Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Landvörður ákveður að ekki megi aka slóða?
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Olgeir Engilbertsson 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.07.2009 at 18:14 #205490
Hér er kannski um óskynsamlegt leiðaval hjá ökumanni trukksins, en mér finnst undarlegt hjá landverði að segja að „ekki sé um hefðbundna leið“ að ræða – hvað er hefðbundin og hvað er óhefðbundin leið?
Eins finnst mér merkilegt að landvörðurinn segi að „ekki sé ætlast til að slóðinn sé ekinn“ – hvernig má landvörður ákveða það, eða var einhver annar sem ákvað það ?
Hvað finnst ykkur um þetta ?
Kv. Óli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.07.2009 at 18:57 #652718
Má ég þá t.d. ekki aka Krýsuvíkurleiðina til Hveragerðis af því að það er ekki "hefðbundin" leið að fara úr Reykjavík til Hveragerðis.
Nú þekki ég ekki þessa leið sem bíllinn fór en það væri gaman ef einhver gæti sett þessa leið á korti hér inn á þráðinn.
Nú er ég að stefna á mission ferð um landið norðan Vatnajökuls (Kverkfjöll, Herðubreiðalindir, Snæfell) í næstu viku verð ég þá að hafa samband við landverði til að fá að vita hvaða leið er hefðbundið að fara um svæðið þó að minn áhugi beinist að því að keyra gamla og fáfarna slóða helst áður en búið er að drekkja þeim með lónum fyrir erlend álver.
Þessi fréttaflutningur nær ekki nokkri átt.
29.07.2009 at 21:27 #652720Þangað til að reglugerð um slóðamál í tengslum við slóðaverkefnið verður gefin út þá hefur enginn landvörður eða annar sjálfumglaður, sjálfskipaður sandkornagæslumaður leyfi eða vald til að ákveða hvort aka má slóða eða ekki. Ferlaverkefni Landmælinga og ferðaklúbbsins er einmitt í gangi til að hægt sé að ákveða hvað má aka og hvað ekki. Þá, og aðeins þá, þegar því verkefni er lokið er kominn grundvöllur fyrir því að banna akstur á tilteknum slóðum. Ég hef oft sagt það að þangað til þetta mál er í höfn verða menn að fara svolítið eftir skynseminni þegar þeir ákveða hvar þeir aka. Annað mál er svo hversu mikla skynsemi menn fengu á garðann og mér virðist svona í fljótu bragði að þessi tiltekni ferðamaður hafi ekki haft skynsemi til að meta hlutina alveg rétt, stór og einhverra tonna þungur Man trukkur á sjálfsagt ekkert erindi þarna inn á þennan slóða. Kveðjur, Logi Már R-3641
30.07.2009 at 10:15 #652722Hér er bloggar einhver Soffía Sigurðardóttir um fréttina á mbl og gefur til næstum til kynna að skálaverðir/landverðir geti "ákveðið" að ákveðnar leiðir eigi að vera lokaðar…. Því leiðin er svo erfið og illfær … eða kannski má túlka þetta öðruvísi ?
[url=http://fia.blog.is/blog/fia/entry/922308/:3ifdvjw8]Blogg Soffíu[/url:3ifdvjw8]
Kv. Óli
30.07.2009 at 11:26 #652724Ég get í sjálfu sér ekki séð að hún sé að gefa það til kynna að landverðir geti ákveðið hvaða slóða má aka og hvaða ekki. Hún segir hins vegar að hún ráðleggi mönnum ekki að fara þessa leið og ég get lesið út úr skrifum hennar að hún frekar dragi kjarkinn úr mönnum að fara þessa leið en ekki. Þetta kann í sjálfu sér allt að vera eðlilegt en leiðandi leiðbeiningar að vísu. En ég sé ekkert að því að landverðir gefi leiðbeiningar og upplýsingar um þá vegi sem ferðamenn hafa einsett sér að aka og þá með tilliti til ökutækis viðkomandi og reynslu. Og ef að landvörður finnur inn á að t.d. útlendingur er hér í fyrsta skifti og hefur enga ferðareynslu hér á landi og enga hugmynd um út í hvað hann er að fara og er þar að auki á einhverju ökutæki sem ekki er líklegt að ráði við viðkomandi slóða er þá ekki eðlilegt að hann telji hann á að fara ekki þennan veg? Það gæti örugglega sparað margt útkall björgunarsveita. Kveðjur, Logi Már R-3641
30.07.2009 at 11:31 #652726[quote="olimag":1pz9jqxy]Hér er bloggar einhver Soffía Sigurðardóttir um fréttina á mbl og gefur til næstum til kynna að skálaverðir/landverðir geti "ákveðið" að ákveðnar leiðir eigi að vera lokaðar…. Því leiðin er svo erfið og illfær … eða kannski má túlka þetta öðruvísi ?
