Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › landcruiser fj40
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Sigfússon 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.02.2008 at 23:58 #201915
Sælir félagar
Ég var að velta fyrir mér hvort einhver vissi einhvað um það hvar allir 40 cruiserarnir eru niður kominr og hvort einhverjir væru til sölu það væri gaman að fræðast eitthvað um þetta ef einhver vissi eitthvað um þetta
veit reyndar að það eru enn til eitthvað af þessum bílnum og nokkrir enn á götunum
gaman væri að heyra hvað menn vita um þetta -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.02.2008 at 00:00 #614766
[img:3c5u8u02]http://images.fourwheeler.com/featuredvehicles/rpm/129_0802_06_z+2007_toyota_score_baja_1000_icon+front_view.jpg[/img:3c5u8u02]
Þessi virðist hafa verið til sölu í Amríku í fyrra.
Ál boddý og ýmisleg fínheit. Og splunku nýr.
21.02.2008 at 00:06 #614768[url=http://www.fourwheeler.com/featuredvehicles/rpm/129_0802_february_2008_4x4_news/index.html:f833cjfn][b:f833cjfn]Hér er e-r yfirlits grein um þennan.[/b:f833cjfn][/url:f833cjfn]
21.02.2008 at 17:20 #614770TLC releases Limited Edition Baja 1000 ICON
2007 marks the 50th anniversary of Toyota in America and 40 years of the legendary SCORE Baja 1000. In 1973 Toyota won its first off-road race, the Baja 1000, in the Four Wheeler FJ-40 Land Cruiser. TLC commemorates these two anniversaries with the new SCORE BAJA 1000 Limited Edition ICON featuring a highly durable, clear velvet, powdercoated hand-brushed aluminum body with black crocodile powdercoated trim; textured pewter-finish dash with Racepak instruments and Lowrance navigation; full recovery gear; and adventure support systems on board including a racing jack, Powertank, ARB air compressor, Warn XP cradle-mount winch, IPF HID lighting system, and a rockin’ stereo system made to be heard above the roar. With a 450hp alloy LS6 delivering power through a modified 4L65E automatic and a shift-on-the-fly Atlas II transfer case turning 1-ton Dynatrac axles, the ICON BAJA 1000 is ready to launch. An advanced triangulated four-link/coil suspension, with Sway-a-Way Race Runner remote-reservoir coilover shocks and nitrogen bumpstops, DJ Safety limiter straps, and dual sway bars assure a controlled landing on any terrain.
The Score Baja 1000 Limited Edition ICON will be built by the special Advanced Projects Team at TLC in Los Angeles. As part of the ICON BAJA buying experience, TLC will offer an optional driver training course at Wide Open Baja. The special SCORE BAJA 1000 Limited Edition ICON is expected to be priced at $145,000.
21.02.2008 at 20:23 #614772veit einhver hver á svarta cruiserinn sem er úti á álftanesi stendur þar fyrir aftan eitthvað verkstæði? vissi að þessi bíll var í eigu einhvers sem var með leiðurverkstæði á hverfisgötunni er reyndar ekki í góðu lagi að sjá þetta er einn af þeim bílum sem ég hef séð til tilsýndar upp á síðkasttið
21.02.2008 at 21:29 #614774Þessir bílar eru náttúrulega orðnir legend fyrir löngu. Gallinn er hinsvegar sá að í öllum saltaustrinum hér á skerinu vildu þeir ryðga déskoti hratt, bifvélavirkjar segja mér að það hafi í sumum tilvikum ekki verið staðið rétt að ryðvörn á þeim. Sel það með sama verði og ég keypti. Gangverkið í þeim var hinsvegar harla gott, bæði vélar, gírkassar og drifbúnaður. En – 70 bíllinn er arftaki FJ40 og fyrir nokkrum árum var fluttur inn slatti af þeim, en svo tóku blýantanagararnir í Brussell fyrir þann innflutning. Mig minnir að ég hafi séð hér á einhverjum spjallþræði í haust eða snemma í vetur að eitthvað væri að rofa til í þeim efnum, þessi typa væri nú boðin með mótor sem uppfyllti dellustaðla Evrópusambandsins. Gaman væri ef einhver sem er kunnugur í dularheimum Toyota gæti upplýst þetta.
