This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Marteinn Sigurðsson 16 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar , ég er búinn að nota leitina en ekkert fast komið út úr því.
Nú er ég að hugsa um að fá mér 38″ Cherokee Limited Laredo árgerð 93. Hann er með 4 lítra sexu , 38″ dekk , 4.88 hlutföll og no-spin að aftan en bara Dana 30 og Dana 35.
Mér skilst að vísu á spjallinu að þessar hásingar sleppi alveg ef maður reynir að vera sæmilega skynsamur.
Það sem ég var að spá í er : Veit einhver hvort framhásing sé Reverse eða ekki ?
Hvernig er þetta vacum fyrir framdrifið að koma út ?
Eru þessar afturhásingar c-clip ?Og svo svona að ganni , eru þessir bílar að öðru leyti ekki að koma ágætlega út hvað drifgetu varðar og bilanatíðni? Hvernig er eyðslan á þessu í snjó? Ásættanleg miðað við vinnslu ?
Hann er með Selec Trac millikassa ( 2wd , 4wd , 4w læstan og svo að sjálfsögðu lága drifið )
Með von um góð svör.
Kalli
You must be logged in to reply to this topic.