[url=http://fia.blog.is/blog/fia/entry/922308/:1pz9jqxy]Blogg Soffíu[/url:1pz9jqxy]
Kv. Óli[/quote:1pz9jqxy]
Óli. Getur þú sagt mér hvar í bloggi þessarar Soffíu hún gefur næstum til kynna að landverðir hafi þennan ákvörðunarrétt ? Ég er búinn að lesa færsluna tvisvar og sé aðallega kórrétt ummæli við túristana [i:1pz9jqxy]"If you get in trouble, you stay in trouble"[/i:1pz9jqxy] auk ábendinga um hvaða leiðir eru torfærari en aðrar án þess að fullyrðingar í þá átt sem þú nefnir komi til sögunnar.
p.s. Ég þekki þessa Soffíu ekki neitt.
30.07.2009 at 13:22 #652728Sæll Unnar
Ég þekki Soffíu þessa ekki heldur, en hafði nokkuð gaman af að lesa þessa leiðarlýsingu (blogg). Ég sagði heldur ekki að einhverjir gætu ákveðið það, heldur "gefur það næstum til kynna að …"
Í því samhengi sem þetta er bloggað, þ.e. í tengslum við fréttina um ferð trukksins þarna um þessar slóðir, þá túlka ég bloggið þannig að það sé skrifað milli línanna að það sé svo mikið vesen af þessum aðilum sem keyra um þarna um, að það mætti næstum banna það. Hún segir [i:2el51tg6]"Þarna inni í Vonarskarði er heldur ekkert fjarskiptasamband nema með gervihnattasíma. Þarna næst ekkert gsm, nmt, vhf eða tetra. "If you get in trouble, you stay in trouble" tuðaði ég yfir túristum sem vildu endilega kanna Vonarskarðið akandi."[/i:2el51tg6] Og svo vantar bara að það komi fram að betra sé að hleypa þeim bara ekki þangað nema kannski fótgangandi, en síðar kemur fram [i:2el51tg6]"Að lokum mæli ég með því að fólk upplifi Vonarskarð með samblandi af skynsamlegri ökuferð og gönguferð. Tilvalið er að aka inn í skarðið að norðan og að vörðu sem er rétt sunnan við Valafell. En EKKI lengra"[/i:2el51tg6]. Ég tek undir með þér að þetta kemur ekki beinlínis fram … en ég les þetta á milli línanna. En svo eru auðvitað aðrir sem lesa þetta öðruvísi og hið besta mál með það.
MBL hefur hinsvegar eftir landverðinum að þetta sé "ekki hefðbundin leið" og "alls ekki ætlast til þess að hann (slóðinn) sé ekinn".
Svo er gott að einhver hefur loksins áhuga á að spá í þetta mál, þetta sýnir hvað slóðaverkefnið er mikilvægt fyrir okkur !
Kv. Óli
30.07.2009 at 13:56 #652730Ég hafði samband við Landvörð í Nýjadal í fyrradag vegna þess að ég hef hug á að fara Vonarskarðið norður í næstu viku. Sagði hann að Björgunnarsveitir á vegum Landsbjargar hafi farið þessa leið einu sinni í viku í sumar síðan fjallvegir opnuðust. Hann tók fram að í þessari viku væri frekar blautt frá Svarthöfða að Valafelli og ef mér væri annt um slóðann þá skyldi ég ekki fara fyrr en þornaði eitthvað á slóðanum. Hann gaf á engan hátt til kynna að þetta væri slóði sem ekki væri ætlast til að aka á. Enda á ég ekki von á Björgunnarsveitir tækju þátt í slíku.
