Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Langjökull frá húsafelli
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.04.2009 at 11:17 #204285
Sælir félagar, Veit eitthver hvernig færðin er þarna upp frá húsafelli,
er enþá snjór þarna eða er þetta allt komið á kaf í vatn?
er vegurinn lokaður?
langar svolítið að kíkja þarna uppeftir á fimmtudag.
mbk
Dabbi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.04.2009 at 11:42 #646226
Sæll ég fór þarna um á sunnudag og færið er ágætt ekki mikill snjór en vegurinn smá skorinn sumstaðar og pínu drulla hér og þar.
Það var enginn snjór sem heitið getur nema í síðustu brekkunni áður en þú kemur að Jaka.
kv
Steini
21.04.2009 at 13:07 #646228Vegurinn er lokaður vegna aurbleytu og allur akstur bannaður.
21.04.2009 at 14:13 #646230Það er þegjandi samkomulag að vegurinn upp frá Húsafelli að Jaka verði aldrei lokaður, það er betra að jeppar spóli á honum einum í staðin fyrir að fara Kaldadalinn eða aðra vegi sem verður mun erfiðarar að viðhalda. Hjá Vegagerðinni sögðu þeir að það væri betra að við héldum okkur á einum vegi og þá þessum til að hlífa öðrum.
kv. vals.
21.04.2009 at 15:09 #646232ég var þarna á laugardaginn og fannst vegurinn bara nokkuð góður. það var t.d. þarna óbreittur rav4. en ég get ekki skilið afhverju ætti að loka þeim vegi því þótt það séu einhverjir pollar á honum þá er hann svo langt frá því að detta í einhverja drullu…..
Og eins sé ég ekki að leiðin frá húsafelli og uppað jökli sé lokuð á þessu korti
[img:30zry9nc]http://www3.vegag.is/faerd/Island1.gif[/img:30zry9nc]
21.04.2009 at 15:21 #646234Mér finnst að þetta mætti vera skýrara, þ.e. að það ætti að vera lokunarmerki á báðum leggjum ef hann er á annað borð lokaður. En þau rök að einhverjum finnist vegurinn góður halda ekki. Annað hvort er vegurinn lokaður eða ekki. Maður má ekki keyra á 110 bara af því að það er engin umferð.
21.04.2009 at 15:56 #646236vegurinn er lokaður frá húsafelli og norður
það er lokað frá ufsahryggjum að langjökli og að skjaldbreið. annað er opið.annars er skylti á veginum þar sem hann er lokaður. s.s. innakstur bannaður minnir mig. og er þessvegna bannað að keira inná veginn. svipað og ekki er leifilegt að keira á móti einstefnu, eða alveg eins og það er bannað að keira hraðar en 90.
fyrir mér er þetta ósköp einfallt, en þið ráðið ykkur alveg sjálfir hvernig þið viljið skilja þetta,
21.04.2009 at 15:59 #646238horfðu á kjalveg. hann er ófær. ekki lokaður
21.04.2009 at 16:11 #646240Er þetta ekki sami vegurinn, frá Þingvöllum í Húsafell?
21.04.2009 at 16:25 #646242Veginum frá Húsafelli að Jaka er aldrei lokað á þessum árstíma.
Það sem vekur hins vegar athygli mína að það virðist sem allur akstur sé bannaður á Sprengisandsleið / Kvíslaveituvegi. A.m.k. er skilti þar.
kv.
eiki
21.04.2009 at 18:34 #646244Mæli ekki með að menn séu að taka Kaldaldal núna. Núna á sunnudaginn var vegurinn mjög blautur og vorum við nánast með samviskubit yfir því að keyra hann en það svona rétt slapp á 38" í 6-8 psi. Svo mættum við 6 ferðaþjónustu trukkum frá ónefndu fyrirtæki sem voru allir nema einn vel á 4 tonn og var vegurinn vægast sagt ógeðslegur eftir þá. Furðulegt að þeir sinni ekki tilmælum vegagerðarinnar og þesari óskrifðuðu reglu um húsafells vegin þegar þeir hafa atvinnu af því að keyra þessa vegi.
10.05.2009 at 10:53 #646246Ég akvað að senda inn fyrirspurn til Vegagerðarinnar svo þessi umræða komist á hreint. Þrátt fyrir að hafa spurt hvort ég mætti birta þetta svar hér að neðan á þræðinum þá hef ég enn engin svör eða afsvör um það fengið. Lít þá á þögn sem samþykki og birti hér með.
Fyrirspurnin mín er hérna:[b:2yx29wqt]
Sælt veri fólkiðMig langar að spyrjast fyrir um reglur vegna lokunar vega nú á vordögum ("Allur akstur bannaður" lokunin).
