This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Gunnlaugur Hauksson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.09.2007 at 15:44 #200781
Sælir stjórnar og nefnarmenn.
Okkur stendur til boða að halda landsfundinn að Illugastöðum í Fnjóskárdal.
Nú er það spurning hvort við ættum ekki að breyta til og skella okkur norður. Og gera skemmtilega ferð úr þessu.kv
Agnes Karen Sig.
Formaður 4×4 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.09.2007 at 16:05 #596496
Fyrir mitt leiti ætti landsfundurinn að vera haldin í Setrinu, get nú varla kallað það jeppaferð að fara á Illugastaði.
11.09.2007 at 16:30 #596498Nú eru engar jeppaleiðir Norður !!!!!!!!!
Það er vel hægt að gera skemmtilega ferð þangað.
Halló.
kv
Agnes karen Sig
Formaður f4x4
11.09.2007 at 17:07 #596500Ég kýs Setrið fram yfir.
kv Gísli Þór
11.09.2007 at 17:18 #596502Er þetta ekki efni í skoðanakönnun?
–
Bjarni G.
11.09.2007 at 18:18 #596504þarf nú ekki að berja malbikið norðu, það væri jú hægt að fara Sprengisand og svo verður þú nýbúinn að vera í Setrinu í litlunefndarferð.
PS færum helvítis Setrið og setjum það á hjól enda allir farinir að rata þangað blindandi. Eigum við ekki bara að halda Landsfund hjá Villa á Möðrudal. dj…öful væri það góð hugmynd.
11.09.2007 at 18:30 #596506Hversu oft er þú búinn að fara í Setrið.
A 100 sinnum
B 1000 sinnum
C 1000.000 sinnum
11.09.2007 at 18:36 #596508frábær hugmynd 2008.
kv
Grimmhildur
11.09.2007 at 18:39 #596510svar C….
Væri gaman að sjá hvað landsbyggðardeildirnar vilja.
kv
Grimmhildur
11.09.2007 at 18:41 #596512Vestfjarðadeildin vill láta sækja sig á Akureyri ef fundurinn verður fyrir norðan sem mér finnst hið besta mál.
11.09.2007 at 18:43 #596514Tökum við vestfirðingana með eða fáum eyfirðinga til þess að smala ykkur yfir í Fnjóskadal
11.09.2007 at 18:48 #596516Enn ein könnunin
þar sem sumir eru búnir að fara svo fjandi oft í Setrið
eigum við barasta ekki að losa okkur við þetta bæli?A) Brennum Setrið (góð áramótabrenna það)
B) Gefum Setrið (TD Ipregilo er alltaf að leita)
C) Seljum kvikindið (viss um að landsvirkjun er til)ps höldum í hefðirnar Landsfund í Setrið
og öllum boðið í vinnuferðir
þetta er að verða eins og einhver einkaklúbbur!!!
kv Gísli
11.09.2007 at 19:14 #596518Í maí fór ég að heimsækja nokkrar deildir út á landi og þá var varpað fram spurningu er ekki hægt að hafa landsfundinn annarstaðar enn í Setrinu…..Þar sem það tekur nokkrar deildir ansi marga tíma að komast inn í Setur.
Þetta er gert til að koma til móts við landsbyggðina og einnig er gott að bridda upp á nýjungum.
Við erum klúbbur með 10 landsbyggðadeildir þannig að þetta snýst ekki bara um raskatið á okkur höfuðborgarbúum.
