FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Landgræðsluferð umhverfisefdar

by Dagur Bragason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Landgræðsluferð umhverfisefdar

This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Dagur Bragason Dagur Bragason 13 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.05.2011 at 07:15 #219177
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant

    Nú er að koma að landræðsluferðinni og er hún núna aðra helgi í júní.
    Okkar svæði í Hekluskógum hefur tekið ótrúlega vel við sér og þykir til fyirmyndar og er því mikilvægt að halda því góða starfi áfram.
    Ætlunin er að halda áfram áburðardreyfingu og plöntun laugdaginn 11 júní um kl 10, en fólk getur mætt á föstudegi og gist á tjaldsvæðinu í Þjórsárdal, eða komið um morguninn.
    Frí gisting er a tjaldsvæðinu og boðið verður upp á grill um kvöldið.
    Áríðandi er að fólk skrái sig í ferðina hér á vefnum eða sendi tölvupóst á dagurbraga@gmail.com eða í síma 8940095.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 30.05.2011 at 22:46 #730935
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Nú væri gaman að sjá skráningu einhverra þessarra nýliða sem hafa verið að ferðast með Litlunefndinni í vetur. Þetta er kjörinn og skemmtilegur vettvangur til að sýna sig og bílinn og kynnast fleira fólki, ásamt því að taka þátt í umtalaðsta gullstarfi Ferðaklúbbsins.

    Við í nefndinni viljum endilega sjá sem flesta nýja og gamla.

    Kv. Magnús





    31.05.2011 at 17:37 #730937
    Profile photo of Árni Bergsson
    Árni Bergsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 308

    Mæli með þessari ferð. Þægileg leið á malbiki, enda er þetta bara rétt ofan við Árnes.
    Nú þegar sést mikill munur á svæðinu, meira að segja eina torfan sem eftir var virðist ætla að gera sig.
    En Maggi, hvenær á að fara inn í Þórsmörk og skoða Merkurranan ?
    Þar er gott dæmi um vel heppnaða uppgræðslu.

    Árni Bergs.





    31.05.2011 at 21:42 #730939
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sæll Árni, Hann Guðjón Magnússon ætlar með okkur á Merkurranann 26.06. að mér skilst.
    Það verður gaman að sjá þar ummerki eftir gosfarir og síðan en ekki síst hvernig starfi okkar (F4x4) hafi vegnað þarna síðan við hættum. Þetta verður auglýst nánar síðar.

    Kv. MG





    31.05.2011 at 22:18 #730941
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Guðjón Magnússon Landgræðslunni hefur boðið okkur í skoðunarferð á Merkurranan laugardaginn 25 júní kl 13.00 um Jónsmessuhelgina.
    Áhugavert er að sjá hvernig landgræðslan kemur út eftir töluvert öskufall frá Eyjafjallajökli.
    Ég hafði samband við Skúla Útivist hvort hann gæti tekið frá tjaldsvæði fyrir okkur í Básum, en Strákagilið er frátekið fyrir annan hóp.
    Ekki erenn komið svar frá Skúla,en vonandi kemur það fljótlega.
    Stefnir því í viðburðarríkt sumar hjá okkur.
    kveðja Dagur





    31.05.2011 at 22:53 #730943
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Strákar! Skoðunarferð á Merkurrana er efni í annan spjallþráð. Landgræðsluferð í Hekluskóg er umræðuefnið hér. Þetta þarf að skipuleggja miklu betur. Það vantar kort af svæði F4x4 í Hekluskógi. Ég var að leita að Hekluskógi á korti MapSource en sá hvergi. Það vantar svæðið teiknað inn á korti sem F4x4 hefur tekið að sér. Kortið þarf að setja inn á vefinn og tengil af þessu spjallsvæði þar inn. Auk þess verða að koma myndir af dugnaðarlegu og vinnusömu fólk klúbbssins við landgræðsluna. Þessar upplýsingar eiga að sjálfsögðu að vera á nefndarsíðu umhverfisnefndar hér á okkar frábæru vefsíðu. Koma svo með fleirri hvetjandi tillögur.

    Kv. SBS. alltaf brosandi 😉





    31.05.2011 at 23:33 #730945
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Rétt hjá þér Sigurður ferð í Merkurranan er efni í annan þráð.

