Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Cruiser 80 eða Patrol
This topic contains 67 replies, has 1 voice, and was last updated by Smári Sigurbjörnsson 18 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2006 at 21:19 #197791
Ég er að spá í að fá mér breyttan jeppa. Spurningin er bara, þar sem ég er aðdáandi Japanskra bifreiða, hvort á ég að fá mér LC80 eða Patrol 3.0. Þarf ég að fara í 44″ eða duga 38″?
Ég er kannski ekki sá aðili sem er á fjöllum um hverja helgi en heldur ekki sá sem vill vera í hjólförum annarra. Hvað þarf ég að ganga langt í breytingum? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.04.2006 at 08:44 #549906
Þetta er bara flottur bíll. Vantar smá úpá dótastuðulinn ein og stangir og ljós á toppinn. En það kemur seinna. En bíllinn er dökkur þanni að það er auðvelt að skreitann eins og krómlistana á brettakantana eins og ég er með. Ekkert mál að gera þennann að virkilegu augnayndi.
Sjálfskiptingar……minn er sjálfskiptu og engin vandræði með það. Alveg draumur að keirann. En ef menn eru mikið á fjöllum og í þungum færum þá er öruggara að fara í ákveðna aðgerðir svona seinna og þegar fjárráð leifa.
Sjá:http://www.automatictransmission.com.au/orto.asp
Kv ice
20.04.2006 at 11:08 #549908Ég keypti 44" patrol árg 99 með 2,8l vél fyrir rúmu ári. Ég viðurkenni að mig langaði í 80 cruiser en bíll á sambærilegu verði var árg 92 – 94 og frúin sagði "nei, við kaupum ekki svona gamlan bíl".
Ég er mjög ánægður með patrolinn. Að vísu fór stangarlega fljótlega eftir að ég keypti hann og það kostaði tæp 300þ.
Ofsi talaði um að 75% patrola í eigu Rottugengisins hafi verið með vélarvandræði.
Bíllinn hans Gulla var með nýrri vél þegar hann keypti hann (ábyrgðartjón sem IH bætti) en engin vandamál hafa verið síðan.
Í bílnum hans Reynis fór stangarlega eftir tæplega 300þ km, en skv. skrifum hér að ofan er það einnig algengt í 80 cruiser.
Ofsi gleymdi að minnast á vélar sem hafa farið í öðrum bílum Rottugengisins:
LC90 hjá Gulla
Landrover hjá Jóni Ebba
Hedd í 4runner hjá Magna
Vél eða vélar í gamla Slóðrík
Isuzu vél hjá undirrituðum (í kjölfar óhapps)Ég veit ekki hvort Agnar Ben hefur prófað að keyra 44" patrol, en minn bíll er frábær í OffRoad keyrslu og mjög góður í þjóðvegakeyrslu. Minni hvinur í dekkjunum heldur en í 38" GroundHawk sumardekkjunum.
Sumarkveðjur – Kjartan
20.04.2006 at 11:18 #549910Þessi bíll á [url=http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=5&BILAR_ID=272070&FRAMLEIDANDI=TOYOTA&GERD=LAND%20CRUISER%2080%20GX%20DISEL%20TURBO&ARGERD_FRA=1992&ARGERD_TIL=1994&VERD_FRA=2090&VERD_TIL=2690&EXCLUDE_BILAR_ID=272070:3fk1peph]bílasölur[/url:3fk1peph] lítur vel út gæti verið mjög gott eintak og góður grunnur til að byggja á. Þetta er í grunninn samskonar bíll og ég keypti nema minn er VX, tveimur árum eldri og meira ekinn. Á sama tíma skoðaði ég líka mjög fallegan 44" bíl nýsprautaðan og í góðu standi sem var búið að breyta mjög vel og hann náði ekki 2 milljónum (var á 38" dekkjum en breyttur fyrir 44").
Þessi eigandi segist skoða skipta, spurning hvort þú ætlir að staðgreiða og þá ná verðinu, t.d. niður fyrir 2 milljónir.
Svo mundu bara að geyma smá peninga í sparibauknum til að kaupa dót 😉 Það safnast þegar saman kemur í talstöðvum, staðsetningargræjum, loftnetum og annarri nauðsynjavöru til að geta notað bílinn til fullnustu. Þ.e.a.s. ef þú átt það ekki fyrir.
Góða veiði!
