Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Rover 1976
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.10.2007 at 11:47 #201021
Sælir allir,
ég var að versla mér gamlann landrover og það er óóógeðslega mikill hávaði inní honum. Nú.
mig langar til að einangra hann í klessu og hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér.Ég kominn með svart bílateppi sem ég ætla að setja í gólfin, en hvað munduð þið setja undir? ég lét mér detta í hug að bræða svona tjörulím eða þannig yfir allt draslið, er það þvæla?
Allar ábendingar þegnar með þökkum.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.10.2007 at 12:12 #600634
af fenginni reynslu af land rover myndi ég ekki setja teppi inní hann. inní þessum annars mjög góðu bílum er yfirleitt jafn mikil rigning og fyrir utan ef það rignir og yfirleitt meiri snjór en fyrir utan þegar snjóar. þetta skapar kvimleið vandamál í teppum sem felast flest í því að vökstur hinna ýmisa gróðurtegunda og annara minni lífvera verður nokkuð vegleg þegar sólin nær að hlýja bílnum að innan á sólríkum dögum.
allar original klæðningar í landanum eru úr ekta gerfileðri og polyurethankvoða sem er vel vatnsfráhrindandi undir. ég veit ekki hvort að hægt er að hjóðeinangra eða yfir höfuð einangra landann eitthvað betur en hann er original. bara fá sér kuldagalla og heyrnahlífar, og vera yfirsig glaður með að aka um á alvöru land rover.
kveðja
siggi sem er stoltur landrovereigandi þó svo landinn sé óökufær á bakvið hlöðu í sveitinni.
22.10.2007 at 14:42 #600636Það er hægt að fá einangrunarmottur í í Bílasmiðnum til að bræða á með hita. Síðan teppafrauð yfir og að lokum teppi. Landroverinn lekur ekki svo mikið ef þéttikantar eru ennþá í . Frekar að það skafi snjór inn í þá. Myndi ekki hafa svo miklar áhyggjur þó það liggi raki í teppum því bíllinn er úr áli og ryðgar ekki nema þá grindin og hvalbakurinn. Ágætis verkefni til að dunda sér í.
22.10.2007 at 18:39 #600638Svo er enginn alvöru landrover nema að það sé líflegur mosavöxtur inni í honum. Ef svoleiðis finnst ekki er þetta bara léleg eftirlíking
22.10.2007 at 19:02 #600640Þegar ég var í sveit sem gutti og Landroverinn átti sína gullöld hjá bændum þessa lands var oftast heibaggi og ein til tvær rollur aftur í honum, einangraði fínt,,,,,,kannski svolítið óþægilegur þefur sem fylgdi,,,,,,,????
22.10.2007 at 19:02 #600642Sælir,
Það sem hljóðeinangrar er massi, semsagt því þyngri og þykkari sem einangrunin er því betri hljóðeinangrun.
Fyrsta lag sem á að setja er tjörupappi, hægt að kaupa í byko, húsasmiðjunni, svona á rúllu, þetta er semsagt tjörupappi með álfilmu öðru meginn og tjöru lími hinum meginn. Þetta dótarí límist mjög vel á boddy (þetta hjá bílasmiðnum hefur hrunið af hjá mér á Lóðréttum stöðum) því meira því betra, en því meira því þyngra.. hehe.
Næsta lag væri einangrunin sjálf, semsagt einhver þykk og þétt motta (þyngri því betri) sem legðist ofan á tjörupappan.
Efsta lag, teppi, helst þykkt, eða mjög þétt.
Síðan bara gólfmottur.
Varðandi leka og svoleiðis, þá á ég nú það næsta við landrover, Wrangler, en það lekur nú alltaf eitthvað inn og gólfin oftast blaut, ég gafst upp a öðru laginu í bílnum mínum og nota bara tjörupappa og teppi. Það virkar lala en maður verður nú bara að átti sig á því að maður er á tryllitæki sem öskrar nú ágætlega útaf vélinni einni og hvin í dekkjum.
Jæja gangi þér vel.
kv
Gunnar
22.10.2007 at 20:27 #600644Til hamingju með Land Roverinn og velkominn í hóp alvöru jeppamanna. þú færð hljóðeinangrun í Bílasmiðnum en einnig getur þú keypt þetta í kiti beint frá Bretlandi. Ég hef séð auglýst og fjallað um hljóðeinangrun Í farþegarými, innaná vélarhlíf (húdd) og yfir vél og kassa. Hægt er að fá svo góða einangrun að menn hafa verið að pirra sig á suðinu í mælaborðklukkunni á 90 km hraða (var þetta etv. einum of?) Ég hvet þig til að gerast áskrifandi að einhverju Land Rover blaðanna en þau eru full af ábendingum og auglýsingum um allt og allt er viðkemur þessum jeppum. Sjálfur er ég svo langt leiddur af Land Rover dellunni að ég er áskrifandi að fjórum LR tímaritum frá Bretlandi og einu frá Bandaríkjunum. Þau er: Land Rover Owner International, Land Rover Monthly, Land Rover Enthusiast, Land Rover World og LRL Land Rover Lifestyle. Þér er velkomið að hafa samband og fá nokkur eldri blöð ef þú vilt reyna að finna eitthvað út úr þessu.
