Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Langjökull frá húsafelli
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 15 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.04.2009 at 11:17 #204285
Sælir félagar, Veit eitthver hvernig færðin er þarna upp frá húsafelli,
er enþá snjór þarna eða er þetta allt komið á kaf í vatn?
er vegurinn lokaður?
langar svolítið að kíkja þarna uppeftir á fimmtudag.
mbk
Dabbi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.05.2009 at 07:26 #646266
Er það virkilega svo að menn eru að taka sénsinn í þessum málum og fara lokaðar leiðir (Allur akstur bannaður) þrátt fyrir öll boð og bönn ?
Persónulega þykir mér það ekki vera til fyrirmyndar að gera slíkt. Menn sem hoknir eru af reynslu í þessum málefnum ættu að vita betur að mínu mati, nema reynslan kenni þeim að hundsa öll tilmæli frá opinberum aðilum og þeim sem bera ábyrgð á vegunum.
Hvað gera menn sem keyra t.d. Syðra Fjallabak til austurs og fá flennifæri þangað til komið er í blautan og gljúpan veg við Hólaskjól ? Ætla menn þá að snúa við bara sisona ? (Nokkur hundruð metrar af drullu, setur það einhver fyrir sig ?)
Ég treysti því að menn viti að á vorin eru stundum mikil veðrabrigði og vegur sem er frosinn að morgni gæti verið orðinn að rennblautu svaði sama kvöld. Þar af leiðandi tel ég ekki hægt að fullyrða sem svo að vegur sem reyndist ágætur, rétt á meðan einhver einn ók hann (í óleyfi), sé í fínu lagi daginn eftir eða hafi verið í lagi daginn áður. Einnig tel ég það algerlega óraunhæft að ætlast til þess að Vegagerðin kanni ástand þessara vega í þaula á hverjum degi, opni og loki á víxl og sendi frá sér nýjustu uppfærslur á netið jafnharðan. Er virkilega ekki hægt að treysta á skynsemina og sleppa þessu brölti og þessum "sénsatökum" ? Má ekki bíða eftir neinu eða neinum ?
Geta menn ekki beðið eftir fimmtudagskortinu ? Ætti kannski að gefa kortið út fyrr í vikunni ? Eða kannski oftar í viku ?
12.05.2009 at 10:07 #646268Boð og bönn er það það sem við viljum? Nei við viljum heilbrigða skynsemi og að okkur se treyst en ekki komið fram við okkur eins og ‘ovita sem gerum allt vitlaust um leið og við förum ut ur borginni upp a fjöll.
Og varðandi siðasta ræðumann og Mælifellssand þa er mer til efs að a þessari leið se mikil aurbleyta a vorin og þetta með að keyra a frosnu að morgni en blautu að kvöldi jaa það myndi kallast solbrað en ekki aurbleyta.
Siðasti ræðumaður talaði lika um að treysta a skynsemina og sleppa þessu brölti..,,, þa segi eg hvað um að TREYSTA okkur og okkar skynsemi, eg segi nu bara fyrir mina parta að eg hata að keyra i drullu algjör viðbjoður, en eg vil fa að komast i snjoinn a meðan þess er nokkur kostur og eg veit um nokkrar leiðir til þess an þess að vera i drullumalli og valda skemmdum. 😉
Og að lokum an þess að vera með skitkast tel eg nu ansi marga vera að tala i kross við sjalfa sig her
um boð og bönn, ja menn tala um frelsi til ferðalaga
i einni linu en i næstu linu er allt bannað.