Tryggvi 38"-en-með-44"-kanta-í-geymslunni…
20.04.2006 at 11:24 #549912nokkuð merkilegur pistill hjá Kjartani, en svona er það þegar maður er kominn í vonlausa vörn, þá er gripið til örþrifaráða.
Landrover Jón Ebba fékk inn á sig vatn inni á Esjuleið enda var kappinn komin á kaf í vatn.Isussuvélinn hjá Kjartani hefði nú ekki farið ef bílinn hefði ekki lennt í óhappi á Sprengisandi
Hvað varðar gamla Slóðrík. þá var vélinn kominn vel yfir 300.000 km
Reyndar var ég að tala um seinustu 12 mánuði. en klárlega myndi þetta breytast Patrol í hag ef við tækjum t.d tímabilið frá árinu 2000 enda var aðeins einn Patrol í hópnum á þeim tíma.
Ef við hinsvegar tökum á þessu frá örðu sjónarhorni og tökum aðeins jeppana í rottugenginu frá Ingvari Helgasyni, þá fer verulega að syrta í álinn. 6 jeppar og 5 hafa verið í vélarvandræðum. Ja svei
20.04.2006 at 12:42 #549914Jú ég er hjartanlega sammála því enda reyndi ég ekki að verja verðið á þessum rauða bíl, gaf nú ef eitthvað var til kynna að mér þætti það alltof hátt.
[url=http://www.bgs.is/:3g5aawtb]BGS[/url:3g5aawtb] segir að viðmiðunarverð á svona LC80 sé c.a. 1,5 milljón sem mér finnst bara nokkuð nærri lagi. Jú það er mjög nálægt þessum verðmun 😉
20.04.2006 at 13:00 #549916http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&B … _ID=114518
hvernig lýst mönnum á þennan?
breyttur fyrir 44", er á nýjum 38", gormar að framan og aftan, lítur nokkuð vel út, hvergi aðsjá neitt olíusmit, hvorki frá vél né drifbúnaði. Ágætt að keyra hann. Þarf að fara í að ganga betur frá rafmagni.
20.04.2006 at 13:33 #549918Sæll Sveinn
Þessi toyota sem þú ert með linkinn á er fjallmyndarlegur bíll en það er verðmiðinn líka.
Ég keypti Patrol rétt fyrir áramót og er búinn að velta fyrir mér hvort ég hafi greitt aðeins of mikið fyrir gripinn. Bíllinn er 93 módel ekinn 270 þús km. Hann er reyndar bara 36" breyttur og hlutfalla og framdrifslæsingalaus. Hann er algerlega ryðlaus og með upptekna vél, nýja túrbínu, upptekinn gírkassi og nýlegur millikassi.
Fyrir herlegheitin greiddi ég heilar sjöhundruðþúsund krónur. tekið skal fram að bíllinn var bara á 35" sumardekkjum.
verðmunurinn er 1650 þúsund krónur. Ég veit að 4.2 patrol kostar milljón komin í, milligír kostar 250 þús framdrifslæsing kostar 150 þús og hlutföll 100 þús. ný 44" dekk kosta reyndar 250 þús en þá er pattinn orðinn miklu, MIKLU betri jeppi en þessi Toyota sem þú varst að spá í
Kv Izan
20.04.2006 at 13:48 #549920Sæll Sveinn
[url=http://www.toppnet.is/~gg/_private/toyota.htm:1tpv6sde][b:1tpv6sde]Toyota rúllar[/b:1tpv6sde][/url:1tpv6sde]
[img:1tpv6sde]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4407/30570.jpg[/img:1tpv6sde]
[img:1tpv6sde]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4171/28178.jpg[/img:1tpv6sde]
20.04.2006 at 14:26 #549922Izan.
4.2 Patrol vél er ekki jafn skemtileg og toy vélin og fjarri því að vera jafn traust, þeir sem ég þekki sem hafa átt svona vélar (2) hafa verið í stanslausum vandamálum, svo kemst hún ekki nálækt 4.2 24v í afli þó svo að tölur séu svipaðar, já ég hef ekið pöttum með 4.2 og var að spá einu sinni í svoleiðis vél í patrol sem ég átti."þá er pattinn orðinn miklu, MIKLU betri jeppi en þessi Toyota " Mjög svo rangt hjá þér!
Þú gleimir að telja upp kostnað við að breyta fyrir 44" klipping færsla á hásingum og allt sem fylgir því, þú er ekki alveg að gera þér grein fyrir kostnaðinum né að telja allt upp kúturinn minn.
