Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Landhelgisgæslan
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Már Gauksson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.05.2006 at 18:09 #197972
AnonymousEfst á heimasíðu Landhelgisgæslunar stendur
Landhelgisgæslan
Við erum til taks.Í mínum eyrum hljómar það nú ekki þannig, man ekki betur en þyrlur gæslunnar hafi verið mina til taks en til taks síðan þyrlusveitinn fékk sína fyrstu þyrlu. Hvað ætlar DÓMAMÁLARÁÐHERRA að horfa á þetta lengi með blinda auganu. Kannski jafn lengi og fyrirrennarar hans.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.05.2006 at 18:14 #552738
Og maður skammast sín orðið fyrir að búa á þessu skeri sem hefur ekki efni né nægjanlega góðan tækjakost til taks til að bjarga landanum.
2 þyrlur til að sinna heilu landi í þau fáu skipti sem þær eru til taks,ef þær eru þá ekki í skoðun eða bilaðar.
Þetta er ekki einu sinni fyndið.
16.05.2006 at 18:27 #552740Mér leiðist þegar tveir ágætis kunningjar mínir eru að hengja bakara fyrir smið,Landhelgisgæskan er búin að vera í fjársvelti síðan í Þorskastríðinu og markvisst skorið niður fé til hennar og er skemmst að minnast þess er yfirflugvirkin sagði starfi sínu upp vegna þess að hann vildi ekki bera ábyrgð á þeim viðhaldsskorti sem afleiðing fjársveltis.Björn Bjarnarson Dómsmálaráðherra ber hins vegar stóra ábyrgð og alla með samráðherrum sínum á þessu ástandi og ætti að skammast sín og láta gæsluna hafa svo sem helming af risnu ráðuneytis síns það myndi laga stórlega ástandið.
Svo Ofsi og Jóhannes skjótið helv.. hann Björn ekki fórnarlambið.
Klakinn
16.05.2006 at 18:31 #552742lestu allann fjandans textann til enda, ég setti inn Dómsmálaráðherra með stórum stöfum svo það fari ekki á milli mála. Reyndar er ekki við hann einn að sakast því þessi málaflokkur hefur alltaf verið hornreka og menn aldrei tímt að leggja peninga í Landhelgisgæslunar.
16.05.2006 at 18:49 #552744Að hengja Bakara fyrir smið til þess að þessi gæsla geti orðið ALMENNILEGA starfhæf þá hika ég hvergi.
Svo ætti Gæslan að fá sér eina Sikorsky UH-3 Sea King
eða Sikorsky H-92 Superhawk
Hún ætti þá að vera fær í flestan sjó.
Kv-Jóhannes
16.05.2006 at 19:05 #552746Ef þeir færu í þá gerð gætu þeir farið að syngja með [url=http://en.wikipedia.org/wiki/H-3_Sea_King#Canadian_experience:18wrdnv9]Kanadamönnunum[/url:18wrdnv9]:
Goodbye papa, please pray for me
My helicopter’s crashing in the sea.og svo viðlagið:
We had joy, we had fun, we had Sea Kings in the sun
But the engines are on fire and the Sea Kings must retire.Sungið við lagið [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Seasons_in_the_Sun:18wrdnv9]Seasons in the sun[/url:18wrdnv9].
16.05.2006 at 19:26 #552748Var rétt í þessu að koma í bæinn frá leit á N-Austurlandi. Í þeirri leit var notast við tvær þyrlur, varnarliðsins og danska hersins (einskær heppni að danskt herskip væri statt hér við land). Þetta er auðvitað til háborinnar skammar. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hér á landi þarf ríkið varla að eyða einni kr. til björgunarmála v. fórnfúsra sjálfboðaliða meðan flestar þjóðir þjálfa heri sína í svona málum.
Freyr
23.05.2006 at 15:02 #552750ég sendi Birni Bjarna bréf í síðustu viku og sagði að ég myndi rasskella hann ef hann myndi ekki gera eitthvað í þessu….
…og viti menn, nokkrum dögum seinna…
[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1203121:1r4sq1l4]http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1203121[/url:1r4sq1l4]Vonandi að það verði eitthvað úr þessu!
kv, Ásgeir
23.05.2006 at 18:49 #552752
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður Ásgeir sendu inn svona hótun á Heilbrigðisráðherra líka fyrir okkur suðurnesjamenn, það er kannski þá smá séns að við fáum heilbrigðisþjónust sem samræmist hinum vestrænaheimi.
kv: siggi g
23.05.2006 at 22:57 #552754Já og getur þú ekki náð verðinu á eldsneiti niður líka, það væri mjög gott.
24.05.2006 at 01:02 #552756ég skill ekki þessa áráttu að nota þyrlur til leita.
Litlar flugvélar eru margfalt ódýrari í rekstri og mjög gott er að leita úr þeim og svo er hægt að kalla í þyrlu, eða björgunarsveitir þegar eitthvað sést sem þarfnast nánari skoðunar.
24.05.2006 at 04:16 #552758Sælir.
Þyrlur eru bestu leitar tækin sem við getum feingið vegna flughæfileika þeirra geta þær skanað svæðið mun betur en flugvélar tala nú ekki um þegar leitað er á erfiðum svæðum til dæmis í fjallendi. Flugvélar sem fljúa á um og yfir 100 kmh. skanna ekki eins vel þó þær séu ágætar líka. Þyrlunar nítast bara mun bertur geta dropað nánast hvar sem er niður og tekið leitarmen og flut á önnur svæði ef nauðsin krefur og þegar sá sem er slasaður eða var tídur og komið honum undir læknis hendur strax.Kv. Heiðar
24.05.2006 at 10:28 #552760[i:11spdtti]"Litlar flugvélar eru margfalt ódýrari í rekstri og mjög gott er að leita úr þeim og svo er hægt að kalla í þyrlu, eða björgunarsveitir þegar eitthvað sést sem þarfnast nánari skoðunar." [/i:11spdtti]
.