ferðafrelsiskveðja Helgi
12.05.2009 at 13:49 #646270Frelsi annars vegar og lög og regla hins vegar eru auðvitað andstæður í eðli sínu. Öll viljum við sem mest frelsi en á flestum sviðum samfélagsins eru þó settar einhverjar reglur af ýmsum ástæðum og ætlast til að fólk fylgi þeim og viðurlög við því að gera það ekki. Í sjálfu sér þyrftu engar reglur ef allir væru þokkalega heiðviðrir þegnar, en það er bara einhver útopía. Vegagerðin hefur þessa heimild að banna akstur á vegum á vorin þegar eru leysingar og gerir það til þess að fá ekki umferð á þessa vegi þar sem þeir meta það svo að kostnaður við að hefla þá á vorin aukist verulega ef þeir eru eknir meðan þeir eru í drullu. auk þess sem veruleg hætta er á utanvegaakstri þar sem menn sveigi framhjá verstu drullupittunum eða snjósköflum. Með fyrra atriðið, s.s. hvort kostnaðarsamara sé að hefla vegi sem hafa fengið umferð á vorleysingatíma ætla ég svosem ekki að fullyrða, enda enginn sérfræðingur í því, em þó mér finnist það ekki ósannfærandi rök. Hitt hef ég því miður séð of mörg dæmi um, þar sem sveigt er út fyrir veg til að komast framhjá erfiðum drullupittum eða blautum sköflum. Þau ummerki sýna svo ekki verði um villst að ástæða er til að hafa reglur og að ekki sé hægt að treysta ferðamönnum almennt. Mér dettur þó ekki í hug að bera það upp á túristaökumenn eða aðra þokkalega reynda jeppamenn. Vona allavega og trúi því að slíkt sé frekar eftir óvana ferðamenn, en séu lög eða reglur settar þurfa allir að hlýta þeim og því beygi ég mig undir þetta. Þannig er bara réttarríkið byggt upp.
Viðkvæmasta svæðið er alltaf í jaðri snjósins. Þegar komið er á snjó og hægt að keyra á snjó eru raunar engin lög brotin þar sem þá er ekki verið að keyra á vegunum. Þannig getur t.d. á ákveðnum tíma verið hægt að komast inn á Fjallabak yfir Mýrdalsjökul og verið á Strútssvæðinu í fullt að snjó án þess að sjá í auðan blett, hvað þá veg. Hins vegar geta verið aurbleytukaflar í kringum Einhyrning eða á öðrum stöðum í svipaðri hæð og því svæðinu lokað. Yfirleitt opnar það svo ekki aftur fyrr en búið er að yfirfara vegina með hefli. Sjálfsagt er oft hægt að gagnrýna ákvarðanir Vegagerðarinnar í þessu, en mín reynsla er samt að þeir reyni að gera þetta af sanngirni og skv. bestu upplýsingum.
Kv – Skúli.
12.05.2009 at 14:17 #646272Mér finnst ótrúlegur hroki í þessum fulltrúm ferðaþjónustuaðila sem hér hafa tjáð sig. Þeir eru svo klárir og hoknir af reynslu að þeir mega að eigin áliti gera það sem þeim sýnist. Má þá ekki með sömu rökum segja að atvinnubílstjórar, hoknir af reynslu, megi keyra hraðar en hraðatakmörk segja. Nú eða þeir sem eru á bílum ætluðum til hraðaksturs ættu þeir ekki að mega keyra hraðar líka?
–
Bjarni G.
12.05.2009 at 15:15 #646274Mér finnst sérlega undarlegt að þegar menn hafa atvinnu af því að keyra fjallvegi að þeir skuli ekki fara betur með það sem gefur þeim peninga. Eins og í þessu tilfelli sem ég nefndi hérna að ofan og kom þessari umræðu af stað þá var vegurinn í köku eftir bílalestina. Ég skil bara ekki að þegar tíðin er svona að menn komi sér ekki saman um að nýta aðrar leiðir en þær sem eru þekktar fyrir að vera eitt drullusvað á vorin, ég gef mér að þeir hafi verið að fara upp á langjökul með fólkið og það er ekkert ómerkilegra fyrir túrista með myndavél að fara í gegnum sveitirnar í borgafirðinum heldur en auðnina frá þingvöllum.
12.05.2009 at 15:48 #646276Bjarni minn kanski þu vitir ekki hvað hroki er mer heyrist það helst og þetta varla svaravert.
Og Skuli ja það er einsog sumir jeppamenn haldi að eftir sumardaginn fyrsta megi eða geti þeir ekki
keyrt a snjo og sneiði framhja sköflum sem eru i veginum og særa landið til hliðar, þessi dæmi se eg a hverju sumri þegar eg byrja að trussa inni a fjallabaki löglega notabene fyrir innan skjolkviar eru alltaf a hverju vori för eftir jeppa framhja sköflunum og þetta eru ekki för eftir bilaleigujeppa heldur breytta jeppa og það sem eg ekki skil i þessu er afhverju fara framhja snjonum en ekki yfir hann, þeir eru ju a jeppum.
