Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Cruiser 80 eða Patrol
This topic contains 67 replies, has 1 voice, and was last updated by Smári Sigurbjörnsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2006 at 21:19 #197791
Ég er að spá í að fá mér breyttan jeppa. Spurningin er bara, þar sem ég er aðdáandi Japanskra bifreiða, hvort á ég að fá mér LC80 eða Patrol 3.0. Þarf ég að fara í 44″ eða duga 38″?
Ég er kannski ekki sá aðili sem er á fjöllum um hverja helgi en heldur ekki sá sem vill vera í hjólförum annarra. Hvað þarf ég að ganga langt í breytingum? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.04.2006 at 14:14 #549866
í honum eik hérna.
1HD-T er 12 ventla turbóvélin.
1HD-FT er 24 ventla turbóvélin.
1HD-FTE er 24 ventla turbóvélin með rafstýrðu olíuverki og millikæli (100-cruiser vélin).
Allar þessar ofangreindu vélar eru hannaðar sem turbóvélar og eru hreinn draumur í jeppa.12HZ er 12 ventla turbólaus vél sem á lítið skilt við hinar.
Um leguvandamálið er best slá inn t.d. "LC80 Big-end bearing prolem" í google og fræðast. Lýsing eiks á því er bara bull. Og það á eingöngu við um 1HD-T. Ekki ólíklegt að legurnar sem keyptar eru í dag í þessa bíla séu betri en það sem var orginal framleitt.
kv
Rúnar.
19.04.2006 at 14:40 #549868Legurnar sem settar eru í í dag eru betri en original legurnar sem voru víst of veikar og voru ekki taldar endast nema í um 100000 km. Þær sem fást núna í stað þessara eru betri eða eins og í nýju vélunum og endast lengur (sem eru í grunninn þær sömu þeas kjallarinn blokkin osfrv.) þetta er eina verulega alvarlega þekkta vandamálið. Annað er líka skinna sem er framan á aðal tímagírshjólinu. Hún á það til í vélum sem búið er að keyra 250 -300000 km að brotna. Er þá sett þykkari skinna sem núna er notuð í nýju vélunum. Um að gera að skipta um ef menn eru eitthað að þvælast á því svæði. Önnur vélarvandamál í LC80 eru varla þekkt. En svona aðrir hlutir sem eru stundum að pirra mann eru helvíti latar rúður og algjörlega ónýtur afturrúðuhitari. Þessi fjögur atriði eru það sem maður myndi kalla standard problem og fyrstu tvö þarf að laga við tækifæri, legurnar sem fyrst, en hin seinni tvo bara sætta sig við.
Síðan er það framhásingin. Margumrædd. Ég veit um nokkra sem hafa keyrt með original hásingu og aldrei brotið. Svo veit ég líka til þess að einn braut 2 í sömu ferðinni. Erfitt að segja en hugsanlega sleppur drif sem er með 4,56 hlutföllum á meðan 4,88 brotnar – who knows. Ég nennti ekki að hafa þetta yfir mér og skipti út framhásingu. En það er enginn sem segir að þess þurfi, fyrr en hún brotnar – sem gerðist hjá mér. Bara vona að það gerist ekki langt frá þokkalegum vegi.
Kveðja
Agust Thor.
19.04.2006 at 14:54 #549870Endemis bull og þvættingur. Toyota eru ágætis bílar en Patrol miklu betri og sterkari. Þegar gáð er að verðmuninum á þessum bílum sést best að Toyota er stórlega ofmetin dekurbíll með ónýtt drif.
Verðdæmi á gömlum bílum:
Toyota LC80 á 44" dekkjum árg. 1992 á 4.000þús
Patrol 2.8 á 44" dekkjum árg 1992 á 1.650þúsÞarna er nokkur munur eða hvað???
Það má kaupa nokkrar aukavélar fyrir mismuninn eða bara ferðast, eða hvað?Takið eftir að verið er að tala um 14 ára bíla!!!
