Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Landcruiser 70 breytt fyrir 38″
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.02.2005 at 20:42 #195477
Langaði að athuga hvort að einhver hérna gæti gefið mér ráð um hvernig gorma ég ætti að kaupa, bíllinn er keyrður 280 þús og held að original gormarnir séu ónýtir eru allavegana ekki að gera góða hluti. Bíllinn er á 33″ og langar að koma undir hann 38″ á sem ódýrastan en jafnframt á góðan hátt undir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.02.2005 at 19:32 #516728
Hvort er þetta bíll á gormum eða fjöðrum??
Eg er með svonna gormabíl sem ég breytti sjálfur fyrir 2árum, þá hækkaði boddyið um 4cm, og skar vel úr, en það væri minni úrskurður ef heildahækkunin væri 6cm, sér í lagi fyir framan frammhjólin.
En með svona lítilli hækkun lenti ég í vantdræðum með brettakanta og endaði á því að smíða kanta sem ég á mót af.Þar sem gorma bíllinn er orginal með alltof stuttan samslátt að framan, þá munar helling að setja klossa undir gormana.
Ef ég væri að gera þetta í dag, þá hugsa ég að ég myndi ekki lyfta boddyinu, heldur lyfta undirvagninum um 10cm, af þessum 10 cm væru 4cm til þess að lengja fjöðrun og 6cm í hækkun.
Og þar sem það er dálítið mikið möndl að ná stýfuturnum af grindinni, myndi ég láta renna fyrir mig hólka sem myndu skrúfast upp á stýfuendann og væri með fóðringum eins og að framan í 80cruiserum og nýja 70.
já og smíða nýja truna fyrir það.
13.02.2005 at 21:54 #516730Vertu ekki að þessu rugli og settu í hann loftpúða.
13.02.2005 at 21:55 #516732Þetta er gormabíll og hann heggur að framan á hraðahindrunum og svoleiðis. Hundleiðinlegur svona og er að velta fyrir mér hvaða gormar væru hentugir fyrir hann. Ekki margir gormar sem eru svona mjóir, ætla að reyna eyða sem minnst í hann. Var verið að bjóða mér gorma í fjallasport fyrir 20 þús sem hann hélt að myndi hækka hann um 7-10cm. En þá er að færa niður stífurnar og það er svolítið vesen einsog þú veist. Bíllinn minn millilangur einsog þinn nema 2,4 bensínhákur, væri gaman að fá að skoða þessa kanta hjá þér.
14.02.2005 at 08:39 #516734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég á 5,29 hlutfall í framdrifið sem þú getur fengið ódýrt hjá mér. Þetta er nýtt, sem hefur verið erfitt og dýrt að fá hér heima.
14.02.2005 at 08:53 #516736Ég myndi skoða að setja klossa undir gormana. Organal gormar eru yfirleitt mýkri og vandaðri en gormar frá aukahlutaframleiðendum. Með klossum þá getur ráðið því hvað bíllinn hækkar mikið, með nýjum gormmum veistu ekki hvað hann hækkar því þú veist ekki hvað þeir koma til með að styttast mikið þegar farið er að nota þá.
-Einar
14.02.2005 at 08:57 #516738Sæll
Ég spallaði við þá í Benna og þeir áttu minni mig gormar, OME sem hækka fílinn um minni mig 4-5 cm. Það svo langt síðan ég talaði við þá, búinn að gleyma þessu. Ég er sama vandamáli og þú. Hann slær svo hrikalega saman að aftan, og framan líka en ég finn minna fyrir því ( kannski aðþví demparanir eru skárri þar)
Hann er búinn vera inn í skúr hjá mér í ryðumbótum síðan í sumar (bæði ekki fjárhagurinn góður að reka hann) þanning ég hef ekki skoðað þetta meira.
Kveðja
Helgi
14.02.2005 at 10:01 #516740Á til gorma ef þú villt prufa á aftan, skoðaðu auglýsingu frá mér.