22.02.2008 at 09:17 #614776Hann heitir Hans Wium sem átti hann og var með Höfuðleður á Hverfisgötuni bjó seinast þegar ég vissi niðrí Blesugróf gömul Baracuda fyrir utan
22.02.2008 at 13:46 #614778Sælir!
Ég á einn gamlan og góðan fj40 árg 1967 hann er reyndar ekki búinn að vera á götunni í allnokkur ár en það stendur allt til bóta (reyndar búinn að segja þetta allt of lengi haha…). Þessi bíll er á 38" og með 3,4 l Toyota dísil, 4-gíra kassa og orginal hásingar og vöðvastýri hann er málaður ljósblár og hvítur (Lödublár og Subaru Legacy hvítur). Ég hef verið að gera hann upp í allt of langan tíma og er skömm að en það sem var farið einna verst og fór mikill tími í var toppurinn á honum en aðrir hlutir voru nokkuð heilir. Það eru ekki margir svona bílar eftir hér á klakanum en þeir voru fjandi ryðsæknir, ég keypti einn árg 82 og reif úr honum þessa dísilvél og allt kramið en boddýið var handónýtt af ryði. Ég hef keypt nokkuð af varahlutum í þennan bíl frá USA og þá aðallega allskyns smádót t.d stefnuljósin á brettin á honum, þéttikanta o.fl, fékk meira að segja orginal rúðuþurrkumótorana í hann. Mig langar til að fá í hann 5-gíra Toyota kassa en þá hef ég ekki fundið enn hér á landi en eh var um þá í Coester rútubílunum þannig að ef einhver veit um kassa þá má hinn sami láta mig vita. Það var nú alltaf hugmyndin að þeisa um á þeim gamla til fjalla en ég efast um að ég muni nokkurn tíman tíma því ætli hann verði nú ekki bara svona meira til skrauts enda búinn að vera lengi til í fjölskyldunni en mig minnir að pabbi hafi keypt hann árið 73 eða 74. Þegar þessi bíll kom í Fljótin voru þar fyrir Land Rover, Gipsy, rússi og Willys þessi bíll var með stórri 6-cyl bensínvél og svo miklu kraftmeiri en þessir bílar (heil 135 hö) og drifgetan eftir því og að sjálfsögðu keðjað á öllum. Jamm þannig er það nú!Kveðja Indriði
22.02.2008 at 20:56 #614780ég hef reyndar séð 4 bíla í bænum sem ég man eftir þeir eru 2 langir og 2 stuttir annar af þessum löngu er hvítur og stendur uppi í grafavoginum og er mjög flottur að sjá það sem ég hef séð af honum og það hefur verið lagt mikið í smíðina á þessum bíl síðan er ennar langur sem er með númerið sulli síðan man ég eftir 1 sem var rauður og er orðinn grænn núna en síðan sá ég einn í hafnarfirði sem er blár
23.02.2008 at 09:28 #614782[url=http://mbl.is/mm/smaaugl/popup/img.html?ad_id=424838:2ai0ywoc][b:2ai0ywoc]Hér[/b:2ai0ywoc][/url:2ai0ywoc] er einn
23.02.2008 at 11:02 #614784Sæll Indriði, ef þú ert með 3B-vélina, þá átt þú að geta notað 5-gíra gírkassa úr HJ-60 túrbó-lausum Cruiser ef þú skiptir um inntaksöxulinn í honum.
Kv
23.02.2008 at 11:10 #614786Á einhver mynd af LC FJ40 model 1968 með númerinu DU-009.
Ég átti þennan bíl í 12 ár, 1990-2002.
Frétti að hann væri ennþá til, að ég held norður á Hólmavík.
23.02.2008 at 13:32 #614788Þennan hvíta á [b:237cp7y6] [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=3564:237cp7y6]Vilhjálmur Kjartansson[/url:237cp7y6][/b:237cp7y6] og örugglega rétt að þessi er einn sá besti á götunum, eiginlega af því ég er almennt mun hrifnari af gömlum jeppum en nýjum highway jeppum, þá myndi ég segja þennan vera besta Cruiserinn á fjöllum í dag.. Bíll í fullri notkun og að ég hygg góðu viðhaldi.
