti né hægt að setja kort í það ef ég mundi tengja tækið mitt við laptop mundi ég þá fá kort og mundi ég þá fá kort í lit og hverjir eru kostirnir við þetta dæmi?? Þarf ég góða tölvu og hvað eru svona tölvur að kosta? ef það er einhver sem getur svarað þessum spurningum mínum þá væri það vel þegið.
Kveðja: Davíð R-2856 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.07.2002 at 12:25 #462304
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll. Það eru til nokkur kortaforrit sem vinna með GPS tækinu. NavTrek sennilega algengast, en svo er Aukaraf með forrit sem heitir Fugawi og eitt enn hef ég séð sem heitir OziExplorer. Með NavTrek og Fugawi færðu öll kort og í lit þannig að með þessu ertu raunar kominn með stóran góðan skjá við gps tækið. Þú þarft ekkert óskaplega öfluga tölvu í þetta, veit ekki hvað er lámark en sjálfsagt erum við að tala um milli 100 og 200 þús. kall. Forritin kosta líka eitthvað.
Kv – Skúli
10.07.2002 at 16:24 #462306
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Hraðfari eða þannig!!*hehe*…
Þú þarft ekkert sérstaklega öfluga tölvu til að geta keyrt kortaforrit. Ég veit hvar þú getur fengið NavTrek og Íslandskort á góðan pening.
Hafðu bara samband í síma 847-1033
Kv
Snake a.k.a. Siggi
11.07.2002 at 10:46 #462308Annarsvegar eru tölvunar notaðar til að setja púnkta og ferla í tækin eða taka púnkta og ferla úr tækjunum, hvað leiðarpúnkta varðar þá er þetta fljótlegra og minni hætta á innsláttarvillum en að handstimpla, það er líka hægt að gera þetta fyrir eða eftir ferðir heima og kallar ekki á ferðavél, fer eftir minnisstærð tækja og lengd ferða. Fyrir Garmin tæki er hægt að nota Mapsourch sem er windows forrit eða PCX5 sem er dos forrit (bæði frá Garmin). Fyrir PCX5 er hægt að nota hvað sem er sem keyrir dos, fyrir Mapsourch þarf windows og ég veit að allavegana hvaða pentium sem er getur keirt það.
Það eru nokkur forrit (sjá http://eva.ismennt.is/~ey4x4/gpssida.htm) í gangi til að vera með kort í sem hægt er að keyra rauntíma vinslu á, þ.e. að vera með GPS tækið tengt við tölvuna og nota hana til að sjá hvað er að gerast. Þau sem ér hef prófað eru NavTrek97 og OziExplorer bæði hafa virkað fínt á pentium 133 vél, NavTrek var á sínum tíma selt hérna ásamt kortapakka frá Landmælingum, en mér skilst að það sé ekki selt lengur, enda gekk það manna á millum, menn afrituðu pakkann. Kortin fyrir Navtrek eru á formi sem ég þekki ekki og ég veit ekki hvort einhverjir hafa sett önnur kort inn í hann en þau sem fylgdu í upphafi (öll útgefin staðfræðikortin 1:50 000, aðalkortin 1:250 000, og ferðakortið 1:500 000). OziExplorer notar bitmap form og er hægt að skanna hvaða kort sem er og aðhæfa inn í hann, ég veit að það eru til fyrir hann öll sömu kortin og fyrir Navtrek og einhver fleiri hef ég séð. Það sem þarf að athuga er með diskpláss kortin taka soldið pláss, það er hægt að hafa þau á CD en betra held ég að setja þau inn á harða diskinn. Kortin fyrir NavTrek taka 243 MB og fyrir OziExplorer 180 MB (upplausnin er ca 100 til 120 punktar á tommu).
Hvað varðar að nota tölvu til að keyra eftir þá skiftir skjárinn miklu máli, hvernig er að sjá á hann bæði gagnvart birtu og í öðru horni en beint á. Ég hef líka heyrt að það hafi komið fyrir að harðir diskar hafi skemmst eða eiðilagst þegar bílar hafa lennt í góðum holum.
11.07.2002 at 11:35 #462310Mig langar að bæta smávegis við þessa skýrslu hans Helga, sem eins og hans er von og vísa klikkar ekki.
Eitt af því sem mér finnst hvað stæðsti kosturinn við að tölvutengja GPS tækið auk þess að hafa kortið tilað keyra eftir, er að geta safnað punktum og leiðum, en missa það ekki allt út um leið og mynni tækisins er fullt. Ég sjálfur hef unnið með Navtrek, Mapsource og OziExplorer. Þau virka öll fínt, en eru örlítið misjöfn. T.d. hef ég ekki séð íslandskort sem virka í Mapsource.