Ef það væri nú alltaf svo gott að björgunarsveitirnar okkar gætu dundað sér með hagkvæmustu kostina, farið í kaffi og skipulagt svo í rólegheitunum hvert næsta skref yrði.EE.
24.05.2006 at 11:04 #552762Hef einusinni verið á útkikkinu um borð í TF-SIF á æfingu og þrátt fyrir að hún flaug bæði lágt og hægt, þá var nú bara ekkert auðvelt að greina liggjandi mann á jörðinni, þó svo viðkomandi baðaði út öllum skönkum og léti öllum íllum látum.
Þannig að ég er nú ekkert svo viss um að flugvél virki neitt rosalega vel. Örugglega ekkert mál að leita úr henni, en örugglega töluvert erfitt að finna eitthvaðHinsvegar má heldur ekki gleyma því að þegar leitað er að einstakling sem vill láta finna sig, þá snýst málið ekki eingöngu um það að finna viðkomandi, heldur ekki síður að láta viðkomandi finna þig. Þannig að ef flugvél er látin fljúga nokkrum sinnum yfir sama svæðið, þá gæti týndi einstaklingurinn reynt að koma sér betur fyrir á milli, þannig að betra verði að greina hann.
kv
Rúnar.
25.05.2006 at 11:27 #552764Mig langar til að taka undir það sem Rúnar hefur sagt um leit úr flugvélum og þyrlum. Við góð leitarskilyrði, er hægt að nota litlar, hægfleygar flugvélar til að skanna svæði, sér í lagi ef verið er að leita að einhverju sem er stærra en ein manneskja, svo sem eins og bíl eða flugvélarflaki. En litlu flugvélarnar eru miklu meiri takmörkunum háðar en þyrlur. Þær þurfa meiri hraða vegna eigin öryggis, það er mjög vandasamt að fljúga þeim mjög lágt í lengri tíma, einkum í jafn mishæðóttu landslagi og er hér á Íslandi, og svo eru þær miklu háðari veðri. Það á alls ekki að útiloka þær þar sem þær geta komið að notum, síður en svo, en þetta tvennt er varla sambærilegt sem leitartæki og hvað þá sem björgunartæki. Leit að lifandi manneskju í óbyggðum er mjög erfið og leit að látinni ennþá erfiðari. Þetta höfum við mörg lært af stundum biturri reynslu sem höfum starfað í björgunarsveitunum.
25.05.2006 at 12:14 #552766
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og hér að ofan hefur komið fram þá er hentugra að nota þyrlur til leitar, ástæðan er sú að þegar sá tíndi er fundinn þá er lent og sá tíndi tekinn með.
Á venjulegri flugvél er hringsólað og ekkert hægt að gera fyrr en annaðhvort þyrla eða flokkur að landi koma á svæðið.
Hinsvegar tel ég að við leit eigi að nota öll hugsanleg tæki og tól, þyrlur, flugvélar,fis.
Kv.siggi g.
25.05.2006 at 14:21 #552768það fer nú líka soldið eftir flugmanninum en venjuleg 2sæta cesna 152 með flapa niðri er hægt að flugja svona rellu á mjög litlum hraða langt undir 100 eða 50kts og ef það er einhver mót vindur þá minkar hraðinn enn meira og útsýni úr flugvel er bara mjög gott en það fer samt fyrst og fremst eftir flugmanninum kv. Birkir
25.05.2006 at 18:15 #552770Ég ætla nú ekki að fara að tala eins og einhver sérfræðingur í flugvélum, það er ég alls ekki, en svona til frekari skýringar á því sem ég skrifaði hér að ofan, þá vita þeir sem hafa flogið svona vélum, eins og mér sýnist að Birkir þekki, þá er nú það þannig, að þegar vél er flogið með flapsa niðri og/eða ef hún er með Robertson-kiti eða einhverju öðru svipuðu, þá er hún afskaplega viðkvæm fyrir öllum breytingum sem snúa að því elementi, sem hún hreyfir sig í, þ.e. andrúmsloftinu, og þegar maður er í lítilli hæð er svigrúmið orðið mjög lítið til að bregðast við. Þannig að það takmarkar getu vélarinnar. En eins og ég tók fram hér að ofan, þá á auðvitað að nota allt sem kemur að gagni og er tiltækt við leit.
25.05.2006 at 23:36 #552772Sumir bændur nota flugvélar við leitir á rollum eftir göngur.
Cessna 152 getur flogið á 60 km/hBjarni
26.05.2006 at 22:38 #552774Kem pinu nálægt flugvélum og eru flapsar aðalega notaðir við aðflug / lendingu og flugtak.
Menn fljuga allavega ekki langt með flapsa niðri og undir 60 – 50 Hnútum í lítilli hæð, að við vissar aðstæður myndi vélin stolla.
Daði
(Endilega leiðrétta ef ég fer með rangt)
27.05.2006 at 00:16 #552776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit ekki kannski er ég svona dumdum en ég tel að leit af rollum og af tíndu fólki sé ekki alveg saman að líkja, þótt vitanlega sé beitt svipuðum aðferðum en þá er það að komast sem fyrst til manneskjunar en nóg að vita á hvaða svæði rollurnar eru á.
kv Siggi G
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.