Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Land Cruiser 80 eða Patrol
This topic contains 67 replies, has 1 voice, and was last updated by Smári Sigurbjörnsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2006 at 21:19 #197791
Ég er að spá í að fá mér breyttan jeppa. Spurningin er bara, þar sem ég er aðdáandi Japanskra bifreiða, hvort á ég að fá mér LC80 eða Patrol 3.0. Þarf ég að fara í 44″ eða duga 38″?
Ég er kannski ekki sá aðili sem er á fjöllum um hverja helgi en heldur ekki sá sem vill vera í hjólförum annarra. Hvað þarf ég að ganga langt í breytingum? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.04.2006 at 21:30 #549826
Þú verður að fá þér 44 tomu ef þú ætlar að vera á þetta þungum jeppa og ekki í förum. Það er alveg ljóst.
18.04.2006 at 21:41 #549828Sæll.
Það skiptir eiginlega ekki máli hvaða tegund þú velur, báðir þurfa þeir 44" til að virka vel.
Hvor gerðin er betri en hin er mjög mikið álitamál manna á milli.
Ekki fyrir löngu stóð ég í sömu sporum og þú þ.e. vantaði annan jeppa og voru þeir á svipuðu verði, patti og LC80, og eftir reyndar mjög stuttar pælingar valdi ég LC80. Fyrir mér var valið frekar auðvelt og eru margar ástæður fyrir því vali sem ég ætla ekki að tíunda frekar hér.
18.04.2006 at 21:52 #549830Ef ég man rétt þá eru 10 ár síðan framleiðslu á LC-80 var hætt. Framhásingar og drif á þessum bílum þola ekki þunga bílanna með 44" dekkjum, og það kvað þurfa að taka vélarnar upp (stangarlegur á sveifarásnum) á 30,000 km fresti.
Og það það þarf hrausta pyngju til þess að reka patrol með 3.0 vél, sem komin er úr ábyrgð. Það eru betri kostir í boði heldur en þessir tveir.
-Einar
18.04.2006 at 21:55 #549832Erfitt val, fyrir sama pening færðu nýrri Patrol eða það var allavega raunin fyrir mitt verðbil þegar ég var að bera þá saman. Eftir langar pælingar og skipti oft um skoðun þá endaði ég með að kaupa LC80. Tveimur mánuðum síðar sé ég ekki (ennþá) eftir því.
Það er sennilega meira úrval af Patrol en LC80 og því meiri buyers market Nissan megin en örugglega hægt að gera góð kaup ef maður tekur sér góðan tíma og leitar vel og velur rétt. Það má örugglega segja að einstaklingsmunur innan tegundar sé meiri en tegundarmunurinn, svo maður gerist nú dipló… Passaðu þig bara á að detta ekki í trúarbragða-dogmað 😉
May the force be with you.
18.04.2006 at 22:00 #549834Það eru engin vandamál á LC80 24v hvorki stangalegu né annað, þetta er hugsanlega einn traustasti, aflmesti og sparsamasti motorin sem er notaður í þessari jeppa flóru hér heima. Eini veikleikin sem LC80 hefur er að hann hefur ekki sterkt framdrif og að sama skapi hefur Patrol sína galla sem eru síður en svo betri þannig að það má pæla fram og til baka…
18.04.2006 at 22:19 #549836Hafa menn þá ekki verið að skipta út framhásingunni fyrir eitthvað sterkara.
Maður hefur nú verið að heyra að vélarnar í LC séu mjög sterkar og endingargóðar. Var þetta ekki galli í stangarlegum sem Toyota menn lagfærðu.
Ég verð fyrir mitt leyti að viðurkenna að mér finnst Patrolinn hundleiðinlegur bíll. Búinn að keyra hann óbreyttan í 2,5 ár. Átti 1994 patrol áður sem var heldur ekki skemmtilegur. Ég er mikið spenntari fyrir LC bílnum, sérstaklega þegar hann er kominn á alvöru skó.
18.04.2006 at 22:21 #549838Svona eftir einn kaffibolla og smá pælingar þá gæti einnig verið sniðugt að spá í LC90 og þá breyta honum á þá veru að setja hásingar af volvo c303 undir og 38-42" þetta dæmi gæti verið spennandi og svona jeppi myndi ekki drífa minna en LC80 eða patrol á 44" þvert á móti eflaust meira. Eða hvað heldur þú Guðni á sigló.
