This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur A. Hallgrímsson 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Landsfundur 14-16 október.
Hérna hef ég tekið saman lítilræði um landsfundinn félagsmönnum til skemmtunar og fróðleiks, þ.a.s það sem mér hefur borist og náð að öngla saman. Á landsfundinn mættu milli 40-50 manns frá Móðurfélaginu, Suðurnesjadeild, Suðurlandsdeild, Hornafjarðardeild, Húsavíkurdeild, Eyjafjarðardeild, Skagafjarðardeild, Húnvetningadeild og Vesturlandsdeild. Dagskráin var með neðangreindum hætti.
Kl 10.00 Ræða formanns
Kl 11.00 Hópastarf hefst, skipt var upp í ólíka starfs hópa.
Slóðir
Fjármál 4×4
Lög 4×4
Skálamál
Náttúruvernd
Tengsl deilda og móðurfélagsKl 12.00 Hádegishlé
Kl 13.00 Hópastarf-framhald
Kl 15.00 Kaffi
Kl 15.30 Skýrslur hópa og umræður
Kl 18.00 Landsfundi slitiðRæða formans.
Kæru félagsmenn
Starf ferðklúbbsins undanfarna mánuði hefur verið ansi fjölbreytt og á mörgum málum hefur þurft að taka. Stæsta og mikilvægast málið hefur án efa verið sú aðför sem gerð hefur verið að ferðafrelsinu á landinu. Þegar menn eru stöðvaðir fyrir ætlaðan utanvegarakstur en eru þó á greinilegri slóð. Slík mál hafa komið upp oftar en einu sinni og eru fyrir dæmi og því miður er útlitið ekki bjart fyrir sakborninga í þeim málum, og þá um leið fyrir okkur sem viljum ferðast um slóða landsins. Nú nýverið féll dómur í héraðsdóm austurlands þar sem ökumaður er sakfelldur, réttilega fyrir utanvegarakstur. Það sem hinsvegar hrellir við þann dóm er að dómurinn tekur sjálfur ákvörðum um að telja slóðann sem ökumaðurinn ók eftir aflagðan . Og byggir það á því að búið var að grafa skurð, þver yfir slóðann. Þar með er þessi dómari búinn að ákveða að ækið var utanvega allan tímann. Og að þessi slóði ég þar með lokaður. Þarna eru aðilar sem oftar en ekki hafa takmarkaða þekkingu á málefnum hálendisins ferðalaga, að ákvarða hvar má og hvar má ekki aka. Hér er því miður kominn upp sú staða sem menn hafa lengi óttast og við þessu þarf að bregðast. Stjórn klúbbsins hefur unnið ötullega í þessum málum og fundað með ráðamönnum og öðrum hagsmunaaðilum. Innanfélagsmál hafa einnig verið ansi fyrirferðamikil hjá stjórn að undanförnum mánuðum. Helst hefur tíminn þó farið í málefni tengd vefsíðunni.
Enn situr eftir, að fjölmargt í reglum og lögum klúbbsins er verulega óskírt og óljóst hvernig ber að túlka, í raun má segja að lög klúbbsins séu löngu úrelt, þó svo að reynt hafi verið að plástra á þau að undanförnum árum.
Það er því orðið bráð nauðsinlegt að taka þau til gagngerðar endurskoðunar jafnvel að skrifa algjörlega ný lög frá grunni.
Skálamál hafa einnig verið nokkuð uppi á borðinu hjá stjórn undanfarið. Hérna í Setrinu hefur verið byggt á glæsilegan hátt, en enn vantar herslumunin á að ljúka verkinu. Og ætlar skálanefndin að standa fyrir vinnuferð næstu helgi. En fleira hefur verið nefnd í þessum efnum og meðal annars hvort stækka eigi Setrið enn frekar, og jafnvel hvort eigi að bora eftir heitu vatni. Einnig eru um að taka fleiri skála í fóstur til lengri eða skemmri tíma. En um þau mál verður fjalla betur í starfshópnum um skálamál hér á landsfundinum.
Þjóðfélagsumræðan undanfarinn misseri hefur mjög mikið snúist um náttúruverndarmál eins og ykkur er vafalítið kunnugt um. Þá fer umræðan um Kárahnjúka þar hæðst. Nokkrum sinnum hefur komið upp sú krafa frá félagsmönnum og beiðnir frá öðrum félagasamtökum um það að Ferðaklúbburinn 4×4 taki þátt í mótmælum eða taki á annan hátt afstöðu með eða á móti ákveðnum framkvæmdum. Þessi málaflokkur er okkur í stjórn oft ansi erfiður, því skoðanir innan klúbbsins eru það skiptar. Það vantar því að móta stefnu 4×4 í náttúruverndarmálum og skilgreina á hvaða sviðum 4×4 eigi að láta til sín taka í þessum málaflokki.