Og Stebbi gott hja þer að minnast a þesa turistabila þarna a kaldadalnum,en gleymirðu ekki
einhverju? 😉 Hvað varst þU að gera þarna SJALFUR
mattir þu vera þarna;) Heldur þu að þu hvitþvoir sjalfan þig með þvi að benda a hina nei kallinn og varðandi tillögu þina með leiðarvalið þa er Borgarfjörðurinn tekinn lika
😉 broskveðja Helgi
12.05.2009 at 16:07 #646278Góður Helgi…..
12.05.2009 at 17:18 #646280Ég er nú ekki hlyntur því að keyra vegi í drullusvað og treysti mér sjálfum til þess að snúa við.. ekki er slíkur heimsendir þó maður komist ekki á þennan akkurat staðinn þá og þegar.. en aftur á móti var þetta fyndið með Kaldadalinn Stebbi og Brjótur.. hahaha
sumarkveðja. Hjalti
12.05.2009 at 19:30 #646282hinir ætla sér leyfist það. Held að það eigi svolítið í þessu tilfelli. Það sem ég á við með því er að persónulega treysti ég Helga Brjót, Benna Magg, Hlyni Snæland og fleirum af þeirra kaliberi sem eiga sitt annað lögheimili á hálendinu alveg til að ferðast þar um á öllum tímum ársins, hvort sem lokanir vegna aurbleytu eru í gangi eða ekki. Ég held að ÞEIR ÁGÆTU MENN séu ekki vandamálið þegar grannt er skoðað. Það er hins vegar svo að það sést til þeirra þegar þeir fara til fjalla og eru á fjöllum og þá halda hinir minni spámennirnir að þeim leyfist hið sama. Og þá gildir einu hvort þeir hafa einhverja þekkingu, getu eða heilbrigða skynsemi til að meta þær aðstæður sem fyrir hendi eru hverju sinni. Eins og þú bendir á Helgi þá hefur þú séð för eftir jeppa utan skafla og drullupolla sem eru augljóslega eftir breytta jeppa, væntanlega þá innlendinga sem eru þá á ferð. Þessir einstaklingar hafa sennilega fyrirmyndirnar frá ykkur sem farið á öllum árstímum til fjalla og er í raun treystandi til þess. En það er svo hlutur sem þeir gera sér ekki grein fyrir enda ekki allir sem eru félagar í 4×4 og kunnugir í þeim ranni, vita kannski ekki einu sinni af lokunarkorti vegagerðarinnar og ana af stað bara vegna þess að þeir sjá að aðrir gera það. Þetta er ekki það sem við í ferðaklúbbnum þurfum á að halda. Ég starfaði í umhverfisnefnd klúbbsins um eins árs skeið og sá þá hvað meðlimir þeirrar nefndar þurfa í raun að leggja á sig til að verja ferðafrelsið og halda friðinn við alla "umhverfisverndarsinnana" hvers heitasta ósk er að loka hálendinu fyrir allri umferð, helst allt árið umkring. Og trúið mér, þetta er mikil skrifræðisleg barátta með tilheyrandi fundarsetum og vinnutapi fyrir þá einstaklinga sem í þessu standa. Við ættum því, allir sem einn að virða þær lokanir sem vegagerðin er að setja tímabundið á okkur um þetta mánaðarskeið á vorin til að sýna góðan vilja til samstarfs og jafnframt að sýna virðingu því mikla starfi sem menn inna af hendi til að verja ferðafrelsið því það sem slíkt er forgengilegt ef menn virða ekki þær takmarkanir sem þeim eru settar. Því ég tel það litla fórn að menn virði þessar lokanir á meðan aurbleytutímabilið stendur yfir. Kv. Logi Már.
12.05.2009 at 21:12 #646284Ég held að Logi komi þarna með kjarna málsins á býsna skilmerkilegan hátt.
