Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Landcruiser eða Patrol?
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristinn Magnússon 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.03.2006 at 15:58 #197571
Sælir ég veit að þetta hefur verið rætt fram og til baka með mis góðum svörum en nú langar mig að varpa þessum pælingum aftur út á netið.
Ég er ævaforn toyotu fan en nú er pæling í að fá sér Nissan Patrol, er eitthvað sem mönnum ber að varast við patrolinn, hvernig er eyðsla og ending.
kv Siggi g -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.03.2006 at 16:32 #546772
Þú ert hugaður að birja þennan þráð……….
Jæja here goes…
Auðvitað er Landcruiserinn miklu betri. Ef þú hefur efni á Landcruiser fáðu þér þá cruiser ef ekki fáðu þér þá Patrol
Góða skemmtun
kv. Bazzi
18.03.2006 at 16:36 #546774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
siggi…. ertu að láta reyna á vinskapinn??
ég túi bara ekki að þér hafi dottið þetta í hug
en ef ég ætti bara að nefna eina ástæðu fyrir því akkurru maður ætti frekar að kupa Toyotu en Nissan……UMBOÐIÐ….!!
18.03.2006 at 16:45 #546776við vitum það allir ég sé svoldið eftir þessu hérna fyrir ofan…
Við skulum ekki láta þetta fara út í en einn patrol/toyota þráðinn……
Maðurinn var að spyrja hvað hann ætti að hræðast eða leita eftir þegar hann kaupir sér pattann og við skulum leifa Patrol elskunum að svara þessu.
18.03.2006 at 16:58 #546778Bassi minn gott að vita að þú ert jafn góður og þú ert sætur.
Mér finnst þetta góð spurning og verð að segja að mér var ekki sagt frá ýmsu varðandi Patrol,sektorsarm,ægisloku,loftinntaki,og að ekki mætti nota kn á bíla yngri en 98,og ýmisl fl en engu að síður geri ég ráð fyrir að svipað sé um Toyotu.
En engu að síður er ég bara ánægur með Pattann minn og langar ekkert í Toyotu(tala ekki um Bömmer í miðri á)bílar bila og sem betur fer eru þeir ekki eins.
Klakinn góðurviðbassa.
18.03.2006 at 17:44 #546780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er búinn að eiga nokkra Landcruisera, og 4runnera, er bara að velta fyrir mér kostum og göllum í patta, svo virðist vera að maður fái yngir og meiri þægindi í patrol heldur en í Toyotu fyrir sama verð. alltsvo 16ára toy ámóti 5ára patta
P.s. Finnur ég skal lofa þér að sitja með mér, er ekki toyið að skjóta rótum í planinu.
Kv. Siggi g
18.03.2006 at 17:48 #546782Ég er ævaforn Patrol aðdáandi en nú er svo komið að ég er farinn alvarlega að spá í að losa mig við Pattann, bara fyrir eitthvað sem Ingvar Helgason er EKKI með umboð fyrir. Þar liggur stóri munurinn á þessum tveimur bílum. Annars vegar færðu fína þjónustu í Kópavogi en þarft að sækja hana til Ástralíu í hinu tilfellinu.
Kveðja,
Klemenz.
ps. Báðar þessar bíltegundir bila, eins og allar aðrar tegundir en uppitíminn er lengri á Cruiser því það þarf ekki að bíða eftir öllum varahlutum í 10 daga+.
18.03.2006 at 17:53 #546784erum við s.s. að tala um það að loftskinjarinn fái bara villu meldingu ef að settur er k/n í hann… Það hlítur að vera hægt að fara inn í þessar tölvur eins og allar aðrar. Ekki að segja að kn sé skildueign en þetta er bara eitt af því sem fólk vill gera til að pína einhverja auka hesta út.
18.03.2006 at 18:08 #546786Opnari loftsíur matta speiglana í loftflæðinemanum á Pattanum og eyðileggja hann. Kostar í umboðinu ….. margar, margar, margar krónur.
Nú til að vita hvort orginal loftsían er eitthvað treg, þá er bara að kippa henni úr einhvern rigningardaginn og tékka á aflaukningunni. Ef hún finnst þá er hún eitthvað meiri en sem nemur ofursíunni…
kv
Rúnar.