Þegar til dæmis Kaldidalur er lokaður (sjá kort á viðhengi), er samt hægt að fara frá Húsafelli upp í Jaka ?
Tilefni fyrirspurnarinnar er þessi umræða, https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … aerd/14021
á vef Ferðaklúbbsins 4×4 en svo virðist sem t.d. "ónefndur ferðaþjónustuaðili" líti á styttri leggi á kortunum sem eru án bannmerkisins sem opna þrátt fyrir að vegurinn sé blautur vegna leysinga. Gott væri að fá upplýsingar frá fyrstu hendi hvaða skilning Vegagerðin setur í þetta mál.Virðingarfyllst
Unnar Már Sigurbjörnsson
[/b:2yx29wqt]Svarið sem ég fékk er hér:
[b:2yx29wqt]
Sæll Unnar.Sem svar við fyrispurn þinni vil ég upplýsa:
Vegurinn um Kaldadal er lokaður nú eins og venjulega á þessum árstíma, með skiltinu "Allur akstur bannaður" og það eiga allir að vita hvað þýðir, þó svo að það virðist ekki vera. Þeir sem aka faram hjá þessu skilti eiga á hættu að vera sektaðir fyrir umferðarlagabrot. Áður notuðum við þverslár sem á stóð "LOKAÐ" Þetta merki hefur ekki lagalega stoð og erum við hættir að nota það.
Lokun á þessum vegi er til að fyrirbyggja miklar skemmdir á veginum þegar vorleysingar eru hafnar. Á vetrum merkjum við þennan veg með merkinu "ÓFÆRT" á íslensku og ensku og er Vegagerðin þar með að vara menn erfiðum og stundum illa skemdum vegi við, einkum útlendingana.
Þetta merki er einnig notað við norður enda Kaldadalsvegar og gildir upp í Langjökul (þarna er líka verið að vara menn á illa búnum bílum, við slæmum vegi) en bannmerkið er ekki þarna heldur sunnan við vegamótin við Langjökulsveginn.(fyrrnefndur syðri hluti Kaldadaslvegar)Skýringin á þessum mismun á Kaldalsvegi er sú að norður hluti Kaldadalsvegar frá Húsafelli og Langjökulsvegur að skálanum við Lanjökul, liggur að mestu um jökulruðninga sem hafa ekki vaðist upp eins og suður hluti Kaldadalsvegar sem er að mestu leyti á mold og sandi. Umferð um vegin að Langjökkli er nauðsynleg til að viðhalda þjöppu í veginu og er því til mikilla bóta og hefur vegagerði síður en svo lagst gegn notkun hans allt árið. Á vetrum er ekki nein þjónusta á þessum vegum og aka menn þá á eigin ábyrgð.
Að lokum vil ég íteka munin á merkjunum "allur akstur bannaður og ófært" og að við höfum ekki afskipti af bílum sem aka á snjó og frosnum slóðum, en þykir miður að töluverður hópur jeppamanna veldur okkur (samfélagin) miklu tjóni með óæskilegum / óleyfilegum akstri. Hinum þakka ég fyrir tillitsemina.
Vona að þessar línur upplýsi ykkur jeppamenn, góða ferð!
Kveðja,
Bjarni H. Johansen,
Þjónustustjóri Vesturlandi
Borgarbraut 66.
310 Borgarnesi,
GSM: 893 8511
Beinn sími: 522 1561
Póstfang:bhj@vegagerdin.is[/b:2yx29wqt]Év vil þ akka Bjarna fyrir greinargóð svör og vona að jeppamenn taki skiltin alvarlega og fari ekki á fjallvegi sem hætta er á að skemmist gríðarlega vegna aksturs í vorleysingum.
10.05.2009 at 11:25 #646248Skýringin á þessum mismun á Kaldalsvegi er sú að norður hluti Kaldadalsvegar frá Húsafelli og Langjökulsvegur að skálanum við Lanjökul, liggur að mestu um jökulruðninga sem hafa ekki vaðist upp eins og suður hluti Kaldadalsvegar sem er að mestu leyti á mold og sandi. Umferð um vegin að Langjökkli er nauðsynleg til að viðhalda þjöppu í veginu og er því til mikilla bóta og hefur vegagerði síður en svo lagst gegn notkun hans allt
.
.
.
.
.
Frábært að fá þessar línur, s.s. útskíring á afhverju við megum keira frá húsafelli en ekki frá þingvöllum
11.05.2009 at 02:16 #646250Góðir félagar,
ég fagna þessari tímabæru umræðu um fjallvegi landsins.
