This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjalti Páll Þórarinsson 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég er nýr hérna á vefnum og á ekki jeppa eins og er, en langar að fá mér einn slíkan. Ég ætla fyrst og fremst að nota hann í sveitinni og við hestamennskuna, en þarf líka að komast eitthvað í snjó þar sem iðulega verður „ófært“ heim til mín. Og ef maður er kominn út í það, þá er freistandi að geta notað hann líka til að fara á fjöll. Ég var að spá í stuttan Land Rover Defender, breyttan á 35″/36″ (mér skilst að eini munurinn á þessum breytingum séu misbreiðir brettakantar), helst með loftlæsingum. Mín spurning til ykkar jeppagúrúanna er hvort þetta(36″ með læsingum) myndi ekki verða frambærilegt farartæki á fjöllum og líka hvort er betra að vera með gömlu 4 cyl. eða nýju 5 cyl vélina? Einnig væri gaman að vita hvernig þessir bílar hafa reynst, helstu kosti þeirra og galla o.s.frv.
Nýliðakveðja
HP
You must be logged in to reply to this topic.