Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Lagabreytingartillögur fyrir aukaaðalfund
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.10.2009 at 23:46 #207805
Í viðhengjunum er að finna annars vegar núgildandi lög félagsins og hins vegar þær lagabreytingartillögur sem lagðar verða fyrir aukaaðalfundinn þann 7. nóvember.
Ef félagsmenn hafa athugasemdir við þessar lagabreytingartillögur þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa þær málefnalegar. Allt það sem ekki er málefnalegt eða varðar ekki lagabreytingarnar verður fært af þræðinum til að auðvelda yfirsýnina.
[attachment=1:1dysw0x4]log_til_kynningar_2009.pdf[/attachment:1dysw0x4]
[attachment=0:1dysw0x4]log_ferdaklubbsins_2007.pdf[/attachment:1dysw0x4] -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.10.2009 at 00:00 #664128
Finnst það galli að geta ekki opnað skjalið heldur þurfa að vista það í tölvunni hjá mér, allavega
kv Lella
29.10.2009 at 00:03 #664130[quote="Lella":1h3xtmwn]Finnst það galli að geta ekki opnað skjalið heldur þurfa að vista það í tölvunni hjá mér, allavega
kv Lella[/quote:1h3xtmwn]
velja "open with" í stað "save" í sprettiglugganum þá opnast skjalið í acrobat (þ.e. ef þú notar það forrit til að lesa pdf skjöl).
29.10.2009 at 08:37 #664132Þetta er að mörgu leyti mjög til batnaðar frá síðustu tillögum, flest mjög gott. Það er þó eitt sem ég er ósáttur með og mun leggja fram breytingatillögu, ef ekki verður búið að breyta því í lagatillögunni, en það varðar aukafélagana. Það eru dæmi þess að bæði aðal- og aukafélagi leggi fram töluvert mikið starf fyrir klúbbinn jafnvel að báðir aðilar sitji í nefndum og er ekkert réttlæti í að aðeins annar sá aðili hafi atkvæðisrétt. Ég held að mikilvægara sé að umbuna þeim sem leggja fram starf fyrir klúbbinn, t.d. með þessari auka-aðild, heldur en að reyna að stoppa að aukafélagar hafi atkvæðisrétt. Ég hef reyndar ekki sé nein rök fyrir því. Ég mun því leggja til að 14. grein verði breytt:
14. grein
Félagi getur hver sá orðið sem áhuga hefur á markmiðum félagsins. Inntökubeiðni skal vera skrifleg og send stjórn félagsins. Sæki félagi um flutning milli deilda skal það tilkynnt skriflega til stjórnar og tekur flutningurinn gildi við upphaf næsta starfsárs.
Hver félagi getur skráð einn aukafélaga sem hefur sama lögheimili og aðalfélagi án sérstakrar aukagreiðslu fyrir hann. Aukafélagar hafa öll sömu réttindi og skyldur og aðalfélagar.Jafnframt verði 29 grein breytt þannig að:
"frá fullgildum félagsmanni" verði "frá félagsmanni". Sem þýðir auðvitað að aukafélagi geti lagt fram lagabreytingatillögur.Kv. Óli sem er í Litlunefnd og aukafélagi Didda sem er í Umhverfisnefnd
29.10.2009 at 09:49 #664134Ásgeir ég bara skil þig ekki, hvað er sprettigluggi ? fæ ekki upp möguleika "open with" ef ég hægri smelli og ekki ef ég vinstri smelli
kv Lella rífur ekki meira kjaft eftir 7. nóv ef þessi lög verða samþykkt
29.10.2009 at 10:27 #664136[quote="Lella":1cxq3gbl]Ásgeir ég bara skil þig ekki, hvað er sprettigluggi ? fæ ekki upp möguleika "open with" ef ég hægri smelli og ekki ef ég vinstri smelli
kv Lella rífur ekki meira kjaft eftir 7. nóv ef þessi lög verða samþykkt[/quote:1cxq3gbl]
þegar ég (vinstri) smelli á t.d. "log_til_kynningar_2009.pdf" í firefox, þá birtist þessi gluggi (sjá mynd).
[img:1cxq3gbl]http://www.f4x4.is/images/ff_gluggi.png[/img:1cxq3gbl]
29.10.2009 at 10:58 #664138Þetta kemur ekki svona í Explorer og afhverju í ósköpunum koma ekki innanfélagsmál undir virkar umræður ?
