Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › LAND CRU 80 HVERNIG BREYTINGAR
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.11.2003 at 19:56 #193162
AnonymousÉg var að kaupa mér land cruser vx 80.
Langar að breyta honum fyrir 38″ ekki neina öfga breytingu
(fátækur námsmaður).
Hvernig er þeim yfirleitt lyft og hvað mikið.
Er einhver möguleiki á notuðum köntum.
þarf ég að lækka hlutföll (er sjálfskiftur).
Bíllinn er að vísu úrbræddur borgar sig að gera þessa vél upp eða fá aðra. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.11.2003 at 21:05 #480386
Talaðu við strákana í Bílar og Hjól í Njarðvík 421-1118 þeir hafa verið að breyta svona bílum og ég veit að þeir eiga 1 eða 2 ódýr sett af köntum á svona bíl. hugsa að það borgi sig að gera þennan motor upp gætir annars lent í sömu málum fljótlega ! en veit ekki hvað hann er slæmur hjá þér
stjáni
15.11.2003 at 01:00 #480388Sæll KOH.
Ég veit varla hvað skal segja, það svara þér enginn um þessar breitingar sem þú spyrð um. Þetta svarleysi stafar væntanlega af því þú kynnir þig sem (fátækan námsmann) innan sviga. Að byrja með cruser 80 með ónýta vél og ætla líka að fara að breita honum. Manni fallast hendur við að svara þessu. Vélarupptekt kosta væntanlega einhverja 500 þús til eina milljón. Ég vann allr mína breitingar sjálfur og slapp með 600 þúsund. hvað fátækur námsmaður hefur að gera útí svona bransa veit ég ekki, kannski aðrir geti svarað því. Þú kemst ekki framhjá mjög dýrum liðum í upphækkun, dekk, felgur, brettakantar. Geturðu unnið eitthvað sjálfur??? menn fara ymsar leiðir, boddýhækkun 4". Hásingarfærlur 13-15 centimetra. Boddyhækkun 2" og síkkun á stífum 2". Þú verður bara að kynna þér allar hliða á þessu og fara þá leið sem þér hugnast best og telur ódýrasta. En það er bara engin leið ódýr…….gangi þér allt í haginn. Ef þú vilt sjá hvað ég gerði þá kíktu á þennann link.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=523
Kveðja Ice
15.11.2003 at 01:25 #480390Sæll aftur KOH.
Ég gleymdi því að hlutföllum þarftu ekki ð breita af því hann er með lægri flutföll sjálfskiptur.
Kv ice
15.11.2003 at 06:32 #480392Það er líka rétt að hafa það í huga að þessi bíll er of þungur til að fljóta þolanlega í snjó á 38" dekkjum, sérstaklega að aftan, og framhásingin er of veikbyggð fyrir 44" dekk.
-Einar
16.11.2003 at 18:01 #480394
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Úff, viljið þið ekki bara ráðleggja manninum að hlekkja sig við hræið og ýta því í sjóinn. Ég meina að fátækur námsmaður hafi ekkert í sportið að gera.
Látum hann ákveða það sjálfann.
Og að Cruser fljóti ekki á 38" og þoli ekki 44", Ha? til hvers er þá öllum þessum cruserum breytt.Ég segi bara til þín KOH, gerðu það sem þér sýnist og ekki láta svartsýnisraddir draga úr þér kjark. Ég myndi setja í bílinn V8 350, en þar er Chevrolet hluti heilans að störfum hjá mér.
16.11.2003 at 21:56 #480396ef þetta er rétt að það kosti 5-800þús að gera upp vélina
held ég að þú ættir að skoða það að setja 6,2 eða 6,5 GM
tdi í vélarsalinn
kv HSB
16.11.2003 at 22:29 #480398
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
6,2 eða 6,5 í þennan eðalbíl, er ekki allt í lagi ?
Úrbræddur ? Er þetta ekki bara stangarlegur komnar á gjalddaga, varla er vélin ónýt ? Ef hún er ónýt láttu þá bara flytja svona vél inn frá Germaníu eða nágreni og skrúfaðu hana beint í…. en í öllum bænum ekki fara að mixa eitthvað drasl í þennan bíl, þá fyrst verður hann 0.- virði og aldrei til friðs. Það eru flottar vélar (Yamaha/Toyota/Yanmar !) í þessum bílum original og þú býrð til mun fleiri vandamál en þú leysir með því að fara í eitthvað V8 Great Mistake ævintýri.
