Forsíða › Forums › Spjallið › Hagsmuna- og Baráttumál › Lagabreytinga er þörf!
This topic contains 19 replies, has 15 voices, and was last updated by Árni Freyr Rúnarsson 11 years ago.
-
CreatorTopic
-
22.12.2013 at 22:11 #442366
Í fréttum nýlega var fjallað um erfiðleika á Hellisheiði vegna smá snjófjúks.
Ég heyrði það eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að bíll hefði verið fastur en engin viljað/þorað að draga hann upp vegna þess að þá hefði viðkomandi verið ábyrgur fyrir hugsanlegum skaða.
Svona hugsanaháttur er skiljanlegur nú þegar atvinnulitlir lög-geplar eru að eltast við hverja smábeyglu á bílum.
Og ekki eru tryggingafélögin skárri.
En þar sem Ferðaklúbburinn 4X4 er stór þrýstihópur legg ég það til að við reynum að koma á breytingum á umferðarlögum varðandi þessi mál.
Þá þarf að skilja á milli þess að
„draga bíl upp úr festu/upp á veg/frá annarri umferð“
og
„draga bíl milli staða“Hvernig líst fólki á það?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.12.2013 at 00:09 #442368
sammála því
23.12.2013 at 00:12 #442369Þetta er alveg rétt hjá þér maður er farin að athuga hvort einhver sé slasaður en lætur bílinn eiga sig og þetta þarf að laga.
Gilda sömu lög ef notað er spil hef stundum velt því fyrir mér hvernig það sé
23.12.2013 at 08:55 #442372Sammála því, það þarf að finna leið til að hafa þetta þannig að maður geti hjálpað náunganum án þess að eiga á hættu að þurfa að kaupa nýjan bíl fyrir viðkomandi!
23.12.2013 at 09:59 #442375Jökull, samkvæmt þrengsta skilningi umferðalaganna (sem dómstólar fara eftir) þá ert þú að draga bílinn með spilinu. Þannig að, já, sömu lögin gilda.
23.12.2013 at 11:59 #442376Það er náttúrulega bara óskiljanlegt að þetta skuli ennþá vera svona. Það er ömurlegt að hugsa til þess að maður getur verið að lenda í einhverjum málaferlum fyrir það eitt að vilja rétta einhverjum hjálparhönd. Þetta er að koma í kollin á björgunarsveitum líka og gerir störf þeirra tímafrekari og erfiðari. Þegar björgunarsveitir eru orðið kallaðar út í óveðursaðstoð innanbæjar megum við eiginlega ekki langur draga bíla af þessum sökum nema bílarnir séu hreinlega fyrir. Lang oftast er þetta ekkert mál… bara nokkrir sem raða sér á bíllin og ýta eða moka smá frá bílnum. En það eru ekki allir með 100% heilbrigðan líkama og þegar að þetta eru kanski stórir og þungir bílar eða illa fastir á maður þá að vera fórna líkama sínum? ónei heldur betur ekki! og þessvegna eru nú sennilega orðnir margir sem rétta ekki hjálparhönd, ekki af því að þeir vilja það ekki heldur af því að þeir geta það ekki!
Ég skila það ósköp vel að það fylgir því ábyrgð að draga bíl. En eins og lögin eru í dag þá getur sá sem þú hjálpar/dregur misnotað þetta með því að renna inn á næsta verkstæði og segja að sjálfskiptingin sé eitthvað undarleg eftir að bíllin var dreginn og það er bara BINGO fyrir hann!
23.12.2013 at 15:42 #442378Óskar, ef maður dregur einhvern upp á veg, eða upp úr holu þá held ég að viðkomandi sé kominn á svarta svæðið ef hann vill halda því fram að skiptingin eyðileggist við það…
24.12.2013 at 11:14 #442411Einhverntíma kom þessi umræða upp, og voru menn að tala um að útbúa einhvers konar form á pappír sem báðir aðilar kvitta uppá?
