FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Landsfundur

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Landsfundur

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson 21 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.10.2003 at 18:35 #192988
    Profile photo of
    Anonymous

    Nú er óhætt að láta gamminn geisa því öll fyrirmenin eru á leið í Setrið á landsfund til þess að ákveða örlög okkar óbreyttu. Ég frétti af þeim Sigga Tæknó og Lúter á Gljúfurleitunum og voru þeir ný komnir framhjá Tjarnarversskiltinu, var nánast snjólaust nema í giljum og lægðum. En þeir félagar lentu í brasi í Dalsá og varð að spila bílinn upp úr ánni vegna krapa og hárra skara. Tókst Lúter að hengja spilvírinn í skilti við árbakkann. Lúddi sagði að það væri ekki á færi minni jeppa en 38?, að fara á fjöll vegna ísskara við ár.
    Slóðríkur.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 10.10.2003 at 20:00 #477718
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég vona að skiltið hafi ekki beðið neitt tjón af þessum aðförum.

    Hlynur





    12.10.2003 at 01:35 #477720
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Ég er nú barasta á taugum eftir að ég heyrði að Siggi Tæknó væri farinn á fjöll og á leið í Setrið. Mar er nú ekki búinn að gleima uppákomunni er hann og Gulli former tecknuqe fóru í "björgunartúrinn" á þessari leið…

    Áfram veginn…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    12.10.2003 at 08:31 #477722
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    BÞV á lífi!!!!!!!!!! Þá getur maður afpantað rósirnar. Og sparað sér dánar dagsetninguna á leg-steininum. En þó erum við dálítið svekkt fjölskyldan, nú töpum við af góðum göngutúr í Fossvoginn. Þar sem ég ætlaði að segja við frúnna , Nei sjáðu þarna liggur Bjössi. Og svo hefðum við gengið okkar leið þar sem maður talar ekki illa um látið fólk. En endurkoman er kannski bara tengd öllu þessu miðla fári.
    Og kannski eru þeir framliðnu með áhyggju þar sem Siggi er farinn á fjöll og valdi þar að auki Gljúfurleitinn. En þeir geta verið rólegir þar sem búið er að færa Gljúfurleitisleiðina austar, og þar með sluppu Siggi og Lúter við Skúmstunguárnar. Sem Siggi þekkir reyndar manna best, enda búinn að dvelja við hana í 7 tíma. Á meðan félagi hans, hann Gulli sat fastur í sprænunni. Annars er allt gott að frétta af Landsfundinum og það eina sem þeir vildu fá að vita þegar þeir hringdu var ? hvernig fóru tímatökurnar? Kjartan formaður, Ella og Jói fóru á Terrakaninum og voru oftar föst en þau eru vön.
    Slóðríkur.





    12.10.2003 at 20:41 #477724
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ella komin heim og leiddi sinn hóp til byggða á TERRACAN. Hún segist ekki hafa fest sig oftar en venjulega og er svo ánægð með TERRACANINN að nú verð ég að fara að telja í buddunni. Bless bless wagoneer.





    13.10.2003 at 13:08 #477726
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Ég verð því miður að hrekkja ofsa vin minn með áframhaldandi viðveru á þessu tilverustigi. Það er nú samt hægt að bjóða frúnni í göngutúr Jón þótt ég sé lifandi. Það væri ljótan ef þú færir að bera fyrir þig sem ástæðu þess að nenna ekki út að viðra frúna að "Bjössi er ekki enn dauður…"

    Annars skilst mér að lítið sé að frétta eftir landsfundinn… en skv. minni reynslu þá þýðir það að eitthvað markvert hafi gerst, það tekur bara smá tíma að fá það upp… :)

    Ferðakveðja,

    BÞV





    13.10.2003 at 14:50 #477728
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar! Ég vil byrja á að þakka öllum Landsfundaförum fyrir ánægjulega helgi.

