Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Landafræðispurning.
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.01.2009 at 16:35 #203450
Gleðilegt ár. Við að horfa á áramótaávörpin vaknaði upp gömul spurning hjá mér. Ég hef áhuga á ýmsum fróðleik um landið, en hvergi hef ég getað fundið hver er hæð Öxarárfoss. Ég giska á svona 10 til 15 metra bara út í loftið . Gaman væri að fá svar við þessu. Með kveðju. Olgeir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.01.2009 at 16:53 #635954
Ekki veit ég fallhæðina. En mér fynnst hálf kjánalegt að nota manngerðann foss sem einhverja táknmynd fyrir íslenska þjóð. Við eigum þúsund fossa af náttúrunar hendi og margir hverjir mun fallegri.
Þetta er bara mín skoðun…
[img:2lo7wag6]http://static.flickr.com/27/63804066_f079e645a6.jpg?v=0[/img:2lo7wag6]
01.01.2009 at 18:13 #635956Gleðilegt ár félagar
Átti þessi mynd nokkuð að vera af Öxarárfossi?
Kveðja
Snjókallinn
01.01.2009 at 19:06 #635958Þetta er eins og allflestir vita Seljalandsfoss. Ég setti bara þessa mynd vegna þess að þetta er foss af náttúrunar hendi og mun fallegri að mínu mati.
01.01.2009 at 22:08 #635960Já, fallegur er hann enda horfði ég á hann út um eldhúsgluggann til tvítugs
01.01.2009 at 22:20 #635962Ég verð að vera sammála síðasta ræðumanni enda horfði ég á hann út um sama gluggann. Blessaður Bjarki það langt síðan við hittumst.
Kv Palli Kristó
02.01.2009 at 01:06 #635964[img:qm0xn180]http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/af/Oxarafoss.jpg/800px-Oxarafoss.jpg[/img:qm0xn180]
02.01.2009 at 13:16 #635966Jæja, hvað sem segja má um manngerða fossa og fegurð, þá fann ég með því að gúgla þær upplýsingar, að hæð Öxarárfoss sé um 20 metrar. Það var víst það sem félagi Olgeir var að velta fyrir sér. – Annað sem kom upp í huga minn við að lesa þetta allt saman var, að þegar ég var drengur í skóla, var mér kennt að skrifa að fjörður einn fyrir norðan héti Axarfjörður en ekki Öxarfjörður, eins og mér skilst að heimamenn kalli hann og gefi sig ekkert í því efni. Málvöndunarliðið (málfarsfasistar) hefur hinsvegar ekkert að athuga við að þessi títtnefndi foss sé nefndur Öxarárfoss og áin Öxará. Ég ætla svo sem ekki að fara að kveða upp neinn dóm í málinu, en ég hef alltaf haft tilhneigingu til þess að nota þá orðmynd, sem það fólk er vant, sem er alið upp á viðkomandi svæði.
02.01.2009 at 20:11 #635968Fallegasti foss á Íslandi er náttúrulega Dynjandisfoss í Arnarfirði.
Kv.
ÞH.
02.01.2009 at 22:30 #635970Heitir hann ekki bara "Dynjandi" en ekki "Dynjandisfoss"?
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja
Þengill
02.01.2009 at 23:02 #635972Fossinn heitir Dynjandisfoss. Jörðin, (landið) þarna inn í botninum heitir Dynjandi. Reyndar hefur hann verið kallaður Fjallfoss, en það er tilkomið af öðrum ástæðum. En hann heitir semsagt Dynjandisfoss….
Kv.
ÞH.
02.01.2009 at 23:11 #635974Sælir og þakka ég viðbrögðin við spurningunni. Þráðurinn þróaðist svolítið í aðra átt sem er bara gott mál.Öxarárfoss lendir í áramótamyndbandinu af því að hann er á Þingvöllum held ég. Sumir af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins eru manngerðir svo sem Bláa lónið, Jarðböðin í Mývatnssveit og svo er Elliðavatn uppistöðulón. Umræðan um fossana er skemmtileg og nöfn þeirra svolítið á reiki.Í Árbók FÍ frá 1951 skrifar höfundur bókarinnar Kristján G Þorvaldsson að Dynjandiá falli í Dynjandivog ".Stærsti og nafnkunnasti fossinn í ánni heitir Fjallfoss,oft nefndur Dynjandi í daglegu tali." Nú í seinni tíð er farið að skrifa Dynjandis-og svo frv. Ég á fallega mynd af Hrauneyjafossi meðan hann var og hét,en kann ekki að setja hana inn. Með kveðju Olgeir.
