Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › lagabreytingar á aðalfundi
This topic contains 53 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi Már Gunnarsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.04.2008 at 16:37 #202361
Ég var að lesa aðalfundarboðið og rak augun í eitt atriði sem mig langar til að fá umræðu um það er að það á að fækka í 3 í tækninefnd
hvað er það sem veldur því?
Er svona lítið að gera hjá tækninefnd að það þurfi bara 3
Þegar ég var í tækninefnd þá var mikill slagur við stjörnvöld og það veitti ekki af 5 manns, en nú þarf að halda vöku sinni þegar yfir okkur dembist alls konar reglugerðafargan frá evrópu
Best er að mynnast grindarreglugerðinni, þar sem tækninefndinni tókst að afstyra miklu slysi á snilldarlegan hátt
Nú er hámarksþyngdarmörkin að hamla eðlilegri þróun á jeppabreytingum
Kanski þarf bara 3 í takninefnd núna en gaman væri að vita hvað er það sem vakir fyrir þeim sem leggur fram þessar tillögur
annað er áróðursnefnd, það er vont orð fyrir annars nefnd sem gæti verið mjög mikilvæg og hjálpað mikið í hagsmunabaráttu okkar.
Kv, Freyr R26 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.04.2008 at 22:45 #621656
Sandur hér og sandur þar, þetta er eins og að lesa eftir smábörn. Hvað er málið með ykkur ég held þið ættuð að fara að fullorðnast, þetta er nú orðinn meiri leiðindar síðan. Held að menn ættu að fara að ferðast og hafa gaman svo hægt sé að tala um eitthvað skemmtilegt eins og að patrol séu druslur og land rover þeir bestu.
Skítkastkveðja Bjarki R-2405
28.04.2008 at 23:07 #621658Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í skítkastinu en langar að benda mönnum á að endilega að sækjast eftir að komast í tækninefndina. Við erum að reyna að finna góða nálgun á þyngdaraukningu breyttra jeppa og erum opnir fyrir öllum hugmyndum hvaða leið væri best að fara. Einnig vil ég þakka Róberti Marshal fyrir mikla og ómetanlega aðstoð í grindarmálinu. Við (félagsmenn) ráðum hve margir eru í tækninefndinni. Reyndar ætlar nefndin til Ameríku til að skoða hvernig þeir fá limmosínur skráðar fyrir meiri burð, og klúbburinn borgar ferð, uppihald og vinnutap 😉
Kveðja Magnús.
28.04.2008 at 23:17 #621660hvar sæki ég um?
28.04.2008 at 23:18 #621662Bjarki það vita það allir að þú hefur ekki rassgats vit á jeppum
enda ekur þú um á Toyotu malbiksbíl sem þolir ekki utanvega akstur eins og sást á framhjólabúnaðinum eftir eina ferð.
Kv þinn vinur að eilífu
Benni
28.04.2008 at 23:23 #621664sko bíddu við, að gera at í mönnum er eitt en að gera lítið úr Toyota er stóralvarlegt brot og slíkt er ílla liðið og við liggur skelfileg refsing.
29.04.2008 at 02:14 #621666Alveg sammála Benna þarna. Þið hið ílla lið sem er etthvað að setja út á toyoturnar okkar, barasta skammist ykkar. Hverjir aðrir eiga að draga ykkur upp eða vera ryðja leið fyrir ykkur aðrir en við :p
Kveðja
Spotti
(til að koma ykkur til byggða)
29.04.2008 at 08:58 #621668Þegar menn eru farnir að vilja kalla mig vini sína óóó. Eða langar ferlega að ferðast með toyotum. En hvernig er þetta eru engar skemmtilegar ferðasögur, festur, bilanir, drífa ekki og þar fram eftir götum annars flott viðtal á mbl við Agnar, það eru þá einhverjir að ferðast eitthvað.
Kv Bjarki
29.04.2008 at 10:02 #621670Kæri vinur:) til hvers eru vinir til annars en að hringa og djöflast í en nú er þetta allt að verða búið í vetur og sumarið að taka við "ferðatími Toyotunnar" En það er rétt hjá þér þetta var flott viðtal og fínar myndir á MBL
kv Þinn vinur Gísli Þór
29.04.2008 at 10:16 #621672
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svona mín skoðun er sú að það þurfi að vera að lágmarki 5 manns í svona nefndum svo að þær geti starfað vel.Oft er nú þannig að stundum komast ekki allir á fundi og þessháttar og ef væru bara 3 í nefnd gæti orðir lítið úr verki þegar kannski 1 er mættur:Ég spyr bara frá hverjum er þessi fáránlega hugmynd komin ??það væri gaman að vita það.
