Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Landcruser 70
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
09.12.2006 at 23:52 #199127
Hefur einhver uppl. um hvort 6 cyl.4l.turbo cruservél komist ofan í 70 cruser árg ´´86 sem er nú þegar með 4 cyl.bensinvél. (Litli Cruserinn )
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2006 at 23:59 #570806
er að setja svona motor oní sinn 70 cruser, finnur upplýsingar um hann í myndaalbúminu, Lárus Rafn Halldórsson.
kveðja, Guðni
10.12.2006 at 00:00 #570808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Komu ekki einhverjir svona bilar með 4,2 eða voru það kanski millilöngu bilarnir….. án efa þrælskemmtilegir með þessa vél
kv mikki
10.12.2006 at 00:10 #570810Sælir
ég er búinn að setja svona vél í hjá mér og jú, hún kemst í.
það er nú lengra mál en ég nenni að segja hér hvernig við gerðum allar breytingarnar, en ég náði að leysa öll tæknileg vandamál við þetta og vélin er frábær fyrir þennan bíl.
kíktu á http://www.slepja.com/gallery/album161 þar sérðu svona progress og c.a. þær breytingar sem þú þarft að gera til að koma henni í. þetta fer ofaní… og ef þú gerir þetta eins og ég færðu hellings auka pláss
kveðja,
Lalli 70 krúser XL Turbo (ekki lengur LX)ef þú villt heyra eða sjá eitthvað, hentu þá símanum þínum á mig í email, ég er með lalli@slepja.com
10.12.2006 at 00:32 #570812Millilangi 70 cruiserinn kom í svokallaðri heavy duty útfærslu, með 4.0 eða 4.2 og að ég held með sterkari hásingum, kannski sömu og undir 60 bílnum.
Og að lokum einn ömurlegur brandari sem ég verð að láta fara…
"…sem er nú þegar með 4 cyl bensínvél."
Held að þú verðir að taka bensín vélina úr fyrst!
Jæja held að ég ætti að fara að sofa!
10.12.2006 at 08:25 #570814Mjög skemmtilegar myndir hjá þér og til hamingju með verkið. Hvernig kemur þetta út miðað við 2.4T, kraftu, þyngd og fl. Þurfti ekki stífari gorma að framan?
Kv. Atli E.
10.12.2006 at 10:37 #570816Sæll Atli.
Munurinn á bílnum er ótrúlegur. ég er með hann á orginal dísel hlutföllunum, 4.88:1 sem er í það lægsta fyrir þennan mótor og gírkassa, þú sérð að þessi hlutföll voru yfirleitt ekki sett í nema menn breyttu 60 krúser fyrir 44 tommu. ég hugsa að 4.56:1 eins og í bensínbílnum væri snilld, ég set svoleiðis í ef ég þarf að skipta einhverntímann.
Ég setti vélina líka eins neðarlega og aftarlega og ég mögulega gat, þar kom tvennt til, annarsvegar að færa þyngdarpunktinn eins innarlega og hægt var og svo til að koma gírstönginni upp um orginal gatið án þess að færa það nær mælaborðinu. Svo þyrfti jú sterkari gorma að framan, það er næst á dagskrá hjá mér.
Ég þurfti heldur ekki að stytta og lengja drifsköftin, þau pössuðu beint undir sem mér finnst ótrúlega geggjað.
Bíllinn er mikið stöðugri, og ég er hættur að geta bara notað 3. gír innanbæjar og 4. út á landi. Fimmta gír notaði ég aldrei nema niður kambana á 2.4 mótornum.
Það má eiginlega segja að þetta sé allt annar bíll, ég sé sko allls ekki eftir þessari breytingu. Besta hugmynd sem ég hef fengið varðandi jeppann minn
kv, Lalli
10.12.2006 at 10:46 #570818Þetta er flott hjá þér lalli, en það er nú reyndar hægt að fá 5:13 hlutföll við 60 bílinn en þú þarft þess varla;-) ertu með sömu hásingar og ég?
Millilangi cruiserinn er með 4.2turbolaus en það eru ekki 60 cruiser hásingar í honum, gæti verið 70 eða 80 cruiser hásingar. Var að skoða það hjá bróðir mínum og eru þær allt öðruvísi en hjá mér..
10.12.2006 at 11:47 #570820Vitiði hvað það var mikið flutt inn af þessum bílum á sínum tíma?
Var nefnilega búinn að sjá tvo svona bíla auglýsta inná bílasölum.is, en það stóð reyndar ekkert hvort þeir væru heavy duty en þeir voru báðir með 6 cyl vélina.Veit einhver um túrbínu í lc 60?
Toyota kveðja!
10.12.2006 at 13:04 #570822Villi minn, ég skal bara lána þér vélina úr Pejeronum í nokkrar vikur til að þú sjáir ljósið. Ég er búinn að skifta um glóðarkertin þannig að hann fer alltaf í gang að ekki sé talað um að það er túrbína á honum sem virkar hehe.
Ótrúlegt hvað það var komið mikið ryð í grindina hjá þér Lárus. Skrítið að skoðunarkallinn skyldi ekki sjá þetta og setja út á þetta.Kv Haffi.
10.12.2006 at 13:15 #570824Og hvað heldur þú að 2.5 pajero mótor verði lengi til frásagnar í LC 60? Það þyrfti sennilega að taka af stað í lágadrifinu.
Annars máttu prófa að smella vélinni á milli ef þú sérð um það sjálfur og skilar sexunni aftur ofan í húddið á cruisernum!
Hver er sinnar kæfu smiður!
10.12.2006 at 15:25 #570826Sælir ..
Ég myndi innilega ekki mæla með því að setja svona þungan mótor aftarlega í vélarrúminu…
Þegar þú ert með svona stuttan bíl þá er alls ekki gott að vera með vélina aftarlega í vélarrúminu því að um leið og þú lendir í brekku þá ertu kominn með nær allan þungan af bílnum á afturhásinguna og þarafleiðandi ert þú ekkert að fara upp brekkuna.
Með því að setja vélina eins framarlega og hægt er þá ertu að bæta drifgetuna á bílnum allsvakalega og þar með ertu að smíða fjallabíl… hitt er fínt fyrir porsche… og þá sem þurfa nákvæma þyngdardreifingu.. og þurfa ekki að taka með sér 200 lítra af olíu og 2 sirka 80 kg manneskjur… Allur þessi þungi fer á afturhásinguna í svona stuttum bíl… láttu mig þekkja það… ég á Wrangler.. ég setti 8 cyl mótor í minn og tróð honum fremst í húddið og það virkar mjög vel..
Við sem erum á svona stuttum bílum verðum að nýta þá tækni sem til er til að drífa betur… með gírstöngina.. þá er nú lítið mál að gera smá gat í gólfið eða … jú sleppa því og drífa minna. Bara smá ráðlegging.
kv gunnar
10.12.2006 at 15:31 #570828Líklega hefðu ekki verð mikið pláss fyrir vatnskassa ef vélin hefði verið framar. Þetta er mjög sniðugu vélarbreyting og ér er viss um að vinnslan sé mjög skemmtileg í þessum bíl núna.
Góðar stundie
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.