This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Jónas Hafsteinsson 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver ætti gamlar myndir af þessum bíl.
Þetta var semsagt Chevrolet K5 blazer ’77 ef mig minnir rétt. En þetta var enginn venjulegur blazer. Hann var lengdur og var með pickup skúffu aftan á sér.
Mig minnir að ég hafi heyrt að það hafi verið 4-6 metrar á milli hásinga. Hann var á 44 tommu dekkjum með dana 60 hásingum með 11 lítra 6 cyl dísel línuvél úr bens vörubíl og túrbínu sem blés 21 pundi og var 3-400 hestöfl og togaði 760 nm og þar af leiðandi vó hann einhver 4 tonn ef ég hef rétt fyrir mér, mig minnir að vélin hafi verið 1 tonn ein og sér.Það getur verið að þessar heimildir séu ekki allveg réttar hjá mér en þetta hef ég heyrt frá gömlum vinum hans Týra.
Þessi bíll dreif allt og var ótrúlega langur og spólaði á 44 tommunni í 4hjóladrifinu á malbiki, slíkt var aflið og togið.Svo eftir að hann var búinn að keyra út af tók hann upp á því að setja ford f350 grind undir hann og þá dreif hann ekki eins mikil lengur og varð heldur þyngri.
Þessi bíll er ekki til lengur og mig langar ótrúlega að sjá hann. Ef einhver á gamlar myndir af honum þætti mér mjög gaman að sjá þær.
Kveðja Davíð
You must be logged in to reply to this topic.