Annað í lokin, ég er búinn að eiga all margar gerðir af jeppum þ.m.t patrol og ég ber ekki mikkla virðingu fyrir merkjum og ef patrol hefði eitthvað fram yfir LC80 drifgetu afl eða eitthvað þá ætti ég patrol. Staðreindin er sú að það hefur ALDREI nokkur patrol drifið meir en ég á LC80 fyrir utan kanski í eitt skipti í vetur þegar við fórum í Dreka en þá taktu eftir var ég án milligírs á 3.72 hltf. sem reindar háði mér ekki hvað varðar drifgetu en þar fór kúpling hjá mér og eins og gefur að skilja var drifgetan ekki mikil eftir það. þess má geta að það var búið að aka um 240þ á þessari kúplingu
Have fun……og gleðilegt sumar.
20.04.2006 at 15:38 #549924hvað með þennan?
[url=http://bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=22&BILAR_ID=111901&FRAMLEIDANDI=TOYOTA&GERD=LANDCR%2080%20VX%2038:2p4hcnu9][b:2p4hcnu9]Cruiser[/b:2p4hcnu9][/url:2p4hcnu9]
Hann er lítið ekinn.
Svo ég bæti við það sem Benni var að skrifa, þó svo þú sért kominn með patrol með 4.2 og 44" þá er 80 bodyið miklu fallegra en patrol bodyið og allt inn líka, þú líkir ekki saman leðruðum cruiser og patrol það er bara annar standard. Allt miki massívara í cruisernum, þægilegri sæti með rafm. og topplúga svo eitthvað sé neft.
Tek það fram að ég átti 91 patrol og keyri mikið 80 cruiser 94árg.
Góðar stundir.
20.04.2006 at 19:09 #549926Sælir og gaman að fylgjast með þessari ummræðu.
Verð að taka undir það sem Agnar Ben skrifaði um drifgetu 38" LC80. Hef átt einn slíkan síðan í sept. og hef ég ekki átt í neinum vandræðum í þessum ferðum sem ég hef farið síðan ég fékk hann. Kom það best í ljós um síðustu helgi þar sem Hilux, 120 cruiser, tveir 60 lc og pajero, allt 38" bílar, voru með í för ásamt mér. Hlutföll hefur mikið að segja í þessum bílum ásamt dekkja vali. En auðvita koma aðstæður þar sem 44" bílarnir hafa yfirburði og verða menn þá bara að sætta sig við það. Annað sem ég vil benda þér á að spá í hvort þú vilt hafa bílinn beinskiptan eða sjálfskiptan og að mínu mati hefur sjálfskiptingin vinningin sértaklega þegar komið er í svona stærðarflokk af jeppa með þetta öflugri vél. En þar sem mér heyrist að þú sért að byrja í þessu sporti þá er ég talsmaður 38 tommunar því alltaf hægt að stækka við sig ef allt er ómögulegt. Svo er þetta alltaf spurning um kostnað/ viðhald og ekki gleyma öllum krónunum sem fara í fjarskipti og annan búnað sem tilheyrir þessu sporti.
Sveinn Birgis
20.04.2006 at 19:09 #549928Váá!! hvað er mikill metingur milli manna haha…. og vil ég benda á með drifgetu að ökumaðurinn er 80% , hef séð ótrulegustu bíla stinga ótrulegustu bíla af. Það getur svosem verið að þessi bíll sé ekinn svona lítið, en einn felagi minn flutti inn Lc 92 sem stóð á mælinum 120 þ en hefði átt að vera 450 þús það var allt búið í bílnum öxlar, drif,kassar og svo mótor og þá fékk hann nóg og hætti í jeppamensku líka hafði fjölskildan lést um 40 kg.
20.04.2006 at 20:08 #549930Sælir
Gaman að sjá hvað menn eru duglegir að taka þátt í þessari umræðu. Magni ég var búinn að sjá þennan LC 80 sem er ekinn 151 þ. km. Hann ber það alveg með sér að þetta er bíll sem hefur fengið góða meðferð og km. staðan getur alveg staðist.
Ég ætla að skoða hann betur á morgun. Svo er hvítur líka uppáhaldslitur minn á jeppum.Varðandi það sem Napóleon segir að ég sé að byrja í þessu sporti þá er það ekki rétt. Ég er búinn að eiga 4Runner árg. 90 á 36" síðast þegar ég sá þann bíl var hann kominn á 44" og allvígalegur. Næst átti ég 91 árg. af HiLux Double cap á 38", þetta var bíll með öllu, læsingum, skriðgír, breytt fjöðrun, aukatankur, aukarafkerfi ofl. ofl. ég flæktist töluvert á fjöllum á þessum bíl.