Kveðja:
Erlingur Harðarson
Hamingjusamur Patrol eigandi
19.04.2006 at 15:07 #549872Jæja þar vaknaði Erlingur 😉
Ég held að það sé meiri veruleikafirring hjá LC80 eigendum um verðmat á bílunum sínum en Patrol eigendum. Þarna gæti líka verið það sem ég nefndi mjög ofarlega í þessari umræðu að framboðið af Patrol er meira og því lægra verð. Svo eru einhverjir sem kaupa bara LC80 og halda þannig verðinu uppi í rjálfri. Mér finnst það samt ekki "galli" á bílnum sem slíkum. Ef það næst í gott eintak fyrir þann pening sem maður er tilbúinn til að borga þá er það fínt, en það gæti þurft að leita lengur að þannig bíl ef hann heitir LC80 en ef hann heitir Patrol.Tryggvi Trúlausi-SemErDuglegurAðHjálpaRúðunniUppMeðVinstri
19.04.2006 at 16:14 #549874Mig hefur alltaf lángað í lc 80 en málið er að finnst þeir vera ornir of gamlir, ég keipti mér bíl til að breita og eiga næstu 6-8 árin og eftir þann týma fara sumu 80 týpurnar að detta í fornbílaklúbbinn:o)
19.04.2006 at 17:08 #549876Lc80 44" jeppar eru ekki á 4mill!! er mikið búinn að fylgjast með verðinu á þeim og 44" bíll er í tæpum 3mill!
Og þú ert að fá allt fyrir peninginn ef þú kaupir 80 bíl, það er ástæða fyrir háu verði á þessum bílum og það er einfaldlega góð ending og góðir bílar yfir höfuð.
19.04.2006 at 17:59 #549878Ég kíkti í viðhalds- og varahlutasöguna sem ég fékk hjá P.Sam núna í feb. Samkvæmt henni voru keyptar stangarlegur (6 stykki, merkilegt nokk) 7. des 1998 í bílinn, þá sjö ára gamlan. Ég er ekki með kílómetrastöðuna 1998 en 2001 í júlí var hún í kringum 260.000km og í dag er hún 337.000km, gæti því hafa verið í kringum 160-180þ í des 1998.
Af öðrum hlutum sem keyptir voru sama dag (olía, síur, etc) má áætla að þetta hafi verið hefðbundið þjónustustopp en ekki "atvik".Það má gera ráð fyrir að stangarlegur sem fóru úr húsi eftir að 1HD-FT (24v +1995) var komin í umferð, séu í lagi. Þetta stemmir við það sem er á vefsíðunni sem bent var á hér að ofan.
Þetta er auðvitað bara byggt á einum bíl og vefsíðulestri og ekkert sem bendir til þess að vefsíðan hafi verið uppfærð nýlega (eina ártalið sem sést á henni er 1997). Alhæfingargildi er því ekki mikið.
19.04.2006 at 19:04 #549880Rúnar segir að ég fari með bull og þvælu. Eg sagði þó ekkert annað en það sem fram kemur á vefsíðu Toyota í Ástarlíu, sem ég vísaði á. Og ekkert af því stangast á við upptalningu Rúnars. Ég held að sumir hefðu gott af lesa hlutina yfir áður en þeir fara að taka stórt upp í sig. Ef ég vissi ekki betur, þá mætti ætla af þessum pistli að Rúnar hefði ekki hundsvit á því sem hann er að tala um.
Þetta með 30.000 km minnir mig að hafi verið eitthvað sem Benedikt Sigurgeirsson setti etthverntíman á spjallið, en það er ekki útilokað mig misminni, ég nennti ekki að reyna að fletta þessu upp. En það stendur eftir að það eru 9 eða 10 ár síðan hætt var að framleiða TLC-80.
-Einar
19.04.2006 at 19:17 #549882Eins og ég vísaði til hér áður (sjá mynd)…
Það má vera að spænskan mín sé eitthvað orðin ryðguð en [url=http://www.toyota.com.ve/showroom/vx_autana/index.html:obi4cs1p]myndirnar[/url:obi4cs1p] standa samt fyrir sínu. Reyndar ekki með dísel en hljóta að teljast nothæfir samt.
