This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir,
Var á Langjökli í gær í fínu veðri (mestan hlutann) smá þoka annað slagið.
Færið eins og sagt er á skíðasvæðunum „vorfæri“, en „vegagerðin“ mætti hefla jökulinn aðeins betur því hann var frekar ósléttur og því þægilegra að fara hægt.Viltist svo Kaldadal heim, lét freistast þar sem vegurinn upp frá Húsafelli að Jökla er orðinn þurr og var því að vona að sama gengdi um Kaldadalinn.
Svo er ekki, hann hefur þornað mikið en er á köflum mjög blautur og VIÐKVÆMUR!!!
Sá að „minni menn“ á minni?? jeppum höfðu freistast til að fara utan slóðans til að sleppa við djúp drullu hjólför og smá skafla og skildu eftir sig LJÓT för í melana!!!!!!!!!!Kaldidalurinn er fær, og engin áskorun fyrir alvöru jeppa.
Vil ég því biðja alla alvöru jeppamenn að sleppa því að fara hann í bili og leifa honum að þorna í friði svo við verðum ekki sakaðir um böðulshátt og umhverfisskemdir á viðkvæmri náttúru.
Kveðja
Siggi_F
You must be logged in to reply to this topic.