This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhann Kristján Kristjáns 22 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
ég fór á Langjökul í gær laugardag ásamt nokkrum öðrum og héldum við að Þursaborginni eins og oft áður.
Ég hef reyndar yfirleitt bara komið þarna um hávetur, en ég er að spá í að fullyrða að snjórinn hafi sigið þarna núna um ca. 10 metra eða svo í sumar – getur það verið ??Austan við Þursaborgina, alveg efst þar sem geilin byrjar sáum við einhverja þúst þegar við nálguðumst og datt okkur helst í hug að þarna væri tjald. Þegar við komum nær leit þetta út eins og snjóhrúga, og datt mér í hug að hjálparsveitarmenn hefðu verið að leika sér á troðaranum sínum.
Þegar við loksins komumst alveg að þessu, kom í ljós að þetta var keilulaga klettur sem stóð ca. 5-8 metra upp úr snjónum. Ég man aldrei eftir að hafa tekið eftir þessum kletti áður – er einhver annar sem kannast við hann??Ég tók myndir sem eru í myndasafninu mínu hér: http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=30&collectionid=306
Einnig var klettur í brúninni á geilinni sunnan við Þursaborginni, sem stendur núna töluvert upp fyrir brúnina, en ég man ekki eftir honum heldur – ég var þarna t.d. í janúar 2002 með Umhverfisnefnd 4×4 og myndir frá þeirri ferð eru hér :
http://um44.klaki.net/la02/m1.html
og þar eru ekki nein merki um að þessi klettur standi svona uppúr.Kannski er þetta bara eðlilegt ástand þarna á þessum árstíma en mér þætti gaman að heyra frá öðrum um þetta ?
P.S. Ef þið ætlið á Langjökul núna, passið ykkur þá á því að koma ykkur ekki í þá aðstöðu að koma niður af jöklinum í annahvort myrkri eða skafrenningi – og alls ekki hvorutveggja. Það er fullt af fínum svelgjum þarna sem bílar geta hreinlega horfið ofaní – við erum til vitnis um það. Við náðum reyndar að spila viðkomandi upp með tvö affelguð dekk og nokkrar beyglur á annari hliðinni, en það var ekki áhugaverð lífsreynsla.
You must be logged in to reply to this topic.