    Hekluskógar eru með heimasíðu: [url:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/[/url:1d45ryom]
    Einnig eru þeir með síðu yfir samstarfsaðila og er Ferðaklúbburinn 4×4 þar efst: [url:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/4sinnum4.htm[/url:1d45ryom]
    Margar myndir eru um landgræðslustarfið og er sýnishorn hér að neðan.
    Nú er fólk birjað að skrá sig í ferðina og hvet ég alla sem geta að skrá sig.
    [img:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/images/DSC00230.jpg[/img:1d45ryom]
    [img:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/images/DSC00220.jpg[/img:1d45ryom]





    01.06.2011 at 00:03 #730947
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég get tekið að mér að teikna inn á kort svæðið sem F4x4 hefur tekið í fóstur. Þeim upplýsingum um staðsetningu þarf þá að koma til mín í pósti eða á annan veg ef áhugi er á því. Árétta má þá samninga hér á spjallinu sem landeigandi og F4x4 gerðu um samstarfið. Fær klúbburinn ekki eitthverja aðstöðu á svæðinu þegar fram líða stundir?

    Kv. SBS.





    01.06.2011 at 16:07 #730949
    Profile photo of Baldvin Zarioh
    Baldvin Zarioh
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 218

    Alltaf gaman í landgræðsluferðum og ég myndi fara ef ég ætti heimangengt. Ég hvet alla til að fara þessa ferð, sérstaklega nýliðana





    01.06.2011 at 17:58 #730951
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Nokkrir eru nú þegar skráðir í landgræðsluferðina og verður settur up listi hér fljótlega.
    Hér er kort af svæðinu en landgræðslu er austan við þjóðveginn og norðan við Þjórsá:[url:3s46qiwy]http://maps.google.is/maps?hl=en&ie=UTF8&ll=64.100707,-19.908772&spn=0.036215,0.130291&t=h&z=13&lci=org.wikipedia.en[/url:3s46qiwy]
    Hér er ágætisgrein um Þjórsárdalin:[url:3s46qiwy]http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=546664[/url:3s46qiwy]
    MEÐ ÚTIVIST Í ÞJÓRSÁRDAL

    Margt er sérkennilegt í Hreppum. Fyrir nokkrum árum voru meira en hundrað hreppar á landinu, en aðeins tveir voru nefndir Hreppar með stórum staf. Það eru Hrunamanna- og Gnúpverjahreppar. En það er ekki allt. Í daglegu tali Hreppamanna eru hrepparnir kallaðir Ytri Hreppur og Eystri Hreppur. Hreppamenn hafa sínar eigin áttir sem eru: inn, austur, fram og út. Þessar áttir liggja eftir sprungustefnum, í suðvestur-norðaustur en öll fjöll og dalir liggja í þeirri stefnu.

    Eitt enn er mjög sérkennilegt: Þjórsárdalur er nefndur eftir á, sem alls ekki rennur um hann. Efst uppi heitir dalurinn Fossárdalur en þegar neðar dregur heitir hann Þjórsárdalur.

    Þegar ekið er með Þjórsá austur Eystri Hrepp blasir við sýn sem þeir kannast við sem voru orðnir fjáðir fyrir 1980. Það er Gaukshöfði. Fjársafn Hreppamanna er að vísu ekki lengur til staðar eins og á gamla hundraðkallinum, en landslagið er kunnuglegt.

    Þjórsárdalur var grösug og búsældarleg sveit á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en árið 1104 gaus Hekla og vikurfall frá fjallinu eyddi byggð í dalnum.

    Nokkrir bæir svo sem Stöng, Steinastaðir, Skeljastaðir, Sámstaðir, Sandártunga og fleiri hafa ratað inn í heimildir og hafa fundist tóttir þessara bæja. Á Stöng var grafinn upp bær Gauks Trandilssonar og hefur Þjóðminjasafn byggt yfir tóttirnar þannig að þær varðveitast og eru almenningi til sýnis. Einnig hefur Landsvirkjun byggt bæ sem er eftirlíking af bæjum á söguöld. Sá bær stendur niðri við Sámstaðamúla skammt frá Búrfellsvirkjun.

    Skammt fyrir ofan Stöng er einstök náttúruperla, Gjáin. Það er sennilega óvíða á landinu hægt að sjá slíkt samspil vatns, gróðurs og bergmyndana á jafn litlu svæði.

    Gjáin er hamrakvos þar sem Rauðá fellur niður í Gjárfossi. Líklegt er að Gjáin sé gamall farvegur Þjórsár og eru heimildir um að Þjórsá hafi í vatnavöxtum runnið niður í Gjána. Hægt er að ímynda sér hversu tignarlegur fossinn hefur verið við þær aðstæður. Gjárfoss er ekki stór en ákaflega fallegur. Í kringum fossinn gefur að líta skemmtilegt stuðlabergsmynstur sem gefur staðnum mikinn ævintýrablæ.