14.02.2005 at 23:14 #516742ég fór í bílabúð benna og þessir gormar kosta 55þús og original gormar kosta 17þús stykkið sem er algjört rán. Er farinn að gæla við það að setja undir hann loftpúða en veit ekki hvað það kostar, væri gaman ef einhver veit hvað það kostar og hvert er best að snúa sér með það. 5.29 hlutfall brýtur maður það ekki auðveldlega, hvaða hlutföll eru best fyrir svona vélarvana grey, með það í hugarfari að setja öflugri vél í hann við tækifæri???
15.02.2005 at 13:23 #516744Sæll
Hvað hækka þeir mikið sem þú skoðaðir í Benna, ég man það ekki nákvæmlega.
Ég er með 4:88 hlutföll hjá mér, mér finnst það passa vel fyrir 38". En því lægri hlutföll því brothættari verða þau.
Kveðja
HelgiP.s spuring að flytja gám af gormum 😉
15.02.2005 at 14:18 #516746gormarnir í benna átti að hækka hann um 3 og 4 cm man ekki hvort var að aftan og framan.
15.02.2005 at 14:50 #516748
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ertu búinn að tala við Stál & stansa þeir átu gorma fyrir mig reindar 60 cruser
15.02.2005 at 16:56 #516750shit ég fór uppí fjaðrabúðin partur og þar kosta loftpúðar sem gætu hentað mér 22þús kall stykkið+ demparar 12þús kall stykkið. Reyndi að leita á netinu að þessu sjálfur en fann enga sambærilega bara aukapúða fyrir fjaðrabíla.
15.02.2005 at 17:15 #516752Hún er lífseig þjóðsagan sem segir að það sé ekki hægt að nota loftpúða án þess að kaupa rándýra koni dempara og borga síðan fyrir að rífa allt innan úr þeim. Ef núverandi demparar eru í lagi, þá er ekkert síður hægt að nota þá áfram með loftpúðum heldur en gormum. Þegar ég setti loftpúða undir hjá mér fékk ég Gabríel dempara af réttri lengd og stillti þá á mýkstu stillingu og hef verið mjög ánægður með útkomuna. Ég efast ekki um að Koni demparar séu mjög góðir, en ef eitthvað er, þá reynir minna á dempara með loftpúðum en gormum.
-Einar
15.02.2005 at 18:43 #516754´jæja, spjallið komið í lag!!!
Ég er buinn að síkka stýfuturna að framan, en ekki að aftan, svo ef þú hefur áhuga á hugmynd minni, þá myndi í vilja fá 2hólka.
Ég ætla að setja gorma frá BSA sem maður velur eftir þyngd bílsins án hásinga, en á eftir að vigtann. og kosta 10þ settið.
Svo er spurning hvort loftpúða sett úr rangerover (t.d. á ebay) en þar eru fremri púðarnir grennri.
Ég á þrjá svolleiðir sem ég á eftir að leisa útur tolli
og ætla að nota í kerrusmíði, þá get ég sagt yggur sverleikann.
15.02.2005 at 21:04 #516756Nú er ég ekki að kveikja…
BSA?
Kv
Helgi
15.02.2005 at 21:56 #516758BSA er fyrirtæki á smiðjuveginum og sérhæfir sig í landrover varahl – http://www.bsa.is
Svo veit ég um einn alrauðan milliangan á 35" í honum eru heavy duty gormar úr bronco – gamla stóra að mig minnir. Ég prófaði þann bíl eftir þeir voru settir í, og þvílíkur munur skal ég eykkur segja.
Já svo gleymdi ég samláttarpúðum ú LC 80, en þeir kosta jafn mikið og gormarnir.
15.02.2005 at 23:19 #516760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Stebbi….ég held að maður í þínum sporum ætti að hafa vit á því að halda kjafti með að reka aðra í að gera eitthvað sem þú myndir aldrei tíma sjálfur….Menn sem kaupa jeppa til að breyta þeim….BREYTA þeim yfirleitt áður en þeir sturta úr viskubrunni sínum sem því miður hefur afskaplega takmarkað innihald.
