FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Landcruser 120

by Árni B Einarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Landcruser 120

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Óskar Andri Víðisson Óskar Andri Víðisson 17 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.04.2008 at 18:21 #202227
    Profile photo of Árni B Einarsson
    Árni B Einarsson
    Member

    Sælir félagar

    Hvernig hafa menn verið að leysa vandamálin með framendann á 120 crusernum.
    Það er hægt að setja hásingu og breyta þessu þá en er ekki hægt að nota þetta klafa dót ??

    kveðja
    Árni B

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 02.04.2008 at 21:35 #619066
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Þðú getur alveg notað þetta klafadót, það hefur vissulega sína ókosti en líka kosti, þarft t.d ekki nauðsinlega að spandera $$$$$ í hásingaskipti…..
    veit ekki betur en að þetta klafadót hafi t.d verið að virka á 44" á 12o krúsa, er ekki kunnugt um að það hafi verið til vandræða þar.





    02.04.2008 at 22:20 #619068
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Nota og ekki nota, það þarf vissulega að styrkja þetta svolítið, svo eru þessir bílar mjög mjúkir þannig að það borgar sig að skipta út dempurum og gormum. Er ekki sama með hásingar bíla með stór hjól þarf ekki að styrkja framhásingu þar?
    Kv einn sem er búinn að styrkja en á eftir að skipta út gormi og dempara.Bjarki





    02.04.2008 at 22:23 #619070
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Fór með [b:1mloawgc][url=http://www.daddi.is/scan/jeppaferdir/vatnajokull-feb-mars-2008/IMG_0117.jpg:1mloawgc]þessum[/url:1mloawgc][/b:1mloawgc] glæsilega Krúsa á Vatnajökul á dögunum í þungu færi og er óhætt að segja að hann var að svínvirka. Ennþá bara klafar undir honum. Svosem ekki komin löng reynsla á endingu en so far so good. Örugglega hægt að brjóta þetta eins og annað, en allavega er þessi að drífa heilan djöfulgang.
    Kv – Skúli





    02.04.2008 at 22:36 #619072
    Profile photo of Þorvaldur Guðmundsson
    Þorvaldur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 36

    Fjallasport var með ágætis "spelku" sem er skrúfuð utan á spindilarmana til að styrkja þá, álitlegasti búnaðurinn sem var til allavega fyrir uþb ári síðan. Og svo var Arctic Trucks komnir með lengri samsláttarpúða sem draga úr högginu sem kemur þegar hann slær saman en það er einmitt það sem beygir armana.
    Hef heyrt af mönnum sem hafa soðið utan á armana til að styrkja þá en þá brotna þeir frekar en að bogna sem er eiginlega verra..:)
    Sjálfsagt hjálpar það líka að setja stífari gorma og aðra dempara, en svo er þetta líka alltaf spurning um skynsemi í akstri þegar menn vita af svona veikleikum, setja spilið aftan á bílinn og svoleiðis..
    Kv fyrrverandi Toyota starfsmaður.





    03.04.2008 at 13:05 #619074
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Þótt klafarnir séu ekki sterkasti búnaður í heimi þá hef ég nú meiri áhyggjur af afturdrifinu í þessum bíl á 44". Er þetta ekki sama drif og í Tacomu ! Annars eru þetta frábærir drifbílar á 38" í höndunum á góðum bílstjóra og hljóta að vera enn betri á 44" …. svo geta menn nú haft hvaða álit sem menn vilja á þessum andsk drasl klafabúnaði 😉
    kv
    Agnar





    03.04.2008 at 13:46 #619076
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    Hæbbs..
    .
    Ég er á 2007 Hilux sem er með samskonar búnað og LC120 að framan. Mér hefur ekkert tekist að brjóta neitt ennþá en mér tókst að begja þessa spindilarma í fyrstu eða annari ferð nógu mikið til þessa að camberinn er -1 gráða báðu megin. Þetta voru doldil vonbrigði að það eigi að þurfa að skipta um þessa arma sem kosta að mér skilst eitthvað um 100.000 kall parið eftir nokkrar ferðir. Fjallasport spelkan gengur ekki að þeirra sögn nema á þá bíla sem þeir breyta (10cm hækkun á fjöðrun vs 6cm hjá toyota). Mér skilst að AT sé hugsanlega að hanna einhverja sterkari arma, á eftir að tala við þá hvort af því verði.
    Það sem ég brendi mig auðvitað á í fyrstu ferðunum var að fjöðrunin í þessum bíl er svo mikklu mýkri en í mínum gamla og maður tekur ekki eftir því hvað maður er að misbjóða bílnum.
    .
    Kv.
    Óskar Andri





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.