Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Lagabreitingar. 1 grein
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Elín Björg Ragnarsdóttir 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.05.2009 at 20:13 #204386
Hvernig lýst mönnum á tillöguna um lagabreitingar sem sett var fram á aðalfundi?
Ég segi fyrir mig að ég gat ekki samþykkt hana og þá aðalega fyrir orð fyrverandi formanns þegar hann sagði að félagið yrði ekki hagsmunafélag eftir breitingarnar!! samanber 1 greinin. Ég segi fyrir mig að tilgangur klúbbsins er þá ekkert annar en tilgangur „gengjanna“ innan klúbbsins, sem sagt að flandra á fjöllum og hafa gaman. Við verðum að hafa sterkann aðila sem ver okkar hagsmuni fyrir „Kolbrúnum“ þessa lands og það fynnst mér vera aðal tilgangur klubbsins.
Það væri gaman að heyra í félögunum um málið.
kv:Kalli lögmaður -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.05.2009 at 22:25 #647572
Kalli fyrsta grein er eins í núgildandi lögum og í lagabreytingartillögunum sem voru lagðar fyrir aðalfund. Þannig að fyrsta greinin átti ekki að breytast neitt.
kv Lella
15.05.2009 at 15:35 #647574Takk fyrir það Lella, ég hefði nú samt viljað sjá orðið "Hagsmunafélag" áhugamanna í staðin fyrir "félag" áhugamanna.
Þá er það grein nr.2 þar fynnst mér tilfynnanlega vanta stefnu um verndun ferðafrelsis á þessu blessaða landi svo þetta endi ekki með einum alsherjar þjóðgarði þar sem ekkert er leifilegt.!!
ætlar engin að tjá sig um sína skoðun á þessu ?
svona nú komið með athugasemdir þó það væri ekki til annars en að koma vitinu fyrir mig.
kv:Kalli
15.05.2009 at 16:22 #647576Ég er nú sammála Kalla, að það þurfi að skerpa á lögum klúbbsins hvað varðar hagsmunaþáttinn og reikna ég með að það verði raunin í nýjum lagatillögum á aukaaðalfundi í haust. Klúbburinn verður að fara að spyrna við fótum, hvað varðar hagsmunagæsluna. Víða eru blikur á lofti og t,d er verið að endurskoða umferðarlöginn og þar er t,d grein um ( hvað er vegur til umfjöllunar ). Þetta gæti þó stangast á við náttúruverndarlöginn en það er önnur saga. Óli og Ella í laganefndinni þekkja það kannski betur og þá hvort þarna sé einhver vá fyrir dyrum eða ekki. Allavega veit ég að mótorhjólamenn eru uggandi vegna þessa grúsks.
Ég hef oft sagt það að við séum að tapa. Og það er reynt að skjóta það í kaf af félagsmönnum sem berja sér á brjóst fyrir alla sigranna sem við höfum að baki. Vandamálið er bara að við erum með fleiri ósigar að baki en sigra. Jafnvel Skúli verður að viðurkenna það, þó svo að hann hafi átt þátt í mörgum sigrum jeppamanna við ríkisbatteríið.
Mín tillaga að lagabreytingum sem fékk ekki brautargengi hjá laganefndinni var:
Í gr 2, Að Ferðaklúbburinn 4×4 stæði vörð um ferðafrelsi útivistarfólks.Þetta var hugmyndin, og mátti breyta orðalaginu eitthvað, en grunnhugmyndin þyrfti þó að vera þessi. Hugmyndin var semsagt að setja þetta inn í grunnlöginn til þess að minna stjórn, deildir, nefndi og almenna félagsmenn hver væri grunnhugmyndin að klúbbnum. Þ e að skerpa á áherslunni. Hagsmunabarátta hefur jú alltaf verið grunnur klúbbsins og á að vera í forgrunn, þó svo að allt annað megi fljóta með, til þess að styrkja innviðina.