Kv – Skúli
12.05.2009 at 22:05 #646286[b:2klfivnz]Boð og bönn er það það sem við viljum? Nei við viljum heilbrigða skynsemi og að okkur se treyst en ekki komið fram við okkur eins og ‘ovita sem gerum allt vitlaust um leið og við förum ut ur borginni upp a fjöll.[/b:2klfivnz]
Ég ætla síst af öllu að kalla vana fjallamenn óvita. Þessar lokanir eru aftur á móti ekki það lengi að menn geti ekki haldið í sér í þessar 3-6 vikur sem Vegagerðin er að senda frá sér þessar almennu lokanir.[b:2klfivnz]Og varðandi siðasta ræðumann og Mælifellssand þa er mer til efs að a þessari leið se mikil aurbleyta a vorin og þetta með að keyra a frosnu að morgni en blautu að kvöldi jaa það myndi kallast solbrað en ekki aurbleyta. :)[/b:2klfivnz] Sólbráð eða aurbleyta eru oft nágrannar Þar að auki skiptir kannski ekki öllu máli um hvaða leið er rætt, hættan er til staðar víða og óvanir fjallaferðalangar hafa enga hugynd um að þeir séu að skera í sundur vegina fyrr en þeir stíga út úr bílnum og sökkva lakkskónum í svaðið 😉
[b:2klfivnz]Siðasti ræðumaður talaði lika um að treysta a skynsemina og sleppa þessu brölti..,,, þa segi eg hvað um að TREYSTA okkur og okkar skynsemi, eg segi nu bara fyrir mina parta að eg hata að keyra i drullu algjör viðbjoður, en eg vil fa að komast i snjoinn a meðan þess er nokkur kostur og eg veit um nokkrar leiðir til þess an þess að vera i drullumalli og valda skemmdum. ;)[/b:2klfivnz]Frelsi fylgir ábyrgð og við jeppamenn treystum á það að ekkert komi í veg fyrir frjáls ferðlög um hálendi landsins (innan leyfðra marka auðvitað) en við sem fylgjum reglunum verðum að geta treyst því að vanir menn geti líka sagt við sjálfa sig ,,Ég er þaulvanur og til fyrirmyndar fyrir þá sem skemmra eru á fjallvegi komnir. Ég fylgi 4×4 félögum mínum og ætla að virða þær (þó litlu) takmarkanir sem gerðar eru á uppáferðum á elsku háheiðarnar okkar."
–Jeppinn gefi mér æðruleysi til að sætta mig við lokaða vegi sem ég get ekki ekið. Eldsneyti, ferðafélaga og fjör til að ferðast alla þá vegi sem ég get ekið og skynsemi, drif og dekk til að komast allstaðar á milli.–[b:2klfivnz]Og að lokum an þess að vera með skitkast tel eg nu ansi marga vera að tala i kross við sjalfa sig her
um boð og bönn, ja menn tala um frelsi til ferðalaga
i einni linu en i næstu linu er allt bannað.
ferðafrelsiskveðja Helgi :)[/b:2klfivnz]Eins og ég skrifaði að ofan, frelsi fylgir ábyrgð og því miður eru til bjánar sem elta öll hjólför sem þeir sjá, hvort sem það er framhjá aðvörunar-/lokunarskiltum eða bara hreinlega út í buskann. Það eru þeir bjánar sem horfa til fyrirmyndanna.
Logi Már kemst einnig að kjarna málsins á afar góðan hátt að ég tel.
Ég er síðasti maðurinn til að stofna til skítkasts, ég þoli ekki að lesa svoleiðis þræði enda rólyndis maður að eðlisfari. Það er heldur engin ástæða til nokkura æsinga yfir þessu málefni, umræður og skoðanaskipti eru af hinu góða því þá víkka menn sjóndeildarhringinn og geta vonandi séð hlutina í víðara samhengi.
12.05.2009 at 22:07 #646288Ja strakar eg er svosem ekki að fara fram a að allar leiðir og lokanir seu hunsaðar en mer finnst stundum að lokanirnar seu svoldið drastiskar bara
skellt lokun a allar leiðir nema kanski inn i jökulheima og eg er ekki að kenna neinum um herna, mer finnst vegagerðin mega vanda sig betur
og jafnvel fa rað hja okkur sem erum þarna a ferðinni svo þeir þurfi ekki að fara þetta spes sjalfir
þa yrðu held eg fleiri anægðir með að geta nu lengt
aðeins vetrarferðatimabilið.
Mer finnst semsagt allt i lagi að kveðja þessar gömlu vinnureglur hja vegagerðinni ………..
