This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 21 years ago.
-
Topic
-
Sæl öll.
Ég var að koma úr ansi skemmtilegri dagsferð innan úr Langavatnsdal, þar er ágætis „hjakkfæri“ langleiðina inn í kofa austanmegin við vatn. Ég var reyndar ekki á Bronconum heldur minna útbúnum Hilux og varð frá að hverfa en endaði í staðinn uppi á hæstu bungu á Staðarhnjúknum í kristaltæru lofti! Töluvert brölt og klifur á bíl en ógleymanlegt útsýni yfir gervallt héraðið, yfir Langavatnið, niður Langá, út yfir Grímsdal, út á Snæfellsnes og langt upp í Borgarfjörðinn. Þetta var reyndar orðið eins og ameríska „jeppaklettaprílið“ undir það síðasta en gaman að komast þetta á bíl þegar jörð er þetta freðin og ekki markar í landið hið minnsta. Mikið er gott að vera í fríi heima á Fróni!
Ferðakveðja, Hjölli.
You must be logged in to reply to this topic.