    Þegar að er komið virðist Gjárfoss tvískiptur. Annar minni foss er austar í Gjánni. Það er þó tæpast hægt að segja að fossinn sé tvískiptur því að kvíslin sem þar steypist fram af á upptök sín aðeins um 50 metrum ofan við brúnina. Þess vegna er engan veginn rétt að gefa það í skyn að Rauðáin klofni ofan við fossinn.

    Það er talsvert um uppsprettur niðri í Gjánni þar sem vatn kemur út undan hrauninu.

    Gróðurinn í kringum þessar uppsprettur er mjög fallegur en mest ber á hvönn, grasi og sóleyjum sem ásamt vatninu ljá staðnum sérstaka litadýrð. Áin er vel væð og jafnvel hægt að stökkva yfir kvíslar þannig að auðvelt er að ganga um gjána og skoða.

    Niðri í Gjánni má sjá hleðslur í hellisskútum. Hvort þar voru skýli sem notuð voru í fjallaferðum eða bústaðir útilegumanna er ekki vitað.

    Frá Gjánni má síðan ganga að Háafossi, næsthæsta fossi landsins, 122 m háum. Fossarnir Háifoss og Granni eru hvor í sinni kvíslinni af Fossá. Þeir voru nafnlausir fram yfir aldamótin 1900, en dr. Helgi Pjeturss gaf Háafossi nafn og André Curmont gaf Granna nafn. Leiðin frá Gjánni um Stangarfjall að fossunum er 6 til 7 km löng.

    Í ár eru 25 ár síðan ferðafélagið Útivist var stofnað. Þar með var farið að bjóða upp á dagsferðir. Vegna fjarlægðar hafa Hrepparnir orðið útundan í dagsferðum en eru þó of nálægt til að tilefni hafi verið talið til að skipuleggja lengri ferðir þar um. Hjá Útivist er talin full ástæða til að halda veglega upp á 25 ára afmæli dagsferða með ferð í Þjórsárdal. Þá verður farið inn að Stöng og Gjáin skoðuð. Síðan verður boðið upp á tvo valkosti. Annar er að ganga upp að Háafossi og niður Fossárdalinn að sundlauginni við Reykholt. Hinn kosturinn er að skoða ýmislegt það sem er að sjá, s.s. sögualdarbæinn, Hjálparfoss og e.t.v. eitthvað fleira með stuttum gönguferðum, en rútan mun þá fylgja hópnum. Að því loknu sameinast hóparnir í grillveislu á góðum stað.

    EFTIR STEINAR FRÍMANNSSON

    Höfundur er fararstjóri hjá Útivist.





    02.06.2011 at 00:53 #730953
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    loksins verð ég með í einni af hinum geysivinsælu landgræðsluferðum hjá okkur í Umhverfisnefnd. Loksins segi ég, mér er vart stætt á að fara ekki vegna þess að ég gaf mig til starfa í nefndinni á síðasta aðalfundi. En alla vega er ég á leið í landgræðsluferð og er fullur tilhlökkunar. Laugardaginn 11 júní er áætlað að hittast um kl 09:30. Fólk getur mætt á föstudeginum og gist við Sandánna. Eins geta menn komið upp eftir á laugardeginum, bara eins og hver vill. Tjaldstæðið er líklega góður vettvangur til að hittast við á laugardeginum áður en lagt er af stað til sáningar um 10:00. Klúbburinn er með fötur, fræ og áburð eða það sem þarf, jafnvel eitthvað af plöntum. Svo þegar að kveldi er komið og uppurin eru öll fræ og áburður mun klúbburinn galdra fram dýrindis máltíð, sem í boði verður fyrir þá sem koma og eiga með okkur skemmtilegan dag. Svo um kveldið njótum við okkur í góðum félagsskap fjölskyldna og vina, því við höfum tjaldstæðið fram á sunnudag.
    En eins og Dagur var búinn að tilkynna hér fremst þá er best að fólk tilkynni sig í netfangið…. dagurbraga@gmail.com

    Kveðja Hjörtur og JAKINN





    02.06.2011 at 20:25 #730955
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Var ekki töluverð áræðni að velja hvítasunnuhelgi fyrir landgræðsluferðina. Þetta er helgi sem flestir eru búnir að taka frá og skipuleggja fyrir mörgum vikum eða mánuðum. Þjórsárdalurinn er nánast því eins og að koma inn í Þórsmörk. Þangað kom maður á hátíðisdögum eins og um hvítasunnu og verslunarmannahelgi frá 1968 og síðar. Kanski er hægt að slá saman vinnu og útilegu í einu ferðalagi með viðkomu í eitthverri sundlauginni til að skola af sér svitann. Ég verð í viðhalds og sumarvinnu þessa helgi en var farin að hlakka til að geta loks farið í eina landgræðsluferð. Vona að sem flestir taki þátt og landgræðsla verði árangursrík.