Þar sem ég hef ekki ekið þess leið áður væri gaman ef einhver kunnugur kæmi með comment um þessa leið. Meiningin er að fara Norður með Hágöngulóni að Svarthöfða síðan auðvitað yfir skarðið. Erum á 33" til 44" jeppum allir vanir.
Kv. Júníus.
30.07.2009 at 14:00 #652732Svar til Óla
Sem landvörður færðu allt bullið upp í þínar hendur á því svæði sem þú ert með undir þinni umsjá. Það eru ótrúlegustu (og bjánalegustu) hlutir sem útlendingar láta sér detta í hug að gera hér á landi bara vegna þess að þeir vita ekki betur, lesa sér ekki til og/eða fara ekki eftir leiðbeiningum. Landverðir þurfa oft á tíðum að forða fólki frá því að leggja af stað eftir slóðum sem það hefur enga hugmynd um hvernig eru og vísa því á öruggari leiðir, það er hluti af starfinu og þann hluta starfsins les ég úr blogginu hennar Soffíu okkar 😉 Seinni tilvitnunin þín er að mínu mati bara tillaga hennar að því hvernig best væri að ferðast um Vonarskarð. Les reyndar bara línurnar, á sjálfur mjög erfitt með að lesa á milli línana þannig að það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér :-p. Ég hef ég aldrei komið í Vonarskarð en vona að það verði fyrr frekar en síðar. Tek ég við öllum tillögum um hvernig ferðast beri um skarðið unz ég legg í’ann.
Um annað:
Á rútuferðum mínum um hálendið, inn í Mörk og Laka á sumrin hef ég [u:1qeqaqcc]undantekningarlaust[/u:1qeqaqcc] fundið útlendinga sem eru annað hvort komnir í vandræði eða á leiðinni í vandræði. Sumir sem ég hef mætt fleyttu kellingar á smábílum yfir vatnsmiklar ár og sloppið með skrekkinn, talið sig útskrifaða í akstri yfir ár og halda enn lengra út í óvissuna, sumir hverjir endað á því að drekkja (bílaleigu)bílnum og nærri drekkja sjálfum sér og allri fjölskyldunni í leiðinni. Öðrum hef ég hreinlega þurft að vísa frá því að elta mig (já sumir ferðast þannig, ótrúlegt en satt), útskýra fyrir viðkomandi að grind bílsins sem ég er á sé sérstaklega styrkt til hálendisferða, bíllinn sé með fjórhjóladrifi, læsingum milli fram- og afturhjóla auk lógírs og að alla þessa hluti þurfi að nota til að komast á áfangastað og beina tilmælum til viðkomandi um að snúa aftur niður á þjóðveginn eigi ekki illa að fara fyrir ferðalagi þeirra.Hefðbundin eða óhefðbundin leið, ekki ætla ég tjá mig neitt um það, enda veit ég ekki nákvæmlega hvaða slóða viðkomandi ók. Ég veit það eitt að 12 tonna trukkur á minna en ekkert erindi út í sandbotna á.:-)
Held að allir séu samt sammála. Það er engin reglugerð komin ennþá og þangað til hún lítur dagsins ljós þá eigum við eftir að sjá áframhald á vandræðum ókunnugra á hálendinu. :-/
30.07.2009 at 14:23 #652734[quote="UnnarM":qb4gzvet]Ég veit það eitt að 12 tonna trukkur á minna en ekkert erindi út í sandbotna á.:-)[/quote:qb4gzvet]
12 tonna farartæki á bara ekkert heima á hálendismalarvegunum okkar, þeir þola það ekkert, sama með rútuumferð, þetta er að drepa alla vegi. Hvaðan koma þvottabrettin á fjölförnustu vegunum? Þessum vegum er raðnauðgað á sumrin af umferð sem á bara heima á malbikinu.