Ég er eflaust einn af þessum ónefndu ferðaþjónustuaðilum sem eru að nota fjallvegina allt árið um kring. Búinn að keyra t.d Kjalveg sunnanverðan og Kaldadal alveg sundur og saman í alls konar aur og drullu, og hef bara aldrei séð neinar vegskemmdir vegna þess. Því meira sem hrært er upp í drullunni, þeim mun betra! Vont er ef fáir keyra og það frýs aftur eða þornar um þegar vegurinn er skorinn, en annars þá hnoðast hann bara út með meiri akstri! Það eru sumir vegkaflar verri en aðrir, og þar ætti Vegagerðin að sjá sóma sinn í að skrapa mesta leirinn upp og koma betra efni í vegstæðið, -og að öðru leiti að sléttfylla alla helstu hálendisvegina sem ekki hefur verið viðhaldið að nokkru marki síðustu 50 árin. Þannig mætti lengja opnunartíma þeirra fyrir alla umferð um nokkra mánuði á ári. Alveg ömurlegt þegar í fyrstu snjóum vegirnir kjaftfyllast, og síðan situr snjórinn, vatnið og drullan í vegstæðinu langt fram á sumar.
Það ætti að veita ábyrgum Jeppamönnum á súperjeppum (félögum í 4x4og Jeppavinum) undanþágu til að að aka þessa vegi allt árið um kring enda stundum við ekki náttúruspjöll!
Á vef Vegagerðarinnar undir : Ástand á hálendisleiðum – Ástand fjallvega -er kort þar sem berlega kemur í ljós hvaða svæði eru lokuð. Þar segir líka: …kortið gefur til kynna hvar umferð er heimil eða óheimil vegna aurbleytu. Það hlýtur að túlkast svo að ef ekki er aurbleyta þá sé umferð heimil???
Að lokum, við skulum gæta þess að helsta ástæða fyrir utanvegaakstri er hið bágborna ástand fjallvega.
Bestu kveðjur,
Ingi
11.05.2009 at 15:07 #646252Ingi ég vona að þú ert ekki einn af þessum sem alltaf þurfa að vera að eiðileggja fyrir öðrum með því að virða ekki lokanir og fara ekki að lögum og reglum sem gilda hér á landi……svona allavega miðað við að lesa póst þin þá get ég nú ekki skilið betur en að þér finnist það alveg sjálfsagt að keyra á leyðum sem er lokaðar vegna aurbleytu.
Ég spyr þig bara fyndist þér í lagi að ég kæmi og keyrði í garðinu hjá þér um allt á meðna frostið væri að fara úr honum og skilja hann allan eftir í ljótum hjólförum!!!!! ég bara spyr.
Ég get sagt þér það að ég kæri mig ekki um að menn séu að keyra um á svæðum sem eru lokuð á leysingatímanum þar sem jörðin er viðkvæm, menn verða líka að hugsa aðeins lengra en um það sem þeim finst um þetta, það er ávalt rökstudd ástæða fyrir því að vegum er lokað.
Ég hvet alla sem verða vitni af því að menn virði ekki þessar lokanir og tilkinna Lögreglum um slík brot, hjálpumst að við að vernda náttúruna, förum vel með landið okkar og höldum því hreinu þannig stuðlum við að því að viðhalda því ferðafrelsi sem við höfum hérna.
Allur akstur bannaður þíðir að allur akstur er bannaður sama hvð þer finnst
Virðingafylst
Arngrímur Kristjánsson
R-1435
11.05.2009 at 17:51 #646254þú ert fyndinn
11.05.2009 at 18:13 #646256Ingi minn þessi rulla er eins ut og ur minum huga
komin eg hef i gegnum arin verið a þessari skoðun
en ekki þorað að henda henni fram af otta við svona komment eins og kemur herna hja Adda
mer finnst nu að við sem erum bunir að ferðast i tugi ara ættum nu að kunna fotum okkar forrað
og vitum lika helv…vel hvar hægt er að fara um an þess að vera að djöflast i drullu og skemma landið
og fyrir utan hvað það er nu leiðinlegt i drullunni
það virðist vera að allir haldi i þessum klubbi að
ef maður a jeppa þa skemmi maður bara allt i kringum sig ef stjornin og vegagerðin segi okkur ekki til og banni allan akstur utanvega, allir hvitþvegnir og finir a lyklaborðinu en skyldu allir þessir siðapostular sem tja sig herna nuna keyra
a 90 a brautinni eg bara spyr.
Og eg veit fyrir vist að vegagerðin er nu ekki alltaf að flyta ser að kanna vegina a vorin eftir að
vatnið sigur i burt
kveðja Helgi
11.05.2009 at 18:33 #646258BRJOTUR er bara rólegur núna, lítið skítkast og engin öskur…. Maður er eiginlega bara hálf smeykur um að eitthvað sé að !!!!