KV:Matti
29.04.2008 at 10:30 #621674Kannski skiptir ekki máli frá hverjum þetta kom, en eins og réttilega er bennt á hér að ofan er að það erum við félagsmenn sem komum til með að kjósa um þetta, þannig að við skulum bara draga andann rólega.
Kv Bjarki
29.04.2008 at 15:24 #621676
kveðja
AB
29.04.2008 at 15:43 #621678[u:2qti9tgf][b:2qti9tgf][url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/29/dyr_en_eftirminnilegur_vetur/:2qti9tgf]þetta?[/url:2qti9tgf][/b:2qti9tgf][/u:2qti9tgf]
30.04.2008 at 12:34 #621680ég hef verið að velta því fyrir mér með aukafélaga,ég finn ekki neitt um atkvæðisrétt aukafélaga og væri gaman að fá það á hreint,Hefur aukafélagi fullann atkvæðisrétt á aðalfundi og þar af leiðandi aðalfélagi+aukafélagi=2 atkv fyrir sama verð og aðalfélagi sem ekki hefur aukafélaga á sýnu númeri,fær ekki nema 1 atkv,ef svo er finnst mér það rangt og tel að aðalfélagi sé með 1 atkv og aukafélagi 0 nema til komi fullt fálagsgjald.
Legg til að þessi breyting verði sett í lög á næsta aðalfundi.
Kv KlakinnFélagsn R 2151
30.04.2008 at 12:50 #621682Aðal- og aukafélagi hafa sama rétt, nema mega ekki sitja saman í nefndum eða sjórn og deila póstsendingum. Þannig að aðal og aukafélagi hafa 2 atkvæði út á 1 félagsnúmer, en líka þá hefur sá sem er í deild úti á landi atkvæðisrétt á aðalfundi hér og líka í sinni heimadeild, sem sagt 2 atkvæði út á 1 félagsnúmer, en ég hef ekki atkvæðisrétt á aðalfundi hjá landsbyggðardeildunum.
Svo Laugi, hver segir að lífið sé sanngjarntVar að spá í sambandi við áróðursnefndina sem ég er sammála með að sé ljótt nafn. Setjum upp dæmi að það verði fækkað í Tækninefnd í 3 ( allavega sjást ekki mörg framboð í hana ) og 1 af þessum 3 er í áróðursnefndinni sem er með býsna stórt verksvið, finnst það nóg að vera í 1 nefnd….. Það er allavega mín perónulega skoðun. Um hlutverk þessarar nefndar, mér finnst það býsna stórt og er ekki búin að sjá að þessi nefnd komi til með að virka.
Finnst allavega hingað til að það er talað og talað um að nefndirnar séu of margar og of margar nefndir sem geri ekki það sem þær eiga að gera og sé ekki lausnina á að fara að búa til nýja nefnd með rosalega stórt hlutverk, fyrir utan að 2 af 3 í nefndinn eru í öðrum nefndum og starf í Umhverfis og Tækninefnd held ég að hljóti að vera allveg nóg starf.
En sem ég segi þetta er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðun fljöldans. Finnst það samt svolítið fyndið að eina sem búið er að fjalla um þessa nefnd er nafnið á henni.
Kveðja Lella
30.04.2008 at 13:08 #621684Lella mín,annars er mér sama um sanngirni,meira hallur undir réttlæti,annars er hvort dæmið sem þú nefndir jafn vitlaust,sama frá hvorum endanum það er skoðað.
"Áróðursnefnd" var ekki frægur þjóðhöfðingi með áróðursmálaráðuneyti,nei hvað veit ég,saklaus patrolmaðurinn.