Svo ferðaðist [b:237cp7y6][url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1549:237cp7y6]Matti[/url:237cp7y6][/b:237cp7y6] lengi vel á einum góðum, virðist að vísu ekki hafa verið mjög þéttur eftir myndunum að dæma, en það er nú bara aukaatriði. Held ég fari rétt með að þessi sé ekki lengur í notkun en ekkert mjög langt síðan hann var á ferð.
Af öðrum öldungum (vona að þetta teljist ekki þráðarán, þetta er þó skylt efni), ég sá fyrir ekki svo löngu glæsilega uppgerðan Willis Overland á förnum vegi og reyndar líka myndir af honum hér á vefnum. Er þetta sá eini sem eftir er af þessum höfðingjum? Það er eitthvað við þessa sem mér finnst gera þá flottari en allt annað!
Kv – Skúli
23.02.2008 at 16:22 #614790Sælir!
Takk fyrir þetta Guðni en veistu þá hvort að ég geti notað öxulinn úr 4-gíra kassanum yfir í þann 5-gíra? þessi öxull er bæði lengri og með fínni rillur en var í eldri 4-gíra kössunum. Jájá bíllinn hans Villa var mjög fallegur eða alveg þangað til að hann var lengdur og lítur hann út núna eins og Ástralíu cruiser. En líklega hefur nú drifgetan og þægilegheitin aukist til muna haha… og svo er þetta nú eiginlega alveg nýr bíll árg 83-85 að mig minnir og vel smíðaður enda hef ég skoðað vel útfærsluna á fjöðruninni á honum og líst vel á. Í einhverjum þræðinum sá ég að talað var um að ryðvörninni hafi verið ábótavant í þessum bílum.. málið var það að það var ENGIN ryðvörn í þeim og alveg spurning hvort að hún hafi nokkuð virkað miðað við hvernig boddýið var smíðað. Þessir bílar voru nefnilega smíðaðir upphaflega sem hernaðartæki og þá áttu þeir bara að vera nógu sterkir en ekki endast neitt sérstakalega vel eða það var allavega ekki grunnhugmyndin. Mig minnir að boddýstálið sé 1.0 mm á þykkt í þeim gamla en það var nú eh farið að þynna það í nýmóðins bílnum enda var þetta martröð bílaréttingarmannsins á sínum tíma hehe… Ekki veit ég nú ástæðuna en það var mikið til af þessum fj40 bílum í þingeyjasýslunum og ég held að þar séu nokkrir enn í umferð. Á Húsavík er einn svona lengdur eins og bíllinn hans Villa og er málaður í camo litum ansi verklegur. Það verður gaman að fara keyra þann gamla á götunum aftur og sérstaklega þar sem að hann er að verða búinn að drepa þá flesta af sér enda er ég ekki í vafa um að hann á eftir að vekja athygli margra þeirra sem dreymt hefur um það alla sína ævi að eiga alvöru TOYOTA LANDCRUISER FJ40 jeppa haha…. jæja eigiði góðar jeppastundirkv. Indriði
23.02.2008 at 20:18 #614792ég var að keyra um borganes og þar sá ég einn grænan stuttan sem leit ágættlega út var breyttur fyrir 38" en var á fjöðrum allan hringinn og virtist vera í góðu lagi var reyndar farið að sjást á honum en það var reyndar frekar lítið allavega það sem ég sá
en hvaða vélar hafa menn verið að notast við í þessu veit að það eru einhverjir með 350sbc og það eru einhverjir með dísel vélar
23.02.2008 at 20:36 #614794var að rekast á þessa mynd af þessum frá bíl held að þessi sé frá húsavík
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 2194/46620