Sammála því að þurfi að breyta þessum lögum, asnalegt að vera bjóða og veita aðstoð og fá svo kannski reikning!!!!!!!!!! Hversu ömurlegt er það?
Kv Bjarki
24.12.2013 at 11:45 #442412ég held að það hafi verið búið að prófa að hafa þetta skriflegt af báðum aðilum, en það heldur eða hélt ekki fyrir dómi, það þarf bara að breita þessum lögum,það hlítur að vera hægt að senda enhverjar línur á enhverja af þessum þingmönum og þeir ættu að geta búið til það sem til þarf til að breita þessu það hlítur að vera vilji hjá öllum fyrir því
24.12.2013 at 13:12 #442415Mig minnir að björgunarsveitir hafi gert þetta en samt sem áður hafi einhverjir aðilar farið í mál við þá.
hvort sem svona plagg stenst lög eða ekki(sem það gerir ekki) þá er það ótrúlega ómerkilegt að fara svona á bak orða/skriftar þinnar
24.12.2013 at 15:54 #442420Það er nefnilega akkurat málið Jón Málið snýst um að fólk þorir ekki að hjálpa af því að maður veit ekki hvort maður lendir í málalengingum eða ekki. Skiptir engu máli hvort það sé á gráu eða svörtu svæði þetta bara snýst um það yfir höfuð að eiga hættu á einhverjum málalengingum fyrir það að hjálp? hversu ósanngjarnt er það by the way!.
Hvort sem það er sjálfskipting, drif, dæld eða frammljósapera! ég greip þetta bara sem dæmi því ef ég skil lögin rétt þá bjóða þau heldur betur uppá það að refsa þeim sem vildi rétta hjálparhönd!
Maður þarf kanski bara að hafa með sér lögfræðing ef maður ætlar að hjálpa einhverjum
26.12.2013 at 12:06 #442452Sælir
Ég sé ekki fyrir mér neinar breytingar á þessu því að sá sem dregur stjórnar ferðinni og hann má ekki gera það ábyrgðarlaust. Ég hef nefninlega lent í að þiggja drátt hjá manni sem gerði akkúrat það sem hann var beðinn um að gera alls ekki. Ég fór ekki fram á neitt frá honum enda hefði það verið ósanngjarnt af minni hálfu.
Það er ekkert sem bannar að draga númerslausann óskráðann bíl frá Reykjavík til Húsavíkur og þá er náttúrulega augljóst hver ber ábyrgðina og hvers trygging er í gildi. Það að draga bíl sem er skráður, skoðaður og tryggður er náttúrulega annar handleggur og sérstaklega þegar hann er dreginn úr festu. Spurning hvort það mætti gera það að sér ákvæði en þá verður til grátt svæði þar sem bílar eru dregnir langar vegalengdir út úr ófærð.
Trygging hvers bíls er þá í gildi og bílarnir myndu deila ábyrgðinni en spurning hvað gerist ef sá sem dregur gerir eitthvað sem hinn er ósáttur við t.d. dregur með lélegum spotta, járnlásum, kippir meira en hinn vill, eða hættir ekki þegar hinn dregni vill ekki meir. Þetta er allt saman til.
Ég held að þetta sé ekki svo einfalt og auðvelt fyrir löggjafarvaldið að benda á fagfólk í þessum viðburðum.
Kv Jón Garðar
26.12.2013 at 20:09 #442456Óskar, ef maður dregur einhvern upp á veg, eða upp úr holu þá held ég að viðkomandi sé kominn á svarta svæðið ef hann vill halda því fram að skiptingin eyðileggist við það…
Ford Explorer AWD tjónar sjálfskiptingun við það að vera dreginn upp í gír (drive) 😉
02.01.2014 at 18:20 #443038Einhvern tíma heyrði ég að með því að láta bílstjóra eða umráðamann þess bíls sem er dreginn binda endann við sinn bíl þá færi ábyrgðin yfir á hann. Hann er þá að hengja sig við annað ökutæki. Hef ekki lesið lögin svo ég veit ekki hvort það stendst fyrir rétti.
