FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Langjökull

by Gunnar Þorkelsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Langjökull

This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Klemenz Geir Klemenzson Klemenz Geir Klemenzson 18 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.11.2006 at 16:55 #199040
    Profile photo of Gunnar Þorkelsson
    Gunnar Þorkelsson
    Member

    Við erum nokkrir sem erum að spá í að fara á Langjökulinn á sunnudaginn. Enginn okkar hefur farið þar áður og ég ætlaði að athuga hvort einhver veit með færi þar (erum á 35″, 36″ og 38″) eða hvort það sé yfir höfuð eitthvað vit í að vera að þvælast þarna núna. Eins væri mjög fínt ef einhver á punkta yfir leiðir þarna, hættusvæði og svoleiðis nokkuð sem hann nennir að senda mér. Kveðja Gunni

  • Creator
    Topic
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)
  • Author
    Replies
  • 24.11.2006 at 18:10 #569356
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Verðum tveir á skaflinum á sunnudaginn, patrol 44" og hilux 38" .
    kv siggi g





    25.11.2006 at 17:35 #569358
    Profile photo of Svavar Þ Lárusson
    Svavar Þ Lárusson
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 304

    https://old.f4x4.is/new/forum/?file=ferdir/6875

    kv.SÞL





    25.11.2006 at 18:34 #569360
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Ég ætla að vera þarna einbíla á morgunn

    Endilega látið mig vita hvenær þið stefnið í að vera þarna ef ég má slást í för.

    S. 663-4383
    Ívar
    38" L200





    25.11.2006 at 21:37 #569362
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Ég fór á jökulinn í dag… eða svona á sporðinn á honum frá kaldadal. Færið var mjög gott nema það komu svona þungir kaflar hér og þar. Vorum á Wrangler 38" og Grand Cherokee 39.5". Færið á jökulsporðinum var mjög gott. Við Keyrðum Frá Mosó kl 09:20 vorum komnir upp á jökulröndina kl 12:45 með því að fara kaldadalinn og síðan línuveginn inn haukadalinn og þaðan inn á jökul. Við keyrðum lyngdalsheiðina til baka í Rvk. Það er meiri snjór á lyngdalsheiðinni en mikið af förum og frekar óslétt. Ef markmiðið er að komast á jökulinn sem fyrst mæli ég með kaldadal, ja eða þá fara á húsafell.
    En góða ferð.

    Kær kveðja
    Gunnar Ingi





    25.11.2006 at 22:11 #569364
    Profile photo of Einar Garðarsson
    Einar Garðarsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 22

    Hæ,

    Við erum 2-3 sem ætla á Langjökul á morgun til þess að snjókæta (flugdreka og skíði) Nema hvað að við erum ekki á jeppum. Hversu langt að jöklinum komumst við í gegnum Húsafell á fólksbíl?

    Er færið hart á jöklinum sjálfum eða er þetta svona klaki og skaflar til skiptis?

    Allavega þá erum við til í að vera í samfloti með jeppamönnum og kannski fá að vera í samfloti síðasta spölinn.

    Kv,

    Einar
    862 2121





    26.11.2006 at 00:04 #569366
    Profile photo of Gunnar Þorkelsson
    Gunnar Þorkelsson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 2

    Við ætlum að leggja af stað frá Rauðavatni um 8:30, ætlum að fara Haukadal og koma til baka Kaldadalinn. Ef einhver hefur áhuga á að fljóta með þá er það velkomið. Kveðja Gunni





    26.11.2006 at 00:55 #569368
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir við fórum í dag Lundareykjadal og var fínt ágætan spotta innúr,





    26.11.2006 at 10:17 #569370
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Er ég orðinn algjör auli, hættur að rata um landið og hvað þá að átta mig á örnefnum? Ég verð að biðja ykkur sem skrifuðu inn á þráð þennan að skíra þetta betur út:

    "Við keyrðum… línuveginn inn Haukadalinn og þaðan inn á jökul."

    "ætlum að fara Haukadal og koma til baka Kaldadalinn."

    Og hvað ætli vegur um Lyngdalsheiði verði kallaður þegar hann endanlega verður lagður, yfir dyngjuna Lyngdalsheiði nokkru sunnan þess svæðis sem mönnum í dag virðist tamt að kalla "Lyngdalsheiði"? Lyngdalsheiðin virðist vera farin að teygja sig allt inn undir Skjaldbreið.

    Sá mun seint finnast sem segist vera villtur á Lyngdalsheiði!!!

    Ingi





    26.11.2006 at 11:39 #569372
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ingi, þetta fólk hefur nú greinilega verið einhverstaðar á hálendinu reikna ég með og bendir allt til þess að það hafi verið í nágrenni við það sem margir kalla Langaskafl en það er víst stór skafl einhverstaðar og svo hafa þau lagt af stað frá Selekt að öðru leiti er þetta nokkuð óljóst. Vers þykir mér að Hlynur er hættu að koma með athugasemdir við Lyngdalsheiðina. Það er sennilega vegna þess að hann fékk vegagerðina til þess að færa veginn á rétta stað, Mig gruna þó að þá fari allir að kalla veginn Gjábakkaveg.