Þetta er jú LANDSFUNDUR.
kv
Agnes Karen Sigurðardóttir
Formaður ferðaklúbbsins 4×4
11.09.2007 at 19:54 #596520"Á Illugastöðum í Fnjóskárdal í Suður-Þingeyjarsýslu er orlofshúsahverfi með um 30 orlofshúsum og þar hefur SFR til umráða 2 hús (nr. 15 og 18) sem eru í eigu Einingar-Iðju á Akureyri. Í húsinu eru 2 svefnherbergi með rúmum fyrir 4 og auk þess er tvíbreiður svefnsófi í stofukrók og hægt að draga tjald þar fyrir. Sængur og koddar eru fyrir 8. Hægt er fá leigt lín hjá umsjónarmanni í þjónustumiðstöðinni. Húsin hafa bæði verið endurbætt nýlega þar sem m.a. gólfefni, eldhúsinnrétting, hreinlætistæki og fataskápar voru endurnýjaðir. Heitur pottur er við hvert hús. Af aðstöðunni á Illugastöðum má t.d. nefna leikvöll fyrir börn, sundlaug og gufubað. Lyklar eru afhentir í þjónustumiðstöðinni og þar er lítil verslun.
Illugastaðir eru í u.þ.b. 50 km fjarlægð frá Akureyri og þaðan er stutt til margra fegurstu staða Norðurlands eystra, t.d. er Vaglaskógur í aðeins 10 km fjarlægð. Í Fnjóskárdal er veðursælt og fallegt, gönguleiðir eru óteljandi og margs konar afþreying í boði á svæðinu, t.d. er hægt að kaupa veiðileyfi í Fnjóská."
Setrið er líklega sá staður sem er einna mest miðsvæðis fyrir alla, ekki bara höfuðborgarbúa. Einhvernvegin sé ég ekki landsfund fyrir mér í sumarhúsabyggð, með heitum pottum og öllu. Eins þykir mér trúlegt að þetta sé eitthvað dýrara en Setrið, sem við í 4×4 eigum.
Hlynur
11.09.2007 at 20:43 #596522Auðvitað á Lnadsfundurinn að flakka um landið ekki sitja bara fastur á sama stað endalaust,enginn ástæða til að festa hann heldur við Setrið…….
Kveðja að norðan
Víðir L
11.09.2007 at 21:22 #596524það er nú þannig að það er helmingi lengra frá Reykjavík til Akureyrar heldur en öfugt.
það er fyrirhuguð árshátíð á Akureyri uþb 2 vikum eftir landsfund, mér finnst nú alveg meira en nóg að fara þarna norður á nokkra mánaða fresti.
Landsfundur hefur alltaf verið í Setrinu og finnst mér engin ástæða til að breyta því, Setrið er jú miðsvæðis og hvað svo verður þá landsfundur að ári á Sögu eða í Köben ?
Það hefur nú líka verið tala um þörf á því að stækka Setrið ef á að færa Landsfundin þaðan minkar sú þörf.
Setrið fær mitt atkvæði og ekkert annað
kveðja Lella
11.09.2007 at 22:11 #596526Bara að nefna það að Setrið er leigt út þessa helgi þannig að er ekki bara upplagt að fara norður og gera eitthvað öðruvísi stundum hef ég það á tilfinningunni að sumir rati ekkert annað en þangað upp eftir.
kveðja
Kári
11.09.2007 at 22:26 #596528Núna er landsfundur í Setrinu búin að vera á dagsskrá lengi. Mér þykir það skrítið að innra starf 4×4 skuli ekki ganga fyrir í gistingu í Setrinu.
Hlynur
11.09.2007 at 22:31 #596530Er eitthvað vitað hver kostnaðurinn er við að halda landsfundinn fyrir norðan ? leiga á húsum. Er það ekki annars klúbburinn sem myndi greiða það?
Bubbi
11.09.2007 at 22:48 #596532Ég verð nú bara að segja fyrir mitt álit að ég tek setrið fram yfir Illugastaði, mer finnst það frekar fúlt ef það á að fara breita þessu núna og það án þess að leggja það fyrir þær nefndir eða aðra þá sem sitja þennan fund.
11.09.2007 at 22:50 #596534Það er stjórnar að ákveða hvar fundur er haldinn.
kv
Agnes karen
Formaður 4×4
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.