Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Landrover
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2006 at 20:04 #197825
Jæja spekingar. Er vit í að kaupa sér Landrover til breitinga, er að spá í 44″ breitingu
Hvað er helst að fara í þessum bílum og hvað er betra við þá en aðra ???
Ég sé fyrir mér stórann og rúmgóðann bíl með ágætri orginal fjöðrun -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.04.2006 at 20:12 #550556
Hvernig Lanrover??? ef þú ert að tala um Discoveri þá er ég búnn að ferðast mikið með einum sjálfskiptum á 38" og hann hefur komið mjög vél út, eina sem er ekki nógu stert eru öxlarnir mundu ekki þola 44".
22.04.2006 at 20:15 #550558Tjahh mér datt í hug Storm ,,, kunningi á svoleiðis á 44"
22.04.2006 at 20:18 #550560Ef þú færð þér [url=http://www.4wdworld.com.au/products/portalaxles/index.htm:63hvhf3p]svona[/url:63hvhf3p] í hann ertu laaaaaangflottastur
.
[img:63hvhf3p]http://www.4wdworld.com.au/products/portalaxles/images/IMAGE-3.jpg[/img:63hvhf3p]
[img:63hvhf3p]http://www.4wdworld.com.au/products/portalaxles/images/IMAGE-1_000.jpg[/img:63hvhf3p]
[img:63hvhf3p]http://www.4wdworld.com.au/products/portalaxles/images/IMAGE-2.jpg[/img:63hvhf3p]
.
Annars ertu bara betur settur á Bronconum!
.
kv. Kiddi kjáni
22.04.2006 at 20:24 #550562Eitt má roverinn eiga sem er sniðugt, að það sé hægt að taka liðhúsin af hásingunni. Þ.a. breyting á spindilhalla er hægt að gera mun auðveldar en hjá þeim sem eru ekki með þetta (t.d. toyota og nissan), s.s. snúa bara spindlunum en ekki allri hásingunni.
-haffi
22.04.2006 at 20:26 #550564er björgunarsveitarbíll með svona utbúnaði, Land rover ég man bara ekki hvar á landinu hann er
Kv
Snorri Freyr
22.04.2006 at 20:27 #550566Já ég er vel settur á honum, það er ekki málið. Annars er hann bara bilaður núna, fékk sjálfskiptingu sem neitar að virka
Mig vantar bara stærri bíl svo að ég komi konu og börnum fyrir í tækinu.
22.04.2006 at 20:49 #550568Ég er þeirrar ánægju aðnjótandi að vera síkátur Land Rover eigandi. Ég á DFNDR árgerð 1998 sem er rétt að verða kominn í 300þús km. Ég e nokkuð sáttur en bíllinn er með þessari svokölluðu 35" hækkun en ég breikkaði brettakantana og setti svo 38" undir. Fjöðrunin er mjög góð og alltaf nóg pláss í bílnum. Minn bíll er með 4 cyl vélinni sem er frábær jeppavél vegna þess að hún er með meira tog en aðrar vélar sem ég hef kynnst. Auk þess er þetta ótrúlega sparneytin vél á skynsamlegum akstri. 5 cyl vélin hefur hins vegar mikinn kraft og snerpu en hefur ekki þetta tog á lága snúningi eins og gamla 4 cyl vélin. Gírkassi og millikassi í DFNDR er einnig alveg ekta jeppadæmi vegna þess að lága drifið er tiltölulega lágt og einnig er háa drifið lágt þannig að menn komast upp með að setja 38" undir án þess að lækka hlutföll. Hins vegar þarf að lækka hlutföll ef farið er í 44" og stærra. Að mínu mati eru þetta sennilega einu "alvöru" jepparnir sem framleiddir eru í dag og hægt er að breyta fyrir ótrúlega lítinn pening til að kom sér af stað í jeppasportið (svo má alltaf bæta við).
Það mættu hins vegar vera meiri þægindi um borð en þarna er samt allt sem þarf. Annars finnst mér fara vel um þá sem eru frammí og ég hef ekið hringinn nokkrum sinnum og þreytist minna í þessum bíl en öðrum dýrari nýrri bílum af einhverjum japönskum tegundum.
Ekki hika, fáðu þér alvöru jeppa.
Kveðja DFNDR í sumarsnjó fyrir austan.
22.04.2006 at 20:51 #550570Ekki ertu búinn að gleyma JEEP WRANGLER sem er hinn alvöru jeppinn sem er framleiddur í dag!
kv. kjáninn
22.04.2006 at 20:53 #550572Það eru víst síkátir dalvískir djöbblar sem voru með þennan útbúnað síðast þegar ég sá til þeirra.
