This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
09.12.2004 at 19:49 #195026
Kvöldið við erum þrír sem ætlum á langjökul á laugardag tvær súkkur og einn hilux er einhver sem langar með líka?
Bjarni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2004 at 19:57 #510736
Planið er að mæta á Select, Vesturlandsvegi um klukkan átta og leggja af stað, ekki seinna en hálfníu.
Það lítur út fyrir ágætt frost á laugardaginn, þannig að færi ætti að vera gott. Það eru allir velkomnir sem treysta sér og sínum bílum þessa leið.
Farkostirnir eru Hilux 38", Sidekick 33" og Jimny 32".
Látum það ráðast á morgun hvort farið verður um Kaldadal eða Lyngdalsheiði. Endilega meldið ykkur á þessum þræði ef þið hafið áhuga.Gísli
R-3072
09.12.2004 at 20:19 #510738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Einhver sem veit eitthvað um ástandið á jöklinum?
kv,
10.12.2004 at 10:56 #510740Það er verið að tala um að opna í [url=http://www.skidasvaedi.is/default.asp?catID=14:1yy5cwsn]Bláfjöllunum[/url:1yy5cwsn] á morgun. Það hefur ekki gerst oft undanfarin 15 ár að þar hafi liftur verið opnaðar fyrir jól.
Þetta bendir til að það sé eitthver snjór komin til fjalla, a.m.k á sunnanverðu hálendinu.
-Einar
10.12.2004 at 11:19 #510742Haldiði að það sé kominn næginlega mikill snjór?? Verður þetta bara ekki eitthvað rockcrawler bras og sprunguvesen??
Shzeizen hvað ég væri til í ferð samt!!!Kv Benni R3370 897-7387
Og það sérstaklega með súkkum!!!!! 😉
10.12.2004 at 13:19 #510744Í versta falli snúum við þá bara við. Endilega sem flestar súkkur. Ef einhver vill hafa áhrif á leiðaval, þá erum við opnir fyrir öllu.
10.12.2004 at 13:27 #510746persónulega er mér hálfilla við kaldadal…. 😉
En ekki taka mark á mér ég er 50/50 % hvort ég geti farið…
10.12.2004 at 13:32 #510748Væruði til í sunnudaginn eða eihverjir aðrir hér???
10.12.2004 at 16:11 #510750Samkvæmt veðurspá verður rok og rigning á sunnudeginum, þannig að mínu mati þá væri rugl að fara þá.
10.12.2004 at 16:46 #510752Já, ég er sammála, veðrið lítur best út á laugardaginn.
Ég er líka sammála með Kaldadalinn, hef lítinn áhuga á að hjakka í drullu fram eftir degi, held að heiðin sé skemmtilegri.
10.12.2004 at 20:41 #510754Var á námskeiði á Þórisjökli fyrir 2 vikum. Ekki mikill snjór á Kaldadalsleið, en það litla sem var á svæðinu var á veginum. 44" landroverar lentu í krapaveseni og gerðu lítið annað en að draga hvorn annan upp.
Hinsvegar var vel fært að afleggjaranum að Langjökli.
En… það eru tvær vikur síðan. Það getur nú ýmislegt hafa breyst.
Látið okkur endilega vita hvernig færið er á jöklinum sjálfum!
Kv.
Einar Elí
10.12.2004 at 20:48 #510756ER þá ekki málið að fara bara lyngdalsheiðina. Það hlýtur að vera kominn ágætis snjór á helvítið.
ALLIR AÐ KOMA MEÐ
Bjarni (hef ekkert að gera)
10.12.2004 at 22:30 #510758Bara aðeins að benda mönnum á að þeir eru ekki að fara upp á Lyngdalsheiði, heldur aka menn um gjábakkaveg og fara væntalega upp að vörðuni Bragabót. Best væri að tala um að fara að Bragabót, og hætta að minnast á Lyngdalsheiði.
Góða ferð
10.12.2004 at 22:46 #510760alltílagiþá
11.12.2004 at 01:15 #510762Var á langjökli fyrir 2 vikum og það var nóg af snjó á honum og hann hefur pottþétt ekki minkað.
Kveðja USSSSSS
11.12.2004 at 17:56 #510764
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þekki fólk sem er að vinna þarna upp frá í Skálpanesi og fyrir helgi var búið að sjóa á meðan það ringdi hér í bænum 150cm jafnfallin púðursnjór.
12.12.2004 at 15:23 #510766Hvernig var á Langjöklli var mikill snjór ?
Hilsen
Kalli
12.12.2004 at 15:52 #510768Fórum í gær en komumst ekki alla leið.Með í för voru extra cab 38" suzuki jimny 32" ,vitara 33" landcruiser 90 38" og double cab38"
Við fórum upp að Bragabót og áleiðis að langjökli,
þegar við vorum komnir austan við skjaldbreiðlentum við í stórum skafli þar sem lancruiserinn affelgaði. Eftir 1 og hálfan tíma var dekkið komið á en enginn hafði gert þetta áður. Þá átti eftir að losa landcruiserinn og þurfti að draga hann afturbak þannig að hann þurfti að reyna skaflinn aftur.
Þegar hann var laus lögðu allir af stað í átt að karlaríki en ég ákvað að bíða og sjá hvort cruiserinn myndi hafa það yfir skaflinn en hann festi sig aftur, þá reyndi ég að draga hann áfram en það var eins og að keyra á vegg. Þá kölluðum við í Valda á double cab og kom hann að
aðstoða okkur en þegar við vorum að kippa í cruiserinn affelgaðist aftur en nú þurftum við drullutjakk til þess að ná dekkinu undan,
þannig að Ingvar(landcruiser) og Valdi fóru upp á skjaldbreið að ná í tjakk að láni og ég fór í karlaríki að ná í Gísla(jimny) og Þóri(vitara). Það tók enga stund að koma dekkinu aftur á felguna og snerum við þá við enda klukkar orðin sirka hálf sex og enginn nennti að keyra jökulinn í myrkri.
Ferðin heim gekk áfallalaust fyrir sig og vorum ég í bænum kl.8 en hinir aðeins fyrr.
Það var mjög gott færi djúpur snjór og þurr og þetta var góð ferð í alla staði og fínt að fá smá reynslu í affelgun.Bjarni R-2711
13.12.2004 at 08:32 #510770Mistökin ykkar eru augljós!!!
"Þegar hann var laus lögðu allir af stað í átt að karlaríki en ég ákvað að bíða og sjá hvort cruiserinn myndi hafa það yfir skaflinn en hann festi sig aftur,"
Þetta var verkefni fyrir Suzuki……
Þetta kemur bara næst 😉Kv Benni R-3370
13.12.2004 at 23:34 #510772já þú kannski bara kemur með næst og sýnir okkur.
13.12.2004 at 23:46 #510774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig væri nú að fara í eina súkkuferð einhvertíman eftir áramót 😀
Alveg er ég til í það á minni 33" vitöru sem ég hef aldrei prófað almennilega í snjó, þarf bara að gera við framdrifið fyrst
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.