    Kv. SBS og Dúkkuvagninn.





    02.06.2011 at 21:13 #730957
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Þessi helgi varð fyrir valinu vegna margra ástæðna.
    1. Mikilvægt er að hefja þessa vinnu snemma sumars svo að plöntur dafni fyrr.
    2. 3 helgar komu til greina og var næsta helgi 17-18 juní þegar allir eru í bænum og um Jónsmessu þegar við og margir aðrir eru í Þórsmörk.
    Svo er ein ástæða í viðbót sem ég nefni ekki :)

    kveðja Dagur





    03.06.2011 at 23:20 #730959
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Hér eru nánari upplýsingar um ferðina:
    Gisting verður endurgjaldslaus á tjaldstæðinu við Sandártungu skammt austan Sandár í Þjórsárdal. Tjaldsvæðið er velgróið, fallegt og flatirnar aðskildar með trjágróðri.

    Laugardagurinn 11.06. verður aðalvinnudagurinn Við leggjum af stað frá tjaldstæðinu rétt um kl 10 um morguninn. Við höfum, í samstarfi við Landgræðsluna og Hekluskóga, séð um að dreifa áburði blönduðu melgresi, grasfræjum og í ár jafnvel kjötmjöli á ákveðin svæði í Núpsskógi og Þórðarholti. Umhverfisnefnd er með helmikið af ílátum(fötur og þ.h.) sem gott er að nota við vinnuna . Svæðin Þórðarholt og Núpsskógur eru frekar stutt frá tjaldstæðinu.

    Á laugardagskvöldinu verður frábært grill í boði klúbbsins

    Nokkrir hafa þegar skráð sig í feriðna og eru eldri fyrst og yngri seinni talan.

    Hörður 2 + 2
    Laila 4 + 3
    Magnum 2 + 3
    Dagur 1
    Didda 1
    Hjörtur og Jakinn 2

    Ekki eru tölur komnar frá suðurlandsdeild en þau haf oft fjölmennt í landgræðsluferina.

    kveðja Dagur





    07.06.2011 at 11:40 #730961
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    jæja LOKSINS virðist eygja í sumarið, það virðist ætla að hefjast þessa helgi sem við stefnum á landgræðslu sem betur fer. Maður var farinn að halda að þetta yrði frekar snjóþungt sumar 😉
    En alla vega á að vera sæmilega hlýtt um helgina í Þjórsárdalnum og dauða logn.
    Ég hef útbúið Altari með reykelsi og myrru þar sem ég hef getað tilbeðið Veðurguðina [url=http://www.jakinn.is/skrar/Gud_Seifur.jpg:1rkmxvc0]Seif[/url:1rkmxvc0] og [url=http://www.jakinn.is/skrar/Gud_Poseidon.jpg:1rkmxvc0]Poseidon[/url:1rkmxvc0] alla daga frá 20:00 til 23:30 og virðist það ætla að bera tilætlaðan árangur :-))
    Og vegna þess hvað veðrið ætlar að verða æðislegt væri gott að fá fleiri til liðs við okkur, munið að margar hendur vinna létt verk.
    Það væri sniðugt að skipuleggja útilegu í Þjórsárdalinn þar sem klárlega besta veðrið á að vera og nota einn dag í landgræðslu.
    Best að tilkynna sig hér… dagurbraga@gmail.com
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.is





    07.06.2011 at 20:43 #730963
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Þetta er mjög spennandi ferð hjá ykkur, verst að komast ekki, ég verð á austfjörðum um helgina.

    Kveðja,
    Hafliði





    07.06.2011 at 23:54 #730965
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Veðurspá fyrir landgræðsluferðina á laugardagin er með tveggjastafa hitatölum: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=hiti og úrkoma og vindur í algjöru lágmarki: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=urkoma
    Ekki er hægt að hugsa sér betri spá nú á dögum :)

    Skráning í landgræðsluferðin gengur rólega, en mjakast og í kvöld er hún svona:

    Hörður 2 + 2
    Laila 4 + 3
    Magnum 2 + 3
    Dagur 1
    Didda 1
    Hjörtur og Jakinn 2
    Vilhjálmur, Unnur Dóra, Vigfús og Halla Björk 3 + 1

    kveðja dagur





    08.06.2011 at 12:18 #730967
    Profile photo of Árni Bergsson
    Árni Bergsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 308

    Það kemur ekki á óvart að LAAANGbesta veðrið, er þar sem landgræðsluferðin er.
    Muna eftir sólarvörninni !

    mbk. Árni B.