Ef þú ert blankur námsmaður þá lagaðu bílinn og hafðu hann eins og hann er þar til þú átt milljón í þetta breytingadæmi, eða seldu hann og kauptu eitthvað sem passar fjárhagnum betur.
16.11.2003 at 22:54 #480400
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Auðvitað er það tilfellið að hann verður einskis virði ef þú setur í hann V8, það er frekar eitthvað til að gera við verksmiðjuúrbræddann patrol.
16.11.2003 at 23:56 #480402Smá skilaboð til Brekkans.
Ekki vera með þessa upphrópanir Brekkan þó ég furði mig á að fátækur námsmaður ráðist í þetta verkefni. Komdu frekar með vitrænar lausnir ódýrar ef þú getur. Ég benti honum ekki á sjóleiðina þína, ég benti honum á að kynna sér hvaða leiðr hann hefur færar sem blankur námsmaður. Ég held að þetta sé erfitt verkefni fyrir hann nema hann eigi góða að.
Kv ice
17.11.2003 at 09:00 #480404Ég myndi ekki hika við að reyna að skipta honum út fyrir gamlan Fox, það er eitthvað sem hentar fjárhagnum betur.
17.11.2003 at 10:41 #480406Þar sem maðurinn var að spyrjast fyrir um breytingar á Landcruiser 80 en ekki að biðja um fjármála ráðgjöf ákvað ég að svara því, ef hann í framhaldinu vantar ráðgjöf um fjármál held ég hann ætti að leita annað.
Þessum bíl er hægt að breyta á mjög ódýran máta og er líklega ódýrast að fá bara 10cm klossa undir gormana, síkka stífur og lengja dempara.Það þarf ekki að lækka hlutföll í þessum bíl þar sem orkan er nóg(þ.a.e.s. þegar vélin er komin í lag) og lága drifið er mjög lágt.
Varðandi vélina er ekki gott að segja án meiri upplýsinga, en ef ekki borgar sig að gera við hana væri sniðugt að fá 24 ventla vélina í staðinn.
En ef þú gefst upp á verkefninu verða nógir um að vilja losa þig við vandamálið, þar á meðal ég.
Kv. Smári.
18.11.2003 at 21:48 #480408
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég þakka þér fyrir myndirnar iceman.
held að ég leggi ekki í þessar breytingar strax ætla að kanna hvað kostar að hækka hann eins og smaris var að tala um, ódyra upphækkunar klossa á gorma.
get sjálfur síkkað stífur og sennilega lengt dempara.
ef þessir upptalning er ekki dýr og ég fengi notaða kanta þá yrði ég í góðum málum því ég á 38"mödder á felgum.með vélina er ég ekki búinn að kanna en seljandinn sagði að hún væri ekki föst (hann hélt að stangalegur væru farnar) en hann sagði að nýlegt hedd væri á vélinni.
vona bara að ég verði heppinn með vélina svo fjárhagurinn leyfi þetta, á ekki 600-800 þús í vélar upptekt
vitið þið, þarf ekki öruglega að setja tvöfaldan lið á framdrifskaftið ef þessi leið er valin
14.10.2004 at 16:04 #480410
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú er ég búinn að keyra í allt sumar á skólabílnum mínum með nýja vél og búinn að breita vantar samt læsingar í hann, kom myndum í albúmið mitt. það er búið að setja dökkar rúður eftir að myndirnar voru teknar.
14.10.2004 at 16:38 #480412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Glæsilegt og til hamingju með þetta.
En hvernig er það, fékkstu aðra vél, hvað kostaði hún ef þú villt upplýsa og hvað var hún ekin??
Jónas
14.10.2004 at 17:09 #480414Flottur bíll. Það væri gaman að sjá myndir af breytingunum og því sem þú ert búinn að gera fyrir hann – og auðvitað svona sirka kostnaðaráætlun. Það væru örugglega margir þakklátir, jafnt námsmenn sem aðrir.
Kv.
Einar Elí
17.10.2004 at 23:05 #480416
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vélina fékk ég nýja hjá toyotu, fékk bara blokk með öllu nýju í, verð með öllu ca.600.000kr. ( heddið var bara 2 ára).
ég á ekki digital myndavél svo það gæti verið erfitt að sína myndir af breytingunum þessar sem komnar eru tók skólafélagi minn í fyrra.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.