    26.11.2006 at 12:29 #569374
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Leiðin milli Þingvalla og Laugarvatns, sem liggur á bakvið Lyngdalsheiði, hefur frá fornu fari (a.m.k.) eins langt og ég man, verið við hana kennd. Það væri forvitnilegt að kanna hvenær fyrst var farið að tala um Gjábakkaveg. Ég held að það sé ekki langt.

    -Einar





    26.11.2006 at 13:50 #569376
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Okkur Hlyni til hrellings þá fann ég áhugaverða lesningu á netinu, þar sem m.a. segir:
    "Frá Gjábakka er farið meðfram vegi yfir það sem í daglegu tali er nefnd Lyngdalsheiði og á Laugardalsvelli og þaðan á Laugarvatn. …"
    Ég hvet ykkur þegar veður gerir vond að lesa þennan texta um gamlar götur, vöð, og ýmsar frásagnir því tengdu:
    http://www.bokasafn.is/ferdavefur/gamlar_gotur.htm

    Hvað títt nefndan Haukadal snertir, þá vona ég að Geysir sé enn í Haukadalnum…

    Ingi





    26.11.2006 at 14:10 #569378
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það hlýtur að hafa verið sárt að finna svona óhagstæðar heimildir, en svona getur þetta verið. Reyndar get ég á móti bent að í Árbók FÍ um Árnesþing er talað um svonefndan Gjábakkaveg þegar vísað er til þessa vegar sem slíks. Þessi árbók er að vísu ekki ýkja gömul heimild, er frá 2003. Hins vegar er talað um leiðir Skálholtsbiskupa (o.fl) um Lyngdalsheiði og þær leiðir lágu gjarnan að hluta allavega nokkuð nærri núverandi vegstæði, allavega var gjarnan farið um Barmaskarð.
    Ég held að eik hafi nokkuð til síns máls með það að það sé allavega orðin nokkuð löng hefð fyrir að kalla þessa leið Lyngdalsheiði. Nafngiftir á leiðum þarf ekki alltaf að fara 100% saman með hinni eiginlegu staðsetningu örnefna. Í því sambandi má t.d. spá í hvar leiðin yfir Hellisheiði byrjar og svo hvaða landsvæði nákvæmlega flokkast sem Hellisheiði.
    Kv. – Skúli





    26.11.2006 at 14:11 #569380
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ja, hérna. Einhverntíma fyrir mörgum árum var ég að segja tilteknum einstaklingi þarna úr nágrenninu að ég hefði farið um Lyngdalsheiði á Laugarvatnsvelli frá Þingvöllum. Sá ávítaði mig alvarlegur í bragði, og sagði að þetta væri uppfinning Reykvíkinga að kalla þetta Lyngdalsheiði. Hann kallaði þetta Gjábakkaveg þarna yfir hraunið og benti mér á að kvartera grágrýtisdyngjan þar suður af væri hin rétta Lyngdalsheiði. Ég hef ekki fyrir mitt litla líf þorað annað en trúa þessu síðan. Skyldi geta verið að nafnið Gjábakkavegur sé upp runnið á skrifstofum Vegagerðarinnar, eins og svo margt annað? Mér dettur nú í hug eitt og annað í því sambandi, nefni sem dæmi þegar Vegagerðin talar um Djúpveg norður Strandir, ellegar leið hér í nágrenni mínu sem þeir kalla Þverárfjall, en mér skilst að þeir sem næst búa kannist ekki við það örnefni.





    26.11.2006 at 15:12 #569382
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Mér var kennt það sem ungum dreng sem dvaldi mikið i Laugardalnum að hin eiginlega Lyngdalsheiði væri heiðin sem lægi sunnan við Driftina svokölluðu. Driftin er drag sem liggur frá Kaldárhöfða austur að gagnamannaskálanum í Kringlumýri og þaðan austur að Laugardalsvöllum. Þar sem land hækkaði til norðurs frá driftinni væri Bláskógarheiði. Það breytir því ekki að fólk var ýmist að kalla vegin Gjábakkaveg eða Lyngdasheiði. Hvaða örnefni skal setja á vegin sjálfan skal ég ekki fullyrða. Einn var sá atburður í minni æsku sem var árviss og flestir í Laugardalnum hlökkuðu til var svokallað "Bláskógarskokk" en það var hlaup frá bænum Gjábakka niður á Laugarvatn.
    Kv. Júnni





    26.11.2006 at 16:37 #569384
    Profile photo of Klemenz Geir Klemenzson
    Klemenz Geir Klemenzson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 194

    Vegurinn hefur alla tíð heitað Gjábakkavegur og grunar mig að Lyngdalsheiðarnafnið hafi klínst á hann þegar farið var að ralla þarna um fyrir mörgum árum. Man ég eftir ófáum rimmum sem menn lentu í sem varð það á að kalla veginn Lyngdalsheiði svo gamlir sveitamenn og lögreglumenn heyrðu til.
    Eins og fram hefur komið þá liggur Lyngdalsheiðin sunnar og Gjábakkavegur liggur um Bláskógaheiði. Ef einhver hefur fundið heimildir um annað þá vara ég þann hinn sama við að gera undantekninguna að reglu. Slíkt býður bara upp á misskilning og getur jafnvel reynst hættulegt.

    Kveðja,
    Klemmi.





  • Author
    Replies
Viewing 15 replies - 1 through 15 (of 15 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.