Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Landsfundur
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Skjöldur Karlsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
10.10.2005 at 11:53 #196426
Hvernig gekk á fundinum. Hvernig voru snjóalög. Tókst engum að skemma neitt….
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.10.2005 at 12:21 #529002
Þetta var að öllu leit mjög vel heppnaður landsfundur. Veðrið og snjórinn voru frábær, sérstaklega á föstudagskvöldið. Heyrði af einu brotnu afturdrifi.
-Einar
10.10.2005 at 12:51 #529004Sammála Einari, fínn fundur, þurfum að vinna áfram í slóðamálum og auka kynningu á fjallvegum.
Við úr Eyjafjarðardeild fórum heim með Austurlandsdeild og Húsvíkingum Þingmannaleiðina og yfir Sóleyjarhöfða, austari állinn var þurr en smá krapaburður í vestari álnum.
Komum við í Páfagarði þar sem að við hittum félaga að austan og sunnan, austan menn fylgdu okkur áfram niður Sprengisand með kaffipásu í Sandbúðum.
Svolítill snjór er kominn á norðanverðum Sprengisandi aðallega norður af Kiðagilsdrögum.
Engar bilanir eða bras.
Þakka góðan fund.
Elli.
10.10.2005 at 13:16 #529006Fyrir hönd vestfjarðadeildar vil ég þakka góðar móttökur 4×4 manna á okkur að vestan. Fundurinn var einnig góður og gefur góð fyrirheit fyrir vetur komandi.
Ferðin heim gekk vel þrátt fyrir að ekki væri hægt að fara á jökul. Snjórinn í veginum var þó eitthvað fælandi.
10.10.2005 at 13:26 #529008Tek undir þakkir fyrir góðan landsfund og ekki síst Ólafi Hallgrímssyni hinum Vestfirska og Ólafi Hallgrímssyni hinsum Austfirstka fyrir þeirra framsögu um slóðamálin. Þeirra framlegg var mjög upplýsandi um stöðu slóðamála.
Við Emil fórum Klakkinn heim í förum Suðurnesjamanna og gekk vel. Vorum rétt um 5 tíma heim í hlað með öllum stoppum.Kv – Skúli
10.10.2005 at 17:14 #529010Jú jú, fulltrúar Húnvetninga mættu sprækir og eru á lífi. Starfsemin þar er kannski ekki með neinum lúðrablæstri og látum en er samt í gangi.
Kv – Skúli
10.10.2005 at 19:03 #529012Kæru félagar
Núna er landsfundur 4×4 afstaðinn, segja má að þrjú mál hafi staðið upp úr á þessum fundi.
1) Slóðamál: Við eigum að horfa okkur nær og reyna að fylgja slóðum þannig erum við öðrum gott fordæmi.
2) Við ætlum að vinna með sveitarstjórnum varðandi stikun, merkingar, viðhald, opnun og lokun tímabundið á slóðum þar sem þeir hafa lögsögu í málinu.
3) Við ætlum að vera til fyrirmyndar utan sem innan húss, drekkum bara tvo bjóra á kvöldi í Setrinu. Ekkert í Fjölskylduferðum.
ps. setti nokkrar myndir í safnið.
kveðja gundur
10.10.2005 at 19:49 #529014við sem komum frá suðurlandsdeild þöökum fyrir skemtilegan fund og góða umræðu kveðja Ægir
10.10.2005 at 23:50 #529016Það vill nú svo illa til að ég finn afskaplega litlar upplýsingar hér hjá mér um þá kappa. Gæti verið að skrifstofan hafi eitthvað meira en aðal driffjöður deildarinnar heitir Jakop, en því miður man ég ekki hvers son. Fyrri formaður var Sighvatur Steindórsson, en ég held ég fari rétt með að Jakop hafi tekið við embætti. Ef einhver veit meira eða betur leiðrétta menn mig bara.
Kv – Skúli
11.10.2005 at 14:28 #5290181) Slóðamál: Við eigum að horfa okkur nær og reyna að fylgja slóðum þannig erum við öðrum gott fordæmi.
2) Við ætlum að vinna með sveitarstjórnum varðandi stikun, merkingar, viðhald, opnun og lokun tímabundið á slóðum þar sem þeir hafa lögsögu í málinu.
3) Við ætlum að vera til fyrirmyndar utan sem innan húss, drekkum bara tvo bjóra á kvöldi í Setrinu. Ekkert í Fjölskylduferðum.
4) Biblíu og ljóðalestur, sálmar sungnir og bænir beðnar.
5) Hætta öllum meting og allir verði jafningjar og engin drífur meir en hinn. Konur jafnt sem karlar.
6) Árshátíð breytist í helgivöku þar sem kelduvatn verður á boðstólum ásamt léttu saladi með mysu.
Toooooooooooooooooooooooggggkveðja Patrolman.
11.10.2005 at 14:39 #529020… að ÁTVR ætli að vera með tilboð á 2-lítra bjórdósum til handa 4×4 meðlimum í vetur.
kv
Rúnar.
11.10.2005 at 15:46 #529022Við Hunvetningar þökkum góðann fund.
Jakob á Jóhannsson form
Jóhann H Ingasson
11.10.2005 at 22:39 #529024Sammála því að þetta hafi verið ljómandi fundur og þakka félögunum fyrir góða helgi. Búnn að setja myndir inná myndasíðuna mína:
http://www.pbase.com/skjoldur/2005_10_07&page=1kv. jsk
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.