…Lok lok og læs allir vegir….. 😉 þarf ekki að vera svona strakar.
kveðja Helgi
12.05.2009 at 23:50 #646290Ég er innilega sammála því sem Ingi (Þorvarður Ingi) skrifar hér að ofan. Skiptir virkilega máli hvort það myndist einhver hjólför í vegum sem hvort eð er verða svo heflaðir áður en þeir eru opnaðir??? Get ekki séð að það skipti máli. Það sem getur verið mjög slæmt hinsvegar er þegar menn freistast til að aka út fyrir veg til að sleppa við drullu á honum – þá koma ljót sár í landið að óþörfu.
.
Freyr
13.05.2009 at 00:45 #646292það er kanski annar póll í þessu sem þarf að horfa á.
.
.
ég veit ekki hvernig uppbyggðir vegir haga sér, eða sneiðingar eða vegkantar…. en þegar frost er að fara úr vegköntum og sneiðingum getur þá umferð um veginn ekki rutt honum niður hlíðina…
13.05.2009 at 08:55 #646294Og allt ber þetta að sama brunni, margar tengileiðir okkar inn á hálendisbrún eru hálfónýtar. Niðurgrafnir vegslóðar sem lokast snemma á haustin og opnast seint á vorin. Maimánuður er oftlega einhver bjartasti og skemmtilegasti ferðamánuðurinn, mökksnjór víða inni á hálendinu. En, það er bara bannað að fara þangað vegna þess að það er bannað að nota vegslóðana sem eru oft illfærir vegna þess að þeir fá lítið sem ekkert uppbyggilegt viðhald! Afraksturinn er utanvegaakstur lítillra og vanbúinna jeppa fyrst og fremst, og akstur um fjallvegi á lokunartímabilum.
Því vil ég beina því til stjórnar 4×4 og umhverfisnefndar að farið verði yfir fjallvegamálin með samgönguyfirvöldum þannig að unnið verði í því að gera vegabætur á helstu fjallvegum okkar sem tengjast hálendisbrún til að auðvelda okkur öllum (túristabílstjórum líka, sem flestir eru félagar í 4×4) aðgengi að hálendinu á öllum tímum ársins.
Ingi
13.05.2009 at 09:43 #646296Má ekki nota peninginn sem ríkið fær frá okkur til dæmis í gegnum eldsneitið í einhverja smá uppbyggingu á þessum vegum.
Maður spyr í hvað þessir peningar fari sem ríkið fær frá manni. Er það ekki svo lítil upphæð.
Það hlýtur að vera hægt að byggja upp eins og einn veg á ári, eða hvað.Árni F.
13.05.2009 at 12:58 #646298Hvernig er það með þig að í hvert skipti sem minst er á túristabílstjóra þá ert þú komin í bullandi vörn og allir eru hrokafullir og skilningslausir. Við vorum þarna líka og ég er ekkert að reyna að hvítþvo mig af því. En það er talsvert mikill munur á 2 úrheyptum 38" bílum sem vigta rétt um 2 tonn hvor og bílalest af fullpumpuðum 46" bílum sem losa tæp 4 tonn hver.
Ef að vegurinn hefði verið eitt drullusvað eftir okkur þá hefðum við snúið við með það sama, og höfum við gert það oftar en einu sinni á þessari leið enda erum við ekki með gjaldeyristekjur í aftursætinu.
13.05.2009 at 14:06 #646300Leiðinlegt að þú skulir sjá hroka í pistlinum mínum
hérna áðan en ég sé hann ekki en ég sé aftur á móti hroka í þinni hegðun að býsnast yfir gjörðum
túristabilanna en horfa framhjá þinum gjörðum og halda að það sé í lagi að keyra þarna af því að þið eruð bara 2 á 38 tommu bílum en þeir á 4 46 tommu bílum, það skiftir engu máli 2 eða 4 bílar
það er alveg jafnbannað, og hvernig dettur þér í hug að þeyr séu á fullpumpuðu þarna frekar en þú.
