FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Land Rover Freelander

by Hjörleifur Helgi Stefánss

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Rover Freelander

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kristján Örvar Sveinsson Kristján Örvar Sveinsson 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.11.2007 at 18:09 #201166
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant

    Sæl öll.

    Leit á síðunni um þessa jepplinga skilaði einum þræði sem fjallaði meira um ákveðið bifreiðaumboð en þessa tilteknu bíla. Þessvegna..

    Okkur vantar nýjan frúarbíl, og vegna þess hve Patrolinn hennar hefur reynst vel gegnum árin er frúin ekki til í að setjast ofaní götu en vill þó minni bíl. Vegna þess að ég keyrði lengi ’67 stuttan langar mig í Land Rover en hver er reynslan af Freelander? Er vélaproblem viðvarandi, hvernig reynast þeir o.s.frv.

    Kveðja, Hjörleifur.

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 13.11.2007 at 18:30 #603088
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Fyrir nokkrum árum fékk ég svipaða dellu, langaði rosalega í Freelander sem heimilsbíl. Ég dreif mig svo í að prufukeyra einn sem leit ágætlega út, en reyndist alveg hræðilega drusla. Ég samfærði mig um þetta hefði bara verið slæmt eintak og prufaði annað eintak. Hann var helmingi verri en sá fyrsti. Þá spurðist ég aðeins fyrir um þessa bíla, og fékk bara slæmar sögur, og lagði öll áform um Freelander á hilluna. Það virkaði bara annar hver takki í mælaborðinu, en virkni í mælaborðsljósum var full mikil fyrir minn smekk, miðað við að þetta var ekki í kringum jólin sem þessar pælingar áttu sér stað. Eins var slatti af óskýrðum hljóðum sem komu fram í akstri. Síðan voru þeir báðir hund blautir að innan, fyrri bíllinn var myglaður af raka, en hólf undir skottinu í þeim seinni var fullt af vatni, vantaði bara gullfisk í það. Samt soldið flottir bílar.

    Góðar stundir





    13.11.2007 at 19:56 #603090
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt neinn tala vel um þessa bíla.





    13.11.2007 at 23:47 #603092
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Ertu að spá í Freelander eða Freelander 2, sem kom nýr á þessu ári? Það er að vísu ekki komin mikil reynsla á hann, en ég get lofað þér því að upplifunin við að keyra þá er gjörólík.

    kv.EE





    14.11.2007 at 07:44 #603094
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Það hefur nú viljað loða við þessa fabrikku, að það sé eiginlega ekki alveg búið að ljúka við smíðina á framleiðsluvörunum þegar þær fara á markað. Ein ágætur maður, sem hefur mikið þurft að sinna viðgerðum á Land Rover af öllum typum og módelum hefur það við orð, að þeir hjá Lucas hafi fundið upp myrkrið! Honum finnst rafkerfi þeirra ekki vera til fyrirmyndar sumsé. Það kemur því ekki á óvart að einhverjir rofar séu ekki í lagi.





    14.11.2007 at 09:34 #603096
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Já blessaður kallinn hann Lucas er yfirleitt ekkert sérstaklega vinsæll meðal Rover eigenda, ef marka má t.d. breska spjallvefi. Á Defender er þetta ekki svo mikið vandamál með að rofar virki ekki því á honum er einfaldlega lágmarksfjöldi rofa. Ef það er ekki, þá bilar það ekki.
    Kv – Skúli





    14.11.2007 at 11:32 #603098
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Já….. nei. Þetta er klárlega takmarkað góð hugmynd, bæði hér og annarsstaðar er mér ráðið ákaflega frá þessum bílum. Eins og ég dáði ’67 bílinn minn. Jæja, hvað þá? CRV, Kia, Rav, hvað af þessu virkar?

    Hjölli.





    14.11.2007 at 11:52 #603100
    Profile photo of Rangur
    Rangur
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 376

    Sælir

    Eins og einhver nefnir hér þá er himinn og haf milli þess gamla og nýja Freelander sem kom í vor. Sá nýji er skyldur Volvo bara flottari og betri :-) Muni ég rétt er hann heldur ekki smíðaður í Land Rover verksmiðjunum og heldur lítið eftir af Lúkasi gamla í honum.

    kv.

    Þorsteinn Þ.
    (sem langar í svona bíl – notaðan eftir nokkur ár..)





    14.11.2007 at 13:06 #603102
    Profile photo of Jón Ögmundsson
    Jón Ögmundsson
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 64

    http://www.peachorlemon.co.uk/basic_search.html

    kv. Jón





    14.11.2007 at 16:43 #603104
    Profile photo of Kristján Örvar Sveinsson
    Kristján Örvar Sveinsson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 88

    En að skella sér á nýja Suzuki Grand Vitara og skella honum á 35"? Djöfull held ég að það yrði skemmtilegur bíll svona í minni deildinni…





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.