Næst kom 1994 Patrol á 35", Terrano á 35" og svo fékk ég mér nýjan Trooper árg. 1999 sem fór beint í breytingar á 38" átti hann í 4 ár og notaði töluvert á fjöllum, þessi var vel græjaður og á ég fullt af dóti ennþá sem fer í nýjan bíl. Þessi var seldur vegna búferlaflutninga. Núna ek ég um á Patrol árg. 2001 alveg óbreyttum,búinn að vera á honum í 2,5 ár og hef liðið óbærilega andlega vanlíðan yfir því að komast ekki á fjöll á þessu ökutæki.
Þannig að ég er ekki alveg að byrja í þessu og vil helst stíga einu skrefi lengra eða allavega í svipaða getu og þegar ég átti HiLuxinn, þar þurfti ég ekki að vera í annarra manna förum.
20.04.2006 at 21:10 #549932Jú jú, ég hef prófað Patrol eldri og yngri á 44" og líka LC80 en ég átti við að gamli Patrol (89-97) væri leiðinlegur á 44" en það er nú kannski bara rugl í mér. Hann er alla vega nógu óliðugur í snattið beinskiptur á 38" og 1:5.42 hlutföllum…..
Hefur enginn troðið 3.0 Toy vélinni ofan í gamlan Patta og hvernig halda menn að hún myndi virkar þar ??
kv
AB
20.04.2006 at 21:41 #549934Myndirnar þínar frá Vatnajökul-og alltumkring-túrnum eru meiriháttar – sannarlega hefurðu náð að grípa góð "móment".
Botna ekkert í því sem þú ert að fjasa um varðandi bílinn … ég er mjög ánægður með minn þó ég hafi þurft að splæsa í eina vélarviðgerð – að þá tel ég "money well spent" eiga við hér, segi sjálfum mér (og frúnni) að ég sé á næstum ókeyrðum bíl.En Sveinn – er ekki málið bara að láta breyta bílnum sem þú átt ? Kostar væntanlega 2millj. en er ekki skárra að eiga nýlegan bíl sem búið er að taka vel í gegn heldur en að kaupa óskrifaðan tjékka (lesist LC80) frá því seint á síðustu öld ?
kv. Siggi
p.s. vefnefnd .. hvur fjárinn gerðist á þessum þræði þ.a. hann er útum allan skjá ?? FireFox 1.502
20.04.2006 at 22:52 #549936Hver sýnist sinn fugl fagur -nema þú kallin minn.Þú verður að vitna í þennan eðalbíl sem Fræðingurinn á sem er vissulega flottur .en minn er nú samt flottustur eða þannig ha ha -en að miða minn bíl við Benna og Gund er hreynasta móðgun og eins og við vitum þá drífur Benni ekki neitt.
Patrol kveðja tt
ER ekki annars uppáhalds lagið þitt Moggi minn Hægt og hjótt.
20.04.2006 at 23:54 #549938Er patrol hásingin að halda undir LC 80, þer eru allavega að milja hana með 6,5 mótornum, svo finnst mér framhjólalegubúnaðurinn frekar lélegur, er 80 bíllin ekki þingri að framan? ég ætlaði að fara að mixa lc 80 enda á mína hásingu.
21.04.2006 at 10:28 #549940það er allt of mikið 5 millur hver gerði það að minnsta kosti ekki ég,þú gætir jafnvel fengið hann á það -en minn er bara keyrður 158 þús og farið það áfallalaust vegna mikillar bónhúðar svo verður maður bara að fá að máta sig við þetta ofurbúr þitt
6,5 hjómar vel ,togum bara Gústa með okkur einhvern tíma.
Bestu kv tt
22.04.2006 at 20:06 #549942Menn eru alltaf að tala um hátt verð á Lc 80 að td 92 árg 44" 3 millur? finnst það personulega alltof mikið fyrir þetta gamlan bíl. Nú er einn vinur minn að reina að selja sinn og hann er alveg á jörðinni, það er Lc 80 árg 94 44" breyttur með 6,5 turbo v ca 1,8 mill.
22.04.2006 at 20:19 #549944Ég væri til í að skoða þetta, Róbert. Geturðu komið mér í samband við þennan vin þinn.
Eru einhvers staðar til myndir af þessum bíl.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.