Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › land cruiser 90 eða 120?
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2004 at 18:22 #193780
Anonymousgetur einhver sagt mér muninn á lancruiser 90 og 120, er þetta kanski sami billin ?
ef ekki þá eru þetta nauða lýkir bílar!!!!
ég sá mynd af landcruiser 120 hér á síðunn, hann var á 40″ helvíti laglegur. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.02.2004 at 11:58 #495088
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég þakka ykkur kærlega fyrir mögnuð svör
18.02.2004 at 11:58 #489050
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég þakka ykkur kærlega fyrir mögnuð svör
18.02.2004 at 12:46 #495092
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Það er eitt sem virðist oft gleymast hjá okkur íslendingum, við erum bara pínulitlir kallar og við ráðum engu.
Þetta tal um að P. Samúelsson eða eitthvað annað umboð hafi hætt hinu og þessu og ákveðið þetta og hitt stendst bara ekki.
Það eru markaðstjórar bílaframleiðandana sem skipta heiminum í ákveðin markaðssvæði og ákveða svo hvaða bílar fara á hvaða markaðssvæði, afhverju haldið þið að allir framleiðendur séu að selja í Afríku og Suður Ameríku "eldri" týpur en komi með nýjar gerðir á t.d okkar svæði???
Það er betra að halda áfram að selja þessa "gömlu" á vanþróaðri svæðum sem gera minni kröfur mala gull á þeim og koma með nýja og betri bíla á vestrænan markað þar sem kröfurnar eru margfalt meiri.Tökum sem dæmi Land Cruiser 70 og Patrol, báðir til með öflugum 4,2L vélum sem margir vilja eiga en fást ekki fluttir inn, haldið þið að það hafi einhverjir hjá P. Sam og Ingvari Helgasyni sem tóku þá ákvörðun? nei aldeilis ekki, það voru stóru kallarnir í útlöndum sem ákváðu staðla sem þessar vélar geta ekki staðist en þessir bílar eru seldir í stórum stíl annarsstaðar í heiminum.
Þessar nafngiftir sem eru á bílum eru oft skrítin, það eru mörg dæmi um þetta, Land Cruiser fer oftast eftir modelkóðum, MMC Pajero heitir t.d Shogun í Bretlandi og eitthvað annað nafn var á honum á Spáni ef ég man rétt, sama er uppá teningnum hjá Suzuki, heitir t.d Vitara hérna, Sidekick í USA svo hefur nú oft verið þannig á Íslandi að gerðar hafa verið smá breytingar á bílum og svo hann kallaður eitthvað annað til þess að auka söluna.
Mér finnst oft að umræðan hérna sé vanhugsuð og oft koma menn með stór orð sem standast svo ekki, það skaðar engan að lesa vel yfir það sem menn ætla að setja hingað inn og hugsa hvort þetta sé nú rétt.
18.02.2004 at 12:46 #489052
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Það er eitt sem virðist oft gleymast hjá okkur íslendingum, við erum bara pínulitlir kallar og við ráðum engu.
Þetta tal um að P. Samúelsson eða eitthvað annað umboð hafi hætt hinu og þessu og ákveðið þetta og hitt stendst bara ekki.
Það eru markaðstjórar bílaframleiðandana sem skipta heiminum í ákveðin markaðssvæði og ákveða svo hvaða bílar fara á hvaða markaðssvæði, afhverju haldið þið að allir framleiðendur séu að selja í Afríku og Suður Ameríku "eldri" týpur en komi með nýjar gerðir á t.d okkar svæði???
Það er betra að halda áfram að selja þessa "gömlu" á vanþróaðri svæðum sem gera minni kröfur mala gull á þeim og koma með nýja og betri bíla á vestrænan markað þar sem kröfurnar eru margfalt meiri.Tökum sem dæmi Land Cruiser 70 og Patrol, báðir til með öflugum 4,2L vélum sem margir vilja eiga en fást ekki fluttir inn, haldið þið að það hafi einhverjir hjá P. Sam og Ingvari Helgasyni sem tóku þá ákvörðun? nei aldeilis ekki, það voru stóru kallarnir í útlöndum sem ákváðu staðla sem þessar vélar geta ekki staðist en þessir bílar eru seldir í stórum stíl annarsstaðar í heiminum.
Þessar nafngiftir sem eru á bílum eru oft skrítin, það eru mörg dæmi um þetta, Land Cruiser fer oftast eftir modelkóðum, MMC Pajero heitir t.d Shogun í Bretlandi og eitthvað annað nafn var á honum á Spáni ef ég man rétt, sama er uppá teningnum hjá Suzuki, heitir t.d Vitara hérna, Sidekick í USA svo hefur nú oft verið þannig á Íslandi að gerðar hafa verið smá breytingar á bílum og svo hann kallaður eitthvað annað til þess að auka söluna.
Mér finnst oft að umræðan hérna sé vanhugsuð og oft koma menn með stór orð sem standast svo ekki, það skaðar engan að lesa vel yfir það sem menn ætla að setja hingað inn og hugsa hvort þetta sé nú rétt.