15.05.2009 at 22:11 #647578Ég veit ekki hvað þú ert að tala um Ofsi að tillaga þín hafi ekki fengið brautargengi, ég hélt að við hefðum flest tekið undir þetta sjónarmið þitt.
.
Hinsvegar lögðum við lögin fram á ákveðin hátt, og þau voru kynnt eins og við lögðum þau fram til stjórnar. Lögin voru síðan send í tölvupósti til valdra hópa, þar með var orðin ógerningur fyrir laganefnd að fylgjast með athugasemdum þar sem athugasemdirnar voru ekki endilega sendar á laganefnd. Hinsvegar eru margar þær athugasemdir sem ég hef heyrt réttmætar og til þess gerðar að gera lögin betri, en því miður eru líka margar út í hött.
Mér hefði fundist réttara að kynna félagsmönnum lögin á annan hátt til að sú hugsun og rökstuðningur sem að baki lá kæmist til skila. Þetta fyrsta innlegg hér að ofan segir sitt um þekkingu manna á lögunum og skilninginn á þeim.
.
Hvað varðar endurskoðun á umferðarlögum þá þarf vissulega að vera vakandi yfir því sem þar er að gerast. Einnig er ekki ólíklegt að náttúruverndarlögin verði endurskoðuð fljótlega, ef sú vinna er ekki hafin nú þegar. Reglugerðir laumast líka stundum inn svo lítið beri á. En klúbburinn er nú fullur af frambærilegu fólki sem hefur skilning á lögum og lagaumhverfi. Getur það fólk örugglega auðveldlega komið rödd okkar til skila, rökstutt okkar sjónarmið og staðið vörð um rétt okkar til að ferðast um landið. Eða vitum við ekki öll hver réttur okkar er?
15.05.2009 at 23:35 #647580Áhugavert er að sjá pistil Ellu hér að ofan og hennar tilvitnun í kynningarferlið
"Lögin voru síðan send í tölvupósti til valdra hópa, þar með var orðin ógerningur fyrir laganefnd að fylgjast með athugasemdum þar sem athugasemdirnar voru ekki endilega sendar á laganefnd"
Ég fékk slíkann póst, en ógjörningur var fyrir mig að skilja þessa póstgrúbbu sem fengu samskonar póst. Virtist mér að fólk væri valið að handahófi, sem fengi þennann póst.
Ekki var gefið upp e-mail laganefndar, og var umræðuvettvangurinn enginn.
Ég sagði Svebirni þetta og taldi að lagatillögur ásamt e-mail laganefndar ætti að fara á stjórn, nefndir og deildir.
Þetta var að vísu gert um 2 vikum seinna.
Umræðan Var takmörkuð og ekki voru gerðar breytingar á lagatillögum í samræmi við umræðuna, en flestir voru sammála um breytingar á 1 grein, að klúbburinn væri hagsmunafélag.
Kynning á vefnum kom allt of seint til að félagsmenn gætu myndað umroðu um tillögurnar.
Niðurstaðan er því eðlileg, öllu vísað frá.
kveðja Dagur
17.05.2009 at 20:48 #647582Skrítið hvernig þessir "lagabreytarar" hugsa þetta! við aumur almúginn eigum ekki að skilja svona FLÓKIÐ mál sem lagabreitingar eru en samt eigum við að samþyggja lögin. Eigum við ekki fullan rétt á að segja okkar skoðun á breytingunum sem er verið að gera á lögum klúbbsinns og vera virtir viðlits af þeim sem vinna að þessum breitingum.??? Afhverju VALDIR HÓPAR ????? hættið þessu bulli og komið með breytingarnar hér á vefinn ég skil ekki þetta pukur.Eru rökin eitthvað veik fyrir þessum breytingum eða er það pirrandi þegar "litli maðurinn" er að belgja sig???
kv:Kalli aumingi
17.05.2009 at 22:07 #647584Kalli minn, ekki ætla ég að kalla þig aumingja, ég læt þig um það. Við þessir "lagabreytarar" skiluðum þessum tillögum okkar bara til stjórnar. Þar með var málið úr okkar höndum. Hvernig þetta var kynnt og hvernig þessir "völdu hópar" voru kom okkur lagabreyturunum ekki við, það var í höndum stjórnar, en ég var að benda á að önnur aðferð við kynningu á lögunum til "almúgans" eins og þú kallar það, væri kannski heppilegri.