þannig að ef eitthvað er sett í innanfélagsmál þá sér það enginn ? held að það ætti að setja það í lög að henda þessari síðu út í buskann 😉
kv Lella
29.10.2009 at 23:19 #664140Mjög svo samála Ólafi skil ekki af hverju aukafélaginn er svona hættulegur, fyrir utan það að félögum í klúbbnum mun væntanlega fækka við þennan gjörning.
Annað sem ég er að velta fyrir mér af hverju er verið að færa stjórn klúbbsins nánast til alræðisvald í öllum vafamálum, ég verð að sega fyrir mína parta að mér finnst þetta stórt skref aftur á bak.
Kv. Þorgeir
30.10.2009 at 15:37 #664142í 12 grein er verið að gefa stjórn meiri rétt en aðalfundur hefur ???????
finnst það ekki alveg passa og hver ætlar að vera dómari ?
Kveðja Lella
03.11.2009 at 16:22 #664144Ég er tiltölulega sáttur við þessar lagabreytingar og finnst þær af hinu góða og skerpa á ýmsum atriðum.
Þó vil ég taka undir með Óla og Diddu og væntanlega fleirrum um aukafélaga,fjöregg klúbbsins eru þeir félagar sem eru virkir í nefndar og stjórnarstörfum og skila miklu og óeigingjörnu starfi í þágu allra klúbbfélaga og á það við jafnt um aðal og aukafélaga,þó finnst mér að ekki ættu að vera í sömu nefnd/stjórn bæði auka og aðalfélagi á sama númeri.
En í grunninn þá tek ég alfarið undir með Óla og Diddu og styð þeirra tillögu.
Kv Klakinn
04.11.2009 at 11:47 #664146Ég er algerlega ósammála Lellu um að það sé verið að gefa stjórn einhver óeðlileg réttindi með 12. gr.
Það er verið að opna fyrir möguleika á að endurskipa nefnd á milli aðalfunda ef hún reynist óstarfhæf – það getur t.d. verið vegna átaka innan nefndar eða með því að eitthvað hafi breyst hjá mönnum þar sem að þeir hreinlega geta ekki sinnt starfinu.
Stjórn getur því breytt fastanefnd á eftir aðalfund og fram að næsta aðalfundi sbr vísan í 11 gr.
Ég sé ekki að þetta þurfi að vera vandamál – stjórnin er að sjálfsögðu sjálf dómbær á það hvort að nefnd er starfhæf eða ekki og tekur sínar ákvarðanir út frá því. Síðan verður hún að leggja þá ákvörðun sína í dóm næsta aðalfundar – sé engin vandamál þarna.
Varðandi aukafélaga þá finnst mér þetta farið að verða verulega ruglingslegt… Er aukafélagsaðild almenn í sambærilegum félögum ? Ég veit að þetta er svo í Útivist og þar verður aukafélaginn að greiða hálft árgjald til að fá sömu réttindi og aðalfélagi.
Og svo spyr maður sig Af hverju á aðili sem skráir aukafélaga að hafa Tvöfalt vægi á við hinn sem er bara einn Út á sama félagsgjald ? Mér finnst það í raun jafn fáránlegt og öðrum virðist finnast sjálfsagt að aukafélagar fái sömu réttindi og aðrir… Frítt !
Ég er þeirrar skoðunar að það ætti einfaldlega að sleppa þessum aukafélaga alveg, það yrði að vísu eftirsjá í þessum TVEIMUR áukafélögum sem eru starfandi fyrir klúbbinn en…. Því finnst mér það vera mjög vel gert við þá félagsmenn sem hafa skráðan aukafélaga að halda því inni og að þeir fái að njóta þeirra afsláttarkjara sem fylgir félagsskýrteininu.
Ef að sú tillaga kemur fram að aukafélagar fái full réttindi án sérstaks gjalds mun ég leggja fram tillögu um að þeir sem ekki hafa skráðan aukafélaga fái 50 % afslátt af félagsgjöldum. Að öðrum kosti er ekki jafnræði á milli Jóns og aukaJóns !
Benni
04.11.2009 at 21:26 #664148Ég er algjörlega ósammála þér í öllu sem þú segir Benni 😉 og ég get ekki séð að afsláttarkjörin séu einhver gulrót að ganga í félagið í dag. Ég fæ allvega meiri afslátt af kaffinu á minni Shellstöð ef ég sýni ekki 4×4 skirteinið.
og með nefndirnar, HALLÓ aðalfundur er æðsta vald klúbbsins, menn hafa sagt sig úr nefndum ef sú staða hefur komið upp hjá þeim og þá hefur það ekki verið vandamál fyrir flestar nefndir að fá mann í staðinn, en að gefa Stjórn heimild til að skipta út mönnum sem eru kosnir á aðalfundi, ja kannski ef þeir eru ekki sammála stjórn eða einstökum nefndarmönnum ?