22.04.2006 at 20:54 #550574Já það er allavega að heilla mig plássið í þessum bílum. lítill vandi að nota þetta sem 8 manna bíla og síðan bara toppgrind
Svo eru þessir bílar ekkert átakanlega dýrir .
Já er ekkert mikið mál að breita þessu ???
22.04.2006 at 21:06 #550576Sæll Palli,
Já ég mæli hiklaust með þessum bílum annaðhvort Disco eða Defend, ég og þráinn erum einmitt að breyta Discoinum hans þessa dagana og við erum búinir að vera 3 vikur að því, gætum verið viku ef við værum duglegur og mættum kannski einhvertíman þarna. En það er ekkert mál að breyta þessu, bara 6cm boddýhækkun og slípirokkur, og þetta stendur í 100þús 38" breyting fyrir utan dekk sem hann átti. Svo þarf ekki að lækka hlutföll ef þú ferð bara í 38".
En ef þú ferð alla leið í 44" þá er til haugur af öxlum sem bara hálfvitar geta brotið og hlutföll á góðum prís.
Ég mæli hiklaust með þessum bílum vegna þess hversu auðvelt er að breyta þeim og auðvitað asnalega góð fjöðrun í þessu.
kv, Ásgeir…langar smá í game over!
22.04.2006 at 21:33 #550578ER hann ekki á járnkalla fjöðrum? Og fyrst ég er byrjaður þá er ekki pláss fyrir nema einn farþega fyrir utan hundinn. Og svo kannski tvær samlokur í skottinu, annars sennileg jeppi en ég held að það þurfi að breita ýmsu áður en hann verður samkeppnisfær.
22.04.2006 at 21:47 #550580Rétt sem sagt er hér um breytingar á Land Rover og [url=http://www.mountainfriends.com/html/breti.html:3k551q8y][b:3k551q8y]hér [/b:3k551q8y][/url:3k551q8y] eru myndir og texti frá breytingaferlinu á mínum Defender.
Varðandi öxla þá hefur mér ekki enn tekist að brjóta þá á 38" dekkjum, kannski vegna þess að ég er meðvitaður um að þetta er ekki óbrjótanlegt. Það sama átti reyndar við hér áður þegar ég var á Runner, drifrásin ekki óbrjótanleg þar heldur og reyndar á fæstum jeppum. Ég er með ástrlaska afturöxla frá [url=http://www.4wdworld.com.au/products/maxidrive/:3k551q8y][b:3k551q8y]Maxidrive [/b:3k551q8y][/url:3k551q8y] sem eru nokkuð sterkari og með betri frágang, fást hjá BSA. Meira um þá hér [url=http://www.roverworld.com/maxidrive_axles_english.htm:3k551q8y][b:3k551q8y]hér [/b:3k551q8y][/url:3k551q8y]
22.04.2006 at 22:03 #550582Ég er umvafin landróver köllum og gildir það sama um þá og Land Cruiser kalla, þeir festast bara í einni tegun hehe… ég held að Difenderin sé á sterkari hásingum, líka einn kominn á 46".
22.04.2006 at 22:20 #550584Ég er nú alltaf að vona að þeir þroskist upp úr þessu og fái sér eitthvað alminilegt td patrol eða cruiser:o) þá séstaklega Halldór Lúðvikson stórvinur minn, er hann nú búnn að hossast í þessu í 30 ár og hefur hent um 12 tonnum af öxlum og drifum haha…
23.04.2006 at 00:11 #550586Landinn hefur gríðarlega marga kosti. Það sem mér fannst lakast við minn var a) hvað hurðirnar voru leiðinlegar og b) hvernig pedalarnir voru staðsettir. Sannarlega eitthvað sem hægt er að lifa með. Öxlarnir eru víst enn í dag veikur hlekkur, en það er skárra að snúa í sundur öxla en eitthvað annað, sérstaklega þegar bílarnir eru nú með fljótandi öxla og fljótlegt að skipta um. Discovery þekki ég nákvæmlega ekki neitt. En þessir bílar þola ýmislegt og eru ekkert sérlega viðkvæmir fyrir því að vera notaðir. Svo má nú bæta við að fjöðrunin í þessum bílum er sérlega vel heppnuð til aksturs við erfið skilyrði. Ég er eiginlega mest hissa á því að ekki skuli vera búið að breyta miklu fleiri LandRover bílum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.