Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Langjökull
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn H. Magnússon 18 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.10.2006 at 13:08 #198783
Veit einhver hvernig er að fara upp á jökul núna ?
Er orðið sæmilega fært hjá Skálpanesi eða Jaka ?
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.10.2006 at 13:14 #564774
Ég myndi ráðleggja mönnum að sýna ítrustu aðgát á jöklum núna. Það er sennilega kominn nægur snjór til að fela flestar sprugnur, en óvíst að hann haldi bílum.
-Einar
21.10.2006 at 13:15 #564776haltu þig í bænum, svo við þurfum ekki að fara að leita að nýjum formanni
Stjórnin
21.10.2006 at 13:23 #564778eigu við að leyfa formanninum að taka þessa áhættu ???
21.10.2006 at 13:23 #564780Ég ætlaði kannski að skreppa og leika mér á sleða þarna uppfrá.
En það var hins vegar nafni minn á Akureyri sem vildi fá þessar upplýsingar – hann er í bænum og var að spá í að fara yfir jökul á heimleiðinni…..
Benni
21.10.2006 at 13:24 #564782Þá er öruglega sprungulaust.
PS látið hann samt skilja bjögunar húfuna eftir hjá Ölmu til öryggis
21.10.2006 at 15:28 #564784Þá spyr ég, er í lagi að fara niður af jökli hjá Hveravöllum á þessum árstíma? þá er ég kannski ekki að spá í sprungum heldur snjóleysi? ég hélt í vitleysu minni að þetta ætti helst ekkert að keyra nema þegar nægur snjór væri kominn.
Lúther
21.10.2006 at 21:33 #564786sælir
Ég fór í dag upp hjá Jaka mjög gott færi stléttur og fínn
frábært veður
kv gunni
22.10.2006 at 00:01 #564788fréttum í dag að hann væri mjög háll neðst ?? er það rangt ?? vorum að hugsa um að kíkja þangað á morgunn
22.10.2006 at 00:53 #564790Lúther minn, ég lúri á húfunni eins og ormurinn í ævintýrinu. Ég kem til með að verja hana fyrir bónda minn með öllu því sem Guð gaf og meiru til… ég á nefnilega til fulla verkfærakistu af járningaráhöldum og písk!!! Og ef þú verður ekki góður þá sæki ég stóru stangirnar!
Alma
Sérlegur björgunarhúfugætari
22.10.2006 at 01:11 #564792það er ekkert verið að spá í það hvort maður hafi skilað sér heill heim, nei allir að hugsa um einhverja fjandans húfu HA…..Heimferð gekk eins og í lygasögu.
22.10.2006 at 01:30 #564794En Benni, fórstu þá yfir Langjökul heim að sunnan? Ef svo var hvernig var?
Kveðja Erlingur Harðar
22.10.2006 at 01:51 #564796Nei við fórum Kjalveg. Stefnan var að fara jökul heim en þar sem uppl. um hvernig jökulinn væri við Skálpanes en þar hugsuðum við okkur að koma niður voru ekki fáanlegar ákváðum við að fara ekki á jökul í þetta skiptið þar sem við vorum á einum bíl. Ekki var mikinn snjó að sjá á Kjalvegi, nánast ekki neitt.
22.10.2006 at 18:00 #564798Ekki veit ég hvort Albína er að hóta mér líkamsmeiðingum eða kynlífi, hún er svo ýmindurnarfrjó. Enn ég hef samband við vefnefnd eftir helgi:)
Albína mín mér skilst að þú rúntir um Skagafjörðin með 6 hrossa kerru og notir PATROL til að það gangi upp. svo er kallinn bara á einhverju Toyotu babe. getur þú ekkert notað hann?
Auðvitað fór Benni bara Kjalveg, enda bara kelling.
Lúther
22.10.2006 at 22:19 #564800Lúther ertu búinn að gleima að það er slóði niður að Hveravöllum frá Oddnýjarhnjúk og niður með girðingunni. sá slóði nær upp að jökli og líklega í fínu lagi núna. slóðin liggur frá girðinar horni og með vatnaskilum að jökli. ef sloðin er ekki a korti sem akveðinn syslumaður notar erum við allir misindismenn þar með- taldir Girðingarverðir
22.10.2006 at 23:11 #564802Ég hef óstaðfestan grun um að ef ég myndi beita jálkunum fyrir Pattann þá myndi ég örugglega komast hraðar yfir en með því að brúka hann svona tradisjónal.
Skagafjörður, best í heimi!
26.10.2006 at 21:31 #564804Hefur einhver farið á síðustu dögum, er sæmilegt færi þarna uppá skaflinum? Sprungur? klaki?
27.10.2006 at 23:11 #564806hmm, enginn farið … skrýtið.
28.10.2006 at 15:18 #564808Ég fór á mánudag frábært færi. Frá sleðunum lá slóðin töluvert vestar en ég er vanur að fara en hún var fín, trackið mitt frá í sumar var líklega 200-300 metrum austar og í þessum hefðbunda boga. Ég fór þó bara upp á bungu en færið var gott þar.
28.10.2006 at 19:41 #564810Ég er að hugsa um að fara í bíltúr á morgun með útlendinga, sem aldrei hafa séð snjó. Mér datt í hug að fara með þá að Langjökli upp frá Húsafelli. Nú sé ég á korti Vegagerðarinnar að Kaldidalur og vegurinn frá Húsafelli eru sagðir ófærir. Sama sýnist mér reyndar gilda um línuveginn norðan Skjaldbreiðar þar sem Litladeildin var á ferð í morgun.
Því spyr ég hvort einhver hafi ekið að Langjökli í dag og hvort möguleiki sé á að komast þangað á 35 tommu 4runner?
Ég er ekki að tala um að fara á jökulinn, heldur aðeins að jaðri hans.Sigurbjörn, R2196
28.10.2006 at 20:59 #564812Sæll,
það er jepplingafært að Langjökli meðan ekki skefur í veginn, -upp frá Húsafelli. Þekki ekki færð á Kaldadal, en snjólína er í um 300 – 400 metra hæð og trúlega þæfingur á veginum.
Ingi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.