FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Land Rover

by Arnar Páll Michelsen

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Rover

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Einar Steinsson Einar Steinsson 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.11.2007 at 09:49 #201082
    Profile photo of Arnar Páll Michelsen
    Arnar Páll Michelsen
    Participant

    Sælir félagar
    Einum félaga mínum hefur alltaf dreymt um Land Rover, og var að spyrja mig út í kosti og galla, gallinn er sá að ég veit ekkert um þessa bíla, þannig að ef einhver hefur álit á þessu þá má hann gjarnan deila því með okkur http://www.autoscout24.de/Details.aspx?id=vbfsebazupmf

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 01.11.2007 at 11:55 #601736
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Stórt er spurt og örugglega ekki allir sammála minni greiningu á þessu. Svarið fer kannski eitthvað eftir því hvaða týpu hann er að spá í, Defender eða Discovery. Ég gef mér að það sé Defenderinn, enda er hann hinn hreinræktaði LandRover.
    Kostirnir eru náttúrulega að þetta eru eðal bílar framleiddir sem jeppar en ekki hraðbrautardrossíur, hagkvæmir í rekstri, einfaldir þannig að það er yfirleitt hægt að bjarga málum ef eitthvað bilar, hægt að troða ótrúlega miklum farangri í hann (110 týpuna allavega), auðvelt og einfalt að breyta þeim og að stærstum hluta þokkalega sterkt í þeim, þó helst öxlar sem mættu vera sverari. Vélarnar í síðustu árgerðum góðar jeppavélar með gott tork þó þær séu kannski ekki sprækar í upptaki. Þetta á sérstaklega við um tdi300 vélarnar sem eru 4 cyl og voru fram til 1997 eða 1998. Eftir það kom Td5 sem er 5 cyl vél með sama rúmtaki og hin eldri (2,5 lítra) sem er þýðgengari og snarpari upp en ekki með þetta yndislega tork sem sú 4 cyl er með. Í 2007 árg kemur svo vél sem á ættir sínar að rekja til Ford, þekki hana ekki en hef heyrt að hún sé bara býsna góð og torki vel. Einfalir og hráir, lausir við teppi, sjálfvirkni, óþarfa rafmagnsdrasl sem bilar og þannig hentugir í slark (þetta set ég með kostum þó sumir myndu sjálfsagt telja þetta galla). Alvöru stuðari sem hægt er nota sem ísbrjót ef á þarf að halda, ekki eitthvað andsk. plastdrasl sem öllu tröllríður í dag. Bílar með karakter.
    Gallar. Léleg miðstöð, en búið að bæta það í 2007 árgerð. Þröngt um stóra menn í bílstjórasætinu (handleggjalangur þurfa helst að aka með opinn glugga en rindlar eins og ég geta látið fara vel um sig þarna, hef aldrei fundið fyrir óþægindum af þessu). Orginal aftursæti tæpast boðleg fullorðnu fólki til langferða (breytt í 2007 árg). Sum eintök óþétt, en þetta er nokkuð mismunandi eftir eintökum. En þetta eru nú svo veigalitlir gallar að það tekur því ekki að nefna það. Svo er það þetta með öxlana sem áður er nefnt, en sjálfum hefur mér ekki tekist að snúa í sundur öxul. Reyndar eru það frekar flangsarnir sem fara, sem er ágætt því það er lítið mál og ódýrt að endurnýja þá og svo er þetta alltaf spurningin um hvernig maður tekur á þeim. Á breyttum bílum er algengt að settir eru ástralskir öxlar sem eru sterkari og betri frágangur á þeim (fást hjá BSA).
    2007 árgerðin er komin með nýja innréttingu sem er kannski svolítið nútímalegri (ef það skiptir menn máli!), ný sæti sem mátti vel breytast og sex gíra kassi með extra lágum 1. gír sem hljómar mjög promissing. Margt við þá sem hljómar mjög spennandi.
    Kannski segir [url=http://www.mountainfriends.com/html/jokes.html:kj166ye8][b:kj166ye8]þessi speki[/b:kj166ye8][/url:kj166ye8] meira en margt annað um Landrover ;o)
    Kv – Skúli





    01.11.2007 at 12:37 #601738
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Mér finnast reyndar sætin í 2007 árgerðinni ekki hafa tekist sérlega vel upp. Um að gera að skoða og prófa.
    Vélin í 2007 er samt mjög skemmtileg, og það er hægt að halda uppi samræðum í honum á þjóðvegahraða (að minnsta kosti óbreyttum). Þá er fyrsti gírinn orðinn lægri en hann var (og búið að bæta sjötta gírnum við) svo torfærufídusinn hefur heldur hækkað.
    Nýja mælaborðið er alveg þokkalegt – en ekki búast við loftpúðum, tölvustýrðri miðstöð eða svoleiðis fíneríi.





    01.11.2007 at 16:29 #601740
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Er frábært tæki, ef geta sætt sig við gallana. Þeir eru flestir þannig að það snýst um innri aðbúnað en það sem mestu máli skiptir er í góðu lagi.

    Sú björgunarsveit sem ég hef starfað í síðastliðn 11 ár hefur nú átt svona bíl í nær 8 ár og hefur sá bíll reynst okkur vel, og er aðs vínvirka sem fjallabíll.

    Vissulega má far betur um mann og það mætti alveg vera í honum miðstöð svo eitthvað sé nefnt, en einhvernvegin þá gleymist allt þetta þegar komið er á fjöll, og það segir mikið um ágæti bílsins





    01.11.2007 at 21:55 #601742
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    LandRover er ekki bara jeppi, hann er lífsstíll. Það ætti ekki að leyfa neinum að fá ökupróf nema hafa tekið tíma á LandRover. Hann er jeppamennska í sinni hreinustu mynd og enginn jeppamaður með sjálfsvirðingu ætti að láta hjá líða að kynnast honum, hvort þeim líkar síðan við hann er svo allt annað mál.
    Ég er alin upp í LandRover, mínar fyrstu minningar um bíla tengjast LandRover, LandRover var fyrsti bíllinn sem ég keyrði þegar ég var 10 ára gamall. Þannig að hann skipar stórann sess hjá mér.
    En ég held að ég að ég eigi ekki eftir fá mér minn eigin, hann er bara ekki mín týpa, en ég elska hann samt!!!





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.