Steini
E.S: Á mjög slæmum dögum nota ég eyrnahlífar og stundum með intercomi ef fleiri en einn eru í bílnum
22.10.2007 at 22:17 #600646Ef ég hef skilið það rétt þá er álímdi dúkurinn til að taka hljóð frá boddíinu sjálfu nið,söng og víbring sem það framleiðir að einhverju leyti sjálft við akstur. Millilagið er svo til að dempa hljóð sem fer í gegnum boddíið. Sem sagt vélar- dekkjahljóð og svoleiðins. Þar sem LR er ekki með boddípúða þó er mikilvægara að líma dúkinn á heldur en að setja frauð eða fillt sem millilag. Sem er ágætt því efni sem hljóðeinangrar vel og dregur ekki í sig raka er vandfundið og líklega betra að leggja minni áherslu á milllagið nema nálægt vélinni. Það eru lausar plötur á gólfinu á Land Rover sem ekki má líma yfir þannig að ekki sé hægt að taka þær úr með góðu móti ef þarf að komast að gírkassa seinna meir. Líma bara á hverja plötu fyrir sig.
22.10.2007 at 23:58 #600648Til að þetta virki þarf sjálfsögðu að vita hvað á að hljóðeinagra frá stýrishúsinu og vinna út frá því .
Þið getið hlaðið endalaust drasli í gólfið án þess að nokkuð lækki að heitið geti .
Fyrst er að setja steinullarmottu neðan í húddið , síðan sníða til mottu á hvalbakinn , síðan setja vel ofaná gír og millikassa .
Svo til að taka gamla Landann úr sambandi við sveitina þá má setja hann í borgarleg klæði innan stokks með fyrrnefndum teppalagningum og fínheitum
Kveðja Valli S.
24.10.2007 at 21:20 #600650Án þess að mér lítist neitt á það að ætla að minnka hávaða í gömlum Series III, þá gætu kallarnir hjá Paddocks átt eitthvað handa þér, mig minnir að slóðin sé paddockspares.com. Sjálfur nota ég Peltor eyrnahlífar, grænar hvunndags, en bláar með útvarpsviðtæki (sem að sjálfsögðu er fast still á rás 1) til spari við akstur á mínum Land Róverum. Þetta er svona Mission Impossible dæmi hjá þér væni minn………..
kv. Guðjón, Land Rover eigandi/notandi
24.10.2007 at 22:14 #600652Langbesta hljóðeinangrun fyrir gamla og góða Róvera eru gular heyrnahlífar……
Kv.
ÞH.
25.10.2007 at 16:45 #600654Ég átti nú einn Land-Rover 109 og segi eins og margi fleirri hér að heyrnarhlífar er það eina sem virkar. Ég var ávalt með heyrnarhlífar fyrir alla á fyrst farrými.
Eftir að hafa ekið Land-Rovernum í fjögur ár með heyrnarhlífar á langkeyrslu ákvað ég að reyna að hlóðeinangra hann. Ég setti steinull innan á hvalbakinn og undir húddið, tók öll hurðarspjóld úr og bræddi tjörumottur þar á, og límdi svo armaflex svamp þar á eftir. Bræddi tjörumottur í gólfið og margt fleirra. Þetta var heilmikil vinna. Það er skemmst frá því að segja að þetta virkaði ekki neitt á hljóð. Það eina jákvæða var að það hélst ögn heitar inn í honum.
En mín skoðun er sú að hljómurinn (hávaðinn) er hluti af stemningunni.
Kv. Olgeir
25.10.2007 at 23:54 #600656…ertu viss um að pústið í honum sé heilt? Það gæti verið ódýrari og árangursríkari aðgerð ef einhverstaðar fyndist gat á því.
En það er auðvitað bara hávaði í þessum tækjum, það er bara þannig. Svo má fjárfesta bara í góðum magnara og bassaboxi og þá verðurðu ekkert svo var við þetta
En varðandi gólfefni, ef þú hættir við teppi, er ekki upplagt að kaupa svona pallaefni til að sulla á gólfið – þrælsterkt, vatnsheld og einangrar örugglega eitthvað pínu.EE.
26.10.2007 at 09:52 #600658Þarna kom Einar Elí með réttu lausnina, bara góðan kraftmagnara og hátalara í stíl. Ef hávaðinn er of mikill, þá er bara að yfirgnæfa hann með skemmtilegri hávaða. Þetta líkar losar mann við allt vesen með handfrjálsan búnað við símann, þú heyrir hvort eð er ekki hringinguna og þarft því ekki að svara. Og samræður í akstri eru bara til að trufla ökumann.
Teppi á ekki heima í Landrover, það hindrar eðlilegt flæði jökulfljóta í gegnum bílinn þegar farið er yfir djúpar ár og er bara til vandræða. Bara góðar gúmmímottur með filti undir, þá er hægt að spúla út úr honum skítinn. Gólfdúkur getur líka virkað vel. Það þarf nefnilega ekki rolluflutninga til að gera hann skítugan, eins og haustið hefur verið þarf ekki mikið að fara til fjalla til að allt verði í skít.
Kv – Skúli
26.10.2007 at 19:42 #600660Ég fór mjög margar ball ferðir í einmitt svona 76 landróver. Þá voru oftast settir 8 til 10 manns í 7 manna landróver og svo var sungið hástöfum alla leið á ballið, þá virkaði þessi hljóðmögnunareiginleiki landróversins mjög vel og allir skemmtu sér hið besta enda heyrð maður ekkert söngfélögunum og eingin þurfti að skammast sýn fyrir að syngja illa. Verst var samt ef mikið ryk var á vegunum þá gáfust allir upp á að syngja því maður náði varla andanum inni í bílnum. Svo rammt kvað nú reyndar að þessu ryk vandamáli að ég man að stelpurnar hættu að að fara í sparifötin fyrr en komið var á ballið, en þá fengum við strákarnir líka stundum að aðstoða þær við að far í sparifötin. Já þeir eru margir kostir landróversins.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.