Annars sýnist mér nú að þetta séu nú aðalega túristabílstjórar sem eru að skemma vegina á vorin, og þá reyndar bara fáa ákveðna vegi. Áður en menn fara svo að tala um "Þjóðfélagslegan skaða" af þessum akstri þá þarf nú að reikna út hver raunverulegur kostnaður af þessum akstri er og draga frá þeim kostnaði tekjurnar sem koma af túristaakstrinum.
Sem sagt reikna út gjaldeyristekjur af túristaakstri í ca 2 mánuði á þessum vegum og draga svo frá kostnað vegagerðarinnar við að hefla svo svaðið á eftir.
Mér segir nú svo hugur að "þjóðhagslegur skaði" af þessu sé nú frekar neikvæð talakv
Rúnar.
11.05.2009 at 19:04 #646260Vegagerðin virðist oftar en ekki opna og loka vegum og slóðum á hálendinu eftir dagatalinu fremur en nokkru öðru.
Samkvæmt kortinu sem birtist hér fyrir neðan og gildir frá 29. apríl 2009 þá er opið upp að jaka og skálpanesi.
Ég ók þessa leið á sunnudaginn, þ.e. upp hjá Jaka og yfir og niður hjá Skálpanesi. Á þessu svæði er flottur snjór og frábært færi frá Bláfellshálsi og að jökli. Vegurinn upp að Jaka er betri en á venjulegum sumardegi en dálítil bleyta er á stöku stað í veginum frá Bláfellshálsi og niður að Malbiki.
Það skýtur svo skökku við að skoða þetta kort sem var í gildi þegar ég ók þarna um að sjá að við Gullfoss stendur allur akstur bannaður skilti… Hvort gildir ?
[img:2ynf96uy]http://www.vegagerdin.is/media/umferd-og-faerd/Halendi.gif[/img:2ynf96uy]
11.05.2009 at 20:42 #646262Ég vil hnykkja á því sem ég áður tíundaði, að ég sé bara engan mun á fjallvegunum eftir fyrstu heflun í sumarbyrjun hvort hrært hafi verið í drullunni vorlangt eða ekki. Því er að mínu mati ekki um vegskemmdir að ræða sem nokkru nemur. Það sem helst veldur utanvegaakstri (sem við túristabílstjórarnir stundum ekki) eru þessir illfæru niðurgröfnu vegir. Vildi ég gjarnan að við 4×4 félagarnir og við Jeppavinirnir (hagsmunasamtök súperjeppaútgerðarmanna) snérum bökum saman og stofnuðum nefnd/fjelag um að þrýsta á Vegagerðina að hefjast handa nú í vor að hreinsa burt leirdrulluna á þessum afmörkuðu vegköflum, og keyra skárra efni í alla vegina þannig að vegstæðið sléttfyllist. Þannig má koma í veg fyrir mestallan utanvegaakstur meðfram vegunum.
Ónefndur túristabílstjóri óhlýddist lokunum Vegagerðarinnar sl. viku og fór Syðra – Fjallabak inn fyrir Hafrafell, -þaðan austur og norður fyrir Heklu og niður í Skjólkvíar. Hvergi markaði í veginn undan bílnum, og mestan hlutann var ekið á snjó. Vissulega var vegurinn lokaður en aurbleyta var engin. Ber okkur virkilega að leggja af heilbrigða skynsemi og opinbera forheimsku okkar?
Ingi
11.05.2009 at 22:41 #646264Mer er bara hlatur i huga nuna þegar eg les linurnar
þinar eg alltaf brjalaður? og öskrandi? jæja við
vitum þa nuna að þu ert með þa gafu að heyra i netinu;) flott en aftur að malinu sem eru drulluvegir
og turistabilstjorar og “ by the way“ afhverju er alltaf eins og þið talið um turistabilstjora i neikvæðri
merkingu, eg held nu að við seum nu margir hverjir oftar þarna uppi a halendinu heldur en ykkur grunar og ekki nærri alltaf með turista þar sem að þetta er nu ahugamal mjög margra bilstjora
i greininni, en aftur að halendinu með bros:) a vör
þa held eg nu að hann Benni hafi nu hitt naglann helv.. vel herna aðan með lokanirnar.
Og eins og Ingi segir lika með kjalveg hverju getur það breytt hvort vegagerðin heflar oekinn eða
ekinn kjalveg a vorin, eg hef ekki seð muninn a kuk og skit
brosandi kveðja Helgi Brjotur:)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.