This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Freyr Jónsson 19 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Var að heyra í Benna sem er ásamt 2 öðrum bílum í Húsafelli. Þeir fóru á Langjökul í dag og telja hann ófæran vegna krapa og „vatnavaxta“. Benni sagði að þeir hefðu farið á hábungu og gengið ágætlega upp þó skyggni væri lélagt. Á leið þeirra niður af jöklinum versnaði skyggni töluvert og óku þeir fram á snjótroðara sem var víst fullur af fólki og fastur í krapapytt. Annar bíll, Ford (Exc eitthvað) 44″ var fastur eða í basli eitthvað neðanvið. Hjálpuðu þeir fólki úr snjótroðaranum á þurrt en urðu víst nokkuð blautir sjálfir við hjálpina. Þeir festu eitthvað af bílum en tókst að koma sér án vandræða af jöklinum og eru nú í góðu yfirlæti í sumarbústað í Húsafelli með koníak og kaffi!!!
„Eldhúsverka“ kveðja: Erlingur Harðar
You must be logged in to reply to this topic.