30.07.2009 at 14:51 #652736[quote="gthb":3njlx061][quote="UnnarM":3njlx061]Ég veit það eitt að 12 tonna trukkur á minna en ekkert erindi út í sandbotna á.:-)[/quote:3njlx061]
12 tonna farartæki á bara ekkert heima á hálendismalarvegunum okkar, þeir þola það ekkert, sama með rútuumferð, þetta er að drepa alla vegi. Hvaðan koma þvottabrettin á fjölförnustu vegunum? Þessum vegum er raðnauðgað á sumrin af umferð sem á bara heima á malbikinu.[/quote:3njlx061]
Rútuumferð á hálendinu er um eða innan við 5% af heildarumferð og þvottabrettin sem þú nefnir koma öll vegna þurrviðris og eingöngu vegna þurrviðris, alveg óháð gerð þeirra ökutækja sem aka um viðkomandi vegi. Enginn vegur á öllu landinu er hannaður fyrir meira en 10 tonna öxulþunga og 40 tonna heildarþunga við bestu aðstæður, það getur þú fengið staðfest hjá Vegagerðinni ef þú vilt. Meint raðnauðgun á sér þannig stað alveg óháð því hvort bíllinn undir mönnum er 2 tonn eða 10 tonn.
30.07.2009 at 15:41 #652738Sælir. Ég er ekki alveg sammála sumu sem hér er sagt um þvottabrettin. Það geta myndast þvottabretti í rigningatíð en þessi ofurþurrkur er afleitur fyrir malarvegina. Ég held að rúturnar eigi tiltölulega lítinn þátt í myndun þvottabrettanna. Flestir bílar nú til dags eru orðnir svo kraftmiklir að það er ein ástæðan og jeppar yfirleitt keyrðir í afturdrifinu. Ef umferðin væri eingöngu jeppar á 38 tommu dekkjum og stærri og dekkin höfð hæfilega mjúk þá myndu ekki myndast svona mikil bretti. Við Veiðivötnin verða til svakaleg þvottabretti í bröttum brekkum þar sem menn standa bílana í afturdrifinu. Svo er ég sammála því að 12 tonna trukkur er ekki besta farartækið í sandbleytu og ótroðnum slóða. Kv. Olgeir
30.07.2009 at 17:28 #652740Var að uppgvötva f11 fídusinn á vefsíðunni þá sér maður síðasta innlegg á meðan maður skrifar.
Málið er kannski það að sú staða er komin upp að ef manni langar að keyra einhvern slóða og vill leita upplýsinga til skálavarðar eða landvarðar um aðstæður að það er hætt við því að maður treystir því ekki lengur að upplýsingar séu kannski alveg réttar. Þú fáir bara þær upplýsingar að slóðinn sé lokaður eða ekki sé æskilegt að fara hann af því að land/skálaverðinum finnst það eigi að vera þannig eða af því að hann er utan hefðbundna leiða og án alls fjarskiptasambands. Fjallabak syðri er meira og minna utan fjarskiptasambands á köflum á milli fjallana og í öllum giljunum á ég þá ekki að keyra þá leiðina t.d. í Álftarvatn.
Þetta gerir það að verkum að maður hættir að spyrja til vegar því maður getur ekki treyst því að upplýsingarnar sem maður er að fá séu réttar vegna forræðishyggju land/skálavarðanna.
Það er munur á að benda fólki á að farartækið sem það er á henti ekki til akstur á þessu svæði eða að veðurspáin sé svo slæm að það væri rétt að bíða af sér veðrið í skjóli við skálann en það er ekki þeirra að banna manni að fara. Og þeir eiga ekki að segja að vegir eða slóðar séu lokaðir bara af því að það sé þeirra persónulega skoðun að það eigi ekki að keyra þá og fá sína listrænu útrás í skiltagerðum með það markmið að loka slóðum.