18.04.2006 at 22:22 #549840svo er það líka þannig að ef maður æltar að kaupa 44 tommu breyttan svona bíl, þá er í flestum tilfellum búið að laga gallanna á LC, þ.e. setja sterkara framdrif í hann. En því miður eru í fæstum tilfellum búið að laga gallanna í patrol, en það er jú töluvert meira mál að setja almennilega vél í bíla heldur en að skipta um drif 😀 Annars finnst mér patrol frábærir bílar og ég er búinn að ferðast mikið á þannig. En ég myndi aldrei nokkrun tíman kaupa hann með þessum vélum sem eru í boði og meðan umboðið stendur sig eins og það stendur sig.
En draumabílinn minn væri samt sem áður patrol með LC 100 vél sem væri hægt að kaupa alla varahluti í þegar mér dytti það í hug.
18.04.2006 at 22:23 #549842Viltu skýra okkur patrolmönnum, hvað þú átt við með þessu síðasta innleggi þínu.
Kveðja.
Elli.
18.04.2006 at 22:28 #549844Sæll Elias.
Áttu við LC90 eða "Patrol sína galla sem eru síður en svo betri"
Ef þú átt við það seinna þá kemur nokkuð vel fram hjá Baldri hvað ég hugsaði.
18.04.2006 at 22:38 #549846Þið bræður í Toy bullið bara eins og venjulega.
Ég vil ráðleggjja fyrirspyrjenda að fara í túr með félögum á mismunandi bílum og fá þannig eigin reynslu. Síðan er að taka ákvörðun sem þú ert sáttur við.Kveðja.
Elli.
18.04.2006 at 22:42 #549848Sæll Benedikt.
Það væri gaman að heyra hverjar voru helstu ástæður þess að LC80 varð fyrir valinu hjá þér
18.04.2006 at 22:45 #549850Sæll aftur, ég held að menn ættu að hafa eitt og annað í huga áður en þeir kaupa sér patrol. ( ps mér er persónulega nokkuð sama hvaða merki er á mínu bíl svo lengi sem hann uppfyllir mínar kröfur) Þar af leiðandi er ég gjörsneiddur þessum Patrol/ toyota ríg og bulli. Að vera á 3.0 lítar Patrol er álíka gáfulegt og taka þátt í maraþon með hjartagalla og stefna á sigur. Það er dæmt til þess að fara illa. Patrol er einfaldlega með ónýtar vélar, varahlutaverð eingöngu á færi mann í íslenskri útrás erlendis. Þ.a.s ef varahluturinn er til hjá pöntunarfélaginu Ingvari Helgasyni einsog patrolmenn kalla þetta umboð. Ég hef smá reynslu af því, þar sem ég er með Isussu vél. Ekkert til af því sem mig hefur vantað.
Við í Rottugenginu erum 10 á jafn mörgum jeppum. Þar af eru 4 Patrolar. Á liðnu ári er búiða að tak upp eða skipta um vélar í 75% þeirra en engum af hinum og eru það jeppar af ýmsum tegundum. Svo hugsaðu þig vel um áður er þú ferð og kaupir Patrol. Ella vinkona mín, getur sagt þér söguna af því þegar upptekningin á vélinni og túrbínu í hennar Patrol kostaði 1250.000. Það er hægt að kaupa mörg Toyota drif fyrir þann pening.
18.04.2006 at 23:06 #549852Sveinn.
þarf ég að segja eitthvað meira eftir þennan ofsalega pistil hér að ofan?, þetta er bara svona. Því er við þetta að bæta að JÁ ég er búinn að eiga patrol! sem sannarlega hafa sína kosti (held ég man reindar ekki eftir neinum í bili?) eins og flestir jeppar en NEI TAKK EKKI AFTUR! Þegar þú hefur einusinni farið á LC80 24v á fjöll þá munt þú öruglega ekki sætta þig við að fara á öðru.
Hugsaðu svo málið Villt þú eiga á hættu að fá 1250Þ kr reikning í andlitið! ekki það að Toy motorar geta eflaust hrunið líka en staðreindin er sú að það eru minni líkur á að það gerist.
18.04.2006 at 23:22 #549854Svona að öllu gríni sleptu ef ég á að gefa þér eitthvað marktækt ráð burt séð frá Toy versus patr. þá væri það að fara á sölur og fá að prufa jeppa og kaupa þann sem þú fílar mest. Og mæli ég eindreigið með að þú skoðir frekar eldri gerðir af patrol þ.e 92-97 árg og í LC80 þá ef þú kemst yfir 24v þá er það betri kostur fram yfir 12v. Drifgetan ræðst svo á ökumaninnum.
Leifi mér þó strags að óska þér til hamingju með nýja LC80
18.04.2006 at 23:29 #549856Sæll aftur Benedikt.
Takk fyrir góðar ráðleggingar.