Kv Klakinn
30.04.2008 at 17:52 #621686Nú liggur fyrir tillaga að niðurlagningu ritnefndar og hlutverki hennar verði varpað á tölvunörda. Nýja nefndin á að heita eitthvað sem ég man ekki en hlutverk hennar er að sinna öllu sem vefnefnd hefur verið að sinna auk þess að gefa úr rit ferðaklúbbsins. Mikil ágjöf hefur verið á vefnefnd á þessu kjörtímabili auk þess að vera að vinna við nýtt vefumsjónarkerfi sem er virkilega að fara af stað núna. Í mínum huga sé ég ekki að tölvunördar fari að setjast við skriftir og betla auglýsingar með allri þeirri vinnu sem fyrir liggur. Það sem fyrirliggur er nýtt vefumsjónarkerfi, halda upp reglu á spjallsvæði, loka á mann og opna á annann, veita aðgang, ávíta menn sem eru í bisnis og svona mætti lengi telja. Ef ætlunin með þessari tillögu er að losna við ritnefnd þá á bara að segja það. Þessi tillaga er svo “farát“ að ég kýs að hún verði feld.
–
kv. vals.
30.04.2008 at 18:00 #621688Þér Vals.
og þetta finnst mér vera nokuð í hnotskurn um þessar tilögur um að leggja hinar og þessar nefndir niður til að stofna aðrar,nær að efla það sem er og bæta ekki leggja niður.Klakinn
30.04.2008 at 20:14 #621690Ég held að þessar lagabreytingar séu afrakstur vinnu sem fór fram á síðasta landsfundi sem haldinn var á Illugastöðum í Fnjóskadal. Þetta kemur ekkert frekar frá stjórninni, en það er náttúrulega langbest að kenna Agnesi og Barböru um þetta. Þær eru náttúrulaga bara frekjudollur( ef þær væru með tippi þá væru þær ákveðnar).
Kv.
Heiðar
form. Suðuenesjadeildar
30.04.2008 at 23:36 #621692Ekki dettur mér í hug að gagnrýna þær stöllurnar á neinn hátt enda eiga þær mitt atkvæði. Hitt er annað mál að hver svo sem er höfundurinn að þessari tillögu, hvort sem það eru þær eða einhver með hangikjöt, bætir það ekkert tillöguna. Ég er jafn mikið á móti því að smyrja afganginum af ritnefndinni á tölvunördana sem eiga að sitja í vefnefnd. Nafnorðið tölvunördar er hér ekki notað í neinni neikvæðri merkingu, byggist bara á reynslu minni í vefnefnd síðustu tvö ár. Í vefnefnd eiga að sitja aðilar með þekkingu á tölvuforritun, heimasíðugerð og svoleiðins tækni “þeir/þau eiga ekki að sitja við skriftir um málefni klúbbsins“.
Þetta er bara mitt álit og er mér alveg slétt sama um álit annara á því áliti.
–
kv. vals.
01.05.2008 at 13:32 #621694Sælir félagar,
mig langar að leggja inn í umræðuna og útskýra aðeins hvað liggur að baki þessari hugmynd um breytingar á vefnefnd og ritnefnd.
Þar sem ný vefsíða er að fæðast með nýju kerfi er líklegt (reyndar ekki annað ásættanlegt) að umsjón með vefsíðunni eftir að hún hefur verið smíðuð verði að mjög litlu leyti forritun, meira almenn vefumsjón og töluvert umsvifaminni en sú slökkviliðsstarfsemi sem vefnefnd hefur þurft að sinna frá því núverandi síða kom í gagnið. Verkefnin ættu því að snúast einnig um að ritstýra síðunni og setja inn efni sem nýtist þá félagsmönnum. Þar sem verkefni ritnefndar hafa farið minnkandi með minnkandi útgáfu er hugsanlegt að hægt væri að nýta þeirra starfskrafta meira í að setja inn efni á vefsíðuna og efla útgáfuna þar í staðinn.
Með þessar hugmyndir var þessi lagabreytingartillaga gerð og var þá hugsað sem svo að þessar nefndir ættu vel saman í einni sem myndu þá hugsa saman um þennan þátt starfseminnar.
Það er gott að fá umræðu um svona svo við getum séð rökin í báðar áttir, þannig fæðast góðar hugmyndir og auðveldara er að átta sig á því hvort um góða eða slæma lagabreytingu er að ræða áður en hún er borin undir atkvæði.
Kveðja,
Barbara Ósk
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.