18.02.2004 at 14:15 #495096
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála síðasta ræðumanni!
Mér þætti líka gaman að vita hvaðan ísmaðurinn svokallaði hafi sína speki! Alveg dæmigert fyrir götustráka að varpa fram bulli undir dulnefni. bv
18.02.2004 at 14:15 #489054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sammála síðasta ræðumanni!
Mér þætti líka gaman að vita hvaðan ísmaðurinn svokallaði hafi sína speki! Alveg dæmigert fyrir götustráka að varpa fram bulli undir dulnefni. bv
18.02.2004 at 18:45 #489056LC90 kom í staðinn fyrir 4Runnerinn og er því í raun arftaki 4Runnersins HÉR Á ÍSLANDI! (afsakið, skrifaði ekki nógu skýrt, væntanlega með bleslindu eða eitthvað…)
Toyota á Íslandi, P. Samúelsson, hætti að flytja inn 4Runnerinn þegar LC90 kom á markaðinn. Það var ekki talin þörf fyrir báða bílana í einu, enda svipaðir. Það má því eiginlega segja að LC90 sé arftaki 4Runnersins hér á Íslandi.
18.02.2004 at 18:45 #495100LC90 kom í staðinn fyrir 4Runnerinn og er því í raun arftaki 4Runnersins HÉR Á ÍSLANDI! (afsakið, skrifaði ekki nógu skýrt, væntanlega með bleslindu eða eitthvað…)
Toyota á Íslandi, P. Samúelsson, hætti að flytja inn 4Runnerinn þegar LC90 kom á markaðinn. Það var ekki talin þörf fyrir báða bílana í einu, enda svipaðir. Það má því eiginlega segja að LC90 sé arftaki 4Runnersins hér á Íslandi.
18.02.2004 at 20:21 #489058Í beinu framhaldi af góðu innleggi DóriSvein um þessi markaðsmál bílaframleiðenda má svo enn og aftur minna á neyslustýringu skriffinnanna í Bruxelles, sem eru líklega fremur en framleiðendur að stýra því með hvaða vélum bílar eru fluttir inn til Evrópu. Ekki er nokkur vafi á að þar kemur meðal annars til dulbúinn stuðningur við evrópska framleiðendur af ýmsu tagi. Bara smá varðandi t.d. MMC bílana, þá held ég að Shogun sé líka notað í Japan sjálfu, Montero er notað í USA og öðrum spænskumælandi löndum (ekki segja ha, spænska er hratt og örugglega að ná jafnstöðu við ensku í USA hvað varðar fjölda notenda) og það er vegna þess "slyss" að nota orðið Pajero yfir bílinn á sumum mörkuðum, en það getur bæði verið nafn á rándýri af kattarkyni og einnig slanguryrði yfir athöfn, sem sjaldan er höfð til sýnis. En bifvélavirki sem þekkir vel til Toyota bíla segir mér að þetta númerakerfi þeirra sé í rauninni aðal framleiðsluheiti verksmiðjanna á hinum ýmsu gerðum. Til dæmis heiti gamli góði Toyota "jeppinn" FJ40; Land Cruiser sé í raun meira markaðssetningarnafn. Þetta hljómaði allavega sennilega í mínum eyrum. Svo kemur þetta Lexus badge og flækir málin enn meira fyrir okkur sem lítið kunnum fyrir okkur í fræðunum. Vill mér til að ég kem líklega aldrei til með að hafa efni á að kaupa Lexus!
18.02.2004 at 20:21 #495103Í beinu framhaldi af góðu innleggi DóriSvein um þessi markaðsmál bílaframleiðenda má svo enn og aftur minna á neyslustýringu skriffinnanna í Bruxelles, sem eru líklega fremur en framleiðendur að stýra því með hvaða vélum bílar eru fluttir inn til Evrópu. Ekki er nokkur vafi á að þar kemur meðal annars til dulbúinn stuðningur við evrópska framleiðendur af ýmsu tagi. Bara smá varðandi t.d. MMC bílana, þá held ég að Shogun sé líka notað í Japan sjálfu, Montero er notað í USA og öðrum spænskumælandi löndum (ekki segja ha, spænska er hratt og örugglega að ná jafnstöðu við ensku í USA hvað varðar fjölda notenda) og það er vegna þess "slyss" að nota orðið Pajero yfir bílinn á sumum mörkuðum, en það getur bæði verið nafn á rándýri af kattarkyni og einnig slanguryrði yfir athöfn, sem sjaldan er höfð til sýnis. En bifvélavirki sem þekkir vel til Toyota bíla segir mér að þetta númerakerfi þeirra sé í rauninni aðal framleiðsluheiti verksmiðjanna á hinum ýmsu gerðum. Til dæmis heiti gamli góði Toyota "jeppinn" FJ40; Land Cruiser sé í raun meira markaðssetningarnafn. Þetta hljómaði allavega sennilega í mínum eyrum. Svo kemur þetta Lexus badge og flækir málin enn meira fyrir okkur sem lítið kunnum fyrir okkur í fræðunum. Vill mér til að ég kem líklega aldrei til með að hafa efni á að kaupa Lexus!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.