Mér var sagt um daginn að von sé á nýrri útgáfu af Navtrek, sem sé mjög spennandi. Þar er víst fullt af nýjum möguleikum. T.d getir það unnið með þrívíddarkort.Það er víst rétt að sumir hafa verið svo óheppnir að skemma hörðu diskana í tölvunum ef þeir fá högg á bílinn. Það er jú bæði fúlt, og dýrt.
En það eru til aðrar lausnir. Mér lýst einna best á að nota GPS tæki sem er með kortagrunni og góðu mynni. Þau kosta reyndar mikið, en það gerir fartölva einnig. Auðvitað er flott að vera með tölvu á mælaborðinu og skjárinn er stór, en eru fleiri not fyrir tölvuna? Margar eru með DVD drifi þannig að það er hægt að horfa á bíó þegar maður er fastur í skafli, en er það eitthvað eftirsóknarvert? Sumir NMT farsímar bjóða upp á gagnaflutning þannig að mögulegt er að vera í netsambandi á fjöllum. Líklega eru einhverjir spenntir fyrir því.
Svor er líka hægt að nota litlar lófatölvur. OziExplorer er til fyrir Windows CE og gengur í flestar lófatölvur. Ég er með eina slíka, er búinn að sækja demó af forritinu en er ekki búinn að setja þetta upp. Nýja útgáfan af Navtrek gengur líka við Windows CE. Þar er hættan á diskaskemmdum hverfandi lítil og tækið tekur sára lítið pláss. Ég veit þó ekki ennn hvernig er að horfa á það í sól. Þessar litlu tölvur má einnig tengja við síma og önnur tæki ef maður vill.
Ég neita því þó ekki að mér finnst flottast að vera með tölvuna, þá er maður augljóslega mikill tæknimaður og örugglega "alvöru ferðamaður".
Með kveðju,
Emil Borg.
12.07.2002 at 21:19 #462312
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað eru menn yfirleitt að nota öflugar tölvur??
Kveðja Páll
13.07.2002 at 09:15 #462314Hvað menn eru að nota fer aðalega eftir vað þeir eiga, en ekki endilega eftir hver lágmarksþörfin er. Ég er reyndar nýbyrjaður að fikta við að nota feravél við GPS, en ég er með pentium 133 og sé ekki annað en það sé full nóg. Reikna með að hvaða pentium vél sem er sé nóg. Hef prófað bæði NavTrek97 og OziExplorer, á eftir að setja Visual Navigator upp og prófa, en hann er eigilnlegað framhald af NavTrek og ég hef enga trú á að hann kalli á öflugri vél. Vandamálið er líklega aðalega það að gamlar og ódýrar ferðavélar liggja ekki á lausu að því er ég best veit.
Kv. Helgi
13.07.2002 at 16:15 #462316Af hverju tala menn bara um pentium? Ganga ekki aðrar gerðir af örgjörfum? Og eru menn ekki að nota tölvuna til að hlaða inn myndum úr digital myndavélunum sínum og svoleiðis?
kv Jóhann
14.07.2002 at 00:35 #462318Þegar ég segi pentium (eða hvað sem er annað) þá á ég við það eða sambærilegt í afli, (AMD, Cyrix). Ég veit ekki hvort minni vélar ganga (t.d. 486) en þar sem það er næstum því nauðsinlegt að vera með geisladrif þá setu það minni vélar út af kortinu, ég hef alla vegana ekki séð 486 með geisladrif. Hvað varða að hlaða myndurm inn úr myndavélum þá ættu sömu vélarnar pentium að virka í það, spurningin er aðalega með hvernig myndavélarnar eða kortalesarinn tengjast við, ef það er með serial eða paralell tengingu þá eru allar vélar með það, ef það er með einhverskonar diskettufyrirkomulagi (sem ég hef sjálfur prófað, Olympus) þá eru allar vélar með þann möguleika, en ef það er USB þá eru eldri vélar ekki alltaf með þann möguleika, og ég veit ekki hvort er hægt að fá USB kort (PCMCIA).
Kv. Helgi
14.07.2002 at 00:46 #462320Það sem ég gleymdi áðan var að hvað Makkan varðar þá þekki ég þá ekkert og ekki þau forrit sem eru til í hann svo ég get ekkert sagt um þá.
Til viðbótar þá er ég eingöngu að benda á það sem ég veit að er nóg fyrir þetta. Þannig að menn eru ekki tilbúnir að eyða miklum pening í vél, og geta fengið gamla vél fyrir lítið einhversstaðar eða eiga sem er hægt að nota. Svo fer þetta að sjálfsögðu eftir hvað á að gera við vélina, eingöngu þetta eða t.d. spila DVD myndir þegar komið er í skála eða setið er fastur í skafli eða óveðri. þá hef ég ekki hugmynd um hvað þarf öfluga vél í það, og menn verða bara að sníða sér stakk eftir vexti.Kv. Helgi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.