FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Lak mössun

by Óskar Andri Víðisson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Lak mössun

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason Hjörtur Sævar Steinason 16 years, 10 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.07.2008 at 13:18 #202625
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant

    Sælir félagar
    .
    Hvernig og hvað þarf maður til að massa lakk á 10 ára gömlum bíl á sem ódýrastan og einfaldastan máta…. mössunin þarf að virka því að þetta snýst um að vinna niður „listaverk“ sem var teiknað á bílin með járnhlut í barnaafmæli…
    .
    Kv.
    Óskar Andri

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 03.07.2008 at 13:19 #625322
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    þetta átti náttúrulega að vera lakk mössun en ekki lak mössun….
    .
    (c:þ
    .
    Smá galli að geta ekki lagað fyrirsögnina….





    03.07.2008 at 13:35 #625324
    Profile photo of Kristján Már Guðnason
    Kristján Már Guðnason
    Member
    • Umræður: 117
    • Svör: 660

    talaðu við lakkdeild í n1 og útskýrðu fyrir honum hvað þú ætlar að gera en ég hef verið að nota massann frá þeim og virkar fínt og svo þarftu massavél því það er líklegt að þú verðir marga daga að þessu með höndunum en ef rispurnar eru djúpar og ná gegnum litinn nærðu ekki að massa þetta en annars gætiru náð því
    en ef ég segi einsog er þá þurfa rispurnar að vera mjög grunnar til að ná að massa þær gætir jafnvel þurft að slípa fyrst með 800 vatnspappír og svo 2000 yfir og síðan massa en farðu varlega því það er líka mjög auðvelt að gera þetta enn verra en þetta er en um að gera prufa bara og fara varlega en hvernig litur er þetta veistu hvort hann er 1 eða 2ja þátta?
    kv. Kristján





    03.07.2008 at 13:50 #625326
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    held að það sé ekkert vitað um lakkið, þetta er Isuzu trooper frá ameríku… líklegast orginal lakk…. ætli maður verði ekki bara að experimenta eitthvað…





    03.07.2008 at 14:06 #625328
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Ég mundi ráðleggja þér að tala við hann Benna Kaupfélagsstjóra. Hann var að massa bílinn sinn og er hann sem nýr. Hann er með einhverjar voða græjur í þetta og gæti örugglega ráðlagt þér með efni og aðferðir.

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    03.07.2008 at 22:06 #625330
    Profile photo of Andri Þorláksson
    Andri Þorláksson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 20

    Eru rispurnar komnar niður í járn eða grunn?
    Ef svo er þá held ég að það þýði lítið að reyna massa það úr.
    Ef þetta er bara glæruni / litnum getur þú ábyggilega reddað þessu, en ég myndi ekki fara undir 1200grita pappír í að pússa á þetta. Og nota sæmilega af vatni.
    Svo er auðvitað best að vera með mössunarvél í þessu en ef ekki geturðu bara notað medium massa og fína tusku.

    Og ef þú ætlar að leyta þér upplýsinga um þetta hjá málningarfyrirtækjunum myndi ég persónulega ekki fara í N1. Þú getur alveg eins spurt bensínafgreiðslumann hjá N1 einsog suma þarna í lakkdeildinni.





    03.07.2008 at 23:37 #625332
    Profile photo of Róbert Örn Albertsson
    Róbert Örn Albertsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 39

    Ég myndi kaupa mér mössunarpúða framan á slípirokkinn og væna túpu af tannkremi eða massa hvort sem er ódýrara og bara passa að stoppa ekki lengi á sama stað. Svo bara bóna vel.





    04.07.2008 at 08:05 #625334
    Profile photo of Kristján Már Guðnason
    Kristján Már Guðnason
    Member
    • Umræður: 117
    • Svör: 660

    það er 1 maður sem hefur vit á þessu hjá lakkdeild n1 ég man bara ekki nafnið á honum einsog er en talaðu við þá í poulsen bara en með að slípa þetta að þá virkar mjög vel að fara með 800 fyrst og svo 2000 eða allavega ef þú þarft að vinna þetta eitthvað niður en ef þessar rispur eru ekki að ná í gegnum glæruna þá er nóg að byrja á 1200 og fara svo í 2000 bara vera með fötu af vatni og ágætt að hafa vaskaskinn til að bleyta láttu sandpappírinn liggja aðeins í vatninu (10-15 mín) en þetta er mín aðferð og hefur alltaf virkað mjög vel
    kv. Kristján





    04.07.2008 at 11:28 #625336
    Profile photo of Sigfús Harðarson
    Sigfús Harðarson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 146

    Ég gerði þetta á Grand cherokee 1995 sem ég á í fyrra . Lakkið var orðið ferlega ljótt, kústrispur ofl. Ég talaði við þá Poulsen og þeir seldu mér efni í mössun: 1 grófan massa, 1 fínan massa og púða fyrir hvorn massann. Kostaði ekki mikið. Síðan fékk ég lánaða loftgræju hjá félaga mínum. Síðan bara var ég með vatn í úðabrúsa og úðaði í púðan og á lakkið á meðan ég massaði. Getur verið smá sóðaskapur af þessu. En árangurinn var vonum framar, margir héldu að ég hefði látið sprauta hann. Bara ekki massa lengi á sama stað og ekki nota brúnina á púðanum þá spæniru upp glærunni helvíti hratt og getur farið í gegnum hana. Maður verður að láta tilfinninguna ráða hvað maður massar mikið. Enda hafði ég aldrei gert þetta áður og enga tilsögn. Þú getur séð einhverjar myndir af þessu í myndaalbúminu mínu og svo líka hér: http://flickr.com/photos/sigfushar/sets … 324894814/
    En ég mæli hiklaust með Poulsen, góð þjónusta.
    kv. Sigfús
    X-766





    04.07.2008 at 12:01 #625338
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    Takk félagar
    .
    Nú er bara að fara og finna til efni og græjur í þetta…. afþví þetta eru listaverk og undirskriftir :) á báðum hliðum og aftan á bílnum eftir lítið barn eru rispurnar jafn misjafnar og þær eru margar, megnið sýnist mér var bara eins og nudd á glærunni en eitthvað er greynilega rista djúpt. Ætlum að byrja á mössun og sjá hvernig það verkar.
    .
    Kv.
    Óskar Andri





    05.07.2008 at 00:32 #625340
    Profile photo of Hjörtur Sævar Steinason
    Hjörtur Sævar Steinason
    Participant
    • Umræður: 89
    • Svör: 1242

    Góðan daginn,
    það er nú alveg óhætt að treysta strákunum hjá N1, en þeir eru ágætir í hinum búðunum einnig.
    Kveðja Hjörtur og JAKINN.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.