19.04.2006 at 19:22 #549884[img:2gbvdmz7]http://www.toyota.com.ve/media/vees/images/showroom/land_cruiser_80/tdv_txb_vx_main.jpg[/img:2gbvdmz7]
Er þetta ekki TLC-100? Mér sýnist rassinn á honum allavega vera öðruvísi en á LC-80. 😉
Við nánari skoðun virðist mér reyndar að það sé ennþá verið að setja saman TLC-80 í Suður Ameríku. En slíkir bílar hafa enn sem komið er ekki ratað til íslands. Kannske er hér tækifæri fyrir framtakssama einstaklinga, að flytja þessa bíla hingað. Stýrið er allavega réttu megin.-Einar
19.04.2006 at 19:39 #549886Þetta er 80 bíll
19.04.2006 at 21:25 #54988880 bíllinn er ennþá framleiddur í suður Ameríku en eingöngu bensín knúinn enda heitir hann Land Cruiser 4500 þarna suðurfrá. Bensín vélin er 4,5 lítra sexa 24 ventla en díslevélin er 4,2 lítra.
http://www.toyota.com.ve/showroom/vx_autana/index.html
19.04.2006 at 22:13 #549890Það er virkilega gaman að sjá viðbrögðin við vangaveltum mínum um væntanleg bílakaup. Greinilegt að sitt sýnist hverjum um þessar tvær ágætu tegundir af jeppum. Miðað við verðmuninn sem er á þessum bílum, gefum okkur að 44" LC80 árg. 1992 kosti 3 milljónir og 44" Patrol árg. 1992 1.6 milljónir þá er sennilega skynsamlegt að kaupa sér bara gamlan Patrol og geta sett einhverja aura í að gera hann betri, td. öflugri vél ofl. Þaðværi hægt að gera ansi margt fyrir mismuninn.
19.04.2006 at 23:21 #549892það er allt of mikið.vinur minn keyfti 92 80 cruiser á rúmar 2 mill 44"þannig að þetta er full mikið að því góða þú færð sennilega 96 árg 24 ventla disel
á um 3 millur.
kv tt
19.04.2006 at 23:34 #5498941. Hvað gæti verið eðlilegt verð fyrir 44" breyttan Patrol árg 92-94. Er ekinn 270 þ.km og er á38"
2. Hvað geta menn ímyndað sér að það kosti að breyta LC 80 af 38" í 44" með öllu.
19.04.2006 at 23:38 #549896Sæll Sveinn
Blessaður láttu ekki þessa ofurjeppasjúklinga hérna á vefnum telja þér trú um að LC80 þurfi að vera á 44" til að mega fara með hann í snjó
Miðað við áætlaða notkun hjá þér í fyrsta pósti þá ættirðu að fá þér LC80 á 38" en svoleiðis bíl ættirðu að geta fengið á rúmlega 2 millj.
Þessir bílar drífa gommu á 38" þrátt fyrir að vera bölvaðir hlunkar og eru frábærir í allan akstur á sumrin líka.
Ef þú ætlar í gamlan Patta þá gætirðu sparað þér enn meira og fengið þér þér Patrol á 38" á ca 1100 þús, þú kemst flest allt á vel breyttum svoleiðis bíl og ekki láta neinn segja þér annað.
Útgerðin á svona gömlum 44" Patta (og LC80 ef út í það er farið) er talsverð umfram 38" og þá er ég ekki einu sinni byrjaður að tala um hversu leiðinlegt er að keyra hann á 44" off mountain
kv
Agnar
20.04.2006 at 00:23 #549898Sælir.
Í sambandi við verðmuninn dettur mér í hug setning sem vinur minn missti útúr sér í svipaðri umræðu. Hann sagði: "Ástæðan fyrir því að Toyotan er svona dýr er ekki eingöngu vegna þess að þetta eru góðir bílar með lág bilanatíðni, heldur ertu líka að borga fyrir þá frábæru þjónustu sem P.Sam. veitir þér ef eitthvað kemur uppá". Ég vil taka það fram að sá sem sagði þetta á 38" Patta.Kv.
Ásgeir
20.04.2006 at 00:50 #549900Sveinn……..
Byrjaðu bara á einum svona 38" og auktu getuna í 44" þegar rétti tíminn er kominn. Þú færð svona bíl á 38" frá 1600 þús til 2,2 millj 92-94 model. Og verður sæll með kraftinn.
Sja: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/458
Kv ice
20.04.2006 at 00:57 #549902Hvernig er með lc80, 44 tommu dekk og 4.88:1 hlutföll. Er sjálfskiptingin alveg að þola þetta með aukakælingu?
(ekkert diss, bara að spöglera)
-haffi
20.04.2006 at 01:32 #549904 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.