    Ferðin uppeftir á fundinn tókst með miklum ágætum og ekki yfir neinu að kvarta. Reynir og Einar brunuðu aðeins fyrr af stað heldur en við hinir, þ.e. við Einar umhverfisnefndarmenn á cherokeeinum hans, Ella, Kjartan formaður og Jóhann gjaldkeri á Terracan og síðast en ekki síðst Beggi kokkur, Soffía og Agnes á þurrum Trooper.

    Á leiðinni heyrðum við annað veifið í öðrum félögum en því er um að kenna að við vorum með VHF handstöð klúbbsins og er þetta grei bara neyðarredding og því ekki til stórviðræðna.

    Náðum við Reyni og Einari við Geldingaá þar sem þeir voru komnir í gegnum ís með framhjólin og því fastir. Gengu björgunaraðgerðir fljótt og vel fyrir sig og áfram haldið. Þegar komið var að Dalsá sáust för yfir vaðið eftir þá Sigga tæknó og Lúther og voru skemmtilegar hetjusagnir frá þeim félögum um yfirferð þá. Ég er ekki frá því að teigst hafi á höndunum á Lúther :-) ha ha, eftir að hann teigði vírinn í skiltið.

    Fundum við annað vað ofar og gekk allt vel. Síðan fór að skilja á milli loftpúðabílanna og þessarra venjulegu. Vísir að kappakstri varð á milli okkar og Reynirs, sem fór að vísu nokkuð úr skorðum vegna þess að slóð Sigga og Lúthers fór út um víðann völl sökum tæknierfiðleika hjá þeim. Við vorum svo komnir inní Setur rétt um miðnætti. Beggi og Ella komu síðan að vörmu spori.

    Heyrðum við í stöðinni frá Austfirðingum sem voru í basli við Sóleyjarhöfðann en redduðu sér að sjálfsdáðum og eru þar greinilega vanir menn.
    Bjarni skálanefnd kom með að ég held Eyfirðingum Kerlingarfjallaleið og gekk allt að óskum.

    Laugardagur fór í hefðbundin fundarstörf og síðan framreiddu hinir frábæru kokkar Beggi, Agnes og handlangarinn Lúther fimm stjörnu máltíð að hætti hússins.

    Glen og gaman var síðan viðhaft langt fram eftir nóttu og mátti gjörla sjá afleiðingar þess á sunnudagsmorgni.

    Lagt var af stað rétt fyrir hádegi og voru meiningar að fara Klakksleið heim, en af einhverjum sökum var farin Kerlingarfjallaleið. Lítill snjór var á þeirri leið en þeim mun meiri drulla og voru bílarnir því ansi "Kanalegir" en eins og alkunna er er þetta þeirra helsta sport. Hittum við svo félaga okkar úr Vesturlandsdeild í Árbúðum og var tekin þörf pása þar.

    Sunnan Bláfellsháls hafði ekki blotnað neitt í jörðu og var því bara ryk þar. Rétt neðan Geysis byrjaði að hellirigna og skolað því rest af drullu af bílunum sem ekki var búið að þvo af.

    Köttur út í mýri, úti er ævintýri.

    Sjáumst hress á árhátíð,

    Magnús G.
    umhverfisnefnd





    13.10.2003 at 15:22 #477730
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hey!!!!
    ég var líka með Reyni og Einari og hefðu þeir ekki komist svona vel áfram án mín :-)
    Allveg að kokkunum 3 sem þú taldir upp ólöstuðum
    þá komu miklu fleiri að þessari frábæru 5* máltíð

    En takk fyrir frábæra helgi
    lella@simnet.is





    13.10.2003 at 16:37 #477732
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sæl Helena! Innilega fyrirgefðu þessa ljótu yfirsjón. Vona að hún gerist aldrei aftur og auðvitað komu fleiri að þessu öllu. Gleymdi ég einnig að segja frá hvað deildirnar voru röskar í frágangi.

    Vinarkveðjur
    Magnús, umhverfispostuli





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.