.
Rökin fyrir þessum breytingum eru síður en svo veik og ekkert pukur er með eitt eða neitt. Greinargerð var skilað til stjórnar og síðast þegar ég vissi var hún aðgengileg hér á vefnum ásamt lagabreytingatillögunum, sem sagt ekkert pukur menn verða bara að lesa og kynna sér sjálfir í hverju breytingarnar eru fólgnar. "lagabreytararnir" mata það ekki ofaní einn eða neinn með teskeið.
.
Þetta er meira að segja ekkert svo flókið mál að "aumur almúginn" eigi ekki að geta skilið það ef hann reynir. Og ef eitthvað er þá eiga lögin að vera einfaldari eftir breytingar en fyrir og því enn auðveldara að skilja þau.
.
Að einhverjir "litlir menn" belgji sig er síður en svo pirrandi, enda hef ég "lagabreytirinn" talað um það hér á vefnum að ég fagni þeirri umræðu og tók undir margar af þeim athugasemdum sem fram komu.
.
Ef eitthvað er pirrandi þá er það það, að menn taki bara hrátt það sem þeim er sagt án þess að kynna sér málin af eigin raun og láta aðra um að taka ákvarðanir og mynda skoðanir fyrir sig. Þó það séu fyrrum formenn eða "hærra" sett fólk sem matar…..þá er samt óhætt að taka sjálfstæðar ákvarðanir og mynda sér sjálfstæðar skoðanir…
.
Með kveðju
Ella "lagabreytir" og hryðjuverkakona
18.05.2009 at 17:46 #647586Takk fyrir þetta Ella. Ég var að spekulera Hvort lagabreytinganefndin hefði hugsað sér að setja inn þær breytingar sem ég held að flestir vilji það er frá því að vera "félag áhugamanna" í að vera "hagsmunafélag áhugamanna" 1.grein.
Einnig langar mig að vita hvort að lagabreyreitinganefnd hefði hugsað sér að setja inn í 2.grein. breytingu sem felur í sér að Klúbburinn ætli sér að standa vörð um ferðafrelsið nú eða eins og komið er að auka það aftur??
Og takk aftur fyrir að virða okkur viðlits.
kv:Kalli hagsmunapotarie.þ. ef einhver er ekki sáttur við þær breitingar sem ég nefni hér að ofan þá væri gott að heyra í þeim og þá afhverju.
19.05.2009 at 00:38 #647588Sæll Kalli og aðrir.
Nú get ég ekki svarað fyrir það hvað muni rata inn í næstu lagabreytingatillögur enda alls óvíst að ég komi nálægt þeirri vinnu.
.
Hins vegar er það mín persónulega skoðun að báðar þessar tillögur þínar eigi fullkomlega rétt á sér og yrðu til bóta, rétt orðaðar og skýrt fram settar.
.
Kveðja
Ella, verðandi atvinnuþrasari.
19.05.2009 at 17:54 #647590Ég virðist alltaf vera soldið á eftir því ég hélt að þessi frávísunar tillaga hanns Benna hefði falið í sér að vísa þessu til baka til nefndarinnar svo ég ályktaði að vinnan væri tekin upp af sama "genginu" , það er ekki skrítið að það sé lítið um svör ef engin er kominn með málið í vinnslu.!
en hvað um það þá var þetta svona mín tilraun til að vera málefnalegur. Svo sjáum til hvað setur.
kv:Kalli
19.05.2009 at 23:01 #647592Ég veit ekki annað en það sem stendur í stjórnarfréttum hér á forsíðunni.
.
"Breyting mun verða gerð á laganefnd"
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.