31.07.2009 at 17:23 #652742Þvottabretti myndast á vegum ef eitthvað ökutæki asnast inná þá. Bönnum umferð um hálendið bara.
http://findarticles.com/p/articles/mi_m … n19492823/
Ég er ekki viss um að vegir sem rútur keyra um á verði meira að þvottabretti en aðrir.
kkv, Úlfr
E-1851
01.08.2009 at 00:13 #652744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svo er rúta ekki það sama og rúta. Sumar eru afgamlir vörubílar sem búið er að dubba upp með nýrri rútuyfirbyggingu, aðrar eru fínustu tæki með loftpúðum og alles.
Eftir að hafa ekið töluvert um Bandaríkin, þar sem allar kynslóðir vagna eru í umferð, er ég sannfærður um að blaðfjaðrir skemma undirlag ökutækis töluvert mikið meira en loftpúðar. Ég hef séð vagna sem hreinlega hoppa á eggsléttu malbiki á blaðfjöðrunum, og svo aðra við hliðina sem gersamlega steinliggja….á loftpúðum. Bætum svo við mismunandi ástandi dempara og drifi á öxlana…niðurstaðan hlýtur að vera sú að öxulþungi þarf ekki að vera neitt úrslitaatriði varðandi þvottabrettamyndun.
Varðandi efni þráðarins, þá hefur það örlítið viljað loða við umrædda stétt[(h)landverði] að vilja hafa full mikið forræði fyrir samborgurum sínum.
Ég ætla svosem ekki að fara verja það í öllum sínum birtingarmyndum, en vissulega getur þurft að beita sannfæringarkrafti gagnvart erlendum ferðamönnum sem jafnvel trúa því að slóði sé sjálfgefið eins alla daga sumars, bara eins og hann kemur fram á einhverju korti. Þetta á auðvitað við í undantekningartilfellum, en vissulega verður maður hugsi þegar maður rekst á einn óbreyttan Hilux, sem hefur slampast í Kistufell norðan Vatnajökuls seint í Ágúst.
Það getur hreinlega færst í vana að ráða fólki frá því að fara tilteknar leiðir, og svo líka burtséð frá reynslu og þekkingu viðkomandi ferðalanga.
Svo snýst þetta í trúarbrögð, sem er versta birtingarmynd "láta-landið-vera-með-því-að-vera-bara-heima-eða-skoða-það-í-besta-falli-fótgangandi" stefnunnar, sem í sumum tilfellum hefur smogið undir hugtakið náttúruvernd.kkv
Grímur
01.08.2009 at 00:42 #652746Ég fagna því að það skuli vera smá líf á f4x4 síðunni.
Hins vegar finnst mér merkilegt að umræða sem hófst út frá því hvað landverðir (skálaverðir) eru að ráðleggja fólki með leiðarval hvort sem um hefðbundanar eða óhefðbundnar leiðir er að ræða. Og þeirra persónulega skoðun á akstursleiðum hefur gjörsamlega snúist um hverjir búa til þvottabretti á malarvegunum.Er öllum sama um það að ef þið spyrjið til vegar og ykkur langar að fara einhverja ákveðna leið sem þið hafið heyrt talað um en fáið þær upplýsingar að hún sé annað hvort lokuð eða ófær ykkar farartæki og þið hættið við að keyra þessa leið skv. ráðleggingu. Svo komið þið í bæinn og fáið að vita að þessi leið væri ekki bara opin heldur mjög greiðfær ykkar farartæki. Ekkert smá svekkelsi sbr. íshellirinn í kverkfjöllum eða hvar það nú var þar sem hafði verið sett upp skilti um að vegurinn væri lokaður þangað að. Rökin voru að viðkomandi Landvörður/skálavörður vildi takmarka umferð þarna um eða vita hvaða umferð færi þarna sko upp á öryggi. Hvers konar bull er þetta…
En ég er að leita að ferlum fyrir svæðið norðan Vatnajökuls ef einhver á… mætti gjarnan senda á stefgud@gmail.com en ég ætla að fara og keyra um hefðbundnar sem óhefðbundnar leiðir á svæðinu þar…
03.08.2009 at 12:21 #652748[quote:3lxmfu8m]Þar sem ég hef ekki ekið þess leið áður væri gaman ef einhver kunnugur kæmi með comment um þessa leið. Meiningin er að fara Norður með Hágöngulóni að Svarthöfða síðan auðvitað yfir skarðið. Erum á 33" til 44" jeppum allir vanir.