18.03.2006 at 18:13 #546788vitiði hvort þetta er vandamál í öðrum nýlegum bílum? s.s Toyota
helst barby cruiser
18.03.2006 at 18:26 #546790Þessi skynjarar eru örugglega svipaðir og í Imprezu GT 99-00, Blitz síurnar sem að fólk er að setja í þá eru of opnar og hleypa of mikilli drullu í í gegnum sig þá fer bara nálinn í skynjaranum, kostar 14-16þús minnir mig er þetta ekki svipað ég bara spyr, verða menn þá ekki bara að setja green eða eitthvað í patrol þær eru ekki eins opnar og K&N, eða K&N í orginal box þeir fara varla þá eða er ég að misskilja þetta eitthvað?
18.03.2006 at 18:26 #546792Hef heyrt af fúlum Subarú eigendum.
Hlynur eyðilagði sinn með svona Green kvikindi (ef ég man rétt).
Orginalinn er bara bestur.Svo er spurning um að fara bara í megrun. Færð meiri kraft og meira flot út úr því
kv
Rúnar granni.
18.03.2006 at 18:36 #546794Ég notaði einu sinni loftflæðiskinjara úr 3L patrol í turbo pressuna mína, hann var 10 þú kr ódýrari:o)
18.03.2006 at 18:41 #546796Er ekki hægt að fá kn síu sem er fyrir batrol? menn klikka bara svo oft á því að spreyja með klístur spreyinu á síurnar þá eiga þessir skinjarar alveg að endast.
18.03.2006 at 18:53 #546798það hlítur einhver að vera búinn að finna leið framhjá þessu. það hlítur að vera til skinjari í patrol fyrir k/n. Hlítur að vera hægt… Það er bara spurningin hvort menn séu bara að fá of lítið útúr því. Hef aldrei prófað þetta sjálfur.
Er þetta að virka nóg til að láta vaða á það?
18.03.2006 at 18:58 #546800Var með svona í gamla patrol fann eingan stóran mun svosem, bara þægilegt að geta þrifið þetta bara og sett aftur í.
18.03.2006 at 20:03 #546802Sælir
Í mínum augum er munurinn á toyotu og patrol einfaldur. Patrol er vélavana og 4 lítra vélin kostar helling. Allt annað kram er 100 % ef því er sinnt.
Tojota er með veikara framdrif en mótor sem dugar en þú þarft að kaupa frekar fínann bíl ef þú ætlar að bjóða fólki að sitja í aftursætinu.
K&N loftsíu hinsvegar set ég ekki framar í bíl nema kannski benzín bíl með blöndung. Hún hleypir alltof miklu í gegnum sig og ef það skemmir ekki loftskynjara þá skemmir hún túrbínur. Þær þola ekki svona skítugt loft.
Kv Izan
19.03.2006 at 11:11 #546804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þetta, þannig að niðurstaðan er sú að maður skellir sér bara á eina pæju og málið dautt.
en ef við klárum patrol málið, það eru þá bara vélarnar sem eru vandinn og þá hver, annað en leti.?
Eru þetta ekki seigir bílar svo skilst mér að þeir séu frábærir ferða bílar.
Ég vill ítreka ég hef átt gommu af toyotum og hef verið einn helsti styrktar aðili P.Sam. og er alveg sammála með varahlutaþjónustuna hún er góð, enda bila toyotur eins og aðrir samsettir hlutir. En með nissan er ekki IH bara sofandi afþví að það eru svo sjaldann pantaðir varahlutir í Patrol
Kv Siggi sennilega ekki vinsæll lengur.
19.03.2006 at 11:15 #546806
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru fleirri bílar í vanda með K N flestir nýir og Amerískir þvola ekki k n .
Ég tók mína úr þegar síuhúsið var svipað skítugt í fyrir framan síu og aftan samt ég setti rik olíuna í síuna.
kv siggi
19.03.2006 at 14:59 #546808Mín K&N sía hefur verið að sía alveg þokkalega, allavega er ekki mjööööög mikið af ryki innan við hana en þessi helv… olía stíflar spíssana! Einhver jólasveinn í Ástralíu fékk sér bara síuhús og pappírssíu úr dráttarvél í Cherokeeinn sinn. Það var að flæða álíka vel og K&N en ekkert ryk fór í gegn og engin olía!
kv. Kristinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.