This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Guðmundsson 18 years ago.
-
Topic
-
Eins og flestir nú vita þá geta krapahlaup komið niður jökulsporðinn í raun hvar sem er þegar snjórinn er orðinn gegnsósa af vatni, rétt eins og gerðist fyrir ofan Jaka nú fyrir helgina. Bíll, sleði, eða snjótroðari geta hæglega komið þessu af stað, þó það þurfi greinilega ekki endilega til.
Við akstur upp jökulinn Jakamegin hefur til að byrja með verið farið milli nokkuð djúpra vatnsrása, og síðan gjarnan milli tveggja svelgja sem merktir eru/voru með prikum.
Full ástæða er því til að fara varlega um þetta svæði.
Hef því miður ekki hnit svelgjanna.
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.