This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Loftur Jónsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Þegar ég skoðaði myndirnar í albúminu af lokuðum veg-slóðum rifjaðist upp saga sem einn kunningi sagði mér fyrir nokkru.
Málið var að hann átti í deilum við nágranna sinn vegna umferðar um slóða í landi nágrannans. Svo fór að nágranninn lokaði fyrir umferð um umræddan slóða með keðju og læsti með stórum hengilás.
Nú gerði kunningi minn sér ferð í Kaupfélagið og verslaði slatta af öflugustu hengilásunum sem þar voru til.
Í hvert skipti sem hann átti leið fram hjá slóðanum sem deilurnar stóðu um bætti hann einum af sínum lásum við og henti lyklinum.
Að nokkrum mánuðum liðnum hvarf keðjan í burt og minnst frekar á að banna akstur um slóðann.
Góða nótt !!
You must be logged in to reply to this topic.