En allavega þakka ég fyrir mig og reikna með að þið verðið algjörlega laus við mig eftir laugardagskvöldið bæði í orðum og gjörðum ef þessi ógjörningur sem nýju lögin eru ganga eftir
Kveðja Lella aðalfélagi og bráðum fyrrverandi félagi
04.11.2009 at 22:51 #664150Benni mér fynst þetta jaðra við hræsni hjá þér í sambandi við aukafélagan þar sem þú stóðst að þessum breytingum á sínum tíma og sást ekkert athugavert við lögin þá, hvað hefur breyst síðan.
Stjórn á aldrei að hafa meiri völd en aðalfundur og ég skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að halda því framm að það sé í lagi, eru við þá ekki á leið til einræðisstjórnar þar sem einkavinapólutíkinn ræður ríkjum og þeir sem falla undir réttu formerkin eru valdir sem skósveinar stjórnar.
Aðalfundur á alltaf að vera sá hornsteinn sem félagið byggir á, það fylgir því að vera í frjálsum félagasamtökum.
Ég veit svosem ekki hversvegn ég er að rýfa kjaft hérna það les þetta nánast til enginn.
Kv. Þorgeir
05.11.2009 at 00:49 #664152Ég er nú þannig gerður að ég get auðveldlega skipt um skoðun ef að færð eru nægjanlega góð rök fyrir breytingum.
Þegar að reglurnar um aukafélaga voru settar inn í lögin var það vegna þess að aukafélagar voru til í kerfi klúbbsins en ekki var neitt til um þá í reglum eða lögum. Þá voru meðal annars dæmi um að 3 -4 aukafélagar væru á eina félagsaðild.
Það hefur síðan í för með sér augljósan galla að auka og aðalfélagi hafi sömu réttindi, galla sem að ég áttaði mig í það minnsta ekki á á þeim tíma. Þess vegna held ég að það þurfi að skerpa á þessum reglum og mér finnst óeðlilegt að sumir félagar geti fengið tvö atkvæði á meðan að aðrir fá bara eitt fyrir sömu aðild. Þetta er álíka undarlegt og ef að ákveðinn hluti hluthafa í fyrirtæki hafi tvöfalt vægi á við aðra þrátt fyrir jafn stóra hluti. Og í raun er þetta jafn kjánalegt og að vestfirðingar hafi tvöfalt vægi á við Reykvíking í alþingiskosningum.
Annars er ég með skráðan aukafélaga og nýti þá afsláttarmöguleika og myndi því ógjarnan vilja fella þá niður.
Svo skil ég ekki enþá þetta með 12 greinina – hvers vegna erum við að kjósa stjórn ef henni er ekki treystandi til að taka nauðsynlegar ákvarðanir á milli aðalfunda ? Við treystum henni til að ráðstafa milljónum af fé klúbbsins og við treystum henni til að verja hagsmuni jeppamanna, en við treystum henni ekki til að taka á vandamálum sem upp kunna að koma í innra starfi klúbbsins…. ég á erfitt með að ná þessu.
En annars finnst mér magnað hvað er hægt að finna mikið að þessum lögum – sérstaklega þar sem að það voru lagðar fram breytingatillögur á síðasta aðalfundi sem að hafa lang flestar ratað inn í þessa tillögu – sú breytingatillaga var lögð fram af þeim þrem sem mest hafa gagnrýnt þessa tillögu…. Það er kannski sama hvað er lagt fram, ef það fellur ekki beint að persónulegum hagsmunum gagnrýnenda þá er það vont…
05.11.2009 at 19:32 #664154Hvet alla félaga til að samþykkja þetta, og skora svo á Lellu að standa við orð sín. Það verður þá kannski hægt að fara lesa eitthvað annað hér á spjallinu en skítkast og leiðindi…
06.11.2009 at 08:26 #664156Góðan dag
Ég vill byrja á að taka fram að mér finnast þessar lagabreytingatillögur hinar ágætustu og það var orðið tímabært að taka til og fara yfir lögin, lagfæra eitt og annað og samræma. Það geta auðvitað ekki allir orðið sammála um allt og þessvegna heilbrigt að fá fram umræður og kannski aðra sýn á hlutina eins og hér hefur verið gert á (mis)málefnalegan hátt. Ég er sáttur við þessar tillögur þó að þar séu nokkrir hlutir sem ég er ekki endilega alveg sammála um, t.d. í 9. grein er aðalfundi gefin heimild til að fjölga eða fækka í nefnd. Þannig á gengi (fleiri en 5) að geti tekið að sér nefnd, en það er þó ekki beinlínis tekið á því ef t.d. tvö gengi bjóða fram í eina og sömu nefndina. Er þá hægt að kjósa bæði gengin eða á að kjósa á milli þeirra og hvað ræður því þá? Mér finnst þetta samt tilraunarinnar virði og spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.