Hitt hefur líka heyrst að það fari illa með sjálfskiptingar í mörgum gerðum nýrri bíla að þeir séu dregnir í öðru en hlutlausu og að jafnvel í hlutlausu þoli þær ekki drátt ef þarf að fara einhverja vegalengd.
03.01.2014 at 09:05 #443052Einhvern tíma heyrði ég að með því að láta bílstjóra eða umráðamann þess bíls sem er dreginn binda endann við sinn bíl þá færi ábyrgðin yfir á hann.
Nei- það stenst ekki gagnvart lögunum…
Björgunarsveitirnar eru búnar að margfara í gegnum þetta, sumar fyrir dómi (að ég held) og þess vegna eru þær margar hættar að draga bíla.
03.01.2014 at 11:23 #443054Þegar aðili er dæmdur til greiðslu skaðabóta vegna þess að tjón hlaust af við að draga annað ökutæki. Hafa þá dómar verið byggðir á 88. grein Umferðalaga eingöngu, eða hafa fleiri ákvæði komið til?
88. grein Umferðarlaga hljómar – “Sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Ábyrgðarmaður dráttartækis er skaðabótaskyldur ef tjón hlýst af þegar skráningarskylt vélknúið ökutæki dregur annað ökutæki.”
ÓE
03.01.2014 at 13:13 #443055
Anonymous- Umræður: 3
- Svör: 13
Þetta er fjandi súrt ef maður lendir í því að vera ábyrgur fyrir að hjálpa fólki, en meðan lögin eru svona og þeir sem maður hjálpar er svo illa innrættur að hann lætur mann borga skaða ef einhver verður. Á ég að skilja fólk eftir upp á hálendi og láta það bíða kanski 10 klst. eftir hjálp, held að það geti verið líka hættulegt, eldsneyti klárast og hörku frost í bílnum og kanski matarlaust eða matarlítið, ég held að mín samviska þoli illa þá hugsun að skilja bíl eftir og aðstæður ekki tryggar hjá fólki.Sorry þú verður bara að drepast í þínum bíl það eru þín örlög. Þetta er ekki viðunandi og verður að gera eitthvað í þessu strax.Það sjá allir að þetta gengur ekki og verður að breytast. Hingað til þá hef ég bara tekið því ef tjón verður á mínum bíl, það var jú ég sem kom mér í þetta klandur.
03.01.2014 at 14:33 #443061Umferðalög;
62. gr.
…
[Ráðherra]2) setur reglur3) um drátt ökutækja.Tilvísun 3 vísar í reglugerð nr394 frá 1992 sem er hér;
http://ww2.us.is/sw_documents/846En í henni er ekkert sagt um ábyrgð dráttartækisins.
Það er líka ekki nóg að skella einhverju sér-ákvæði í reglugerðina af því að lagagreinin (nr 88) trompar alltaf reglugerð.
Þannig að ég held að best væri að fá sér-ákvæði inn í lögin.
06.01.2014 at 10:26 #443718Hérna er kannski spurning um almenna skynsemi. Af við rekumst á fólk í vanda er frekar að flytja fólkið í öryggt skjól frekar en að reyna að koma bílnum af stað með þeim kostnaði sem að þú þarf kannski að bera í framhaldinu af því. En þetta er mál sem á eftir að taka langan tíma af fá í gegn og þarf að fara vel í gegnum þessi mál. Í dag er best að skutla viðkomandi heim láta hann fá númerið hjá dráttabílaþjónustu sem er með tryggingar fyrir svona mál.
06.01.2014 at 11:01 #443719Best er að fara eftir „heiðursmanns samkomulaginu“
Hver ber tjónið á sínum bíl, ef það er ekki þjösnaskapur eða eithvað þannig sem veldur tjóninu.
Rökin á bakvið þetta heirði ég að væiru:
ég er fastur og þarf aðstoð, þú býður fram bílinn og aðstoð sem ég þygg og þar með ættu menn að vita áhættuna við dráttinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.