23.02.2008 at 20:52 #614796Ég hef nú verið þeira ánægju aðnjótandi að eiga svona grip. Var það nú fyrir tilsögn föðurs míns að ég eignaðist svona grip 17 ára gamall(fyrir 20 árum). Var ég búinn að koma heim á öllum gerðum að jeppum (willys með V6 buick, Bronco 74 með 302, Scoutt 78)sem maður var að prufa á bíla sölum. Alltaf sannfærður um það að þetta væri bíllinn. En aldrei klikkaði það að kallinn fyndi nú eitthvað að þeim þangað til að ég kom heim á einum fj4o 78 með línu sexu. Lág þá við slagsmálum um hvor fengi bíllinn. Var þessi eðal bíll í minni eigu í 10 ár. Tók hann miklum breittingum á þessum 10 árum. Fyrst var hann hækkaður upp og sett undir hann 40" funcountry á þeim dekkjum kom sá orðrómur upp að hann myndi nú drífa meira ef ég setti slöngur á felgunar og myndi teikna á þær munstur. Vegna löngunar um það að fá að fara með á fjöll var farið og fjárfest í 38" mudder. Eftir það var hann nú farinn að flokkast undir jeppa. Síðan var sexunni fórnað fyrir 350sb en 4 gíra kassanum haldið. Þá fyrst fór maður að fatta hvað það var að fara á fjöll. Síðan var farið í það að fá fjöðrun í hann var það gert með patrol gormum og range rover fram stífum. Það síðasta sem ég gerði var að setja í hann 700 skiftingu en fékk aldrei neina reynslu á það þar semég flutti úr landi og settist á skóla bekk og þar með var bílnum fórnað fyrir mentun. En á þessum 10 árum var bodyið 2 tekið í gegn, ryð bætt almálað og allar hugsanlegar ryðvarnir notaðar. En það var eins og hann tæki ekki eftir því eða var haldinn svona mikilli sjálfseiðingarhvöt að lakið náði varla að þorna áður en hann var farinn að ryðga. Þegar ég seldi hann var hann rauður en sá hann síða grænsanseraðan. Var þetta ein að fáu fj40 cruiserum sem var leður klæddur.
Kv Jón
24.02.2008 at 01:00 #614798ef þetta er sami bíll og ég held það þetta sé þá stóð hann einhverstaðar á vatnsendanum og ég skoðaði hann þegar hann var þar og leit vel út allavega miða við aldur það sást ekki mjög mikið á honum og það var leður klæddur toppurinn og hliðar minnir mig (minnið er ekki gott) síðan skoðaði ég hann um daginn og þá leit hann ekki vel út kominn í þennan græna lit og hann var haldinn einhverjum sjúkdómi sem hrjáði hann á mörgun stöðum það er eiginlega sind að sjá hvornig þessi bíll fór því að hann var mjög flottur á sínum tíma
fann reyndar myndir af honum
http://www.austurgata.net/gallery/albun38/IMG_0175
http://www.austurgata.net/gallery/albun38/IMG_0136
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 4228/28709er þetta ekki bíllinn sem þú áttir fbjalfi?
24.02.2008 at 02:21 #614800Sæl öll.
Græni í Borgarnesi er í afar góðum höndum Sæmundar Rariksnillings og hlýtur þá meðferð sem fornir höfðingjar eiga skilda. Flottur, passlega "original" bíll í góðum höndum.
Hjölli.
24.02.2008 at 08:41 #614802Það passar þetta er minn gamli. Eru menn vissir að þessi sé kominn upp í borgarnes. Á sínum tíma var ég nú búinn að pæla mikið í því að setja á hann plast body en var ekki alveg til í það þar sem ég gat ekki fengið á hann hurðar úr plasti. Þá var annað hvort að nota stál hurðarnar eða að setja á hann blæju. Hefði hann nú örruglega skánað við það að fá smá plast í stað skipa stálið sem hann er nú smíðaður úr. Það er hægt í dag að fá allt úr plasti á þessa bíla. Það er company USA sem heitir SPECTER OFF ROAD ( kann ekki að setaja inn link) http://www.sor.com. Sem eiga allt fyrir þessa bíla plast, ál eða jarn body. Mér persónulega hefur aldrei þótt eldri bíllinn neitt sérstaklega flottur sem sagt fyrir 74 þessi með fjósahurðahúnana.
Kv Jón
24.02.2008 at 13:59 #614804fbjalfi það er reyndar annar grænn sem er uppi í borganesi .en þessi sem er uppi í borganesi er dökk grænn og er dísel minnir mig og er á fjöðrum en bíllinn sem þá áttir er eytur grænn og er með 350 er það ekki og númerið á honum er fd849 er það ekki annars
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.