This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Júníus Guðjónsson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.04.2005 at 00:43 #195777
Sælir Félagar !
Hefur einhver ykkar fréttir af færðinni á Langjökul um Skálpanes úr byggð náttúrulega.
Það hlýtur að hafa kólnað þarna núna.
Með von um góðar fréttir.
Ásgeir -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.04.2005 at 11:03 #520232
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú ert væntanlega að tala um Skálpanes?
Að vísu hefur kólnað núna, en Vegagerðin er búin að loka flestum hálendisvegum, þ.m.t. Kjalvegi sbr. þetta kort:http://www3.vegag.is/faerd/island1.html
Þó sýnist mér að hægt sé að komast á Langjökul hjá Húsafelli um Þjófakrók, en þeirri leið er "fórnað" til að halda einhverjum möguleika til að jeppast opnum.
Kv – Skúli
01.04.2005 at 15:45 #520234Þakka þér fyrir Skúli hjá ég hef eitthvað verið að spara P Við félagarnir vorum að vonast til að geta farið upp hjá Húsafelli og komið niður þarna, en það er greinilega ekki æskilegt núna samkv. þessu korti. :o(
Kveðja
Ásgeir
01.04.2005 at 17:04 #520236
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Að vísu finnst mér þetta frekar einkennileg lokun, núna þegar frysti aftur og snjóaði í fjöllin. Þessi ákvörðun var líklega tekin meðan hlýjindin voru sem mest, en spurning hvort veturinn sé ekki kominn aftur á fjöllum. En auðvitað var komin asahláka á hálendinu. Það er hins vegar rétt að virða bönnin. Umhverfisnefndin hefur líklega verið í sambandi við Vegagerðina í dag til að ræða þetta við þá, kannski kemur eitthvað útúr því.
Kv – Skúli
01.04.2005 at 17:44 #520238Ég talaði við þá hjá vegagerðinni á Selfossi áðann og hann sagði að það væri skilti en ekki keðja á veginum svo menn væru þarna á sínum forsendum eins og hann orðaði það.
Í framhaldi af því frétti ég svo að jöklaferðirnar sem eru þarna með starfsemi hefðu verið í allan dag með túrista á jöklinum, fluttu þá inneftir á MAN trukk svo þá ætti að vera hægt að fara þarna um á jeppa er það ekki?Ef svo fer að það verði hægt að fara þarna um, er þá ekki einhver sem á punkta sem væri hægt að styðja sig við á leið úr Þjófakrók að Skálpanesi það væri vel þegið ef einhver gæti látið mig hafa þá, netfang: geiris@vortex.is
Það skal tekið skýrt fram að við ætlum ekki að fara nema vera búnir að fá staðfestingu í fyrramálið að það verði í lagi.Með fyrirfram Þökk
Ásgeir
01.04.2005 at 20:58 #520240Ef að einhverjir aðilar eru að fara um lokaða vegi eru þeir að gera það á eigin ábyrgð og ætti það ekki að virka sem réttlæting á því að allir geri það. Nema þá á ábyrgð viðkomandi ökumanns!
Bara svona smá hugleiðing.
Kv. Davíð
05.04.2005 at 15:00 #520242Þeir hjá vegagerðinni hafa ekkert uppfært hjá sér lokanir á hálendisvegum, ætti ekki að vera komin sæmileg snjóalög aftur.
05.04.2005 at 16:14 #520244Það er ekki nema von að þetta vefjist fyrir mörgum þegar innan Vegagerðarinnar eru ekki allir með þetta á hreinu. Skv. kortinu á vef Vegagerðarinnar er allur akstur BANNAÐUR á þessum vegum sem og öðrum hálendisvegum skv. umferðamerkinu sem þar er sett (guli hringurinn með rauðum ramma). Ef merkið væri ekki á veginum en vegurinn hins vegar merktur ófær eða lokaður, þá gildir þetta sem hann segir hjá Vegagerðinni á Selfossi, þ.e. vegurinn lokaður en menn fara inn á hann á eigin ábyrgð. Með þessa merkingu uppi er hins vegar beinlínis bannað að aka þarna. Hins vegar sýnist mér aðstæður vera þannig á hálendinu núna að það er engin ástæða til að banna akstur, kominn snjór aftur og ætti að vera orðið þokkalega frosið.
Auðvitað eigum við að hlýta umferðalögum og það þýðir að við getum sneitt framhjá merkinu "LOKAÐ" en ekki gula hringlaga merkinu sem við þekkjum sem "Allur akstur bannaður". Sá aðili sem við höfum verið mest í sambandi við hjá Vegagerðinni (sem er reynar jeppamaður) hefur mikið verið að reyna að fá aðila þar innan húss til að greina þarna á milli, en því miður með of litlum árangri. Það er raunar forsenda fyrir því að þetta virki til að hlífa slóðunum á aurbleytutímum að þessar merkingar séu notaðar rétt. Það er akstur sé bannaður þegar aurbleyta og vorleysingar eru í gangi, en þess utan séu vegirnir aðeins merktir lokaðir eða ófærir.
Kv – Skúli
05.04.2005 at 16:47 #520246Hringdi í vegagerðina áðan og sögðust þeir vera í startholunum með að tína út bannsvæðinn um leið og veðri slotar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
