This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ferðaklúbburinn 4×4 er núna orðinn aðili að Landvernd. Um þetta hefur verið rætt bæði á félagsfundi klúbbsins og svo hér á vefnum. Umsókn klúbbsins var tekin fyrir á stjórnarfundi Landverndar í dag og býður stjórnin okkur velkomin til starfa. Með þessu gefst klúbbnum færi á að taka þátt í umræðu um margvísleg mál sem snerta mál sem skipta okkur og alla sem ferðast um hálendið miklu máli. Bent er á að félagsmenn í 4×4 geta fylgst nánar með starfi Landverndar með því að skrá sig á póstlista á heimasíðu samtakanna. Nánari upplýsingar koma væntanlega fram á aðalfundinum okkar 13. maí.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.