    08.06.2011 at 22:06 #730969
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Hér [url:r6zud28j]http://baekur.is/is/bok/000197672/1/203/Islenzkar_thjodsogur_og_Bindi_1_Bls_203[/url:r6zud28j] er tröllkonusaga úr Þjórsárdal og seigir frá Tröllkonugröf þar sem Þuríður Arngeirsóttir á að vera grafin.
    Vegna Windófs takmarkana get ég ekki sett textann hér, en hvet fólk til að prenta þetta út og lesa við varðeldinn.

    Hreinn Hekluskógum er búinn að plana aðgerðir og set ég hans texta hér að neðan:

    "Glæsilegt. Ég verð með einn frá Skógræktinni til að hjálpa mér.
    Hugmyndin hjá mér var að leggja mesta áherslu á áburðargjöfina og að bera á landið norðan megin í holtinu og svo þær plöntur sem settar hafa verið síðustu ár. Einnig væri gaman ef hluti hópsins myndi gróðursetja hóflegan fjölda af birki og reyniviði í svæðið.

    Eitt smá kerru atriði var ég að spá í: Það eru áburðarhrúgur við gamla Hjálparfossveginn. Um er að ræða kögglaðan áburð sem Landgræðslunni var gefinn og á að vera allt í lagi að dreifa með höndum. Það væri hægt að moka honum í ker upp á kerru með snjóskóflum og aka honum þaðan á kerrum upp á holtið og dreifa. Eru einhverjir kerrumenn sem tíma kerrum sínum í svona verkefni. Kerrurnar má svo skola í Sandánni eða í Árnesi eftir daginn.

    Gott að heyra ef þið getið komið með fötur, spurning hvort hægt væri að biðja um snjóskóflur í áburðinn og kerrur (fiskiker?)."

    Bkv
    Hreinn

    Skráning í landgræðsluferðin er á uppleið og í kvöld er hún svona:

    Árni Baukur Bergsson 2 en hann var langfyrstur til að skrá sig og frúnna, en pósturinn barst mér símleiðis í kvöld.
    Hörður 2 + 2
    Laila 4 + 3
    Magnum 2 + 3
    Dagur 1
    Didda 1
    Hjörtur og Jakinn 2
    Vilhjálmur, Unnur Dóra, Vigfús og Halla Björk 3 + 1

    kveðja Dagur





    08.06.2011 at 22:39 #730971
    Profile photo of Sæbjörg Richardsdóttir
    Sæbjörg Richardsdóttir
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 127

    Sæl

    Nú er allt að smella saman….frábær vinna, skemmtilegt fólk góður matur og yndislega veðrið verður auðvitað í Þjórsárdalnum um næstu helgi.

    Ég er búin að vera í sambandi við skrifstofu sveitarfélagsins Skeiða og Gnúpverjahrepps til að afla mér upplýsinga um sundlaugar í nágreninu. Neslaug í Árnesi og Skeiðalaug verða báðar með opið á laugardag og sunnudag frá 12-18. Þar er þvi möguleiki að fara í sund eftir vinnuna og á heimleiðinni (á sunnudegi). Ég fékk líka að vita að í félagsheimilinu í Árnesi er bændamarkaður með nýbökuð brauð, grænmeti og fleira beint frá bónda.

    Enn er tækifæri til að skrá sig í ferðina, ég mun panta mat á morgun í samráði við Rögnu og þarf þá að hafa c.a. fjölda þeirra sem verða í grillinu á laugardagskvöldinu.

    Þeir sem geta verið með kerrur endilega láta vita – sjá nánar í póstinum hans Dags hér fyrir ofan.

    Allt stefnir í góðan landgræðsludag.

    Kveðja Didda





    09.06.2011 at 00:16 #730973
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sæl öll,
    Hvað er að frétta af skráningu Suðurlandsdeildar? Hafa einhverjar aðrar deildir látið vita af skráningu? Það væri gaman að sjá félaga úr öðrum deildum einnig.

    Ég verð að leiðrétta skráningu hjá mér því allt stefnir í að ég verði 1+2.

    Grillið okkar er upp á Eirhöfða og bíður þess að fá gómsætan mat til eldunnar á laugardagskvöld og jafnvel fyrr ef einhver vill. Ég stefni á að fara uppeftir á Föstudagssíðdegi ef einhver vill verða samferða.

    Kv. Magnús





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 30 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.