This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Soffía Eydís Björgvinsdóttir 22 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Það var ljótt að heyra og sjá það sem kom frá Ómari Ragnarssyni í fréttum sjónvarpsins í kvöld (5/3)og fjallaði um fullan jeppakarl sem spólaði allt út í mýrinni við Landmannalaugar.
Ekki bara skemmdirnar sem unnar voru á staðnum eða tal um ölvunarakstur jeppamanna á hálendinu, heldur geta slíkar fréttir haft mjög slæmar afleiðingar fyrir málstað okkar sem á þó frekar undir högg að sækja en hitt.
Það er nefninlega til fullt af fólki sem vildi helst láta banna alla umferð umferð um hálendið, og það lið fær sko byr undir báða vængi við svona fréttir.
Bara ein svona frétt kemur örugglega fullt af fólki upp á móti okkur, þess vegna verðum við að halda umræðum um þessi mál á lofti svo að menn gleymi sér ekki í ölæði.Kveðja:
Kátur.
You must be logged in to reply to this topic.