This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Landgræðsluferð í Þórsmörk 24. júní
Helgina 24. júní verður farin hin árlega landgræðsluferð Ferðklúbbsins 4×4 í Þórsmörk. Tjaldstæði hafa verið tekin frá í Strákagili í Básum á Goðalandi.
Skipulögð dagskrá hefst klukkan eitt laugardaginn 24. júní, þegar safnast verður saman við Álfakirkjuna gegnt Langadal. Þaðan mun Guðjón Magnússon kynningarfulltrúi Landgræðslunnar leiða hópinn norður yfir Krossá á Merkurranann þar sem unnið hefur verið að uppgræðslu í samvinnu Ferðaklúbbsins og Landgræðslunnar í um það bil áratug.
Í þetta sinn verður plantað birkiplöntum auk þess að dreifa áburði eftir þörfum. Starf klúbbsins hefur borið mikinn árangur og það er ánægjulegt að sjá hversu gróðri á Merkurrananum fer fram, ár frá ári. Myndir úr fyrri ferðum eru á vefsíðu Umhverfisnefndar http://um44.klaki.net.
Markmiðið er að börn og fullorðnir eigi góða stund saman og um kvöldið verður sameiginleg máltíð í boði klúbbsins. Vegna undirbúnings og innkaupa þurfa menn að skrá sig í ferðina. Skráningar þurfa að berast ekki seinna en fimmtudaginn 22 júní
You must be logged in to reply to this topic.