This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 16 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sá sem þetta skrifar tekur ekki ábyrgð á hvort allt sé satt og rétt sem hér er skrifað og ef einhverjum sárnar þessi skrif þá skal hann líta í eigin barm. Svona kom þessi Landsfundur fyrir mínar sjónir. Ég og Stebbi lögðum af stað um hádegi og gekk allt vel að brúnni á kerlingafjöllum þar hafði runnið úr veginum við fórum yfir skömmu síðar komum við að ræsi en mikið hafði runnið úr veginum við ræsið en kom ekki að sök, við létum vita í bæinn hvernig aðkoman var með smá kryddi í lysingu og snérum við til að laga við brúna til að veita vatni af veginum og moka í skarðið sem var komið. það var ekki mikil friður til þess þar voru 3 bílar fullir af Úlfum til að trufla og lágu á flautunni til að komast inn að skála til þess eins að sitja í bílunum og bíða í klukkutíma eftir lyklum sem voru á leiðinni. Eftir að lyklar voru komnir bættust við úlfar á svæðið, fóru ymsir að kynna sig fyrir öðrum sem voru að koma annars staðar að en úr höfuðborginni. Frekar friðsælt var þetta kvöld þar sem þreyta var í liðinu eftir ferðalagið. Morguninn eftir var vaknað tímanlega til þess að komast í súpuna og skömmu síðar hófst úlfaráðstefnan. Byrjaði hún þokkalega vel þangað til að nokkrir úlfar og úlfynjur byrjuðu að rífast um nokkur bein sem höfðu verið grafin niður. Einn úlfurinn dró sig þá í hlé en sagðist ætla að létta á sér meðan beinin yrðu niðurgrafin aftur svo yldulyktin yrði ekki ríkjandi. Meða á þessum fundi stóð kom á svæðið enskur úlfhundur ásamt ungri úlfynju og komu til að kynna sér hvernig fararskjótar þessara úlfa nyttu eldsneyti en það kemur fram síðar. Einn úlfur tók sig úr hópnum og syndi úlfynjunni mikinn áhuga og vildi hana inn í fararskjótann sinn sem gekk ekki vel. þessum tveim úlfum var boðið að snæða með okkur en þar komu eldri og reyndari úlfar að úlfynjunni og ráðlögðu henni að fara þar sem græðgin væri mikil hjá þeim úlfum sem væru komnir af lettasta skeiði og tók hún þeim ráðleggingum og fór. Skömmu síðar tóku nokkrir úlfar sig til og fóru að grilla innpökkuð læri ásamt moldvörpufæði (kartöflum og fl.). Gengið var hraustlega til matar eftir það fóru nokkrir úlfar í bæinn ásamt einni úlfynju þar sem þau vissu hvers konar gleðskapur var framundan og síðar var boðið upp á görótta drykki sem að runnu frekar ljúft niður. Gerðust ymsir úlfar frekar málglaðir og líf fór að færast í liðið svo ekki sé meira sagt. Tóku nokkrir úlfar sig úr hópnum og fóru að spila og spangóla fram efir kvöldi og aðrir ganga um með lífrana gæktaða fæðu sem ligtaði vel, og enn aðrir rífast um önnur bein sem höfðu verið grafin nokkrum mánuðum fyrr og sperrtu sig hver á móti öðrum. Gekk þetta frekar fljótt yfir og héldu sig að göróttu drykkjunum en bættu frekar í.Einn úlfurinn taldi sig vera orðinn það þreyttann að hann vildi fleygja sér og ná smá dampi svo hann gæti tekið þátt í gleðinni þegar líða tók á nóttina.
Þegar hann vaknaði og hugðist taka þátt í gleðskapnum voru engir til staðar, allir höfðu skriðið í rekkjum. Fór hann að leita að göróttum drykk en fann engann. Eina sem hann fann var súr drykkur sem kallast meðal manna jógúrt og lét hann sér það gott þykja. Fór hann þá að taka til og hita kaffi til að gefa þeim sem myndu vakna tveim tímum síðar. Fljotlega vöknuðu flestir og fóru að huga að heimferð. Allir þökkuðu fyrir sig en að vísu mættu ekki allir landshlutar á svæðið en það kom ekki að sök hvað varðar þessa úlfaráðstefnu.
Hér með lykur frásögn þessa úlfs sem horfði á þennan gleðskap meira og minna í gegnum glugga og þakkar hann ánægjulegar stundir.
kv. MHN
You must be logged in to reply to this topic.