FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Land Rover

by Hjalti Páll Þórarinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Rover

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson Hjalti Páll Þórarinsson 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.01.2003 at 12:27 #192056
    Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson
    Hjalti Páll Þórarinsson
    Participant

    Ég er nýr hérna á vefnum og á ekki jeppa eins og er, en langar að fá mér einn slíkan. Ég ætla fyrst og fremst að nota hann í sveitinni og við hestamennskuna, en þarf líka að komast eitthvað í snjó þar sem iðulega verður „ófært“ heim til mín. Og ef maður er kominn út í það, þá er freistandi að geta notað hann líka til að fara á fjöll. Ég var að spá í stuttan Land Rover Defender, breyttan á 35″/36″ (mér skilst að eini munurinn á þessum breytingum séu misbreiðir brettakantar), helst með loftlæsingum. Mín spurning til ykkar jeppagúrúanna er hvort þetta(36″ með læsingum) myndi ekki verða frambærilegt farartæki á fjöllum og líka hvort er betra að vera með gömlu 4 cyl. eða nýju 5 cyl vélina? Einnig væri gaman að vita hvernig þessir bílar hafa reynst, helstu kosti þeirra og galla o.s.frv.

    Nýliðakveðja
    HP

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 28.01.2003 at 14:57 #467026
    Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson
    Hjalti Páll Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 8

    Er enginn þarna úti sem veit neitt um Land Rover? Eða vill enginn leggjast svo lágt að tala við nýliðann (smá grín).
    En í alvöru talað þá þætti mér vænt um að fá einhver viðbrögð við spurningunum sem ég setti fram hér áður. Vonandi nennir einhver að miðla af reynslu sinni og þekkingu á þessum bílum.

    HP





    28.01.2003 at 16:33 #467028
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir !

    Ég gæti sagt þér margt um Land-Róvera sem eru framleiddir fyrir 1981 en lítið um þessa nýju.

    Land-Rover 90 er eitthvað um 1750kg og gæti því eflaust virkað ágætlega á 36" Hann er allavegan með góða fjöðrun og frekar einfaldir í breytingu.

    Það er hægt að fá fullt af upplýsingum um vélar og annan búnað í Land-Rover blöðum sm fást í búðum hér, þau heita Land Rover World og Land Rover owner International, þar eru endalausar upplýsingar um Rover, sennilega eru þessi blöð líka með vefsíður.
    Svo geta þeir í BSA sagt þér allt um Róver.

    Ég átti Land-Rover 109 árg 1981 á 33" og ferðaðist mikið á honum en fékk á endanum algerlega nóg af Land-Rover og tilheyrandi fylgi kvillum.

    Kveðja O.Ö.





    28.01.2003 at 17:14 #467030
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    Sælir.
    Ég þekki Landróver Defender 110 stw nokkuð en það er sá langi.Þessi er með 4 cyl vélinni og hefur þó nokkuð tog, en aflið að öðruleiti ekkert mjög mikið. Hef heyrt að 5 cyl vélin hafi lítið tog, en þar er hægt að auka aflið verulega með tölvukubb.
    Defender 110 stw er með allra duglegustu jeppum á fjöllum, á 38" dekkjum og virkar 4 cyl vélin vel með sínu togi.
    Gera má ráð fyrir að stutti bíllinn fari heldur minna í snjó en sá langi og 36" dekk séu algert lámark.
    Ef það eru ekki læsingar í bílnum hjálpar að hafa vél með miklu togi.
    Landróver 4 cyl eyðir mjög litlu eldsneyti, miðað við sambærilega bíla.
    Alltaf er skemtilegra að ferðast í löngum jeppa en stuttum alltaðrar hreyfingar sem fara betur með farþega og farangur, auk þess sem langir bílar fara meira í ófærð.
    Arnar.





    29.01.2003 at 11:23 #467032
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Björgunarsveitin ‘Arsæll á Tvo Land Rover Defender. Annar er á 38". Sá bíll er með 2.5 5cyl. og þó svo að hann sé fullur af fólki + farangri (6 pers. + drasl) er togið og snerpan í góðu lagi. Svo er auðvitað fjöðrunnin algjör snilld.

    Freyr





    29.01.2003 at 12:03 #467034
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég fór í 12 daga ferðalag um Hálendið síðasta sumar
    á Land Rover, 38" bíl.
    Ég verð að segja að þessi bíll kom mér verulega á óvart.
    Þegar ég lagði af stað úr bænum þá voru 8 manns í bílnum
    og með kerru aftan í stútfulla af mat og farangri,
    en Land Roverinn fór létt með þetta. Þessi bíll er með
    gömlu 4 cyl vélinni, en togið í þeirri vél er gríðarlegt.

    Samkvæmt minni reynslu þá myndi ég segja að kostirnir
    við landrover séu;

    Ótrúlega sparneytin
    Gott tog í 4 cyl vélinni
    Endingargóð vél ( eitthvað annað en Patrol)
    Góð fjöðrun
    Rúmgóður
    Fljótandi Öxlar
    Grófur, Menn eru ekkert stressaðir, ef bíllinn
    rispast eða beyglast. "Kemur beyglaður orginal"
    Koma orginal með Snorkel

    Ókostir eru að mínum dómi

    Mjög léleg sæti orginal
    Leiðinleg miðstöð
    þekkt vandamál er að þeir leki í rigningum
    Tiltölulega þungur
    Ekki með Central Læsingum

    Með Kveðju GE





    29.01.2003 at 21:24 #467036
    Profile photo of Hjalti Páll Þórarinsson
    Hjalti Páll Þórarinsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 8

    Kærar þakkir fyrir greinargóð svör, þetta er kærkomið í gagnabankann hjá mér. Vonandi hef ég mig svo í að fjárfesta í trukk innan tíðar
    Kveðja, HP





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.