Ég er fullkomlega sammála Benna varðandi 12. greinina enda held ég að hún sé að einhverjum hluta komin úr breytingatillögum sem ég setti fram við síðustu lagabreytingatillögu og er ákvæði sem liðkar fyrir starfi klúbbsins milli aðalfunda, ef eitthvað kemur uppá í nefndum, enda þarf frumkvæði að slíkri beiðni að koma frá meirihluta fastanefndar og ef slík beðini kemur ekki fram, þá hefur stjórn ekkert vald til að breyta neinu.
En þá er komið að 14. greininni sem mér finnst eina greinin í lagabreytingartillögunum sem er raunverulega gölluð. Ég held að allir geti verið sammála um að aukafélagar eru nauðsynlegir í klúbbnum, til að halda uppi aukinni veltu við fyrirtæki sem klúbburinn hefur gert samninga við, t.d. aðalstyrktaraðila klúbbsins. Deilan stendur hinsvegar um réttindi þessara aukafélaga. Mér finnst mjög óeðlilegt að aukafélögum sé boðið uppá að gegna trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, sitja í nefndum eða stjórn, án þess að hafa atkvæðisrétt á aðalfundi klúbbsins, þar sem fjallað er um málefni nefnda og stjórnar og kosið í nefndir og stjórn. Það er semsagt hægt að kjósa aukafélaga til stjórnarsetu og jafnvel formennsku í klúbbnum, en aukafélaginn getur ekki kosið sjálfur. Þetta er mótsögn í sjálfu sér og ég get ekki ímyndað mér að nokkur vilji starfa fyrir klúbbinn undir þeim formerkjum. Við þessu er tvennt til ráða, annarsvegar að aukafélagar hafi sama rétt og aðalfélagar, eða að aukafélagar hafi engan rétt til að starfa fyrir klúbbinn. Mín tillaga gengur út á hið fyrrnefnda og verður lögð fram á aðalfundinum sem slík.
Komið hafa fram rök um að þeir aðalfélagar sem hafa aukafélaga sem starfar fyrir klúbbinn hafi tvöfalt atkvæðavægi. Þetta er alrangt, því ALLIR félagsmenn geta haft aukafélaga og ALLIR aukafélagar geta greitt atkvæði á aðalfundum. En það er hinsvegar þannig að aðeins sumir og reyndar fáir þessara aukafélaga nenna eða hafa áhuga á að starfa fyrir klubbinn, og það segir sig sjálft að aðeins þeir sem eru nógu .
Svo vil ég benda á að í núglidandi lögum hafa aukafélagar sama rétt og aðalfélagar og ekki séð að vandræði hafi orðið vegna þess í starfi klúbbsins.
Að lokum vill ég hvetja félagsmenn til að mæta á aðalfundinn á morgun og gera góða lagabreytingatillögu enn betri með því að samþykkja breytingatillögu við 14. greinina.
Kv. Óli
06.11.2009 at 20:18 #664158Eina sem ég hef við þessi lög að athuga, er að aukafélagi virðist ekki geta komið inn sem staðgengil aðalfélaga (svosem ef veikindi eða vinna eða annað ber að) og tekið ákvarðanir í hans nafni svosem með kosningu eða öðru.
Svo mætti vera opinn sá möguleiki að aukafélagar geti borgað helming félagsgjalds og fengið atkvæðisrétt.
Mín rök fyrir því að afnema atkvæðisrétt aukafélaga eru að mér þykir það fáránlegt að bakvið eitt númer (eitt félagsgjald) geti verið 2 atkvæði en borgar sama gjald og ég. Eins og minnst var á hér framar í þræðinum.
Ég get ekki annað en verið meðfylgjandi lagabreytingunni, þó það þurfi að kosta það að tveir meðlimir klúbbsins sjái sér ekki fært að starfa áfram fyrir hann.
kkv, Úlfr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.