Það sem ég vil sagt hafa er semsagt að þú ættir að drullast til að klára að breyta þessum jeppa þínum áður en þú ferð að segja öðrum fyrir verkum. Og hana nú.
Kv
Einn sem þekkir þína hagi
17.02.2005 at 08:49 #516762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég setti OME gorma frá BB í minn LC73, tók stífari týpuna og sé ekki eftir því. Tók úr 1" klossa en samt hækkaði bíllinn um 4-5 cm. Dempararnir sem OME sendi með pössuðu enganvegin, en BB fann út hvaða dempara hentuðu út frá slaglengdinni (minnir LC60 að framan og Fourrunner aftan). Þá þurfti að breyta dempara festingu að aftan þarsem einhver snillingur hefur ákv að hafa pinna að ofan í öðrum en auga í hinum. Síðan setti ég M.Bens samsláttarpúða, og lét síkka stýfurnar að frama um 8-10 cm. Man ekki eftir að hafa fundið hann slá saman eftir þetta. Þér er velkomið að hafa samband ef þú vilt kíka á þetta.
Ef ég man rétt þá er 4,10 hlutfall í bensínbílnum, og ég held að þú verðir ekkert rosalega sæll með þau ef þú setur hann á 38". 5,29 hlutfallið ætti að vera fínt. Í diselbílnum er 4,88 sem er þolanlegt, ég er að hugsa um að skifta og setja 5,29 í minn. 5,29 eiga ekki að vera neitt sérstaklega viðkvæm, 5,71 eru viðkvæmari, en það eru menn með þetta í bílum sem hafa aldrei brotið og aðrir sem brjóta í sífellu, fer aðallega eftir meðferðinni. Ef þú ert að hugsa um vélaskipti fer málið að vandast, málið er að í þessum bílum eru alvöru gírkassi og millikassi, og kúlurnar á hásingunum erum hægramegin, ef þú skiptir um vél þá þarftu væntanlega að skipta um gírkassa og millikassa, því þetta er allt hannað utanum hvert annað. Besti möguleikinn væri að ná í KZT (3LTDI)vél úr LC73 árgerð 92 og eitthvað upp, þar sem þeir bílar erum með sama gírkassa. Ekki dugar svoleiðs vél úr Fourrunner því þeir eru með annan gírkassa og millikassa. Sú vél er ekki með tövustýrðu olíuverki þvi minna vesen. Þar sem þú ert með bensín þyrftir þú að skipta um rafmagn. Ég komst að því að þetta borgaði sig ekki, ætla frekar að lækka hluföllin.
Kv Óttar A
17.02.2005 at 11:14 #516764Já það væri gaman að fá að skoða þetta hjá þér við tækifæri.
En í sambandi við vélaskipti þá var félagi minn að segja mér að vinur hans sem á svona cruiser hefði sett V8 Ford ofaní og hann pantaði að utan spes mótorpúðafestingu sem passaði við original festingarnar í boddýinu og svo keypti hann bara nýtt kúplingshús sem lætur þetta smellpassa saman. þannig að þetta þarf ekki að vera neitt svakalegt mál bara spurning um peninga.
En hvar léstu síkka stífurnar’???? ég var að spá i að renna í HÉÐINN eða eitthvað annað og láta smíða fyrir mig festingar fyrir stífurnar. Og fá svo kannski kunningja með suðuréttindi til að skella þessu undir.
Eða borgar sig bara að láta einhvern alfarið um þetta???
17.02.2005 at 18:25 #516766Er ekki hægt að skrúfa kúplingshúsið af gírkassanum eins og í Hilux. Ef það er þá ætti að vera hægt að fá kúplingshús sem passar á 1KZT vél á kassann.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.