Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › læsingar lc80
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Bárðarson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.12.2006 at 23:35 #199099
sælir snillingar ég er í vandræðum með rafmagnslæsingarnar í bílnum (orginal)hefur einhver tengt þær beint í takka fram hjá þessari læsingartölvu eða er það kannski ekki hægt
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.12.2006 at 23:57 #57043605.12.2006 at 23:57 #57043806.12.2006 at 01:43 #570440
Hvað er það sem er að?
og er þetta framm eða aftur læsing?kv
Daði
06.12.2006 at 09:02 #570442Er ekki eina virknin í þessari "tölvu" að koma í veg fyrir að læsingarnar séu settar á í háa-drifinu? Flestir sem hafa verið að lenda í bilunum á þessum búnaði eiga við að stríða vandamál sem er nær drifinu sjálfu…
06.12.2006 at 12:04 #570444Ég skrifaði eitthvað um þetta undir myndunum þar sem ég setti tölvuna í fyrir læsinguna sem ég setti í Hiluxinn
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … ingar/4844
.
Þessi tölva skiptir máli, það eru rofar í mótornum sem gefa tölvunni merki um það hvort mótorinn eigi að fá straum eða ekki og það sem mikilvægast er, hvenær mótorinn á að stoppa. Mótorinn getur bara snúsist ákveðið mikið þar til að gírhjól inni í honum rekst utan í stoppara, þá getur mótorinn ekki lengur snúist og það er mjög líklegt að hann festist og, ef þú gefur motornum stöðugan straum þegar hann festist þá mun það kosta þig nýtt víralúm og hugsanlega nýjan mótor. Rofarnir sem eru í mótornum gefa tölvunni merki um að hætta að gefa mótornum straum áður en hann kemur að þessum stoppara.
Það eru hinsvega tvö "safetys" í þessari tölvu. Eitt er að þú verður að vera í lága, hitt er að þú getur ekki sett hana á nema að vera undir ákveðnum hraða. Þetta er hægt að tengja framhjá með því að finna þessa tvo víra og tengja þá í jörð.
.
Kv.
Óskar Andri
06.12.2006 at 12:41 #570446mér var tjá af toyota að þessar ‘tölvur’ bili nánast aldrei. Enda var það svo raunin að mótorinn var bara fastur.
Ég held að þessar teikingar af búnaði í staðinn fyrir tölvuna séu nú fyrst og fremst fyrir þá sem eru að setja svona í bíl sem er ekki með þessum læsingum orginal.
Svo skemmtilega vill nú til að ég er akkúrat með mótorinn úr hiluxnum mínum uppi á borði núna, og það er voðalega einfalt að koma þessu í gang aftur. þarf bara að opna mótorinn, hreinsa hann og smyrja. Ég hef reyndar einu sinni lent í því að segull úr satornum var laus, lýmdi hann bara í aftur. Svo vilja vírarnir sem liggja niður að hásingu fara í sundur. Og það er akkúrat vandamálið hjá mér núna, en ég reif mótorinn nú samt í sumur til að smyrja svona fyrst þetta var komið úr.
Reyndar eitt sem ég vil benda á sem gott trick! Þegar maður er búinn að setja þetta saman aftur þá hefur mér reynst best að tenja mótorinn áður en ég hef skrúfað hann í, og ýti á læsinga takkann og tek hann svo aftur af. Þá stillir mótorinn sig rétt af svo hann passar miðið við stöðuna á læsingunni. Reyndar er hægt að stilla þetta rétt af þegar maður er að pússla saman, en ef það gleymist er hægt að gera þetta svona.
06.12.2006 at 14:13 #570448Hér eru ýmsar sjálfshjálpar leiðbeiningar:
Center Differential Lock Pin 7 Mod
http://www.sleeoffroad.com/technical/tz_cdl_pin7mod.htmÞessi breyting gerir það að verkun að hægt er að hafa drif læst í háa, með eða án þess að læsa millikassa og hægt er að hafa bílinn í lága drifinu án þess að millikassi sé læstur og svo virka allar aðrar stillingar líka. Hvert atriði fyrir sig verður allveg sjálfstætt burtséð frá hvað annað er stillt (millikassi, hátt og lágt, og driflæsingar.
Fixing a sticky electric diff lock actuator
http://www.sleeoffroad.com/technical/tz … tuator.htmKv,
Þór
06.12.2006 at 22:19 #570450Ég held að það sé að mörgu leiti lang sniðugast lausnin sem K.T verslun á Akureyri er með. kíkið á Kliptrom.is og farið í nýjungar. Þar er lausnin. Lofttjakkur og lúmm fyrir hann og er ekkert svo dýr pakki. Veit allavega að þetta passar í hilux og held að þetta passi þarmeð í 80 bílinn……….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