Hvenær kemur LC80 fyrst með 24v vélina
18.04.2006 at 23:44 #5498581995 og sennilega er ennþá 24v vélar í LC80 bílunum sem eru framleiddir fyrir ákveðin markaðssvæði enn þann dag í dag 😉
19.04.2006 at 08:23 #549860Það var hætt að framleiða 80 landkrúserinn þegar 100 bíllinn kom, sem ég held að hafi verið 1996.
Í [url=http://lc100.toyota.com.au/toyota/vehicle/Content/0,4664,1984_704,00.html:wee0a6xu]Ástralíu[/url:wee0a6xu] ( og sjálfsagt víðar), er TLC100 boðinn með 2 díselvélum sem eru báðar 4.2 lítrar, 1HZ sem er túrbínulaus, 12 ventla og með hefðbundnu olíuverki, 129 hestöfl. Bílar með þessari vél eru með hefðbundnum millikassa (ekki sídrif) og hásingu að framan og miklu ódýrari en bílar sem eru með túrbínu og millikæli eða 8 strokka bensínvél.
Hin díselvélin heitir 1HD-FTE, er 24 ventla og með túrbínu og millkæli, rafeindastýrðri innspítingu og skilar um 200 hestöflum.
Stangarleguvesenið stafar væntanlega af því að sett var túrbína á vél sem ekki var hönnuð fyrir það.
-Einar
19.04.2006 at 09:10 #549862Ég var í þessum sömu sporum fyrir 5 árum, og gaf mér góðann tíma í valið. Endanlega valið var Cruiser 80.
Jújú….rökin með og móti cruiser eða patta voru mímörg.
Cruiserinn hafði það á móti sér að það þurfti að skipta um stangalegur í sirka 150 þúsund kílómetrum annars færi illa og eftir það í sirka 100þ kílómetra fresti svona til öryggis. Framhásingin væri ekki nógu sterk í crusernum, var einn punkturinn. En aftur á móti þá væri þar nægt vélarafl og annað kram frekar sterkt og bíllinn alveg draumur að öðru leiti.
Nú pattinn hafði það með sér að vera með sterkar hásingar og engar sögur fóru af kassavandræðum en vélarnar voru hlutir sem af fóru vægst sagt slæmar sögur. Þær voru hrynjandi út og suður og verksmiðjan skipti út vélum í einhvejum módelum. Heddin voru að springa og enginn patrol komst eitthvað til ára sinna sem hafði verið breittur öðru vísi en að vélin hafði ekki hrunið eða heddin. Annað með pattann var það að enginn gortaði af kraftinum, þær voru vélarvana miðað við stærð og þyngd bílsins.
Að velja milli þessara tveggja kosta var ekki auðvelt fyrir mig fyrr en ég fékk að keira báðar þessar tegundir. Þá fann ég muninn og hreinlega nennti ekki og gat ekki hugsað mér að kaupa bíl sem ég ætlaði að eiga í mörg ár og væri alveg vélarvana.
Ég er búinn að vera lengi í vélsleðamennskunni og það leiðinlegasta sem maður lendir í er að vera á kraftlausu tæki. Því varð valið Cruserinn hjá mér og ég sé ekki eftir því, þó hann sé kannski ekki fullkominn en kostirnir eru mun fleiri að mínu mati en í pattanum.
Kv ice
19.04.2006 at 09:42 #549864LC100 var kynntur til sögunnar 1998. Grind og öxlar úr 80-línunni voru notaðir í bíla á ákveðnum markaðssvæðum sem er oft kallaður LC105 (t.d. Ástralíu). [url=http://www.brian894x4.com/LC80Venzblue3.gif:u2cc0gex]Hér[/url:u2cc0gex] er síðan mynd af árgerð 2005 frá Venezúela af… 80-línunni.
Díselvélin í mínum (1991) er 1HD-T sem er þá væntanlega 1HD originalinn með turbo "bolt-on". Það ættu því að vera á þessum 15 blaðsíðum sem ég fékk af viðhalds- og varahlutakaupasögu frá Toyota 10-11 sett af stangarlegum (samkv. kenningu eik m.v. 330þ.km akstur). Eða kannski nær því að vera [url=http://www.safari4x4.com.au/80scool/tech/td_bearings.html:u2cc0gex]þrjú[/url:u2cc0gex]? (eina dagsetning á þessari síðu er 1997). Þarna er síðan spurning hvort aftermarket hlutir myndu endast betur? Originalhlutirnir voru úr áli e.t.v. hægt að fá frá öðrum aðilum heppilegri málma.
All in all… ekki dauðadómur en mínus þó sem fór í kladdann hjá Toyota.Olíuþrýstingur hins vegar á bílnum hjá mér er vart mælanlegur við lítil álag (fer í 1/4 við álag eða þegar vélin er köld) þannig að maður ætti kannski að skoða þetta fljótlega 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.