Tengsl milli deilda og móðurfélags hafa oft komið til umræðu áður og menn almennt verið á því að tengsl og samvinnu verði að efla. En þá er það spurningin hvernig það verði gert. Í gegnum tíðina hafa ýmsar hugmyndir verið nefndar en lítið orðið um framkvæmdir, eða þær þá litlu hafa skilað. Það þíði þó ekki að við eigum að leggja árar í bát. Heldur taka þessi mál upp aftur og reina að finna frekari leiðir. Nú þegar hefur stjórn bryddað upp á einni nýjung, sem var að koma öllum sama til þess að eiga góða kvöldstund. Þetta var nokkuð vel heppnað og vonandi verður mæting enn betri en seinast.
Félagsskráning og innheimta félagsgjalda er eitt að því sem nefnt hefur verið og erum við þess fullviss að ef móðurfélagið sæi um öll þau mál, þá myndi það vafalítið auka samskiptinn.
Þá er komið að mikilvægasta þættinum. Fjármálum klúbbsins. Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að afla nægilegs fjármagns verður lítið úr framkvæmdum. Tekju möguleikar ferðaklúbbsins 4×4 eru ekki mjög margir í dag. Því vantar hugmyndir um það hvernig afla megi frekari fjárs til rekstursins, og hvernig megi hagræða án þess að draga úr starfinu. Eins þarf að velta fyrir sér hvort aðildargjöld séu ekki of lág, en þau hafa ekki hækkað undanfarið og eru þau því algjörlega úr takt við verðbólgu í landinu.
Jafnvel mætti vísitölutengja þessi gjöld. Þessi mál verða rædd frekar í fjármálahópnum hérna á landsfundinum.
Fjölmargt annað hefur verið á borði stjórnar, sem ekki verður fjallað um sérstaklega hérna á fundinum, fræðsla og kynningarmál, öflug vetrardagskrá og margt fleira.
Þeir sem hafa setið landsfund áður sjá eflaust breytingar á dagskrá, núna verða ekki erindi frá deildum um þeirra starf. Heldur óskar stjórn eftir að fá skriflegar skírslur til stjórnar. Sem síðar verða góðar heimildir um félagsstarfið. Þess vegna gefst nú meiri tími í raunverulegt hlutverk landsfundar, sem er að vera stefnumarkandi fyrir starf 4×4. Því vonumst við til að menn leggi metnað sinn í nefndarstörfin. Sem geta orðið að stefnumarkandi ákvörðunum stjórnar á þessu kjörtímabili.Benedikt Magnússon formaður ferðaklúbbsins 4×4.
SAMSKIPTI DEILDA OG MÓÐURFÉLAGS
Undanfarið hafa tengsl milli móðurfélags og landsbyggðadeilda verið ansi misjöfn og á tímum verið nánast engin. Öll samskipti eru af skornum skammti og í raun virka sumar landsbyggðadeildir svipað og gengi innan móðurfélags sbr. Rottur, Trúðar o.s.frv.
Er þetta sú þróun sem við viljum sjá ? Það er í það minnsta ekki það sem stjórn klúbbsins vill og því þurfum við að leita leiða til að efla samskipti og samvinnu móðurfélags og allra deilda. Þannig verður 4×4 klúbburinn að þeim öflugu heildarsamtökum sem gætir hagsmuna allra jeppamanna á landinu.
Hugsanlegar spurningar sem hægt er að velta upp til að skapa umræður:
1 Hvernig getum við eflt tengslin ?
2 Á móðurfélag að sjá um innheimtu gjalda og félagatal ?
3 Eigum við að standa fyrir sameiginlegum ferðum ?
4 Á að efla landsráð og gefa því fastmótaðara hlutverk ?
5 Á að halda formannafundi með formönnum deilda og stjórn móðurfélags
6 Á að halda almenn bjórkvöld á vegum móðurfélags á landsbyggðinni ? Myndi það
skila einhverju ?
7 Á stjórn að koma í heimsóknir á félagsfundi deilda ?
8 Eiga landsbyggðadeildir að taka virkari þátt í hagsmunabaráttu ? (lobbýisma,
fjárstuðningur, sérþekking) ….NÁTTÚRUVERND
Náttúruvernd og verndun hálendisins verður sífellt meira til umræðu í þjóðfélaginu. Sú umræða sem hefur farið hæst undanfarið er að sjálfsögðu tengd virkjunum og öðrum framkvæmdum á hálendinu.
Öll þessi umræða leiðir óhjákvæmilega til þess að við veltum því fyrir okkur hvort klúbburinn eigi að taka afstöðu með eða á móti í slíkum málum. En ef stjórn klúbbsins á að vera í stakk búin til að taka afstöðu til slíkra mála fyrir hönd klúbbsins þarf að liggja fyrir stefna í þessum málum.
Hlutverk þessa vinnuhóps er að fjalla um þessi mál og koma með eins skírar tillögur og hægt er sem geta mótað stefnu 4×4 í náttúruverndarmálum.
Hugsanlegar spurningar sem hægt er að velta upp til að skapa umræður:1 Á 4×4 að taka afstöðu í náttúruverndarmálum ?