02.01.2009 at 23:44 #635976sælir
Mér hefur alltaf fundist þessi foss afskaplega fallegur en hann telst líklega til þess að vera í útjaðri byggðar. Þekkið þið hann ?
.
[img:396d8snr]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/1025/55267.jpg[/img:396d8snr]
03.01.2009 at 01:48 #635978Sælir
Vestfirðingar þekkja engann foss sem kallaður er Dynjandi eða Dynjandisfoss, aðeins heyrt hans getið. Sá foss er aldrei nefndur annað en Fjallfoss í daglegu tali heimamanna og er þeim mikið í mun að festa það nafn í minni manns (hef þó líka heyrt Fjallbúafoss en veit ekki hvort þá var átt við sama foss).Kveðja
Ásgeir
03.01.2009 at 09:57 #635980Er þessi foss ekki við Esjuleið, hvort áin heiti Leirá en nafnið á fossinum man ég ekki í svipinn.
03.01.2009 at 13:30 #635982Skemmtilegt, alltaf er maður að læra.
En hann er merktur sem "Dynjandi" á korti.Kveðja
Þengill
03.01.2009 at 14:13 #635984Ég er fæddur í Arnarfirði og bjó þar í áratugi og flest allir vestfirðinar sem ég þekki, þekkja þennann foss sem Dynjandisfoss, og kalla hann það, enda heitir hann því nafni. Þannig að þetta er nú ekki rétt hjá Ásgeiri.
Fyrir þá sem ekki vita hversvegna nafnið Fjallfoss er tilkomið, get ég frætt þá um.
Þegar að Eimskipafélagið var stofnað í byrjun nítjándu aldar, og fór að kaupa skip, og nefndu eftir fossum, var prestur einn á Hrafnseyri sem hafði samband við þá og vildi láta skýra eitt skipið Dynjanda. Var honum tjáð að skipin skyldu heita fossar. Plataði prestur þá Eimskipsmenn með því að segja þeim að fossinn við Dynjanda héti Fjallfoss….
Kv.
ÞH.
03.01.2009 at 15:44 #635986Smá tæknileg mistök hjá mér, þetta er ekki Tröllafoss, eins og sjá má myndinni hér að neðan er þetta ekki sami fossinn.
[img:1fuw871j]http://www.islandsmyndir.is/html_skjol/sudvesturland/trollafoss/trollafoss_446pix/svl_trollafoss_446_4638.JPG[/img:1fuw871j]
03.01.2009 at 15:50 #635988Nei, Tröllafoss var það ekki, þessi foss er á vesturlandi og tilheyrir jörð sem er löngu farin í eyði. Bærinn var efsti bærinn í dalnum …
03.01.2009 at 23:33 #635990Getur þetta verið foss í Fitjaá sem rennur úr Eiríksvatni og niður í Skorradal. ég hef ekki komið alveg að fossinum en þetta svipar til hanns. Hann gæti heitið Eiríksfoss. Fossinn sést frá slóðinni. Fleiri fossar eru í ánni niður Skorradal og má nefna Kvíafoss og Keilufoss. Og landið gæti hafa tilheyrt eyðibýlinu Sarp. en kannski er ég bara villtur ????
03.01.2009 at 23:54 #635992Sælir.Ég þakka svörin og Þórólfur þarna sjáum við hvað er mikilvægt að hafa rétt örnrfni í bókum.Sumstaðar eru reyndar fleiri en eitt nafn á sama fossinum eins og í Þjórsá til dæmis. Hér á mínu svæði er til dæmis fjallið Löðmundur. Sumir halda að fjallið heiti Loðmundur eins og í Kerlingafjöllum,en rétt nafn er Löðmundur frá fornu fari. Eins ber orðið á því að ferðamenn eru sumir búnir að útvíkka nafnið á Pokahrygg yfir á jafnvel alla leiðina yfir Höfðann. Pokahryggurinn er mjói hryggurinn norðaní Höfðanum þar sem Sigurður frá Laug hlóð sandpokum í skoru til að gera bílfært upp að sækja hrafntinnu á 4. áratugnum. KV. Olgeir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.