This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Theodór Kristjánsson 21 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Halló allir.
Mig langar að spyrja ykkur ráða.
Ég á 88 módel af óbreyttum 62 Cruiser. Mig langar í stærri dekk en hef ekki efni á mjög „stórum“ breytingum í einu.
Ég ætla að byrja á að færa hásingarnar undir fjaðrirnar til að koma stærri dekkjum fyrir.
Það sem mig vantar ráð um er hvað ég þarf að hafa við höndina til að geta gert þetta. Ég nenni ekki að byrja fyrr en ég er viss um að eiga allt sem ég þarf til að klára.Ég veit að þetta er gamaldags breyting en ég ætla að láta þetta duga þartil að ég veskið þrútnar og ég hef efni á gormum og stífum.
Ég veit að ég þarf:
Annan stýrisarm, (þar sem að togstangarfestingin snýr upp en ekki niður)
Nýjar fjaðraklemmur og allt það´dót
Lengri bremsuslöngur
Að síkka festingar fyrir samsláttarpúða
Helst nýja og mýkri samsláttapúða
Að lengja í festingum fyrir ballansstangirnar
Að breyta festingum fyrir dempara
Að smíða betri sæti fyrir fjaðrirnar ofan á hásingarnar
Stærri drullusokka
Nýja brettakanta eða gúmmí utan á þá gömlu.Hinsvegar veit ég ekki hvort að ég þarf:
Að láta snúa liðhúsunum á framhásingunni eða hvort ég get notað hana óbreytta. Veit að þetta er gert á gormabílum.
Að láta lengja drifsköftin eða setja á þau tvöfalda liði.Er eitthvað sem ég er að gleyma hérna eða er þetta eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera?
Fjaðrirnar mínar eru soldið farnar að linast. Að aftan er búið að bæta við gormum á milli fjaðra og grindar. Ég er að spá í að gera þetta að framan líka.
Hvaða gorma er best að nota?
Ef að ég bæti við gormum má ég þá taka blöð úr fjaðrabúntunum með von um að bíllinn verði mýkri?Ég veit að það er fullt af köllum þarna úti sem kunna og hafa gert þetta. Vonandi les einhver þeirra þetta og nennir að aðstoða mig
Kveðja,
Haffi
You must be logged in to reply to this topic.