Næsta mál þú sakar mig um að vera æstur þegar
kemur að túristabílum það gæti nú verið af því að mér finnst sem flestir sem tjá sig hérna haldi að við séum bara annarsflokksjeppamenn sem kunnum ekki að keyra eða hleypa úr dekkjum af því að við vinnum við þetta og það virðist vera að sumir haldi að við tætum og spólum um landið án þess að hugsa neitt um landið okkar, en það gerum við einmitt afþví að við lifum á því, og ég persónulega er í þessu af því að nú get ég sameinað áhugamálið mitt til síðustu 24 ára og vinnuna sem
eru fjallaferðir og ferðamennska um okkar fagra
Ísland.
kveðja Helgi
13.05.2009 at 15:15 #646302[b:2x24fun5]Ja strakar eg er svosem ekki að fara fram a að allar leiðir og lokanir seu hunsaðar en mer finnst stundum að lokanirnar seu svoldið drastiskar bara[/b:2x24fun5]
Sammála þessu. En Vegagerðin býr að vondri reynslu til margra ára samkvæmt því sem ég heyri út undan mér og ekki að ósekju sé miðað við sumt það sem ég les í viðhorfi sumra ónefndra fjallamanna til þessa málaflokks inni á ýmsum spjallvefjum, ekkert endilega hér.[b:2x24fun5] mer finnst vegagerðin mega vanda sig betur[/b:2x24fun5]
Sammála þessu alfarið. Enginn er fullkominn og alltaf hægt að gera betur. Það þarf bara breytt viðhorf af beggja hálfu.
[b:2x24fun5]og jafnvel fa rað hja okkur sem erum þarna a ferðinni svo þeir þurfi ekki að fara þetta spes sjalfir[/b:2x24fun5]
Þarna er komin frábær hugmynd sem Ferðaklúbburinn mætti leggja til við Vegagerðina nú þegar og finna heppilega útfærslu.
[b:2x24fun5]þa yrðu held eg fleiri anægðir með að geta nu lengt
aðeins vetrarferðatimabilið.[/b:2x24fun5]
Peningur í kassann, alltaf gott
[b:2x24fun5]Mer finnst semsagt allt i lagi að kveðja þessar gömlu vinnureglur hja vegagerðinni ………..
…Lok lok og læs allir vegir….. 😉 þarf ekki að vera svona strakar.[/b:2x24fun5]
Þar er ég þér hjartanlega sammála. Hugmyndin er komin. Ég hlakka til nýrra tíma í þessum málum.
-Hvernig er það eiginlega ? Má ekki setja inn í aðgerðapakka ríkisins að vegagerð til að bæta helstu tengingar við hálendið komi til framkvæmdar ? Svo að hægt sé að hafa nokkurn vegin samfellt tímabil milli sumar og vetrarferða. Það er þjóðhagslega hagkvæmt á allan hátt.
13.05.2009 at 21:47 #646304[i:1i8nhqvj][b:1i8nhqvj]Leiðinlegt að þú skulir sjá hroka í pistlinum mínum hérna áðan en ég sé hann ekki en ég sé aftur á móti hroka í þinni hegðun
[/b:1i8nhqvj][/i:1i8nhqvj]Lestu aldrei áður en þú svarar?
[i:1i8nhqvj][b:1i8nhqvj]Næsta mál þú sakar mig um að vera æstur þegar kemur að túristabílum
[/b:1i8nhqvj][/i:1i8nhqvj]Enn og aftur kemur að lestrinum, ég sagði í bullandi vörn ekki ÆSTUR, og bara svo að þú vitir það framvegis að hástafir eru túlkaðir sem öskur eða köll á netinu.
[i:1i8nhqvj][b:1i8nhqvj]og halda að það sé í lagi að keyra þarna af því að þið eruð bara 2 á 38 tommu bílum en þeir á 4 46 tommu bílum, það skiftir engu máli 2 eða 4 bílar það er alveg jafnbannað[/b:1i8nhqvj][/i:1i8nhqvj]
Hvernig geturðu verið í svona mikili þversögn við sjálfan þig, nýbúin að vilja það að okkur sé sýnt traust til að fara vel með og skemma ekki vegina.
Ég sagði það líka áðan en þú hefur sjálfsagt ekki lesið það frekar en annað sem þú túlkar sem persónulega árás á þig frekar en gagnrýni, ég hef margoft farið kaldadal á vorin og margoft snúið við til þess að hlífa veginum.En svo bara til að þú getir andað léttar þá held ég að enginn hérna eða í það minnsta sárafáir skrifa túristabílstjóra sem aulajeppamenn eða annað slíkt, allavegna hefur það ekki komið fram á þessum þráð.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.