This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Garðarsson 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Vildi bara benda þeim sem eru að leika sér á Langjökli að passa sig á snjóhúsinu (Igloo) sem við bjuggum til á fimmtudaginn síðasta.
Þannig að þeir sem eru að keyra í snjóblindu þarna ættu að skrá þessa staðsetningu hjá sér og náttúrulega allir sem myndu vilja skoða það líka.
Elev: 1161m
N 64´36´25.1″
W020´33´33.1″Það rúmast svona 8 manns þarna inni og það er manngengt…tók cirka 15 vinnustundir að búa til, sagað úr hörðum snjó og staflað í hringi. Það var sólbráð þegar ég bjó þetta til og svo fraus um kvöldið þannig að það er alveg massívt eins og er.
Inngangurinn er austan megin og snýr að Geitlandsjöklinum. En það gæti þurft að grafa þar aðeins niður þar sem inngangurinn er ofan í snjóinn og svo uppundir og inn í snjóhúsið.
Þeir sem hafa áhuga á að sofa þarna inni þurfa að hafa eitt í huga og það er að passa að það skafi ekki fyrir innganginn og einnig að búa til loftgat á t.d tveim hliðum cirka kústskafta stærð svo það lofti
ágætlega um. Það er tiltölulega hlýtt í svona húsum þannig að það er ekkert mál að sofa þarna eina nótt ef menn eru vel búnir með einangrunarmottu undir svefnpokanum.Það hefur komið fyrir að fólk hafi notað svona snjóhús sem kamar og ég vona að það verði ekki tilfellið með þetta snjóhús.
Einar Garðarsson.
862 2121
You must be logged in to reply to this topic.