Kv. Júníus.[/quote:3lxmfu8m]
[/quote]Daginn.
Junni, hvernær ætlið þið að aka þennan slóða?
Ég er einmitt að fara á svipaðar slóðir næstkomandi laugardag og væri gaman að vita aðstæður ef einhverjir fara þarna um í komandi viku. Reyndar er hugmyndin að fara frá Jökulheimum og upp með Vatnajökli að Svarthöfða og svo þennan slóða sem fjallað erum hér í þráðinum. Hef ekki ekið þarna um svo að ég spyr þá sem hafa farið þarna um eða þekkja þennan slóða (Jökulheimar – Svarthöfði) hvort þessi slóði sé ekki fær 35" og 38" bílum?
Kv. Sveinn
04.08.2009 at 21:07 #652750Góða kvöldið.
Er enginn sem þekkir þennan slóða eða hefur farið þarna um nýlega?
Kv. Sveinn
04.08.2009 at 21:55 #652752Vonarskarð og Bárðargata.
Svonefnd Bárðargata liggur vestan Vatnajökuls milli byggða. Nú tölum við aðalega um Bárðargötu milli Jökulheima og Gæsavatnaleiðar. Vonarskarðsleiðin liggur svo Hágöngulóni norður um Vonarskarð. Færð er þannig og var þannig um síðustu helgi að vegir voru vel þurrir enda búið að vera þurrt og heitt undanfarið. Kaldakvísl við Svarthöfða var ekki væð ( var reynt og ekki komst vaðmaðurinn aðein út í ánna og átti í vandræðum að komast í land á ný ) . Þar af leiðandi varhugaverð fyrir 35 tommu og minni jeppa, það gefur auga leið. Sveðja gæti því verið í sama hamnum. Ef aka á þessar leiðir þá þarf að vera snemma morguns í þessum vöðum og á flæðunum norðanvert í Vonarskarði ( Rauðá upptakaá Skjálfandafljóts ). Á sunnudaginn var hinsvegar Þjórsá á Sóleyjarhöfðavaði fær. Þ e dýpi rétt upp á hurðar á 38 t jeppa. Sindri óð Sóleyjarhöfða vað á naríunum einum saman he he.
PS það má bæta því við fyrir landverði að það er 59 ára hefð fyrir akstri um Vonarskarð.
05.08.2009 at 00:42 #652754Sæll Jón. Ég ætla að segja smá sögu af ferð sem farin var á vegum ráðamanna til að skoða aðstæður í Reykjadölunum síðsumars 1996. Við vorum á tveimur bílum á 38 tommu dekkjum. Ákveðið var að aka gamlan slóða af Hrafntinnuskersleiðinni austur á öldu sem er rétt norðan við Stórahver. Einhverjar steinvölur voru raðaðar yfir hjólförin og var þeim velt frá. Þarna fór fyrstur manna Sigurður frá Laug og alla leið uppá 1004 ölduna vestur af Skalla haustið 1942 og sást bíllinn úr Laugunum. Hópurinn gekk svo að Stórahver en þar hittum við lítinn gönguhóp sem var að koma úr Skerinu. Fararstjóri hópsins varð svo froðufelland reiður að hann kom varla upp orði til að skamma bílstjórana fyrir þá óhæfu að keyra þennan bannaða slóða. Hann hringdi í Sýslumann og setti í gang hálfgert neyðarástand og var haldin ráðstefna í Laugunum með oddvitum og fleirum. Ekki var nú þessi blessaður maður meiri bógur en það að hann sagði ekki til nafns og var málið látið niður falla. Ég skýrði ölduna þar sem við stoppuðum umsvifalaust Sakamannaöldu en það hefur ekki ratað á kort .Þessi slóði er núna 67 ára og þarna hefur Guðmundur Jónasson væntanlega farið þegar hann ók af Skalla niður í Litla Bransagil í kringum 1960. Það er nú margt í mörgu. Kv. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.