2 Eigum við að berjast fyrir bættum samgöngum á hálendinu, eða eigum við kannski að berjast á móti þeim.
3 Á ferðaklúbburinn að taka afstöðu með eða á móti virkjunum eða virkjunarkostum á hálendinu ? Ef svo hvaða kostum og hver ætti afstaðan að vera ?
4 Á klúbburinn að ganga til liðs við félög á sviði náttúruverndar ?
5 Á klúbburinn og/eða umhverfisnefnd hans að efla náttúruverndarumræðu innan klúbbsins og gera klúbbinn sýnilegri á vettvangi náttúruverndar ? 6 Á umhverfisnefnd að efla landgræðslustörf eða einbeita sér að stikun ? eða kannski bæði ?LAGABREYTINGAR
Af hverju og hvernig viljum við sjá ný lög klúbbsins ?
Viljum við breyta einstaka greinum ?
Bæta við greinum ?
Taka út greinar ?
Eða viljum við búa til ný frá grunni ?
Á að innlima lög deilda eða halda þeim aðskildum ?
Breyta orðalagi ?
Skerpa áherslur ?
Skerpa á skýringunni í lögunum ?
Nýjar áherslur ?
Nýjar greinar ?
Nútímalegra orðalag ?
Á mannamáli ?Niðurstöður lagahóps landsfundar 2006.
Fórum yfir lögin og settum niður athugasemdir.
Erum sammála um að lögin þurfi mikillar endurskoðunar við,
En við viljum sjá breytingar á þeim en ekki ný lög frá grunni.
Leggjum til að lögunum verði breytt og þau sett fram skýrari en þau eru.
Leggjum til að skipaður verði hópur sem fer yfir lögin fyrir næsta aðalfund
og að landsbyggðardeildirnar noti sömu lög eða verði samræmd að lögum klúbbsins.Lagahópur.
Þorgeir, stjórn hópstjóri, Lella hjálparsveit, Siggi tæknó tækninefnd, Ægir suðurlandsdeild, Grétar Akureyri, Jón Hornafyrði, Árni suðurlandsdeild,
Hilmar Skagafjarðardeild.SKÁLAMÁL
Tillögur að skálamálum
1 Á klúbburinn að fjölga skálum
2 Á að stækka Setrið
3 Á að taka skála í fóstur á fleiri stöðum
4 Á klúbburinn að taka að sér eldsneytissölu á Hveravöllum
5 Skálar á Urðum, innkoma og kostnaður
6 Er ástæða til að klúbburinn eigi eða reki skála frekar en að panta gistingu í hvert sinn eins og nú er
7 Eru líkur á að skálar sem klúbburinn tekur að sér eða eignast komi til með að standa undir sér fjárhagslega.
8 Skil á skálagjöldum
9 Skálagjöld félagsmanna, hækka eða lækka, verð fyrir utanfélags hækka eða lækka
10 Á að rukka skálagjöld inní félagsgjöldum
11 Er æskilegt að skálar sem standa ekki undir sér sé baggi á klúbbnumSLÓÐAMÁL
Vegna ýmissa atvika tengt slóðamálum undanfarin misseri, er þessi umræðuhópur stofnaður. Hérna að neðan eru ýmsir minnispunktar til þess að skapa umræðugrundvöl.
Umræðu hópnum er ætlað það hlutverk að koma með ábendingar og hugmyndir um það, að hverju klúbburinn ætti að stefna í nánustu framtíð á þessum vettvangi.
Nú hefur oft verið höggvið nærri ferðafrelsinu, bæði hvað varðar ferðalög að vetri eða sumri. Ferðaklúbburinn hefur þó enn sem komið er náð að leggja sýn lóð á vogarskálina og oft forðar ferðafólki frá stór slysum. T,d gerðist það fyrir nokkru þegar 50 sentímetra ákvæðið hefði geta skolast inn í reglugerð og einnig nýlega þegar reynt var að gera vegasíðu Umhverfisstofnunar og Landmælinga að einhverjum sannleika um hvar og hvar ekki mætti aka. Því veltum við upp spurningunni hvað er til ráða.1 Þarf að skilgreina betur hvað sé slóð en nú þegar er gert í umferðarlögum.
2 Þarf að kortleggja allar slóðir landsins
3 Hverjir ættu þá að koma að þeirri vinnu
4 Hverjir hafa hin raunverulegu skipulagsvald á hálendinu
5 Þarf að merkja slóða og þá hvernig
6 Hvert er vægi þess að stika
7 Er þörf á eflingu á vegasíðu klúbbsins
8 Er þörf á að efla ferla gagnasafn klúbbsinsNiðurstöður hópsins eru þær að nauðsinlegt er fyrir klúbbinn að hafa frumkvæðið í ýmsum málum sem tengjast málaflokknum og verða þær ákvarðanir kynntar síðar og litið á niðurstöður landsfundar sem trúnaðarmál.
You must be logged in to reply to this topic.